Þjóðviljinn - 28.08.1959, Side 10

Þjóðviljinn - 28.08.1959, Side 10
10) — ÞJÓUVILJINN — Föstudagur 28. ágúst 1959 1 Þekkingarleysi í núiímasögu Biskupsvígsla í Hóladómkirkju 1 Sr. Sigurður Stefánsson á Möðruvölíum vígður vígslubiskup Hóiabiskupsdæmis Á sunnudaginn kemur, 30. ágúst, fer fram biskups- vígsla í dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal. Framhald af 6. síðu vera kallaður moskvukommún- isti, en hann er Ólafur Hans- son menntaskólakennari. marg- sinnis frambjóðandi Alþýðu- fiokksins í Reykjavík. Ekki var bókin heldur gefin út af neinu forlagi moskvukommúnista, heldur af Bókaútgáfu Menning- arsjóðs 1945, en helzti fyrir- 'svarsmaður þeirrar útgáfu var Valtýr Stefánsson ritstjóri Morgunblaðsins. Ólafur Hansson segir svo í upphafi bókar sinnar um að- draganda heimsstyrjaldarinnar: „Hvers vegna gengu Bretar og Frakkar að Munchensamningn- um? Enn er margt ó huldu um þetta mál og skoðanir manna mjög skiptar. Þó má benda á nokkur atriði, er geta gefið skýringu á undanlótssemi Breta og Frakka í Munchen. Bretar voru mjög illa undir styrjöid búnir haustið 1938. Herbúnað- ur þeirra hafði verið vanrækt- ur á marga lund. Flotinn var að vísu öflugur sem fyrr, en flugher þeirra var lítill, og- ekkért skipulag var komið á loftvarnirnar. Hins vegar vissu Bretar að flugher Þjóðverja var orðinn mjög öflugur. Marg- ir í Bretlandi óttuðust að þýzki flugherinn mundi á skömmum tíma leggja allar helztu borgir landsins í rúst, ef til styrjaldar kæmi. En hér komu fleiri or- sakir til. Enginn vafi lék á því, að ýmsir ráðamenn í Bret- landi vildu beina athygli Þjóð- verja i austurátt og koma af stað ófriði miili þeirra og Rússa. Þeir töldu að slík styrj- öld mundi standa lengi og veikja báða stríðsaðila mjög. Á meðan gætu Bretar og Frakk- ar búið við frið en eflt víg- búnað sinn svo mjög að þeir gætu ráðið mestu um friðar- samningana þegar til kæmi. Til voru og menn í Bretlandi er óskuðu Þjóðverjum algers sigurs yfir Rússum og vildu jafnvel Iáta Breta taka þátt í UTSALA allsherjar krossferð gegn komm- únismanum og Sovét-Rússlandi. Ef til vill áttu þó slíkar skoð- anir meira fylgi í Frakklandi. Rússar þóttust ekki í neinum vafa um, að eitthvað slíkt byggi bak við Munchensamn- ingana. Varð þetta til að auka mjög á tortryggni þeirra í garð vesturveldanna“. Enn segir Ólafur svo um við- horfin eftir Múnchensamning- ana: „Þá gátu og Þjóðverjar ver- ið þess fullvissir, að Bretar og Frakkar myndu sitja hjá í ó- friði milli Þjóðverja og Rússa. Meira að segja eru talsverðar líkur til þess, að það hefði orð- ið hlutleysi velviljað Þjóðverj- um. Talsverður hluti íhalds- manna í Bretlandi og Frakk- landi hefði fagnað innrás Þjóð- verja í Rússland og reynt að styðja hana á ýmsan hátt, jafn- vel með hergagnasendiugum. Loks er ekki ólíklegt að Japan- ir hefðu fengizt til að hefja árás á Rússa í Austur-Asíu samtímis innrás Þjóðverja að vestan. Að minnsta kosti er óhætt að fullyrða, að Þjóðverj- ar hefðu að ýmsu leyti staðið betur að vígi í ófriði við Rússa um þessar mundir en þeir gerðu 1941, þegar þeir loks hófu árásina". Og enn segir Ólafur um griðasamninginn: „Rússar sáu sér einnig hag í griðasáttmálanum eins og allt var í pottinn búið. Það sem þeir óttuðust mest af öllu var árás Þjóðverja samtímis árás Japana að austan. Eftir Miinch- ensamningana töldu Rússar sennilegt, að Þjóðverjar myndu næst snúa sér að Sovét-Rúss- landi og njóta velviljaðs