Þjóðviljinn - 08.03.1959, Síða 12

Þjóðviljinn - 08.03.1959, Síða 12
s 36 vikulegcsr ferðir Loflleiðcs I' - -.... ; ' M'"' l : fil og frá Reykjavík í sumor FercSir til Lúxemborgar affur teknar upp Hin nýja sumaráætlun Loftleiða gengur í gildi í byi’j- un maímánaðar n. k., en þá verður ferðafjöldinn aukinn rerulega. Síðustu daga maí fjölgar ferðunuin enn og vei’öa úr því farnar 9 ferðir í viku hverri fram og aftur milli Evrópu og Ameríku, allt fram í lok október. Enda þótt ekki sé gert ráð fyr- ir að skipt verði um flugvélar í Reykjavík, þá eru þar í rauninni þáttaskil, þar sem flogið er milli Reykjavíkur og nokkurra stór- borga í Evrópu samkvæmt á- kvörðunum IATA félaganna um flugtaxta, en önnur og hlutfalls- Iega lægri fargjöld eru milli Reykjavíkur og New York. Fyrir því verða ferðir Loftleiða tjl og fvá Reykjavík — í ausfur og vestur — 36 x vjku hverri á siunri komanda. Skymaster flugvélarnar notaðar áfram Hinar góðkunnu Skjrmaster- flugvélar verða notaðar til íerð- anna eins og að undanförnu og viðkomustaðir hinir sömu og nú: New York, Glasgow, London Stafangur, Osló, Gautaborg, Kaupmannahöfn og Hamborg. ' Auk þess bætist Luxemborg aft- ur við frá maíbyrjun, en ferðir Loftleiða þangað hafa legið niðri að undanförnu. Gert er ráð fyrir að 107 manns skipi fluglið Loftleiða í sumar. Eru í þeim hópi 17 flug- Lögreglan hefur upplýst stórfelld- an úraþjéfnað Rannsóknarlögreglunni hefur nú tekizt að upplýsia þjófnað þann, sem framinn var í verzl- un Magnúsar Baldvinssonar við Laugave,g 29. nóvember sl. en þar var stolið milli 40 og 50 úrum, úrkeðjum, Ixringjum o.fl. Tveir ungir menn, annar Reykvíkingur en hinn Vest- firðingur, hafa játað á sig þjófnaðinn. Annar þesftara manna hefur ekki áður komizt í kynni við lögregluna, liinn einu sinni. Við rannsókn máisins varð einnig upplýst, að annar mann- anna hafði einnig átt hlut að innbroti í verzlun Hans Peter- sens í febrúar í fyrra, en þar var stolið riffli og sjónlauka, taeplega 5 þús. kr. virði. Einn- ig liafði hann stolið ásamt öðrum 800 kr. í benzínstöð við Npsveg árið 1957 og tvívegis farið inn í herbergi sjómanns eins liér í bænuin, í annað skiptið stolið 2500 kr. í pen- ingum og í hitt 5000 kr. ávís- un. stjórar og 35 flugfreyjur. Verið er nú að ganga frá ráðningum nýs starfsfólks og er námskeið- ið fyrir hinar væntanlegu flug- freyjur að hefjast. Mjkið liggur nú fyrir af farbeiðnum niæsta sumar og er því allt útlit fyrir að þessi næsti áfangi verði Loftleiðum hagstæður. Fargjaldahækkun Fyrir nokkru ákvað IATA- flugfélagasamsteypan að hækka fargjöld á flugleiðunum yfir Norður-Atlanzhafið. Framkvæmd ákvörðunar þessarar er háð sam- Framhald á 3. síðu. rýmanleglý þlÓÐVIUINN Sunnudagur 8. marz 1959 — 24. árgangur — 56. tölublað. Borgarafundur um friðar- og afvopnunarmál í dag í dag — á alþjóða kvennadaginn — verður almennur borgarafundur haldinn hér í Reykjavík um afvopnunar- og friöarmál. Til fundarins er boðað af Menningar- og friðarsamtökum Fundur AlþýÓu- bandalagsmanna