Þjóðviljinn - 24.01.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.01.1959, Blaðsíða 4
 4) ÞJÓÐVILJINN — Laugfardagur 24. janúar 1959 -------------------- . - f >.j -0, t, ■ 1« í 2 1 í5 í. 7.......; 45. þáttur _ 24. jan. 1959 ÍSLFNZK T-UNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson _____ í þetta sinn skai fram haid- ið um nokkur undirstöðuatriði liljóðfræði og einkum rætt um samhljóðin. Við munum að sérhljóðin myndast við næsta litla mótstöðu i talfærunum, en samhlj. myndast öll við þaö að talfærin lolca að meira eða minna leyti fyrir loft- strauminn. Við sum samhljóð lokast alveg fjrrir loftstraum- inn; það finnum við greini- lesa við b-hljóðið t.d. í abba. Þá eru það varirnar sem lok- ast og stöðva loftstrauminn frá lungum brot úr sekúndu, og lhð sam|a gerist þegar boi'- ið er fram hljóðasamband eins og apa eða appa, en mismun- ur þessara hljóðasambanda verður ekki vegna mismunandi varaburðar, heldur laf öðrum orsökum. Hljóð sem myndast svona við varirnar eru kölluð varaliljóð eða varamælt hljóð, og hljóð sem myndast við lokun einhvers staðar í tal- færunum eru nefnd lokhljóð. Ekki eru öll varamælt hljóð lokhljóð, og er þar næst að líts á nefhljóðin svonefndu, en þau verða til við lokun tal- færanna eins og lokhljóð, þó þannig að loftstraumurinn fer út um nefið. Varamælt nefhljóð er m, t. d. í amrna. Með því að liafa m thljóðið óeðlilega langt, teygja úr því, má hæglega finna að loftið fer út um nefið, en varirnar loka því leið um munninn. Ef við berum fram m-hljóðið i isamböndum eins og amta (hvort sem er með sunnlenzk- um eða norðlenzkum fram- burði), verður sama uppi á teningnum. Svo skulum við hugsa okk- ur hljóða,sambönd eins og avva og afíia (auðveldast er að bera saman hljóð til að greina þau sundúr með því að sctja þau í alveg sama um- hverfi, t. d. milli sömu sér- hljóca eins og i þessum dæm- um). Þá finnum við að var- irnar loka ekki alveg fyrir loftstrauminn um leið og við berum fram hljóðin .ff og vv (hljóðin sjálf, ekki heiti bók- stafanna!), heldur færast þær svo þétt saman að þrengsli mvndast milli neðri varar og efri framtanna. Þessi þregsli nefnrst öng og hljóð sem mvndast þennan veg, öng- hljóð. —sír-Að «jálfsegðtr: erú til f!eiri iokhljóð, nefhljóð cg önghljóð en varamælt. Áður minnt á það® sem sagt • ’ var í siðasta þætti að varaburð- 1 Hrinn skintir einnig höfuomáli við myndun sérhljóða. Eftir honum fer það hvort hljóðið er kringt eða ekki, og þeir sem kunna ekki að hreyfa varirnar (eða önnur talfæri) rétt þegar þeir tala, verða alltaf óskýrmæltir. Við færum okkur lengra inn í munninn inn fvrir varirnar og tennurnar. Þar myndar tungubroddurinn hljóð hæði við tennurnar sjálfar (það er efri framtennur aftanverð- ar) og lítinn stall svo sem tæpán sentímetra aftan við tennurnar, tannbergið svokall-' að. Ef tungubroddurinn (nú erum við horfin frá varamælt- um hljóðum að tungubrodd- mæltum) myndar lokun þarna við tennurnar eða tannbergið, verður til hljóð eins og dd í adda eoa t(t) í (ata, atta. Enn verður bezta ráðið til að finna hljóðið greinilega, að draga það óeðlilega lengi í fram- burði. Nefhljóð (sbr. það sem sagt er hér að framan um m) getur tungubroddurinn mynd- að á aama strð og d eða t; það er n-hljóðið, t. d. í