Þjóðviljinn - 31.12.1958, Blaðsíða 10
10), — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 31. desember 1958
Sjávarútvegurtnn 1958
Framhald af 7. si'ðu'
, Láunkkjör .sjQmanna ! voru
’' bætf, allmikið á árinu og sam-
þykkt voru íög'úm lifeyrissjóð
togarasjómanna.
Árið 1956 var fiskverð það,
sem aflahlutur bátasjómanna
er miðaður við kr. 1.30 hvert
kíló af þorski.
Á vetrarvertíðinni 1958 var
það kr. 1.48 og síðari hluta
ársins var það kr. 1.55 miðað
við hvert kíló af þorski.
Á þessum tveimur árum,
1957 og 1958 mun kaup báta-
sjómanna hafa hækkað um full
30% þegar aukin skattfríðindi
* eru meðtalin.
Fleiri íslendingar stunduðu
sjómennsku á fiskiskipum á ár-
inu, en árið áður. Á vetrarver-
tíð voru miklu færri Færeying-
ar en næstu vertíð á undan og
síðari hluta ársins voru engir
útlendingar á fiskiskipaflotan-
um, sem þó var rekinn á þeim
tíma af meira kappi en oftast
áður.
Fiskiskipasfóllinn
Fiskiskipaflotinn stækkaði
talsvert á árinu. Tveir nýir tog-
arar bættust í hópinn og í árs-
lokin komu 3 ný togskip 250
lesta hvert, smíðuð í Austur-
Þýzkalandi.
Þau eru fyrstu skipin af 12,
sem þar hafa verið í smíðum á
vegum ríkisstjórnarinnar. Oll
fara þessi togskip til fiskibæja
áti á landi.
Um 30 ný leyfi voru veitt á
árinu til kaupa á fiskibátum
erlendis frá, en nokkuð er í
byggingu af fiskibátum í inn-
lendum skipasmíðastöðvum.
Sfækkun landhelginnar
Markverðasti atburður ársins
á sviði sjávarútvegsmála er
stækkun fiskveiðilandhelginn-
ar í 12 sjómílur frá grunnlínum.
Formleg tilkynning um
stækkunina var gefin út 30.
júní, en stækkunin kom til
framkvæmda 1. september.
Stækkun landhelginnar er þýð-
ingarmesta hagsmunamál ís-
lenzks sjávarútvegs og þá um
leið þjóðarinnar allrar, sem
fram náði að ganga á árinu.
Nánar verður vikið að því máli
síðar í þessari grein.
Sjávsrúfvegurinn og
þjóóarhúskapurinn
Eins og vikið var að í upp-
hafi þessarar greinar, er sjáv-
arútvegurinn undirstöðuat-
vinnuvegur íslendinga, sá at-
vinnuvegur, sem fyrst og
fremst verður að afla þess
gjaldeyris, sem þjóðinni er lífs-
nauðsynlegur. Allir aðrir at-
vinnuvegir landsmanna verða
beint eða óbeint að byggja á
gjaldeyrisöflun sjávarútvegs-
ins og eru því raunverulega
háðir rekstri hans að meira eða
minna leyti. Nútíma landbún-
að er ekki hægt að stunda í
landinu, nema treyst sé á er-
lendar vélar, olíur, byggingar-
efni, fóðurvörur, vissar áburð-
artegundir o. fl„ o. fl.
Hið sas^a er að segja um iðn-
aðinn. Hann verðu.r að fá er-
lendis frá vélar og varahluti,
hráefni, byggingarefni o. s. frv.,
o. s. frv.
Og hvað yrði um verzlunina,
ef erlendan gjaldmiðil skorti
til kaupa á öllum þeim varn-
ingi, sem verzlunin flytur inn
og selur til landsmanna.
Lifsskilyrði þjoðarinnar á-
kvarðast því af gengi sjávarút-
vegsins llestu öðru freniur a.
m. k. eins og nú er liáttaff at-
vinnumálum í landinu.
Gangi sjávarútvegurinn vel,
þ. e. a. s. reynist aflinn mikill,
sé aflinn fullunninn í landinu,
markaðir góðir og öruggir og
gjaldeyristekjurnar miklar, þá
er grundvöllur fyrir góðum
lífskjörum í landinu.
Sé aftur á móti um stöðnun
að ræða í sjávarútveginum,
minnkandi sjósókn, samdrátt í
fiskiðnaði, framleiðslustöðvan-
ir, þá er mikil hætta á ferðum,
sem fyrr eða síðar hlýtur að
segja til sín í lífskjörum þjóð-
arinnar.