á Akranesi Alþýðubandalagsmenn á Akranesi halda fund í Rlaff- stofunni þriðjudaginn 10. marz kl. 8.30 síðdegis. Rætt verffur um stjórn- málaviðhorfiff og undirbún- ing alþingiskosninganna, — Framsöguræffu flytur Björn Jónsson alþingismaffur. Umræðnefni á fundi Stúdentafélags Beykja- víkur n. k. þriðjudagskvöld Stúdentafélag Reykjavíkur efnir til almenns umræöu- fundar n. k. þriöjudagskvöld kl. 8.45 í Sjálfstæðishúsinu: Þar munu þeir Birgir Kjaran, hagfr., dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri og Haraldin’ Jóhannsson, hagfr. flytja framsöguræöur um efni, sem nefnt hefur verið: Hve mikil opinber afskipti eru samrýmanleg lýöræðis- legu þjóðskipulagi? Síðar á þessum vetri er svo hugmyndin að halda a. m. k. einn fund til viðbótar um skylt efni og er einna helzt hallazt að því að taka til meðferðar spurninguna um það, hve sterk félagssamtök megi vera í lýð- ræðisþjóðfélagi miðað við styrk- leika ríkisvaldsins. Á fundinum á þriðjudaginn má gera ráð fyrir að rökrætt verði um það í fyrsta lagi, hvort þjóð- skipulag, sem gerir ráð fyrir mjög víðtækum ríkisafskiptum Guðbjörg Þorbjarnardóttir íslenzkum leikara boðið á „dönsku leikaravikuna4í Félagi íslenzkra leikara barst fyrir skömmu boð frá danska leikarasambandinu og Hr. Kres- by, framkvæmdastjóra Hotel Riehmond í Kaupmannahöfn, þess efnis að félaginu er boðið að Senda einn leikara á dönsku leikaravikuna, sem haldin yerð- ur dagana 9.—15. marz n.k. Þetta er 5. árið í röð, sem Danir efna til leikaraviku, en þær hafa orðið mjög vinsælar og gagnlegar fyrir þátttakendur. Ungfrú Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir verður fulltrúi íslenzkra leikara á „dönsku ieikaravik- unni“ að þessu sinni, Fór hún utan í gær. sé lýðræðislegt. Þeir, sem telja að svo sé eigi, munu vænfan- lega víkja að því, hvort þeir telji, að opinber afskipti séu hér á landi orðin svo mikil, að þau ógni lýðræðinu, en hinir benda á leiðir til aukinna opinberra afskipta, sem að þeirra dómi leiði til bættra þjóðfélagshátta. Umræðuefnið er allviðtækt og opnar leiðir til hagfræði- legra, heimspekilegra og stjðrn- málalegra bollalegginga um hin mikivægustu vandamál nútím- ans. Aðgangur að fundinum heimill öllum almenningi jafnt og stúdentum, en þeir, sem eigi hafa greitt fyrir stúdentaskír- teini borgi kr. 10,00 í aðgangs- eyri. Guðrún Gísladóttir ísl. kvenna, Starfsstúlknafélag- inu Sókn og Mæðrafélaginu. — Verður hann haldinn í salnum Þingholtsstræti 27 og hefst kl. 2.30. Ræðumenn á fundinum verða Ragnar Amalds, Guðrún Gísladóttir og Magnús Torfi Ólafsson. Einnig mun Vilborg Dagbjartsdóttir lesa upp. Aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Brotalöm ísl. sögutengsla Út er kominn bæklingiir eftir Jónas Þorbergsson, fyrrverandi útvarpsstjóra. Nefnist hann „Brotalöm íslenzkra sögutengsla“ og mun vera erindi, sem höfund- Ur flutti í útvarp á s.l. hausti. Bæjarstjémin þarf al endnrskoða ákvæðin um óleyfiskúsabyggingar Ekki hægt að neita þeim um raímagn og vatn