anna, einmg i vanta bæði i norð- lenzkum og sunnlenzkum framburði. Önghljóð (sbr. hér að ofan) myndast þarna a. m. k. tvenns konar í is- lenzku, það er annars vegar s og hins vegar þ og ð (hljóð- in sjálf, ekki heiti stiafanna!), í samböndum eins og assa, a<K| i, aþþa. Ef s-hljóðið er látið myndast of framarlepa (alveg fram við tennur), verð- ur útkoman smámælt s. Þess vegng he.yrist olíkur eft smá i mælt fólk setia þ í staðinn fyrir s, en veniulega er aðeins um að ræða sérstaka tegund af svona tannmæltu s-i. En b og ð geta hæglega myndnzt alveg við tennurnar. — Við tannberg eða tennur myndast einnig pamhljóðin f ala, ara; r-hljóðið við sveifiu tungu- broddsins, en 1-hi.ióðið við lok . Enn aftar í munninum (aftar við góminn) myndast gómhljóðin svonefndu. Þau eru bæði lofehljóð, nefhljóð og önghljóð, eins og varahljóð og tannhljóð (tannbergs- hljóð). Lokhljóð eru sam- hljóðin í agga, aggja, aka, akja, akka, akkja. Ef vel er að gáð, má finna að þau sem eru hér stafsett með j-i, myndr.st framar í munninum en liin. Þau er því nefnd framgómhljóð og hin uppgóm- hljóð. Á undan sumum sér- liljóðum er í íslenzku aldrei uppgómmælt hljóð, heldur að- eins framgómmælt., en þá er það venjulega ekki stafsett kj eða gj, heldur aðeins k eða g. Þessi hljóð eru i, í, e, æ, einnig tvíhljóðið ei, og þess vegna ritum við gýs, kisa, ,‘vera, kæra, keyra (ekki gjýs, kjisa, gjera, kiæra,, kjeyra eða þess háttar). Góm- mælt nefhljóð er n á undan g eða k (framgómmælt á undan Framlia’d á 11. síðu. un með tungubroddinum sjálf- um, en opna leið fyrir loftið en horfið er að því skak þó • til hliðanna. ; ' ' Eínahagsmálaírumvarp ríkisstjórnarinnar — Al- menningur vantrúaður á ráðstaíanirnar ÞAÐ ER EKKI laust við að almcnningur beri lítið traust til ráðstafana hinnar íhalds- studdu fjögra krata stjómar, en efnahagsmálafrumv. henn- ar hefur nú verio lagt fram á þingi og samkvæmt því virðist kaup eiga að greiðast með vísitölu 17'5 stig. Ann- a.rs hef ég ekki kynnt mér frumvarpið til hlítar enn, að- eins heyrt frá því sagt í þinvfréttum, en mér finnst á fólki, að það sé uggandi um Sað keklcun. verðlagsins verði enga.n veginn í réttu hlutfalli við lækkun kaupgjaldsins, þ.e. sð lækkað kaupgjald verði áþreifanleg staðreynd, en lækkun verðlagsins sýndar- imermska ein að meira eða. minna leyti. Þá virðist mér að frumvarp ríkisstjómarinnar sé ekki hugsað sem nein varan- leg lausn vandamálanna, held- ur aðeins til bráðabirgða, enda vandséð, hvernig komizt Verður hjá því að kapphlaup- ið milli verðlags og kaup- gjalds haldi áfram, meðan stjómarvöldin koma ekki auga á neina leið til úrbóta nema niðurgreiðslna- og bótaleið, sem margviðurkennt er, að er ófær, það hefur alltaf sótt !' sama horfið aftur, þótt reynt hafi verið að halda verð- lagi og kaupi niðri með niður- greiðslum úr rikissjóði. Og ekki get ég gert að því, að mér finnst greinilegt íhalds- bragð að ráðstöfunum þessar- ar stjómar; það er auðsæi- lega kaupgjaldið, og þá eink- um kaun verkafólks, sem er henni mestur þyrnir í augum og höfuðáhersla er lögð á að lækka, burtséð frá þeirri stað. reynd, að hækkað kaup er p.fleiðing hækkaðs verðlags en ekki orsök þess. Verklýðs- samtökin hafa marglýst því yfir, að þau kysu fremur að kíaupmáttur launanna væri