Hælfuleg slefna
1950-1955
Sú stefna, sem ríkjandi var
í sjávarútvegsmálum íslend-
inga á árunum 1950—1955 var
í ýmsum mikilsverðum atriðum
stórhættuleg efnahagslegu sjálf-
stæði þjóðarinnar. Á þessum
árum bjó undirstöðuatvinnuveg-
ur þjóðarinnar við sífelldan
taprekstur. Framleiðslustöðvan-
ir voru algengar, fiskiskipaflot-
inn gekk úr sér, og sjómenn
flúðu unnvörpum i land og réðu
sig til annarrar vinnu.
Byggf á eriendu gjafafé
og hernaðarvinnu
Á þessum árum tóku íslenzk
stjórnarvöld að treysta á er-
lent gjafafé og á gjaldeyri, sem
fékkst fyrir hernaðarfram-
kvæmdir á Keflavíkurflugvelli.
Áriff 1953 var allur gjaldeyrir
landsins fyrir útfluttar vörur
706 milljónir króna. Sama ár
nam gjafafé og' gjaldeyrir’fyrir
vinnu á Keflavikurvelli
372 milliónum króna, effa um
53% af útflutningsverðmætinu.
Sjómenn fíndusf í land
Afleiðing þessarar hættulegu
stefnu var sú, að sjómenn tínd-
ust í land og leituðu í léttari
vinnu og betur borgaða.
Laúnakjör sjóinanna fóru
stöðugt versnandi samanborið
við aðrar stéttir og vegna lé-
legrar afkomu útgerðarinnar
greiddust launin seint og illa.
Af þessum ástæðum varð að
leita eftir sjómönnum á fiski-
flotann til annarra landa.
Fisklskipaflofinn gekk
úr sér
Á þessum árum — 1950—55
— rýrnaði fiskiskipaflotinn all
verulega.
Þannig fækkaði beinlínis
fiskiskipum á árunum 1951,
1952, 1953 og 1954 um 13 skip,
en auk þess rýrnaffi svo flotinn
sem nam fyrningu.
Árin 1951—1956 effa í 6 ár
nam brúttóaukning fiskiskipa-
stólsins affeins 3323 rúmlestum,
en ef miffaff er viff lágmarks
fymingu 5% á ári hefffi þurft
7464 lestir á þessu tímabili til
þess aff halda í horfinu.
Þannig rýrnaði fiskiskipa-
flotinn, eða sjálfur grunnurinn
í undirstöðuatvinnuvegi þjóð-
arinnar.
Framleiðslusföðvanir
Á þessúm sama tíma kom
það hvað eftir annað fyrir, að
framleiðslan stöðvaðist vegna
tíeilna við ríkisvaldið.
Togarar lágu mánuffum sam-
an i fjárhagslegu reiffileysi.
Bátaílotinn lá stundum affgerff-
arlaus allan janúarmánuff eða
á aðalvertíff ársins.
Síldveiðar var ekki hægt að
stunda á haustin nema með
höppum og glöppum vegna
skilningsleysis stjórnarvalda.
Þegar ríkisvaldið samdi við
útvegsmenn náði það aðeins til
takmarkaðra bóta þeim til
handa, en síðan hófust iðulega
deilur milli útvegsmanna og
sjómanna um þeirra kjör.
Markaðsmá! og hagur
úfgerðarinnar
Á þessum árum var afurða-
salan í hinum mesta ólestri. Æ
ofan í æ var talið þýðingarlaust
að halda áfram framleiðslu
vegna markaðserfiðleika.
Þannig var tilkynnt í árslok
1952 aff % hlutar af allri árs-
framleiffslunni af frosnum fiski
lægju þá óseldir í geymslum
frystihúsanna.
Síðan varð að grípa til tak-
mörkunar á framleiðslu á næsta
ári.
llagur útgerffarinnar fór sí-
fellt versnandi og í árslok 1956
var svo komiff aff uppbótarkerf-
iff sem styffia átti útgerffina var
orffiff heilu ári á eftir meff um-
samdar bætur til framleiðsl-
unnar.
• ★ •
Þessi stefna áranna 1950—55^
var beinlínis að ríða efnahags-
kerfi þjóðarinnar að fullu.
Vinna hafði að vísu verið mikil
flest árin og tekjur háar, eink-
um hjá iðnaðarmönnum og í
þeim bæjum sem beinast sam-
band höfðu við hernámsstöðv-
arnar. Þannig voru hæstu með-
altekjur taldar á þessum tíma
í Keflavík og Reykjavík.
Fyrirsjáanlegt var aff ekki
gat orffiff um framhald á þess-
ari óheilla stefnu aff ræffa, nema
algjört efnahagslegt ósjálf-
stæffi þjóffarinnar yrffi afleiff-
ingin.
Breyff sfefna s l. 2 ár
Hér skal í örstuttu máli drep-
ið á nokkur atriði, sem sýna
þá gjörbreyttu stefnu, sem upp
hefir verið tekin í sjávarútvegs
málum s.l. tvö ár.
