Þjóðviljinn - 29.11.1958, Side 11

Þjóðviljinn - 29.11.1958, Side 11
Laugardagnr 29. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (11 PETER CURTIS: 51. dagur. náöi í silfurskrúfblýant og skrifaði: „Þrjár tennur, tvær í efri, ein í neðri. Ör á úlnlið, bogin litla tá, öðruvísi hár.“ ,.Og hvað ætlist þér nú fyrir?“ spurði hann. Eg hafði svar á reiöum höndum. Mér haföi dottið þaö í hug þegar ég minntist á peningana. „Eg ætla að finna lög- fræöinginn sem gerði erfðaskrá föður hennar og sér um mál hennar. Það er fyrirtæki með þrem nöfnum, tvö þeivra man ég ekki en eitt var. Tickle. Eg man það alítaf, vegna þess að mér þótti nafnið svo skringilegt. Og ég vona aö gamli Tickle sé enn lifandi, þótt hann sc ef til vill hættur störfum. Hann þekkti Eloise mína þegar hún var barn og í Birmingham í gamla daga var hann vánur að koma til kvöldverðar þrisvar eða fjórum sinnum á ári. Eg ætla til Birmingham að tala við hann.“ svona mögur, hefði ég gefiö henni fáeinar ráðleggingar Um mataræði.“ „Þetta er ekkert smáatriði,“ sagði ég. „Ungfrú Eloi.se var alltaf grennri. Hún var mjög tilfinninganæm og viökvæm og slíkar konur eru yfirleitt grannholda. Svo að hún er dáin. Og grafin í nafni ungfrú Antoníu. En hvers vegna?“ En'svo kom röðin að mér að átta mig, halla mér áfram eins og hann hafði gert og segja honum hvaö mér hafði dottið í hug. „Peningarnir,“ sagði ég. „Bann- settir peningarnir. Þeir urðu henni aldrei til góðs og þeir hafa orðið til að stytta henni aldur.“ „Stytta henni aldur, segið þér? Nei, nei ónei. Þarna gangið þér of langt. Ef þér haldið að líkið hafi í raun og veru verið af frú Curwen, þá get ég fullvissað yður um að henni var ekki „styttur aldur.“ Dauði hennar var eins eðlilegur og ég vona að okkar dauðdagi veröi, kvalalaus og snöggur. Það er hugsanlegt að mér hafi skjátlast um manneskjur, en um dánarorsökina er það óliugsandi. Hún dó af hjartabilun.“ „Og hvers vegna bilaði hjartaö? Getið þér svaraö því? Sennilega hefur hann komið henni í geðshrær- ingu, rifizt við hana, haldið framhjá henni. Hann hefði getað gert svo ótal margt. En við getum látið það eiga sig. Lögreglan getur upplýst það.“ „En ég verð að aðvara yður,“ sagði hann. „Áður en þér kalliö á lögregluna verðið þér aö vera alveg viss í yðar sök. Ef tilgáta yðar er rétt, er þarna um aö ræða vel hugsað bragð, undirbúið og skipulagt. Það er óvíst aö þér getið sannað að frúin í Virkishúsinu sé ekki frú Curvven í raun og veru. Hafið þér hugleitt þaö? Athugasemd mín um það aö ég hefði ekki tekið eítir því að hin látna hefði veriö svona mögur, er ef til vill þýðingarmikil í yðar eyrum, en lögreglan gæti ekki byggt neitt á henni. Sjálfum finnst mér þaö lítil- fjörlegt atriði, ég undrast næstum að ég skyldi veita því athygli eða hafa orð á því. Hvaða sannanir aðrar gætuð þér komið meö — ef til dæmis að veslings kon- an yrði grafin unp?