Þjóðviljinn - 22.03.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.03.1959, Blaðsíða 12
Hinn glæsilegi kvikmynda- og fundarsalur í Féiagsheimili Kópavogs. i r IslfrSingcir vilja menntaskóla Vilja þegar sfofna 1. bekk menntaskóla er siSar aukist uppi fullkominn menntaskóla ísafirði. Frá fréttaritara Þjóðviljaiis. Þriðjudaginn 17. þ.m. var haldinn á ísafirði almennur borgarafundur til þess að ræöa um stofnun menntaskóla á ísafiröi. Til fundarins var boðað af nefnd, sem ýms félagssamtök í- bænum höfðu kosið og undirbúið hafði málið. Er hugmyndin að þegar á þessu ári, verði stofn- uð við Gagnfræðaskólann á fsafirði framhaldsdeild, sem svarar til 1. bekkjar menntaskóla, og síðar, þegar ástæöur leyfa, verði stofnaður menntaskóli, sem hafi réttindi til að veita stúdentsmenntun og stúdentspróf. þlÓÐVIUINN Sunnudagur 22. marz 1959 — 24. árgangur — 68. tölublað. „Frysting" herafla í Evrópu á dagskrá Fyrir Macmillan forsætisráðherra Bretlands vakir ekki áð draga úr vígbúnaði á svæði í Mið-Evrópu, heldur að gera ráöstafanir til að „frysta“ herafia og vopnabúnað eins og hann er nú. frá þessu í gær. Hann kvað Framhaldsdeild, eins og só, sem nó er farið fram á að stofnuð verði, starfaði liér við gagnfræðaskólann með ágætum árangri á árunum 1949—1952, en lagðist þá niður aðallega vegna þess að lagaheimild vantaði fyrir starfsemi hennar. I>essi deild starfaði í samráði við Menntaskólann í Eeykja- vík, og Menntaskólinn á Ak- urejri liafði fyrir sitt leyti samþykkt að veita nemendum úr henni móttöku án inntöku- prófs. Frummælendur á fundinum voru þeir Björgvin Sighvatsson, formaður fræðsluráðs Isafjarð- ar og Guðjón Kristinsson, skólastjóri. Auk þeirra tóku til máls: Gústaf Lárusson, kenn- ari, Jón H. Guðmundsson, skólastjóri, Rögnvaldur Jóns- son, kaupmaður og Marías Þ. Guðmundsson, skrifstofumaður. Funiiurinn samþykkti ein- róma eftirfarandi tillögur: „Almennur borgarafundur haidinn á Isafirði 17. marz 1959 leyfir sér hér með að skora á bæjarstjórn Isafjarðar og Al- þingismenn Vestfirðinga að vinna að ]>ví við fræðslumála- Sigfús Halldórs- son sýnir mál- verk í Eyjum Sigfús Halldórsson efnir til málverkasýningar í Vesfmanna- eyjum um páskana. Á sýning- imni verða 42 myndir, vatnslita- myndir, pastelmyndir og rauð- krítarteikningar. Allar eru myndirnar frá Vestmannaeyjum. stjórniua, ríkisstjórnina og Al- þingi, að stofnuð verði á þessu ári framhaldsdeild við gagn- fræðaskóiann hér, og í því skyni verði lögum um mennta- skóla nr. 58/1946 breytt í þá átt, að heimilt verði að stofna deildina og menntaskóla á Isa- firði, þegar ástæður l'eyfa. „Almennur borgarafundur haldinn á ísafirði 17. marz 1959 leyfir sér hér með að skora á fræðslumálastjórnina, ríkisstjórn Islands og Alþingi, að stofnað verði á þessu ári til framhaldsdeildar við Gagn- fræðaskólann á ísafirði, sem svari til 1. bekkjar mennta- skóla, og síðar, strax og á- stæður leyfa verði stofnaður inenntaskóli á Isafirði með réttindum til að veita stódents- menntun og stódentsprói“. I greinargerð er fylgdi til- lögunum segir m.ad Enn er mikill áhugi hér í bænum og víðar á Vestfjörðum því, að slík deild talti til starfa á ný, enda mikið hagsmuna- og menningarmál fyrir Vestfirð- inga alla. Láta mun nærri, að milli 20—30 nemendur ljúki nú landsprófi miðskóla á hverju vori hér í Vestfirðingafjórð- ungi, þ.e. við Gagnfræðaskólann á ísafirði og héraðsskólann á Núpi. Hér er því grundvöllur fyrir hendi til starfrækslu slíkr- ar deildar og stofnunar Menntaskóla. Benda má á þá staðreyníd, að margir ágætir menn hér vestra hafa heldur kosið að flytja búferlum til staða, þar sem menntaskólar eru starfandi en senda börn sín frá sér í skóla. Slíkur brottflutningur hefur verið til- finnanleg blóðtaka fyrir Vest- firði. Og' enn aðrir foreldrar hafa ekki séð sér fært að kosta börn sín í skóla í öðrum byggð- arlögum. Hugmyndin er sú, að fá hér fyrst um sinn starfræktar framhaldsdeildir við gagn- fræðaskólann á Isafirði, en þegar fjórar menntaskóladeild- ir eru þannig komnar á lagg- imar, teljum við sjálfsagt og eðlilegt, að stofnaður yrði sér- stakur menntaskóli, sem yrði Framhald á 11. síðu Uppsfeitnr úf crf Dalai Lama Fréttamenn í Nýju Delhi segja að Indlandsstjórn hafi nú bor- izt nánari fregnir af óeirðun- um í Lhasa, höfuðborg Tíbets. Segja þeir að upptökin hafi verið kviksaga um að í ráði væri