tryggður heldur en þetta sí- fellda kapphlaup milli verð - lags og kaupgjalds, en í frum- varpi ríkisstjórnarinnar virð • ist mér engan veginn örugg- lega frá því gengið, að kaup- máttur launanna skerðist ekki meira en sem nemur þeirri Kauplækkun, sem i frumvarp- inu er gerí ráð fvrir, og er hún þó ærið nóg. Það er frá- leitt að ætla að leysa efna- hagsvandamálin með því einu að láta láglaunastéttirnar fóraa svo og svo miklu af ktnmi sínu aegn í meira lagi sýndarkenndum verðlækkun- um; og sízt hefði maður bú- ist við, að ríkisstiórn Alþýðu- flokksins grini til slíkra úr- ræða. Ef stióroarvöldin em þeirrar skoðunar, að ,,lífs- standardinn" sé rf hár, — og það get. ég vel fallizt á, — þá er skylda þeima að finr'a leiðir til að bæta úr því á raunhæfan hátt og réttlátan gagnvart öllum þegnum þjóð- félagsins. IH; Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi „Tilkynning frá stjórn Lögreglufélags Reykja- víkur: — Stjórn Lögreglufélags Rvík- ur hafa borizt almennar, skrif- legar áskoranir frá lögreglu- mönnum við embætti lög- reglustjórans í Reykjavík um að mótmæla illgirnislegum og ósönnum árásum á Sigurjón Sígurðsson, ‘lögreglustjóra, í Þjóðviljanum undir dulnefn- unum „Borgari" og „Lög- reglumaður", þar sem lög- reglustjóra er borið á brýn, að hann e;gi sök á ófu'lkomn- um húsakosti, sem lögreglu- menn eigi við að búa, og að eigi hafi verið byggð ný lög- reglustöð o. fl. Stjórn Lögreglufélagsins er I.iúft áð verða- við þessum á- skorunum og mótmælir harð- lega fyrir hönd lögreglu- manna áminnztum rógskrifum, svo og öðrum níðskrifum um lögreglumenn. Vitað er, að lögreglustjóri hefur haft hina beztu forgöngu um undirbún- ing að byggingu nýrrar lög- reglustöðvar og fangagevmslu, enda er nú f.yrir hendi lóð og allhá fjárupphæð, og er því sízt að saka hann um, að bvggingaframkvæmdir eru ekki hafnar. Lýsum við yfir fyllsta trausti á lögregíustjóra, Síg- urjón Sigurðsson, til að levsa farsællega velferðarmál lög- reglunnar. Þá mótmælum við því einn- ig, að nafn lögreglunnar sé notað til æmmeiðandi skrifa. Ýmsar aðrar fjarstæður í um- ræddum greinum teljum við ekki svaraverðar. Reykjavík, 21. janúar 1959. í stjórn Lögreglufélags. Rvík- ur, Erlingur Pálsson, Bogi Jóhann Bjamason, Guðmundur Hermannsson, Óskar Ólason, Bjarki Elíasson.“ Þjóðvil.janum er lcunnugt um hvernig þessi yfirlýsing er til komin, og gefur sú saga næsta ömurlega mvnd af því hvernig andrúmsloftið er h.já lögreglunni undir stjóm Sig- úrjóns Sigurðssonar. Hér í b’aðinu hafa birzt nokkrar greinar eftir „Borg- ara“, þar sem fram hefur komið efnisleg gagnrýni á embættisstörf Íögfeglþstjóra, en það er alkunna, og engir vita það betur en lögreglu- menn sjálfir, að hann hefur reynzt lítt hæfur embættis- maður, enda var hann ekki settur í starfann vegna verð- leika heldur af pólitískri ofur- ást B.jarna Benediktssonar, þáverandi dómsmálaráðherra, á fvrrverandi leiðtogum naz- istaflokksins íslenzka. Auk greina borgara hefur birzt héf grein um embættisfærslu lög- Framhald á 10. síðu. ÍSABELLA KVENSOKKAR Fást í verzlunum um land allt. Veljið þá tegund sem yður hentar bezt. ANITA - BERTA (saumlausir) MARTA — MÍNA — MARÍA Gulir Grænir Bláir miðar. miðar. miðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.