Þjóðviljinn - 11.02.1959, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 11. febrúar 1959
Kommúnurnar í Kína
Framhald af 7. síðu.
og í litlu þjóðfélagi.
I öðru lagi var séð fyrir
miklu nýju vinnuafli með því
að losa konurnar við heimilis-
störfin og skipuleggja þau á
félagslegan hátt með almenn-
ingseldhúsum, vöggustofum,
þvottahúsum, saumastofum
o.s.frv.
1 þriðja lagi hefur það bein-
línis haft örvandi áhrif á
framleiðsluna að taka upp
hina kommúnistísku reglu
,,eftir þörfum“, að því er tek-
ur til allra brýnustu lífsnauð-
synja, eins og ástatt er í
sveitum Kína. Með gamla fyr-
irkomulaginu var oft ærið
þröngt í búi hjá barnmörgum
fjölskyldum. Þetta hefur
dregið úr starfsþreki þeirra.
Hið nýja fyrirkomulag hefur
skapað nýja starfsorku, áhuga
og félagsanda.
I fjórða lagi hefur sam-
eining hinna efnahagslegu og
stjórnarfarslegu þátta í eina
heild, þ.e. sameining komm-
únunnar og sveitarfélagsins
gert allt skipulagið auðveldara
og einfaldara, dregið úr skrif-
stofubákninu og sparað vinnu-
afl.
★ KOMMÚNA HEIMSÓTT
Brynjólfur skýrði frá því i
erindi sínu að hann hefði
fengið tækifæri til að heim-
sækja eina stærstu kommúnu
Kína í Hópei-fylki, ekki langt
frá Peking. 1 öllu héraðinu
eru 310 þúsund íbúar, þar af
eru 111 þúsund vinnufærir.
Árið 1957 voru þarna aðeins
samvinnufélög en nú hefur
allt héraðið verið skipulagt í
kommúnur. Þær eru 7 í öllu
héraðinu, 40—50 þúsund
manns í hverri, en þær hafa
samband sín á milli og mynda
þannig eina heild. Svo eru
deildir í 'hverju þorpi. Al-
staðar eru pólitísk stjórn og
bústjórn, eða efnahagsstjórn,
sameinaðar í eina heild.
Kommúnuskipulaginu í hér-
aðinu hafði ekki verið komið
á fyrr en í byrjun ágúst. Samt
hafði þegar náðst sá árangur
frá því í fyrravetur að byggð-
ar höfðu verið 288 vatnsstífl-
ur og virkjaðar vatnsafls-
stöðvar sem nægðu til að sjá
öllu héraðinu fyrir rafmagni.
Þrátt fyrir mikið regnleysi í
sumar tókst að sjá ökrunum
fyrir nægilegu vatni til þess
að tryggja uppskeruna. Þar
sem ekki var um aðra vatns-
miðlun að ræða var grafið
nægilegt af hrunnum og vatn-
inu dælt upp með gufuafli.
Þeir sögðust plægja fjórfalt
dýpra en áður og sjálfir fram-
leiða þeir tilbúinn áburð. Þeir
sáóu allt að því tíusinnum
meira korni í hverja einingu
lands en áður. Árangurinn
aíf öllu iþessu varð sá,
sögðu þeir, að S ár mætti
gera ráð fyrir að uppskeran
mundi verða allt að því jafn-
mikil og samanlögð uppskera
átta ára áður á þeim stöðum
þar sem aukningin yrði mest.