“ „Þaö höfðu þr.jár tennur veriö teknar úr ungfrú El- oise. Þegar hún var þrettán ára skekktust í henni tenn- urnar, vegna þess að of þröngt var um þær í efri góm. Þá voru tvær dregnar úr henni, ein hvorum megin. Og miklu seinna, rétt áður en ungfrú Diana fæddist, var ein tekin í viðbót. Hún var í neðri góm, vinstra megin. Og einu sinni, þegar viö vorum upp í sveit, fundum við kött í kanínugildru Eg reyndi aö hindra hana, en hún rcyndi að hleypa honum út og kattarskömmin beit hana í úlnliðinn. Örin hurfu aldrei og ég man að faðir hennar gaf henni breitt gullarmband til aö hylja þau. Og svo var ein táin á henni svona bogin,“ og ég sýndi honum litla fingurinn á mér sem var líka boginn. „Og þótt hún hefði sama háralit og frænka hennar, þá var hárið allt öðru vísi. Það var mýkra, ekki eins liðaö, ogv þaö var sítt líka, miklu síðara en á ungfrú Antoníu.1 „Andartak,“ greip hann fram í fyrir mér. „Eg ætti aö skrifa betta hjá mér. Það sannaöi aö minnsta kosti að þér hafiö ekki ímyndaö yöur þetta eða búiö það til eftir á.“ Hann tók litla vasabók upp úr vasa sínúin, ---- 4—-------------------------------— ---------- „Á morgun er aöfangadagur og hann er sennilega ekki heima. Eg efast líka um að þér komizt héðan til Birmingham fyrr en á jóladag. Þaö hlýtur aö vera hægt að finna betri leið. Sjáum nú til. Birmingham. Birming- hom. Já, nú man ég það. Minnið er farið aö verða óstöðugt. Eg hafði ungan aöstoðarlækni hér í fyrra og síðen fór hann til Birmingham og keypti praksis. Eg geymdi nafn og heimilsfang, vegna þess að ég þurfti að senda honum ýmislegt í pósti. Skyldi ég hafa skrifaö þaö í bókina mína?“ Hann rölti að skrifboröi sínu, opnaöi skúffu, mestu ruslaskúffu sem ég hefi augum litiö, og rótaði í skjöl- um, snærum, bréfaklemmum og teygjuböndum í einar fimm mínútur. En bókina fanna hann. Að því loknu leitaði hann aftur í huganum og sagði: „Nafnið byrj- aðt á S. Það er ég viss um. Skyldi þaö vera þarna. S. Savage, Sennet, af hverju hef ég skrifað það hér? Sin- clair, manngreyið hefur legið í gröfinni í mörg ár. Sansom, Swann. Já þarna kemur þaö, Sloane, það er maðurinn. Og símanúmeriö hans líka. Nú ætla ég aö vita hvort ég næ sambandi við Sloane og spyrja hann hvort hann kannist viö lögfræðiskrifstofu sem ber nafnið Tickle með meiru. Þér sögðuð Tickle var þaö ekki? Ég ætla aö skrifa það hjá mér. Það tekur kannski dálítinn tíma og á meðan ætla ég aö biðja Flossie mína að koma meö eitthvað heitt handa yöur. Vilduð þér te eða kaffi eða kannski eitthvað sterkara?“ „Ég vil ógjarnan ónáða neinn svona seint á kvöldi. En te er minn drykkur.“ „Segjum tvö. Og Flossie er vön kvabbinu 1 mér á öllum tímum. Nú er orðið hlýrra hér í stofunni. Far- ið úr kápunni og látið fara vel um yöur. Eg kem til baka strax og ég get.“ Ég gerði mér ljóst að þótt nýi bandamaðurinn minn væir ef til vill gamall og gleyminn, þá var hann bæði hjáipsamur, góðviijaður og úrræöagóður. Ég drakk dálítið te og naut þess innilega. Og svo felldi ég nokk- ur tár þar sem ég sat þarna ein, þegar ég hugsaði til þess aö ungfrú Eloise hefði dáið án þess aö ég hefði létf henni síðustu stundirnar, og að þessi kaldlyndi maður sem aldrei hafði elskað hana og málaða drós- in sem haföi svikiö hana, höfðu í sameiningu svipt hana nafni sínu á legsteininn. í huga mínum hafði kvíöinn nú vikiö fyrir vissu og í stað tortryggni var ég nú gagntekin hefndarþrá og ég var staðráðin í að hafa mitt fram. Klukkan á arinhillunni sló ellefu og um leið berg- málaöi stóra klukkan í ganginum. Stundarfjói’ðungur leið í viöbót og þá kom gamli læknirinn tifandi inn, sigrihrósandi á svip og með bréfmiða í hendinni. „Fínn náungi, Sloane. Skrambi glöggur og skýr. Hann fann fyrirtækið Manson, Croome og Tickle í símaskránni og hafði uppá Wallace Tickle og hringdi hann upp til að spyrja, hvort hann ætti sæti í