FiskiskipafSofinn aukinn
Á þessum árum hafa veriff
veitt innflutningsleyfi fyrir 66
nýjum fiskibátum, sem eru að
stærff um 7470 smálestir.
Bátasmíðar innanlands hafa
verið studdar sérstaklega.
Ríkisstjórnin gekkst fyrir
smíði á 12 skipum 250 rúmlest-
um hvert. Lán til kaupa á þess-
um skipum var tekið í Sovét-
ríkjunum, 50 milljónir króna til
12 ára með 2V2% vaxtakjörum.
Á þessum árum hefir því ver-
iff lagffur grundvöllur aff stór-
felldri endumýjun fiskibáta-
flotans.
Því miður hefur ekki tekizt
að fá gerðan byggingarsamning
um smíði 15 stórra togara, sem
þó hafði verið ráðgert. Orsökin
er sú að ekki hefur reynzt
mögulegt að fá lán til skipa-
kaupanna á vesturlöndum, en
af stjórnmálalegri skammsýni
hefur verið staðið gegn því að
taka lán til byggingar á skip-
unum í Sovétríkjunum.
Samið við framleiðendur
Um hver á'ramót hefur á,
þessum tíma verið samið við
framleiðendur þannig að
starfsgrundvöllur hefur verið
tryggður.
Engín grein sjávarútvegsins
liefur þurft aff stöffvast einn
einasta dag nú um tveggja ára
skeiff vegna vöntunar á samn-
ingum viff ríkisvaldiff.
Með því hefur tekizt að
lengja reksturstíma útgerðar-
innar og auka þar með nýtingu
atvinnutækjanna.
Samkvæmt skýrslum Fiski-
félags íslands kemur í ljós að
með þessum vinnubrögðum
hefur tekizt að stórauka þátt-
tökuna í framleiðslustörfunum.
Samanburffur á árunum 1956
og l957 sýnir m. a. þetta:
1956 1957 aukn.
Meffaltal fiski-
skipa í rekstri í
hverjum mán-
uffi ársins 444 511 25%
Á sumarsíld-
veiffum voru
(fjöldi skipa) .. 187 234 25%
Þessi stóraukna þátttaka átti
sér staff án þess aff fiskiskipa-
stóllinn hefffi vaxiff nokkuff
sem hét. Hér var fyrst og
fremst um betri nýtingu að
ræða.
Vegna þessa tókst að halda
uppi svipuðu heildaraflamagni
1957 og var 1956 þó að afli í
hverjum róðri yrði þá stórlega
miklu minni, eða 4.8 tonn í stað
6.4 tonn 1956.
Tölur um þátttöku 1958
liggja ekki enn fyrir, en þátt-
takan var mikil og í ýmsum
greinum meiri en 1957.
Árið 1958 reyndist aflamagn-
ið aftur miklu meira en 1957
og skilar yfir 200 milljónuni
króna meiri í þjóffarbúiff en ár-
iff áður.
Kjör sjómanna
Kjör sjómanna hafa verið
bætt stórlega s.l. tvö ár. Bein
kauphækkun mun r.ema yfir
30%. Árið 1958 þurfti miklu
færri erlenda sjómenn á fiski-
skipafjotann og1 síðani hluta
ársins þurfti enga erlenda sjó-
menn.
Fiskiðnaðurlnn
Fiskiðnaðurinn hefir verið
efldur og m. a fullgerð nokkur
stór frystihús sem gjörbreytt
hafa atvinnuhorfum í viðkom-
andi bæjarfélögum.
Atvinnutekjur hafa stór-
breytzt. Áriff 1957 reyndust
hæstu atvinnutekjur á land-
inu vera í Vestmannaeyjum, aff-
al-útgerffarbæ landsins.
Enginn vafi leikur á að at-
vinnutekjur hafa orðið hærri
í mörgum útgerðarbæjum árið
1958, en nokkru sinni áður.
Þar skiptir mestu máli stórauk-
inn fiskiðnaður og bætt launa-
kjör sjómanna.
Hagur framleiðslinnar
Afkoma útgerðarinnar hefur
á s.l. 2 árum gjörbreytzt. í
stað taprekstrar hafa flestar
greinar framleiðslunnar nokk-
urn hagnað.
Framhald af 11. síðu.
Gleðilegt nýsir! ,
Þökkum viðskiptin á liðna árinu
Gleðilegt nýár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu
Gleðilegt nýár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu
Café Höll og Gildaskálinn
Gleáilegt nýár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu
Blikksmiðjan Grettir, Brautarhotti 24
Gleáilegt iiýár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu
Flugfélag íslands h.f.
Gleðilegt nýár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu
UUarverksmiðjan Framtíðin
n
M