Þjóðviljinn - 25.09.1959, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 25.09.1959, Qupperneq 3
---Föstudagur 25 september 1959 — ÞJÓÐJVILJINN — (3 Fela stefnn sína og fresta öllnm aðgerðnm - fram yfir kosningar Sameiginleg aSferS AlþýSuflokksins, Sjálfsfœ&is- flokksins og Framsóknarflokksins i kosningaharáftunni Það er sameiginleg aðferð Alþýðuflokksins, Sjálfstæðis- flokksins og. Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni nú að fela stefnu sína og fresta öllum ráðstöfunum — þar til eftir kosnmgar. Þetta kemur m.a. mjög greinilega í ijós í loddaraleik þeim sem settur er á svið kringum verölagningu landbúnaðarafurða. Afstaða Sjálfstæðisflokksins til verðlags landbúnaðarafurða er eftirminnilegt dæmi um pólitísk- an skollaleik. f verðlagsnefnd landbúnaoarafurða vai’ að finna Sjálfstæðismenn bæði í hópi neytendafulltrúa og bændafull- trúa. Neytendafulltrúi Sjálfstæð- isflokksins hélt því fram að verðlag á landbúnaðarafurðum ætti að lækka, bændafulltrúinn að það ætti að hækka — og for- usta Sjálfstæðisflokksins lýsti stuðningi við sjónarmið ,þeggja! Neytendafulltrúi Sjálfstæðis- flokksins sagði sig síðan úr nefndinni til þess að mótmæla atferli Fi amleiðsluráðs landbún- aðarins — og forusta Sjálfstæð- isflokksins var algerlega sam- mála þeirri afstöðu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Fram- leiðsluráði töldu sig hins vegar hafa fullan rétt — og forusta Sjálfstæðisflokksins var einnig sammála þeim! Að lokum spurði ríkisstjórn Alþýðuflokksin's Sjálfstæðisflokkinn að því, hvort hahn vildi styðja hana, ef hún gæfi út þráðabirgðalög um ó- breytt verð á landbúnaðarafurð- um fram yfir kosningar, og Spilakvöld á snnnudagskvöld Spilakvöld. Sósíalistafélags Reykjavíkur verður hald- ið næsta sunnudagskvöld kl. 9 að Aðalstræti 12, Ennfremur mun Gunnar M. Magnúss, rithöfundur lesa upp úr ritum sínum. Sósíalistafélag Reykjavíkur Tilboð óskast í kranabifreið, dráttarbifreið, vörubifreið og sendibifreiðir. Bifreiðar þessar verða til sýnis í Rauðar- arporti við Skúlagötu í dag kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Eyðublöð fyrir tilboð verða afhent á útboðsstað. Sölunefnd varnarliðseigna. Sláturiíðin 1959 Höfum opnað sláturmarkað í húsum vorum að Skúlagötu 20. Da.glega nýtt kjöt í heilum kroppum,. Heil slátur, mör, lifur og svið. Sláturfélag Suðurlaiids Skúlagötu 20. Sjálfstæðisflokkurinn kvaðst fús að styðja hana til þess En þegar bráðabirgðalögin komu iýsti Sjálfstæðisflokkurinn yfíi* því að hann /æri andvígur þeim og myndi tryggja bændum bætur — eftir kosningarnar!! vFram yfir kosningar". Sama hræsnin kemur fram í af- stöðu Alþýðuflokksins. Alþýðu- blaðið lýsti stefnu flokksins mætavel í forustugrein í fyrra- dag er það sagðirv „Tilgangur ríkisstjórnarinn- ar er einmitt sá að koma í veg fyrir nýja verðbólguskriðu með því að hindra allar hækkanir á kaupgjaldi og verðlagi FRAM YFIIt KOSNINGAR41 ; f j ,,, Það er ste'fna Alþýðuflokksihs að fresta öllum aðgerðum fram yfir kosningar, lifa a fölsuðum víxlum og sjálfsviknum loforð- % um. Þegar kosningar eru af- staðnar — og búið- að blekkja eins marga kjósendur og kóstur er — má holskeflan koma. Morgunbiaðið lýsti eihnig vfir því. sl. sunnudag að fullvíst yrði að „gott samkomulag" tækist milli núverandi stjórnarfl'okka um hækkun á verðlagi landbún- aðarafurða og annað eftir kosn- ingar. Um verkefni þau sem biðu eftir að búið væri að ljúka kosning’.mum af sagði blaðið enn- fremur; „Öllum er ljóst, að ráðstaf- anir þær sem enn hafa verið gerðar eru aðeins til bráða- birgða og skapa þarf öruggan grundvöll til að tryggja fram- farir og atvinnu handa öllum landsmiinnum. Þess vegna verð- ur eklci hjá því komizt að taka allt efnahagskerfið til endurskoðunar þegár nýtt AI- þíngi "skipað í sainfæmi við vilja þjóðarinnar tekur til i starfa að afstöðnum kosning- „Að afstöðnum kosningum“ á „að taka allt efnahagskerfið tii endurskoðunar“! En um það má ekki ræða fyrir kosningar, og um það a helzt enginn að fá að vita fyrr en um seinan, í hverju sú endurskoðun á að vera fóigin. ,,Mjög misráðið” —- fýrir kosningar. Framsóknarflokkurinn þræðir nákvæmlega í þetta kjöifar hinna hernámsilokkanna. Fyrir