Þarna voru allar helztu
nauðsynjar látnar í té án
endurgjalds í peningum. Mat
fá menn eftir þörfum, en aðr-
ar nauðsynjar, sem ekki er
nóg af, eru skammtaðar, svo
sem föt. Öll almenn þjónusta,
uppeldi barna, framfærsla
gamalmenna, læknisþjónusta
o.s.frv. eru að sjálfsögðu eins
og alstaðar annarsstaðar á
kostnað kommúnunnar. Félag'
ar kommúnunnar munu fá bók
eða skírteini, sem veitir þeim
rétt til úttektar í búðum og
almenningseldhúsum. Sem
dæmi um það, hvern rétt slíkt
skírteini veitir, má nefna það
sem tíðkast í einni af komm-
únum þessa héraðs. Það veitir
rétt til matar á veitingastöð-
unum eftir þörfum, til þriggja
fatnaða á ári, þar af ein vetr-
arföt vattfóðruð og tvenn létt
baðmullarföt. Út á það fá
menn ennfremur ferna ekó úr
striga eða öðru slíku efni, þar
af einir til vetrarnota, sokka,
handklæði, sápu, tannpásta og
aðgöngumiða að leiksýningum
og kvikmyndasýningum. Það
sem afgangs er af því sem
ætlað er til persónulegra þarfa
er greitt sem laun, og þeir
eögðu mér að við ákvörðun
launa væri einnig tekið nokk-
urt tillit til þarfa hvers ein-
staks, til dæmis hvórt hann
reykti eða ekki. En jafnframt
væri að nokkru leyti tekið til-
iit til afkasta, þannig að dreg-
ið væri úr launum, ef menn
væru latir og áhugalausir og
greidd verðlaun fyrir ástund-
un og sérlega góð afköst.
Þetta væri framkvæm-t þann-
ig að vinnuhóparnir, sem ekki
væru stærri en evo að hver
þekkti annan, ræddu málin og
tækju ákvarðanir.
eem myndu geta framleitt 20 'fy
milljónir tonna árlega. Úr
járninu framleiða þeir svo
sjálfir landbúnaðarverkfæri,
m.a. litla traktora.
Áburðinn framleiða þeir w
líka sjálfir með allfrumlegum
hætti. Þeir nota jarðefni, ríkt
af gróðurefnum, og blanda
það með gerlagróðri, sem þeir
rækta sjálfir. Að þessu vinna
ungir menn, sem sendir hafa
verið á námskeið til borganna
til þess að læra þetta og virð-
ast kunna vel til verka. Að
minnsta kosti reynist áburður- -----
inn vel.
Það er ekki minnsti vafi á
því, sagði Brynjólfur í lok
frásagnar sinnar um heim-
sóknina í kommúnuna, að
þarna eru þeir komnir vel á
veg með að útrýma mismun-
inum milli sveita og borga.
Eftir nokkur ár verður þarna
ekki um venjulega sveit og
sveitarstörf að ræða, né held-
ur verður þetta borg. Það
verður um algeriega nýja l'/fs-
hætti að ræða, það verður
hvorlci sveit né borg í hinum
gamla skilningi. Það gengur
enn betur að afmá aðgrein-
inginn milli líkamlegrar og
andlegrar vinnu. Það má heita
að þarna séu allir í skóla eða
að læra og allir vinna líkam-
lega vinnu. Að þessu er raun-
ar unnið af miklu kappi al- —
staðar í Kína.
Sem dæmi um vinnubrögðin
nefndi Brynjólfur að hann ók
um veg sem lagður var í ágúst
í fyrrasumar. Þetta var 20
kílómetra langur vegur sem
tengdi markaðsbæinn við
sveitarþorpin. Til þess að
kommúnan gæti framkvæmt
áætlun sína varð þessi vegur
að koma og það mátti ekki
biða. Þeir ákváðu að vegurinn
skyldi koma án tafar. Og eft-
ir tvo daga var vegurinn
kominn. Margar þúsundir
manna unnu að þessari veg-
arlagningu og helztu verkfær-
in voru skóflur og kerrur,
sem asni og múlasni ganga
fyrir. Nánar tiltekið var veg-
urinn lagður dagana 13.—14.
ágúst á 36 klukkustundum af
13 þúsund bændum.
Nýstárlegast og furðulegast
þótti Brynjólfi þó að sjá iðn-
aðinn sem bændur hafa komið
sér upp, algerlega eða að
langmestu leyti af eigin
rammleik. Þarna höfðu risið
upp litlir jámbræðsluofnar í
tugatali og aðrir voru í bygg-
ingu. Járnmálminn unnu þeir
sjálfir úr námum, sem voru
í 30 kílómetrá fjarlægð, og
sáu sjálfir um aðflutninga.
Vinnubrögðin við ofna þessa
geta varla frumstæðari verið,
og kynlegt að bera þau sam-
an við nýtízku stáliðjuver sem
einnig liafa risið í Kina. Það
var eins og margar aldir væru
á milli. Eigi að síður hefur
þessi sveitaiðnaður ómetanlega^’
þýðingu, ekki aðeins fyrir
sveitirnar sjálfar, heldur fyrir
þjóðarbúskap Kínverja í heild.