að flytja Dalai Lama til Peking. Hafi æstur mannfjöldi þá safnazt saman við Potalahöll, aðsetursstað hans. Til átaka hafi komið þegar kínverskir hermenn hafi reynt að dreifa hópnum. Fundarspjöll með púðurkeríingum 1 fyrrakvöld var reynt að hleypa upp fundi í London, sem haldinn var til að mótmæla kúgun og ofbeldi sem Afríku- menn sæta í Njasalandi og Rhodesíu. Var gert óp að ræðu- mönnum og púðurkerlingar sprengdar í áheyrendahópnum. Meðal ræðumanna voru Afríku- menn og Barbara Castle, for- maður Verkamannaflokksins. Welensky vinnnr Sameinaði sambandsflokkur- inn hefur unnið 10 þingsæti af 11 isem kunnugt er um í Norð- ur-Rhodesíu. Þetta eru allt land- nemaþingsæti. Foringi flokksins er Welensky, forsætisráðherra sambandsstjórnar Rhodesíu og Njasalands. Fréttaritari brezka útvarps- ins, sem fylgir Macmillan á IBandaríkjaferð hans, skýrði æXr! Farin verður skíða- og skemmtif erð í ÆFR- skálann um páskana. Lagt verður af stað kl. 2 á skírdag og dvalið fram á annan páskadag. Þátt- takendur liafi samband við skrifstofuna, sími 17513. Sjá nánar á 2. síðu. Guðmundur Jóns- son áttfæður í dag Guðinundur Jónsson. Guðmundur Jónsson, Hrafn- istu, er áttatJu ára í diag. Guðmundur er fæddur í Brynjudal í Kjós, en fluttist sem barn til Reykjavikur, var í barnaskóla með sr. Bjarna O.fl. góðu fóllú úr Vesturbæn- um. Fór svo á skútur strax og honum óx aldur til. Hann undi þó ekki á skútum til fram- búðar 'heldur fór í siglingar á skip Austur-Asíufél. danska. Næstu árin flæktist hann um heimshöfin, til Austurlanda, Kína, Japan — jafnvel alla leið vestur á Kyrraliafsströnd. En j Guðmundur týndist ekki í hin- um stóra lieimi, heldur skilaði sér til íslands þegar hann hafði skoðað heiminn. Á sínum tíma var hann með við stofnun Bárufélaganna, en ekki varð hann stafnandi Sjómannafél- agsins, mun hafa verið úti á sjó þegar stofnfundurinn var haldinn, en það var hann sem lánaði .Sigurjóni Á. Ólafssyni lög dönáku sjómannasamtak- anna til að fara eftir við stofn- un Sjómannafélagsins. 1 Dags- brún gekk hann á fyrsta ári hennar og er nr. 263 í Dags- brún. Síðan hefur hann verið elnn af þeztu félögum Dags- brúnar og ætíð verið reiðu- búinn til að standa þar sem þörf hefur verið á . mannsliði. — Þjóðviljiim sendir Guðmundi beztu hamingjuóskir í dag. hugmynd Macmillans vera að samningur verði gerður um að auka ekki iherafla né efla vopnabúnað herja á tilteknu svæði um miðbik álfunnar. Eftirliti verði komið á tiil að tryggja að samningurinn verði haldinn. Fréttaritarinn sagði, að Mac- millan hefði orðið þess var í Moskva að sovétstjórnin hefði áhuga á þessari hugmynd. Hún hefði hlotið stuðning stjórna- Frakklands og Vestur-Þýzka- lands, en Bandaríkjastjórn tæki henni þunglega. Reynist ,/frystingin“ vel, get- ur hún vel orðið undanfari samkomulags um fæfkkun í herjum og takmörkun vopna- búnaðar, sagði fréttaritarinn. í gær kölluðu Eisenhower og Macmillan á sinn fund í veiðiskálanum Camp David ráðunauta sína í hermálum, af- vonnunarmálum og kjarnorku- málum. Athugið bóka- skrána um helgina fStöðugt hefur verið mikil að- sókn að IBóikamarkaði Máis og menningar. Bókaskrá hefur nú verið send út til félagsmanna og þar geta þeir séð hvað þá kann að vanta af forlagsbókum Máls og menningar sem þeir ekki vilja láta sig vanta. Eins og sést í skránni eru' nokkrar af útgáfubókum félagsins þrotnar og við hina miklu að- sókn að markaðnum hefur gengið á upplög annarra svo þær geta einnig verið orðnar ófáanlegar fyrr en varir. Fé- lagsmenn ættu því að kynna sér hokaskrána nú um helgina og ná í það sem þeir girnast á mánudaginn eðg, hringja og láta ta'ka frá fyrir sig. Serfræðingur í umferðarmálum Umferðarnefnd bæjarins hef- ur ákveðið að taka boði um að hingað komi sérfræðingur í umferðarmálum frá Bandaríkj- unum. Spurðist Guðmundur Vigfússon fyrir um það á bæj- arstjórnarfundinum í fyrradag, hvort nokkrar upplýsingar lægju fyrir um hvaða aðili Bandaríkjunum hafi boðizt til að senda sérfræðinginn. Einar Thoroddsen, bæjarfull- trúi íhaldsins sem sæti á í um- ferðarnefndinni varð fyrir svörum. Kvað hann bæinn þurfa að kosta far sérfræðings- ins hingað og heim, uppihald og sennilega einhverja vasa- peninga, en kaup tæki hann ekki fyrir starf sitt. Ekki kvaðst Einar muna nafnið á stofnun þeirri vestra sem boðið kæmi frá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.