Þjóðviljinn - 20.12.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.12.1958, Blaðsíða 5
Jólaljósin í kirkjugarðinum — Emo þið búin að póstleggja jólabréíin? — Happdrættið. ÚT UM GLUGGANN minn sá ég yfir Fossvoginn, yfir í kirkju- garðinn, og þegar mér varð lit- ið þangað létt áðan, tók ég eftir því, að það er farið að tendra jólaljós á leiðunum þar. Mér finnst það fallegur siður og hlý- leg ræktarsemi við minningu látinna vina og ættingja að láta fögur ljós skína á leiðum þeirra um jólin, og þegar búið er að koma öllum ljósaseríunum fyrir YÍðsvegar um kirkjugarðinn, er þar bjart yfir að líta, á sinn hátt eins og það er bjart yfir minn- ingu þeirra, sem hvíla þar, í hugum eftirlifandi ástvina. Við skulum vona að jólaljósin í kirkjugarðinum fái í þetta sinn að vera í friði fyrir spellvirkj- um, sem undanfarin ár hafa farið eyðileggjandi og ræn- andi hendi um þennan heigi- dóm fólks. Og þegar ég lít nú út um gluggann minn, yfir í kirkjugarðinn, og sé blikandi Ijósadýrðina þar, get ég ekki varizt þeirri hugsun, að það hljóti að vera einkennilega illa innrættir náungar, sem finna hvöt hjá sér til að ráðast á þessi ljósskreyttu leiði, hvort sem það er gert eingöngu til að eyði- leggja fyrir öðrum, eða til þess að komast yfir Ijósaseríur eða perur á fjárhagslega billegan hátt. Nei, við skulum vona, að ljósin í kirkjugarðinum fái óá- reitt að blika hrein og skær á leiðum ástvinanna, syrgjendun- um til fróandi huggunar, veg- farendum til augnayndis.------ En með leyfi að spyrja: Eruð þið búin að póstleggja jólakort- in og bréfin, sem þið ætlið að senda vinum og kunningjum, ásamt ósk um gleðileg jól og gott og farsælt nýtt ár? Ef þið eruð ekki þegar búin að þessu, ættuð þið að fara að koma því í verk. því að póststofan (þ. e. starfsmenn hennar, auðvitað) gerir ráð fyrir gífurlega mikl- um pólapósti í ár, og siðbúin bréf eiga á hættu að komast ekki til skila á aðfangadags- Hollenzkar kven- og barnakápui' ★ Peysur og peysujakkar í íjölbreyttu úrvali. ★ Greiðslusloppar, margir litir og gerðir. k: Stíf undirpils (skjört) allar stærðir. kr Alls konar undirfatnaðui' í sérstöku úrvali úr Perlon — Nylon Silki. Baby Doll í öllum litum. 'ár Jersey náttkjólar, mjög hlýir og góðir. kr Hálsktótar, Slæður, Treflar. Skinnhanzkar, Tauhanzkar, Ullarvettlingar. kr Regnhlífar. ★ Amerískir barnakjólar. EROS Haínarstræti 4. — Sími 13-350. Laugardagur 20. desember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 kvöld, þótt þau séu greinilega merkt „jól". En þannig erpauð- synlegt að auðkénna .jáául bréf, sem ætlazt er til að berist við- takendum á aðfangadag. Nokk- ur óþægindi bakar það fólki í þessu efni, hve frímerki eru óvíða seld. Eru nokkur sérstök vandkvæði á því að selja frí- merki víðar en gert er? Það eiga ekki allir bæjarbúar dag- lega leið um miðbæinn, þannig að þeir geti komið á pósthúsið, auk þess er slik ös þar, þegar líða fer að jólum, að það er hetra að hafa því nær ótak- markaðan tíma til umráða, ef maður ætlar að komast að þar. v Annars skal ég nú geta þess hér, að þótt hækkanir á burð- argjaldi hafi e. t. v. 'ekki verið mjög örar á undanförnum ár- um, hef ég þó aldrei almenni- lega fvlgzt með því, hvað kost- að hefur undir bréfin á þessum eða þessum tíma. Og alltaf er verið að gefa út ný og ný frí- merki, og maður ruglast alltaf í þessu. En sem sagt: hafið hrað- ann á að konia jólabréfunum í póst. — OG SVO er það happdrættið . okkar. Eg er búinn að afla mér talsverðra upplýsinga um Opel- bifreiðina, svo að ég standi ekki alveg á gati, ef ég skyldi fá happdrættisbílinn út á miðana mína. Það verður dregið á Þor- láksmessu, og ef þið eruð ekki þegar búin að kaupa miða er varla ráð að draga það lengur. I '<«!•»! |> „s r< flj<■<><! •hrfKm Kl« ««5íhs!h TéK V A>1A \ i-- Þessi þjóðlega og fróðlega bók á erindi til allra Islendinga og er tilvalin jólabók lianda konuna sem körlum, eldri sem yngri. I) T G E F A N D I ? NÝ BÓK FYRIR UNGAR DÖMUR ★ ★ ★ ★ ★ ★ öng og aðlaðandi eftir Oigu Golbæk þýðandi ÁLFHEIÐUK KJAKTANSDÓTTIR Eins og nafn þókarinnar ber með sér er hún ætluð ungum stúlkum. Um efni hennar er nóg að vísa tii nokkurra ka.flaheita Líkamsæfingar Kynþroskaskeið og vandamál þess. Fæðið, fegurðin og heilbrigðin Umgengnin við hitt kynið Hvernig hægt er að vera vel til fara með litlum tiikostnaði Hvernig má fá fallegan. brúnan litarhátt á sumrin. SiúIIiKr — ICaupið békina si?ax í næsiu búS HEIMSKRINGLURÓK 100 þúsuud kséna vásrSi Þetta er bíllinn, sem er aðalvinningurinn í happdrættinu MustiS að kaupa miða í Happdrætti Þjóðviljais Dregið á Þorláksmessu — Drætti verður ekki frestað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.