Af slíkum ofnum hafa verið
byggðar þúsundir, og þegar
þeir hafa allir verið teknir í
notkun framleiða þeir árlega
milljónir tonna af járni. Á ár-
inu 1958 var gert ráð fyrir
að alls yrðu byggðir í Kína
13000 litlir jámbræðsluofnar,
ÍC „ÞEGAR FÓIAÍIÐ
DREGER ANDANN__________
í síðari hluta frásagnar sinn-
ar ræddi Brynjólfur ýtarlegar
um kommúnumar, þjóðfélags-
legar og fræðilegar forsend-
ur þeirra og skoðanir kín-
verskra marxista á gildi
þeirra og framtiðarmöguleik-
um. Verður sú frásögn ekki
rakin hér, en Þjóðviljinn vill
hvetja lesendur sína til þess
að kynna sér frásögn Bryn-
jólfs í heild þegar hún kemur
í Tímariti Máls og menningar.
En lokaorð Brynjólfs voru
þessi:
„I erinidi sem ég hélt í heim-
spekideild vísindaakademíunn-
ar í Peking lagði ég mikla á-
herzlu á mikilvægi hins hug-
læga og meðvitaða þáttar
mannsins í verðandi sögunnar.
% hefði ekki getað nefnt
neitt dæmi úr veraldarsögunni
er sannaði mál mitt jafnræki-
lega og það sem ég sá í Kína.
„Þegar hugmyndin nær tök-
um á fjöldanum, verður hún
að efnislegu valdi“, segir
Marx. Það er einmitt þetta
sem ihefur gerzt í Kína. Og
hvílíkt reginafl. Kínversk al-
þýða þekkir líka þetta vaLd
sitt og kann að koma orðum
að því. Til er kínverskt mál-
tæki sem hljóðar svo: „Þeg-
ar fólkið dregur andann verð-
ur stormur, og þegar fólkið
stappar niður fætinum skelf-
ur jörðin““.
Gufubaðstofan
Kvisthaga 29.
Opið alla daga írá kl. 2 til kl. 9 e. h.
Laugardaga írá kl. 9 í. h. til kl. 9 e. h.
GUFUBAÐST0FM
Sími 18—976.
Tilkynning
Ni. 16/1959.
Innílutningsskrifstoían hefur ákveðið eítir-
farandi hámarksverð á smjörlíki frá og með
11. febrúar 1959.
Niður- Óniður-
greitt. greitt.
Heildsöluverð, hvert kg.Kr. 7,50 Kr. 13,86
Smásöluverð, hvert kg .— 8,30 — 15,00
Reykjavík, 10. febrúar 1959.
VERÐLAGSSTJÓRINN.
Tilkynning
Nr. 17/1959.
Innflutningsskrifstofan hefur áikveðið eftirfarandi há-
marksverð í smásölu á framleiðsluvörum Raftækja-
verksmiðjunnar h.f. Hafnarfirði.
Eldavél, gerð 2650 ..
— — 4403 ..
— — 4403 A
— — 4403 B
— —. 4403 C
— — 4404 ..
— — 4404 A
— — 4404 B
— — 4404 C
Kr. 2685,00
— 3495,00
— 3615,00
— 4105,00
— 4505,00
— 3875,00
— 4005,00
— 4505,00
— 4900,00
Sé óskað eftir Ehitahólsfli í vélarnar kostar það auka-
lega Kr. 410.00
Kæliskápar L-450 ........................ Kr. 6200,00
Þvottapottar 50 1 ......................... — 1945,00
Þvottapottar 100 1 ........................—• 2550,00
Þilofnar, fasttengdir, 250 W .............. — 300,00
— — 300 W............. — 315,00
— — 400 W — 330,00
— — 500 W — 385,00
— — 600 W — 425,00
— — 700 W — 460,00
— 800 W ...............— 520,00
— — 900 W............. — 575,00
— — 1000 W — 655,00
— — 1200 W — 760,00
— — 1500 W........... — 880,00
— — 1800 W — 1050,00
Á öðrum verzlunarstöðum en í öFteykjavík og Hafnar-
firði má bæta sannanlegum flutningskostnaði við of-
angreint hámarksverð.
Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið í
verðinu.
Revkíavíi, 10. febrúar 1959.
VESÐlAGSSTIðSINN.