Þjóðviljinn - 08.03.1959, Síða 6

Þjóðviljinn - 08.03.1959, Síða 6
6J — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 8. marz 1959 þlÓÐVlLJINN XT*• Rnrrip}nln?a,'nokTjriir albýðu — SósfalisT.afiokkurinn. — Ritst.iórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjóri: Jón B ámason. — Blaöamenn: Asmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn. af- greiðsla, auglýsinear, prentsmiðia: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur. — Áskriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. Heimilisböl Framsóknar 17' veinstöfum og kvörtunum Framsóknarmanna vegna stjórnmálaástandsins þessa mánuði er venjulega bejnt gegn öðrum en rétt er. Um stjóm- málaástandjð nú og þjóðmála- horfur eiga Framsóknarmenn ekki við neina að sakast nema flokksleiðtoga sína, Eystein Jónsson og Hermann Jónasson. Fyrir nokkrum mánuðum voru þessir me-nn í ríkisstjóín með öruggum þingmeirihluta, og af þeim var krafizt þess eins að þeir stæðu við þann stjórnar- samning sem þeir höfðu sjálfir- gert. Þeir áttu þess kost að leysa vandamálið um stjórnar- skrárbreytingu og kjördæma- skipun i samvinnu við alþýðu- flökkana, samkvæmt stjórnar- samningnum. Tjl þess var ætl- azí, að þejr leystu efnahags- máiin í samráði og samvinnu við verkalýðssamt.ökin, eins og einfíig hafði verið heitið við mjmdun stjórnarinnar. Til þess var ætlazt. að þeir stæðu við gefin loforð um brottför hers- ins. Til ■ þess var ætiazt að þejr létu ekki nó’iTskt ofstæki og frekiu Vilhiálms Þórs og Gúðmúridar í. Guðmundssonar afstýra því, að tekin væru miög hagstæð lán til að standa við loforð stjórnarsamningsins um kaup 15 stórra togara. piramsóknai'foringjamir kusu ■“■ að henda frá sér rikis- stjórnaraðstöðu og þeim stór- kostlegu mögu’eikum til þjóð- hollra starfa sem fólst í fram- kvæmd þessai-a loforða stjóm- arsamningsins. Þeir kusu að steypa flokki sínum í þá al- geru óvissu og hættu sem hann te’ur nú blasa við, og talað er um og skrifað í þeim ókarl- mannlega kveinstafatón, að vondir menn í ýmsum áttum ætli nú að vera vondir við Framsóknarflokkinn og fólkið í strjálbýlinu. Gegndarlaus þröngsýni og afturhaldssemi ‘Eysteins Jónssonar. Vilhjálms Þórs og nánustu félaga þeirra mun mestu hafa ráðið um að að Framsóknarflokkurinn tók þá fíflalegu ákvörðun að rjúfa stjómarsamstarfjð í desember og hlaupa frá mörgum beztu og merkustu málum stjórnar- samningsins óleystum. Ýmsir Framsóknarflokksmenn hafa ymprað á þeirri skýringu, að Eysteinn og afturhaldsklíkan í Framsókn hafi verið sárlega blekkt. Biarni Benediktsson hafi talað hlýlega um væntan- legt samstarf og samstjórn í- halds .og Framsóknar, ásamt tilheyrandi baráttu gegn kom- .múpismamim, og Eysteinn taljð sér fært að rjúka úr stjórn vegna ixess að hann gæti jáfoharðan setzt í aðra enn tryffgi’egri. Ekki skal um von að foringjar Framsóknar- flokksins séu ekki þeir erki- klaufar í stjómmáláforystu og þeir hafa reynzt undanfarið. Og engrar skýringar annarrar er þörf en að mikið vantar á að menn eins og Eysteinn Jóns- son og Vilhjálmur Þór hafi verið samstarfshæfir við verka- lýðsflokka, svo rótgróið er aft- urhald þeirra, þröngsýni og algert vanmat á verkalýðs- hreyfingunni í landinu og því hvert vald hún er orðin í ís- lenzkum stjórnmálum. vað eftir annað hafa þeir Framsóknarmenn, sem eru' einlægir vinstrisinnar orðið fyrir sárum vonbrigðum með flokkinn. Þó tekizt hafi að losna við verstu afturhalds- draugana úr foi'ystunni þegar íhaldsþjónusta þeirra var orðin að algeru hneyksli, hefur jafn- an sótt í sama farið. Það þurfti hvorki meira né minna en uppreisn á flokksþinginu 1956 til þess að takast mætti að draga Eystein á drottnjng- areyrunum út úr hinni illa þokkuðu afturhaldsstjóm með íhaidinu. Hann lézt þá slá undan í bili og tókst að halda völdunum í flokknum með bví að lofa bót og betrun. En í stjórnarsamstarfinu við Al- þýðubandalagið var löngum ljóst að hann hafði ekkert lært og engu gleymt, aftur- haldsklíka Framsóknar hélt enn um alla valdaþræði flokksins, uppreisnin á flokksþinginu 1956 rann út í sand vegna þess að látið var ógert að losa flokk- in.n við þá foi'ystumenn sem svo gegnsósaðir eru íhaldslund, þröngsvni óg skiiningsleysj