nokkru sendi Alþýðubandalagið þeim flokki bréf að gefnu t’iiefni ög lagði til að flokkarnir tækju upp samninga um, vinstri samvinnu og sameiginlega baráttu fyrir framgangi ýmissa brýnustu hags- munamála almennings. Var sér- staklega bent á brottför hersins, ! kaup _nýri a togara, áætlunarbú- skap, iandhelgismálið, kjaramál- in, félagsmál, tryggingamál og húsnæðismál. Framsóknarflokk- urinn svaraði þvi til að hann teldí „mjóg misráðið“ að taka upp nokkrar viðræður um þessi mál — fynr kosningar! Þarna ber allt að sama brunni. Framsóknarflokkurinn, Alþýðu- floKkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn telja það allir mjög misráð- ið ,að kjósendur viti fyrir kosn- ingar hvað flokkarnir ætla að gera eftir kosningar. Þeir telja sér allir hina mestu nauðsyn að dylja stefnu sína fyrir kosningar og fresta öllum meiriháttar að- gerðum; þeir vilja blekkja kjós- endur og nota síðan það vald sem þeir öðlast þannig til að níðast á kjósendum sínum. e © ininprs1 ismálastof nunarinnar i Á þriSja hundraS ibúSir víÓsvegar um land i smiÓum eftir teikningum stofnunarinnar Blaðamönnum var í gær skýrt frá einum þætti al- mennrar þjónustu Húsnæðismálastofnunar ríkisins sem liarla hljótt hefur verið um til þessa, en það er fræðilegt leiðbeiningarstarf um byggingu íbúðahúsa í kaupstöðum og kauptúnum. Halldór Halldórsson arkitekt framkvæmdastjóri Húsnæðis- málastofnunarinnar, skýrði frá starfsemi þessari á þessa leið: r n ryf * f l r+ rrjýol r t *v|-:4« Fræðilegar leiðbeiningar hefur skort Um 30 ára skeið hafa sveitir landsins notið leiðbeininga frá Teiknistofu lándbúnaðarins, en fram til þessa hefur bygginga- starfsemin í kaupstöðum og kauptúnum víðsvegar um landið verið að mestu án fræðilegrar leiðbeiningar. Menn teikna nús sín sjálíir eða fá til þess hand- verksmenn, sem þrátt fyrir þekk- ingu á eigin fagi eru margir með öllu ófærir um það vanda- sama starf að teikna gott hús. Teikningar af járnbentri stein- steypu eru ekki gerðar, hið sama gildir um hitaiagnir og raflagnir. Afleiðingin er sú, að þessi hús eru að gerð lítið eða ekki frábrugðin þeim húsum, sem byggð voru fyrir 300 árnm, þ. e. úrelt áður en þau eru fullbúin. Auk þess er nýting þessara húsa mun lakari en þeirra sem byggð eru eftir hagkvæmari teikningum. Hér er unt beina sóun að ræða. Allar teikningar liggja fyrir í upphafi Eitt fyrsta verkefni. sem Hús- næðismálastofnunin tók sér fyrir hendur, var að ráða bót á þess- ujp málum. Teiknistofu vár kom- ið á fót, þar sem gerðir eru uppdrættii af smáhúsum, aðal- lega eiabýlis- og tvíbýlishúsum. Þessum uppdráttum fylgja svo sérteikningar af járnbentri stein- steypu, hitalögn og raflögn, sem gerðar eru af verkfræðingum. Auk þcss gerir þessi vinnustofa sérteikningar af ölium skápum, stigum og ýmsu þvú sem nánari leiðsögn þarf um. Þá er einnig byrjað að gera kostnaðaráætlun um efnisþörf bygginganna. Láta mun nærri að ? bygginvu séu nú rúmlega 200 íbúðir víðs- vegar um land, sem smíðaðar eru eftir teikningum frá teikni- stofu Húsnæðismálastofnunarinn- ar. Samkeppni um um, smáhúsateiknmgar Nýlokið er samningsgerð milli Arkitektafélags íslands, Verk- fræðingafélags fslands og Iðn- fræðingafélags; íslarids annars- vegar og Húsn'æðismáiastofnunar ríkisins hinsvegar um þátttöku í gerð svonefndra „tvpu“-teikn- inga ‘að smáhúsum. Boðið verður til samkeppni um gerð húsanna, Þær teikningar sem viðurkenn- ingu hljóta verða gefnar út í prentuðum smáheftum. Sömuieið- is verður gefið út úrvai þeirra teikninga, sem teiknistofa Hús- næðismálastofnunarinnar lætur gera. Hjá stofnuninni verða svo fáanlegar viðkomandi nauðsj’n- legar sérteikningar. Teikningarn- ar1 verða seldar við mjög vægu verði, ca. 2500 kr. og eru þá allar teikningar og sérteikning- ar með taldar. j Skilyrði lánveitinga I í 5. gr. áðurnefnds samnings 1 við arkitekta, verkfræðinga og I iðnfræðinga segir: I „Eftir áramótin 1959—1960 skuldbiadur Húsnæðismálastjórn sig til þess að veita ekki íbúða- I lán öðrum aðilum en þeim. sem I byggja eftir teikningum arki- tekta, verkfræðinga eða iðnfræð- Framhald á 11. síðu. Þvottabalar Járnvöruverzlun les Zimsen h.f. Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.