sem búnir eru að fullgera hús sín Á bæjarstjórnarfundi sl. fimmtudag gerði Alfreð Gísla- son að umræöuefni þá samþykkt bæjarstjórnar, sem á sínum tíma var gerð til að koma í veg fyrir bygg- ingu óleyfishúsa, að neita þeim um rafmagn og vatn, sem ekki hafa fengið byggingarleyfi fyrir húsum sínum. Hefur bæjarstjórnaríhaldið jafnvel gengið svo langt að er neita þeim um rafmagn og vatn, sem byrj’&ðir voru á húsum sínum áöur en þessi samþykkt var gerö. í tilefni af þgssu fíutti Alfreð eftirfárandi tillögu á bæjar- stjórnarfundinum: Torfengnar bækur koma á bókamarkaðimi á morgun Síðustu eintök af ljóðabók Steins Steinars, (ITindátarnir" Fjörugt var á bókamarkaði Máls og menningar í gær og minnkuöu drjúgum staflar á boröunum. í sumum þeirr’a eru síðustu eintök ágætra bóka, sem verður farið aö rífast um á bókauþpboðum eftir fáa mánuöi. Nokkrar af eldri bókum Mále og menningar og annarra útgef- enda sem orðnar eru með öllu ófáanlégar í verzlunum koma fram á markaðinn á morgun. — Er þar að ræða um fá eintök af hverri er tekin hafa verið í umboðssölu. Meðal þeirra eru þéssar: Ofvitinn, eftir Þórberg Þórð- rson, bæði bindin, óuppúrskor- in kápueintök. Pistilinn skrifaffi, eftir Þór- berg, óuppúrskorin kápueintök. Verndarenglarnir, skáldsaga Jóhannesar úr Kötlum. Rauðir penpar, 1946. Andvöltur, úrval Sigurðar Norlials. Efnisheimurinn, eftir Björn Franzson. Rit Jóhanns Sigurjónssonar 1—2. Mannkynssaga Ásgeirs Iljart- arsonar 1.—2. Móðirin eftir Maxim Gorkí. Vatnajökull, eftir Niels Niel- sen. Húsakostur og liíbýlaprýði. Margir nota tækifæi’ið til að fá það sem þá vantar í Tíina- íit Máls og menningar, og komplett af því er orðin dýr- mæt bókaeign nú þegar. Söfn- urum skal bent á eina af Ijóða- bókum Steins Steinars, sem marga þeirra vantaf. En hún heitir Tindátamir, og mun ekki fást lengi á opnum markaði úr þessu. Markaðurinn er í bóka- búð Máls og menningar, Skóla- vörðustíg 21. „Bæjarstjórnin samþykkir að verða við umsóknum um raf- magnsheimtaugar í þau íbúðar- hús í Blesugróf og í smáíbúða- hverfinu við Suðurlandsbraut, sem sannanlega var byrjað á áð- ur en bæjarstjórnin samþykkti að veita ekki leyfi fyrir' raf- magnj eða vatni til þeirra húsa, sem byggð væru án leyf- is bæjaryfirval.danna.“ í framsöguræðu sinni iagði Alfreð áherzlu á, að um þau hús, sem byrjað hefði verið á að byggja, áður en þessi samþykkt bæjarstjórnar var gerð,1 gegndi nokkuð öðru máli heldur en önn- ur óleyfishús. Væri ekki hægt að láta samþykktina verká aftur fýrir sig. Með því að neita hús- Framhald á 10 síðu. Æskulýðsdagur þjóðkirkjumiar Æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar hefur beitt sér fyrir því, í sam- ráði við biskup íslands og fræðslumálastjóra, að í dag fari fram í kirkjum eða skólum guðs- þjónustur fyrir æskufólk. Víða um land munu þessar guðsþjónustur fara fram, og í Revkjavík og' nágrenni ex» vitað að í flestum kirkjum munu guðsþjónustur dagsins helgaðar æskufólki.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.