hlut- leysis eða jáfnvel stuðnings Breta og Frakka. Ummæli sumra blaða i Bretlandi og Frakklandi veturinn 1938—’39 voru á þá leið, að ekki var að furða, þótt Rússar kæmust á þessa skoðun“. Okeypis vist á stúdentagarði Einn nemanidi í Heimspeki- deild Háskóla íslands getur í vetur fengið styrk úr Minning- arsjóði Þórunnar og Davíðs Schevings Thorsteinssonar. Styrkurinn er fólginn í því að styrkþeginn fær ókeypis vist á öðrum hvorum stúdentagarð- anna. Umsóknir um styrkinn þurfa að hafa borizt Heim- spekideild Háskóla íslands fyr- ir 20. september. Mótið ‘hófst á laugandag kl. 6 með setningarræðu Finnboga Júlíussonar, ritara Jaðars- stjórnar. Finnbogi bauð ung- templarana velkomna að Jaðri. Hann ræddi nokkuð um land- námið þar og sagði í stórum dráttum sögu framkvæmdanna að Jaðri. Á þessu ári, nánar- tiltekið 20. ágúst, voru liðin 20 ár frá því að fynstu húsa- kynnin að Jaðri voru vígð. Á laugardagskvöld var skemmtun inni að Jaðri. Á sunnudag var guðsþjónusta, séra Árelíus Nielsson, formað- ur ÍUT prédikaði. Þá komu fram Noregsfarar íslenzkra ungtemplara og skemmtu með frásögn af ferðalaginu og söng. Keppt vair í frjálsum íþróttum, handknattleik og knattspyrnu. Fréttamenn segja, að heimsókn Nixons varaforseta Bandaríkj- anna til Póllands á dögunum hafi fært Bandaríkjastjórn heim sanninn um hversu alvarlegum augum Pólverjar líta kröfur vesturþýzku stjórnarin nar til KR vann Þrótt 1 gærkvöldi fór fram á Laugardalsvellinum 25. leikur íslandsmeistaramótsins í knatt- spyrnu. Leikar fóru þannig að KR vann, gerði 3 mörk en Þróttur 1. I hálfleik var staðan 1:1. Leikurinn var ekki sér- lega fjörugur, hvorugt liðið sýndi tilþrifamikinn leik. Mega úrslit teljast réttlát eftir at- vikum. Frekar fámennt var á vellinum þótt veður væri gott. Nú eru fimm leikir eftir af íelandsmótinu. KR hefur for- ustuna og er öruggt með sig- ur en ekki er enn séð fyrir endann á því hver kemst í ann- að sæti. Eftir þennan 25. leik, er staðan þannig: KR hefur 21 stig og 31 mark Valur 11 stig og 18 mörk Fram 10 stig og 17 mörk Akranes 8 stig og 21 mark Keflavík 3 stig og 11 mörk Þróttur 2 etig og 8 mörk. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson vígir séra Sigurð Stefánsson, próf- ast á Möðruvöllum i Hörgár- dal, sem hefur verið kjörinn vígsluibiskup Hólabiskupsdæm- is forna. Athöfnin hefst kl. 14 með skrúðgöngu presta til kirkj- Á sunnudagskvöld var kvöld- vaka og dans. Þorvarður Örn- ólfsson flutti ræðu, sýnd var kvikmynd frá Landnáminu að Jaðri, sem Sigurður Guðmunds- son, ljósmyndari hefur tekið. Um 350 manns sóttu mótið og um 200 ungmenni dvöldu að Jaðri báða dagana, sumir gistu inni að Jaðri og aðrir lágu í tjöldum. Framkvæmdastjóri sambands- ins hefur heimsótt nokkur hér- aðssambönd í sumar og haldið sameiginlega fundi með stjórn- vesturhéraða Póllands. Jafn- framt tortryggja Pólverjar Bandaríkin, vegna þess að þau eru helzti bandamaður Vestur- Þýzkalands og hafa beitt sér fyrir endurhervæðingu þess. Eisenhower er sagður álíta, að vænlegasta ráðið til að draga úr ótta Pólverja við þýzka út- þenslustefnu sé að vesturþýzka stjórnin bjóðist til að taka upp stjórnmálasamband við Pólland. Hingað til hefur Adenauer ekki viljað hafa stjórnmálasamband við neitt ríki sem viSurkennir Austur-Þýzkaland nema Sovét- ríkin ein. Fyrir skömmu brá hann fæti fyrir tillögu von Brentanos utanríkisráðherra síns um að Vestur-Þýzkaland bjóði Póllandi og Tékkóslóvakíu að gera við þau griðasáttmála. Eisenhower ræddi við Aden- auer í sex klukkutíma í gær. í hléi svaraði hann spurningum fréttamanna, og kvaðst vona að fundir þeirra Krústjoffs á næst- unni myndu verða til þess að bræða að minnsta kosti nokkuð af ísnum sem skildi austur og vestur að. Um miðaftan kom Eisenhower til London og tók Macmillan forsætisráðherra á móti hqnum.. -I..