Þjóðviljinn - 07.11.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.11.1958, Blaðsíða 5
-— Föstudagur 7. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Rokks'Ö hleypfi fifonsœ&i í ungHngana, eySiIögðu verSmœfi íyrir hálfa miHjón Það er kannski ofsögum sagt að þakið hafi rifnaö af húsinu og múrar þess hruniö, en ekki mátti miklu muna aö svo færi, þegar bandaríski rokkleikarinn Eill Haley („Rock around the Clock“) og „halastjörnur“.hans komu til Vestur-Berlínar og sýndu listir sínar í Sportpalast. Það var ljóst þegar áður en „tónleikarnir“ hófust, að eitt- hvað stóð til. Stór hópur þeirra sjö þúsunda sem rifið höfðu út aðgöngumiða að sam- komunni á örfáum mínútum .kom þannig búinn að við ýmsu mátti búast. Unglingarnir, klædair í Ieðurjakka og buxur af því tagi sem skójá.rn þarf Mikojan Framhald af 1. síðu. ingarmálum sovétþjóðanna. í í ár væri iðnaðarframleiðsla! Sovétríkjanna orðin 36 sinnum meiri en fyrir byltinguna, á tíu dögum væri nú framleitt jafnmikið magn iðnaðarvarn- ings og allt árið 1913. Tii sam- anburðar mætti geta þess að iðnaðárframleiðsla Bretlands hefði aðeins aukizt 1,8 sinnum síðan 1913 og framleiðsla Bandarúkjanna 4,1 sinni. Þetta væri órækur vitnisburður um kosti sósíalismans, sagði hann. Hann rakti einnig þróunina í landbúnaðinum, sagði að korn- uppskeran á þessu ári myndi verða mun meiri on hún var metárið 1956. Sama máli gegndi um aðra uppskeru og jáfnframt liefðu orðið miklar framfarir í nautgriparækt. Mjólkurframleiðslan í Sovét- ríkjunum væri nú orðin jafn- mikil og í Ba ndaríkjunum. Þessi aukna frnmleiðsla iðn- aðar sem landbúnaðar hefur haft í för með sór bætt lífs- kjör. Mikojan benti á að á þessu ári væru fjárveitingar rvkisins til alls konar félags- og heilbrigðismála 215 millj- arðar rúblna., eða meira en þriðjungur af öllum útgjöldum ríkisins. Unnið er markvisst að því að útrýma húsnæðisskort- inum og þar miðar vel áleiðis. Aðeins í borgum Sovétríkjanna hafa í ár verið fullgerðar nærri því 2.100.000 nýjnr íbúðir. Síðari hluti ræðu Mikojans fjallaði um alþjóðamál og ut- anríkisstefnu Sovétríkjanna, baráttu sovétstjórnariiínar fyr- ir afvopnun, tafarlausu og skilvrðislausu banni við til- raunum með kjarnavopn og af- námi slíkra vopna með öllu. til að / era sig í, liöfðu með sér flautur og þokulúðra, hvell- i byssur og önnur hávaðatæki. ! Þó munu fæstir hafa búizt við þeim ósköpum sem á dundu. Önnur hljómsveit heimamanna átti að byrja skemmtunina og dilla gestun- um svolítið áður en ,,hala- stjörnurnar“ kæmu. Það gekk nú ekki lengi. Þeir sem sátu á fremstu bekkjunum stóðu upp, brutu stólana, skiptu stól- fótunum á milli sín og ráku hljómsveitina út. Hófst nú mik. il kátwia á sviðinu, chljóð og rassakö.jt og gekk svo þar til ,halastjörnurnar‘ loksins komu. Þá kastaði fyrst tólfunum. Halev og félagar voru vart byrjaðir hamagang sinn þegar tekið var að skjóta rakettum aftast í salnum. Það virtist \ vera merki um að nú skyldi j atlagan lref jast, því að sam-1 ; stundis stóðu liundruð ung-1 linga á fætur, mölvuðu bekk- j ina og fleygðu brotunum upp Hásscio á förum Skýrt hefur verið opinber- lega frá því í Amman, að Húss- ein Jórdaníukóngur muni fa'raí til Evrópu bráðlega í stutt or-j lof, en brottfarardagur hans hefur enn ekki verið tilkynnt-j ur. í Ei'ri mvndin til vinstri: Þannig leit út í Sportpalast ]>egar leikurinn Itrfði verið skakkaður. Sú efri til hægri: Þannig leik- ur „lralastarna“ á bassa, Haley sjálfur með gítarinn. Sú neðri: 1 leðurjiikkmn og buxum sem skóhorn þarf til að komast í. á sviðið. Haley og félagar lögðu á flótta. Þá ærðist lýð- urinn. 7.000 marka flygill var brot- inn í mél, hljóðnemar (hver kostar 1.300 mörk) maslcaðir íj sundur, 15.000 marka magnara. tæki gereyðilögð, Ijóskastarar brotnir. Þá loks kom lögreglan á 1 vettvang og skakkaði léikinn! með kvlfum sínum. Maðurinn j sem hafði staðið fyrir sam- komunni og hafði pert sór von um mi'kinn hagnaö sc.t eftir með sárt ennið. Hann haflii að vísu tryggt innbú salarins fyrir 30.000 mörk, en viðgerð- arkostnaðurinn verður a.m.k. helmingi meiri, um hálf milljc'ra króna. Skáni konu á háls fvrir 50ft krónur Lögreglan í Crotone á Suður- ítalíu skýrir frá því að tveir ungir menn hafi játað að þeir hafi mvrt 28 ára gamla konu, Maríu Taflarico. Eiginmaður hinnar myrtu lofaði þeim 500 krcnum fyrir að ráða haná af ’.ögum. Unglingarnir, sera eru 18 og 16 ára, skáru frú Tallsr- ico á háls með kjötsveðju. í DAG VEííDA TIL SÝNIS ÖG SÖLU HJÁ OKKUIÍ : FORD 1956 PONTIACK 1956 CHEVR.OLET 1948, fólks- bíll. MERCURY 1952 PACKARD 1954. CHEVROET 1958, einn af fallegustu bílum í heimi. DODGE 1957, stórglæsileg- ur bíll, keyrður aðeins 50 þúsund km. FORD-FAIRLINE 1955 bíllinn er alveg sérstaklega fallegur og í mjög góðu lagi. . DODC-E 1955 (stærri gerð- in) ósjálfskiptur, lítið keyrð. ur og mjög fállegur. BUICK 1955. ROADMASTER, lítið keyrð- ur, vel meðfarinn. DODGE 1955 (minni gerð- in) sjálfskiptur. með vökva- stýri og er í góðu lagi. MERCURY 1955 lítur mjög vel út og er í góðu lagi. FORD 1958, ekki sjálfskipt- ur, sérlega vel með farinn og litur vel út. V OLKSWAGEN 1958 (svartur að lit) keyrður 14 þús. AUSTIN 10 1957, lítur vel út og er í góðu lagi. FL4T 1409 1957, lítur mjög vel út og er í góðu lagi. Skipti koma til greina á eldri bílum, greiðsluskilmál- ar eftir samkomulagi. Bifreiðasalan — BíHinn, Varðarhnsinu — Simi 18-8-33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.