fyrir- Frarnhald af 10. síðu. ur hringinn um ritunarstað hennar, þar til Saurbær í Eyjafirði er þar afkróaður og böndin borin að Þórði Þor- varðssyni sem höfundi. Nú ei Þorvarður faðir hans ekki lengur rógberinn Mörður Val- garðsson, heldur spekingurinn , Hlenni í &urbæ. Nú er Þor- varður Þórarinsfson ekki leng- ur hinn göfuglyndi óhamingju- maður Flosi í Svínafelli, held- ur níðingurinn Guðmundur ríki, er liggur undir kynvillu- brigzli á báðum ■ stöðum. I þeirri grein er sérstaklega sterk samanburðariöksemdin með fluguny'nnunum. Rindli, sem Guðmundur riki sendir að Öxará til njósna um Þorkel hák. -og Magnúsi, sem Þor- varður sendir að Hrafnagili til að njósna um Þorgils skarða, og bendir ákveðið til þess, að höfundur Ljósvetn- ingasögu hafi einnig stuðzt við Þorgils sögu við ritun hennar. — Þá má mnður ekki heldur láta sér sjást yfir Öl- kofra þátt í }:?ssari bók Barða. Hann færir skemmti- leg og skarpleg rök fvrir því, að h!<<'”ndur Ö’kofra þáttarsé úrkyiraður höfðingiasonur, Ketill Ketilsson að nafni, sem flækist á náðir Skálholts- kirkju, verður bhþein í átök- um kirkjuvalds og veialdlegra höfð’ngja, þarf að násérntiðri á höfðingjum landsins og þar á meðal Þorvarði Þórarins- syni, sem þá er valdsmaður konungs sunnanlands. Hefur Barði Guðmundsson sannað það, að Þoiðvarður Þórarinsson sé höfundur Njálu? Eg svara fyrir mig: Það verður að teljaft. sannað mál, nema sterk mctr 'k komi til, og nægir þar ekki að draga fram eina eða tvær landafræðivillur á slóðum, sem Þorvarði hefðu átt að vera kunnar. Barði hefur komið málinu á það stig, að nor- rænufræðingar mega ekki leyfa sér að skella við skoll- eyrum. Geti þeir ekki með gildum rökum bent á veruleg- ar veilur í rökfærslu Barða, vevða þeir samt að ganga til v'ðræð”a á þeim velli, sem Hann hefur haslað. Slíkum nno-invndum og röksemda- ^~,rc-’„rvi, sem þessi bók flyt- b,-,5=r ag svara með j --rnbpvader,,;”gi Og hvort 1 v’^vrsteða fæst um höf- u” 1 N‘i-1u eða ekki, og hver se— hón vnrður, bá verðui'’ þes-; brk Barða fræðimönn- um fv-omt'ðarinnpr áttayiti 5 leit pð ör’agaþáttum í sögu 13. aldar í bókmenntum þeim, sem sú öld gaf þessari þjóð. Höfurdar þeirra bókmennta áttu það sameiginlegt með höfundum allra annarra alda um allan heim, að í ritum sínum kynntu þeir og túlkuðu sína persónulega reynslu. og sín pérsónulegu sjónarmið á atburðum samtíðarinnar. Eiginmaður minn, JÓN LOFTSSON, störkaupnsaður, lézt að heimili sínu, Hávallagötu 13, áð kvöldi 27. þ. m. — Jarðarförin ákveðin síðar. Birynhildur Þórarinsson. börn og tengdabörn. . Yfirleitt er manni ráðlagt að þvo ullarfatnað í höndunum í volgu vatni og úr mildri sápu, að skola þurfi úr volgu vatni og kreista vætuna úr flíkinni og þurrka hana síðan flata,. t.d. á frottéhandklæði. En margar húsmæður spyrja hvort ekki megi þvo ullarfatn- að í þvottavélinni. Svarið er: •Látið fíngerðari flíkur ekki í vélina. En ef þið viljið vélþvo grófari ullarföt, þá notið ríf- legt sápuvatn og skolvatn og látið vélina aðeins vera stutta stund í gangi í einu. Milli þess að vélin er- sett af stað eiga fötin að liggja kyrr í leginum, og vélin má aðeins ganga hluta af þeim tíma sem hún er látin þvo bómullarföt. Innlánsdéild! Kniipfélags: Suðurnesja greiðir yður hæstu fáanlega vexti af innstæðu yðar. Ávaxtið sparifé yðar hjá oss.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.