- ■■■-. ■ i y, ‘ unnar. Er ætlast til, að allir viðstaddir prestar verði hempu- klæddir og taki þátt í skrúð- göngunni. Altarisþjónustu að upphafi messunnar annast prestur stað- arins, sr. Björn Björnsson, og sr. Stefán Snævarr á Völlum í Svarfaðardal. Sr. Benjamín Kristjánsson, Laugarlandi, lýs- ir vígslu. Vígsluvottar verða: Sr. Páll Þorleifsson, prófastur, Skinnastað, sr. Frðirik A. Friðriksson, prófastur, Húsa- v'ík, sr. Þorsteinn Gíslason, prófastur, Steinnesi, og sr. LárJ us Arnórsson, Miklabæ. Að lokinni vígsluathöfninni mun hinn nývígði vígslubiskup predika. Þá fer fram altaris- ganga, og munu prestar staðar- ins og dr. IBjarni Jonsson, vígslubiskup, þjóna að henni. Kirkjukór Akureyrarkirkju annast sönginn undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Kirkjumálaráðherra, Friðjón Skarphéðinsson, mun bjóða til kvöldverðar að Hólum um kvöldið. um eambandanna og sambands- félaganna. Fundirnir voru vel sóttir og mikill áhugi ríkti hjá fundarmönnum fyrir auknu starfi í þágu samtakanna. Flest héraðasamböndin hafa haldið í- þróttamót í sumar eins og venja er til og f jöldi ung- mennafélaga hefur þreytt keppni í íþróttum innanfélags eða við önnur félög. Sambandsstjórn hefur látið leggja nýja girðingu um Þrastaskóg og nú er í athug- un að koma upp leikvangi í skóginum. Sambandsþing UngmennaféJ lags Islands, hið 21. í röðinni, verður haldið í Reykjavík dag- ana 5. og 6. september n.k. 70 til 80 fulltrúar frá 19 hér- aðasamböndum og nokki*um fé- lögum, sem ekki eru í héraðs- sambandi, eiga rétt á að sækja þingið. Eitt aðalmál þingsins verður —» Félagsheimilin og rekstur þeirra. Þingið tekur ákvörðun um, hvar landsmótið 1961 verð- ur haldið og ákveður keppnis- greinar. Brezka stjórnin hefur lýst yf- ir að hún muni ekki hefja, á ný tilraunir með kjamorku- vopn, meðan samningar halda áfram um bann við slíkum til- raunum. Flugfélagið Fraihh. af 12. síðu. orca verði nauðsynleg leyfi fyrirliendi. . Margir hafa þegar pantað far í þessum ferðum. Flogið verð- ur til Palma um Lomdon og tekur flugið tæpa átta tíma með Viscount flugvélum félags- ins. ÚTSALA á dilkasviðum hefst í fyrramálið. Stórkostleg verðlækkun á eftirstöðvum dilkasviða. Smásöluvezð aðeins á kr. 12.00 pr. kg. Dilkasviðin fást í flestum kjötverzlunum. Samband íslenzkra samvinnuíélaga. Heilsuhæli N.F.L.L óskar eftir stúlkum til eldhúss- og hreingerninga- starfa. Ennfremur eftir karlmanni til aðstoðar í baðdeild. — Upplýsingar í skrifstofu Heilsuhælisins í Hveragerði. Auglýsið í Þjóðviljanum \ Templaraheimilið að Jaðri 20 ára 350 manns sóttu ungtemplaramótið þar sem haldið var um síðustu helgi íslenzkir ungtemplarar héldu 2. landsmót sitt aS Jaðri um síöastliöna helgi. Ike hvetur Adenauer til að taka upp samband við Pólland Haft er fyrir satt í Bonn aö Eisenhower Bandaríkja- forseti hafi lagt fast aö Adenauer forsætisráðherra aö taka upp stjórnmálasamband við Pólland. 21 þing Ungmennafélags íslands hef st hér í Reykjavík 5. september n.k.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.