á verkalýðshreyfinguna áð. þeir hl.ióta að verða dragbítur og .skemmdaraði'i á hverri til- raun til heiðaríegs vinstra sam- starfsí hverri tilraun til vinstri stjórnár sem ætti það nafn skiljð. , ess vegna er ekki til neins fyrjr Framsóknarmenn að bera á torg kveinstafi sína um vonda menn, sem vjlji vera vondir við Framsóknarflokkinn og fó’kið í slrjálbýlinu. Það sem vinstri menn í Framsókn- arflokknum eiga nú við að stríða. ér hejmilisböl flokksjns, aft.urhaldssamii', þröngsýnir forustumenn, sem .reynzt hafa ósamstárfshæfir um vinstri stiórn og vinstri stefnu í þjóð- málum. Eysteinn Jónsson og Hermann Jónasson áttu þess kost fyrir fáum mánuðum að levsa kjördáerPamálið Og önnur stómnál íslenzkra stjómmála í dag, nieð því einu að standa heiðarlega að framkvæmd þeirrar stjómarstefnu og beirra stiómarloforða sem jxeir og flokkur þfeirra höfðu gengizt það dæmt hvé mikið er til í undir 1956. Þeif kusú að hendá þessari >kýri.ngu vonsvikinna Ixeirri aðstöðu frá sér og flokki Framsóknarmanna, sem i sínum,' og eiga Framsóknar- lengstu lög vilja halda í þá menn við énga aðra að sakast. BÆJARPÓSTURINN - Um húsnæðismál — Bæinn vantar hentugt hús- næði til að leigia einstaklingum — Um kaup- gjald og verðlag. X+X skrifar: „Eg var að enda við að lesa grein í Lesbók Morgunblaðsins um almenn- jngsgarð í Árbæ. Er bar greint frá, að friðun Árbæjar hafi verið samþykkt af bæjarráði, fyrir tveimur árum; þangað eigi að flytja gömul hús, koma upp skemmtigarði, o. s. frv. Þetta hlýtur að kosta bæinn stórfé. En ber ekki bænum fyrst og fremst að sjá um, að vel sé búið að borgurunum? í því efni er mörgu mjög ábóta- vant. Það vantar tilfinnanlega gott húsnæði, þar sem fólk gæti fengið herbergi til íbúðar og þyrfti að vera þar matstofa, svipað og er á „Pensionötum” í Danmöi'ku. Það er mjög erfitt fyrir einhleypar, efnalitlar, konur að fá inni; stofur, sem eru leigðar út, eru oft óþarf- lega stórar, og þar af leiðandi dýrar, og hvergi neitt afdrep til að elda mat í. Því miður eru þess mörg dæmi, að fólk, einkum konur, sem eru heilsu- tæpar, verða að hýrast máske árum saman á dvalarheimilum eða .spitölum, vegna þess '&ð bærinn á ekkert hentugt hús- næði, þar sem þær eigi þess kost að búa. Það er meira en tími til kominn að athuga þetta mál gaumgæfilega. Sjálf- sagt væri hægt að kaupa hús í þessu aúgnamiði, og væri ósk- andi, að konur í bæjarstjórn vildu kjmna sér málið. Þær þekkja ekki af eigin raun að- stæður ejnstæðingskvennanna, sem ég minntist á, en ég trúi ekki öðru en þær sýni þá mannúð að reyna af fremsta meeni að bæta kjör bágstaddra kynsystra sinna.” EINS OG kunnugt er, hefur sú kenning verið boðuð af tals- möhnum atvinnxxrekenda af miklu kapp.i, að, kaupgialdið, o.g þá einkum kaupgjald lág- launastéttanna. sé öllurb at- vinnurekstri mesti fjötur um fót. Aðgerðir núverandi ríkis- stjórnar i efnahagsmálum eru bein afleiðing ■ þessarar kenn- ingar. þær eru stórfelld óbætt kauplækkun, og ættu því að létta veslings atvinnurekend- unum róðurinn svo um munar, Nú geri ég ráð fyrfr, að kaup starfsfólksins hjá Tóbakseinka- sölunni og Áfengisverzluninni hafi lækkað eins og kaup ann- ars launafólks. En hvemig stendur á því, að kauplækkun starfsfólksins hjá j þessum' tveimur fyrirfækjum fylgir stórhækkað verð á tóbákif og áfengj? Eg veit raunar ekki hve margt fólk vinnur hjá þess- um fyrirtækjum, en ef kappið lækkar um ca. g.OO krónur á mánuði h.já hverjpm einstpk- um. bá hlýtur bað að verða talsverð unphæð I alít sem „snarast" í kaupgrejðslúm ■ hjá „Áfenginu" og „Tóbakinu". Kannski verður því hafdið fram að verð á lobáki -og á- fengi hafi verið hækkáð"-til þess að fá unn i niðurgrojðsl- urnar á Iandbúnaða>'vöniT>Um, og verðhækkunin rét.tlætt jyieð því að tóbak og vín .sýu ,.ekki naiiðsynjavörur. Þeð:, er apðyát-. að rétt'þpn bó er tóbak, spr í lagi síganettur. syo'. jalmenn neyzluvara. að hæpið er . að hækka Wð heirra á béásúm forsendnm. Það allt aðíiví jafrjgildír bví. að rikisstjórnin skikkj npy+endur tjl að gefa sér aura til að grejða niðtir miólkjna. sem bpir kaúnáu'SVo að bægt sé að -þáída . vísitól- unni og kaupgjaldlriu ,niðril+ T

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.