Þjóðviljinn - 29.11.1958, Side 3

Þjóðviljinn - 29.11.1958, Side 3
/ Sveinafélag húsgagnasmsða í Reykjavík 25 ára Afmœlisins minnzf i kvöld meÖ hófi "2. nóvember s.l. var'ð Sveinafélag húsgagnasmiða í ■Reyijavík 25 ára og ætlar félagið að minnast þessara tímamóta í sögu sinni með afmælishófi, sem þaö heldur i Framsóknarhúsinu í kvöld. Þjóðviljinn náði í gær tali af formanni félagsins, Bolla Ólafssyni, og lagöi fyrir hann nokkxar spurningar í tilefni af afmælinu. — Hvenær var félagið stofn- iað, Bolli ? — Það var stofnað 2. nóv- ember árið 1933 og er því orð- ið 25 ára gamalt. — Ætlið þið ekki að minn- ast þessara tímamóta? — 'Jú, það verður þaldið upp á afmælið á morgun með liófi í Framsóknarhúsinu nýja. Mun það hefjast með borðhaldi kl. 7 e.h. — Hverjir voru aðalhvata- merihirnir að stofnun félags- in? 1 Aðalhýatameririirnir að stófhún þess munu hafa verið þeir Helgi Jónsson, og Guð- mundur Breiðdal, en fyrstu stjórn þess skipuðu þeir Jak- ob Magnússon, formaður, Har- aldur Ágústsson, ritari og Jón Hlíðberg gjaldkeri. — Hver hafa verið aðalverk- efni félagsins? —- Ja, þau hafa nú verið svip- uð og annarra verkalýðsfélaga. Fyrst í stað var það nú aðal- lega fólgið í því að safna mönn- um saman til samstarfs, en svo hafa það mest verið kjaramál- in. Einnig liefur félagið hald- ið uppi ýmis konar félags- starfsemi og komið sér upp sjóðum. — Hvernig hefur kjarabar- áttan gengið ? — Hún gekk erfiðlega til' að byrja með. Félagið varð tvívegis að standa í verkfalli á fyrstu árunum. Síðan hefur hún gengið betur og félagið liefur náð samningum án þess lað til verkfalls hafi komið, nema hvað félagið tók þátt í allslierjarverkfallinu 1952. Fé- lagið hafði þó náð samningum fyrir sig þá, og samstarfið við Húsgagnasmíðameistarafélag Itey'kjavíkur hefur verið gott á síðari árum en mætti vera meira. — Hvenær var það, sem fé- lagið átti í þessum verkföll- um? — Fyrra verkfallið hófst um miðjan september 1935 og stóð í 10 vikur. Þá var barizt um viðurkenningu á félaginu og einnig gerðar nokkrar kaup- kröfur, en árangurinn áf þeim varð ekki mikill. Þá settu byggingavöruverzlanir af- greiðslubann á efni til félags- manna með aðstoð Vinnuveit- endasambandsins. Síðara verk- fallið, sem hófst 1. marz 1937, stóð einnig í tíu vikur. Það voru atvinnurekendur, sem sögðu upp samningunum og ætluðu að koma félaginu á kné, en það gerði 'kaupkröfur á móti. Út úr þvi verkfalli fengust þrír sumarleyfisdagar, sem var fyrsti vísirinn að sum- arfríi, og kauphækkun um nokkra aura á tímann. — Hvað er að segja um aðra félagsstarfsemi ? — Félagið hefur haldið uppi nokkurri fræðslustarfsemi og gengizt fyrir skemmtunum, einkum síðustu árin. — Þú minntist áðan á sjóði félagsins. Er það orðið fjár- haglega vel stætt? — Já, félagið á orðið og hef- ur undir höndum allmikla sjóði. Það byrjaði fljótlega að inn- heimta .félagsgjald, en það var lágt fyrstu árin og svo hjálp- uðu verkföllin tii þess að lítið safnaðist í' þá. Hafa sjóðir fé- lagsins einkum I axið síðasta áratuginn. — Er féiagsmönnum ekki orðinn mi'kill styrkur að þess- um sjóðum? — Jú. Atvinnuleysisstyrki hefur að vísu ekki þurft að veita í mörg ár, en veittir hafa verið sjúkrastyrkir. Úr styrkt- arsjóði félagsins, sem er sam- eignarsjóður, er greitt hálft kaup í 12 vikur. Svo eiga fé- lagsmenn annan sjóð, veikinda- tryggingasjóð, sem er séreigna- arsjóður. Mun það vera eina félagið, sem . á slíkan sjóð. Hann var stofnaður 1954 og er þannig til kominn, að atvinnu- rekendur töldu sig þá ekki geta orðið við beinum kaupkröfum félagsins, en féllust á að greiða 4% af greiddu dagv. 'kaupi í þennan sjóð, og var það dul- búin kauphækkun. Hver félags- maður á sjálfur sitt framlag og getur tekið það allt út, þeg- ar hann þarf á að halda. — Var félagið ekki fámennt, þegar það var stofnað? — Stofnendurnir voru 23, en nú eru félagsmenn 85. — Hverjir hafa verið helztu forystumenn félagsins þessi 25 ár? —Ja, starfið hefur nú mætt mest á formönnunum, en þeir hafa verið þessir frá byrjun: Jakob Magnússon 1933—36, Guðmundur Breiðdal 1936—37, Ólafur Guðmundsson 1937—45. Helgi Jónsson 1945—46, Jón Magnússon 1946, Benóní Magn- ússon 1946, Þórólfur Beck 1946—53 og svo ég síðan 1953. Annars er gjaldkerastarfið nú Núverandi stjórn Sveinafélags húsgagnasmiða í Reykjavík; Ólafur E. Guðmundsson, Jóhann Ó. Erlendsson, Bolli A. Ól- afsson. Ilalldór G. Sícfánsson og Kristinn Guðmundsson. Laugardagur 29. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Misnotkun verðjöfnunarkerfis- ins gæti orðið því að falli Einstöku staðir hafa hækkað óhóflega vörugjald af olíu Tilraunir vissra staða til að gera vörugjald af olíu að verulegum tekjustofni geta orðið til þess að hækka olíu- verðið fyrir alla landsmenn, vegna verðjöfnunarinnar. Verði mikil brögð aö þessu getur það orðið til að eyöi- leggja verðjöfnunarkerfið, er tryggir að menn geti fengið olíu á nokkurnveginn sama verði frá öllum sölustöðum. Á þessa leið skýrði Lúðvík Jósepsson viðskiptamálaráðherra nauðsyn frumvarps, sem nefnd flytur að beiðni hans, um breyt- ingu á lögunum um verðjöfnun á olíu og benzíni. Er lagt til að í lögin bætist heimild til verðmunar þessara vara sem stafar af mismunandi kostnaði svo sem mismunandi vörugjöld- um á útsölustöðunum sjálfum eða umskipunarhöfn til þeirra. Lúðvík sagði að þess væru dæmi að vörugjöld á olíu hefðu verið hækkuð upp í 30 kr. á tonn, en hámark vörugjalds sem verðjöfnunarsjóður greiðir sam- kvæmt núgildandi reglugerð, er 12 kr. á tonn. Vilji einhver bæj- arsjórn eða hreppsnefnd hækka vörugjald af þessari vöru svo mjög verða íbúar þess staðar að horfast í augu við að varan geti orðið þar dýrari en annars stað- ar. Sigurður Ágústsson mælti gegn frumvarpinu og taldi það andstætt tilganginum með. iög- unum um verðjöfnun á olíu og benzíni. Frumvarpinu ‘vaf vísað 'til 2. umræðu með samhljóða atkvæð- um. HátMöld stódenta L éseifer ' með lðm sniði og indanfarm ár ' í Pélur Oltesen ftylur aSakæðu dagsins Stúdentaráð Háskóla íslands efnir að venju til há- tíðahalda 1. desember. Aðalræðu dagsins flytur Pétur Ottesen alþingismaður. Hátíðahöldin hefjast kl. 10.30 að morgni með guðsþjónustu í kapellu háskólans, Sigurb'jörn Einarsson prófessor prédikar. Kl. 13.30 flytur svo Pétur Otte- sen ræðu sína í útvarpssal. Klukkan 15.30 hefst hátíða- samkoma í hátíðasal háskólans, og er öllum heimill aðgangur. Samkomuna setur formaður stúdentaráðs, Ólafur Egilsson. orðið umfangsmesta starfið í stjórninni síðan sjóðir félags- ins stækkuðu. — Hverjir eiga sæti í nú- verandi stjórn félagsins ? -— Það eru Bolli A. Ólafsson, formaður; Kristinn Guðmunds- son, varaformaður; Jóhann Ó. Erlendsson, ritari; Ólafur E. Guðmundsson, féhirðir og Hall- dór G. Stefánsson, aðstoðarfé- hirðir. Um leið og við kveðjum Bolla og þökkum honum fyrir upplýsingarnar vill Þjóðviljinn færa félaginu beztu afmælis- óskir og árna því allra heilla á komandi árum. Því næst syngur Háskólakór- inn nokkur lög undir stjórn Höskuldar Ólafssonar. Davíð Ölafsson fiskimálastjóri flytur ræðu og talar um landhelgis- málið. Að ræðu hans lokinni syngur frú Guðrún Tómas- dóttir einsöng með undirleik dr. Fritz Weisshappel. Að lokum verður í hátíðasalnum flutt samfelld dagskrá um 1. des- ember 1918, sem Gils Guð- mundsson rith"fundur hefur tekið saman. Nýstofnað Leik- félag stúdenta mun annast flutning þessa atriðis. Um kvöldið heldur stúdenta- ráð hóf fyrir háskólastúdenta og gesti að Hótel Borg, og hefst það með borðhaldi kl. 18.30. Þar mun prófessor Ein- ar Ólafur Sveinsson halda ræðu og dr. Sigurður Þórarins- son hafa uppi gaman. Sungið verður undir borðum sem í öðrum samkvæmum stúdenta, og ennfremur verða sungnir gluntar. Að lokum verður stig- inn dans. Þessi mynd er af alþýðufólki, sem hefur sameinazt á fundi til baráttu fyrir bættum kjörum og betra þjóðskipulagi. Bezta vopn alþýðunnar í þeirri ba-áttu hefur alltaf verið málgagn hennar Þjóðviljinn, en til útgáfu hans þarf mikið fé. Enn einu sinni hefur blaðið efnt til happdrættis í fjáröflunarskyni og heitir á þig, lesandi góður, og allt alþýðufólk í landinu, að veita lið- sinni við sölu happdrættismiðanna. Sameinumst öll um eflingu blaðsins okkar. — Styrkjum HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.