Þjóðviljinn - 25.09.1959, Page 7
FösLudagnr 25. september 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Sennilega mun talsverðan
hluta þjóðarinnar ráma í það,
að eitt sinn lék töluverður
ljómi um nafn Rifs^-á Snæ-
fellsnesi; þótt langt sé síðan
það var. Fyrr á öldum var
Rif höfn margra þjóða, og
jafnvel talið hafa verið
stærsta sjávarbyggð á Islandi
um tveggja alda skeið. Bretar
fjölmenntu þar mjög í þann
tið, því „stríðið" um íslenzka
þorskinn er ekki að byrja nú.
Fóru þeir þá, sem síðar, fram
með þeim yfirgangi gegn sér
smærri þjóðum, sem verið hef-
ur fylgja þeirra gegnum ald-
irnar. Það var þá sem þeir
idrápu Björn ríka hirðstjóra í
Rifi, — kváðu hafa brytjað
hann í spað dauðan. Séntil-
mennska þeirra varð ekki til
fyrst á vorum dögum.
• Eigi skal
gráta
Én Björn hirðstjóri átti eér
konu, Ólöfu Loftsdóttir á
Skarði, sem ekki féllust hend-
ur yfir spaði bónda síns held-
ur mælti:
Eigi skal gráta Björn bónda,
heldur safna liði.
Byrjaði hún á því að borga
«on sinn úr prísund Breta, en
Hér sjáið þið kort af Heliissandi, Rifi og umhverfi, Ólafsvík, sem nú er orðin ein stærsta
verstöð landsins sést lengst til hægri. Rifsós er þó töluvert breyttur nú frá því sem hann
er á korinu, en Rifið sjálft er óbreytt — Gufuskálar, þar sem verið er að gera nýja stöð
á vegum hernámsliðsins sést vinstra megin á kortinu.
• Hólmkela og
heimsk stjórn-
arvöld.
1 Þjóðviljanum sunnudaginn
13. þ.m. birtist spjall það er
ég skrifaði eftir Skúla Alex-
anderssyni, od/dvita þeirra
Sandara, þar sem hann ræð-
ir fyrst og fremst um Rifs-
höfn og framtíð hennar — og
þar með byggðarinnar. Kynn-
in af framkvæmdunum í Rifi
En samt var enn leitað
hafnar í Rifi þegar í nauðir
rak, og menn gátu ekki
gleymt hvert bjargræði hún
hafði áður verið. Og loks
sneru nesbúar sér til stjórnar-
valdanna með einskonar bæn-
arskrá um að bjarga Rifs-
höfn. Hvernig slíkri málaleit-
an hefur verið tekið má
kannski marka af því að dóm-
ur (!) kvað hafæ gengið í mál-
inu árið 1686. Var málinu
skotið til Alþingis. Alþingi
Rif fyrr og síðar
staða einhver hin blómlegasta,
þar voru 5 grasbýli og 23
þurrabúðir, og margir af íbú-
um mestu mikilmenni; eru til
sannar sagnir um að nokkrir
gátu borið drykkjartunnu á
bakinu úr lendingunni upp
plássið og því um líkt. Við
minnkun sjávaraflans og
breyting á lifnaðarmátanum
er slíkur manndómur horfinn.
Höndlunarstaður var í Rifi
nokkuð fram á 18. öld og var
höfnin, þegar inn í ósinn var
komið einhver hin bezta, bæði
fyrir útlend skip og róðvar-
báta. 1 ósinn runnu þá 2 emá-
ár, sem meðfram höfðu mynd-
að ósinn og haldið honum
við. En fyrir nokkrum árum
hafa ár þessar tekið sér ann-
an farveg og hefur síðan ós-
inn grynnt svo, að varla verð-
, ur lent í honum smábát um
stórstraumsflæði, og má því
heita orðið lendingarleysi í
Rifi . . .“
„ í vétur útvegaði ég
kaðla og viði og fékk 20 menn
til að byrja að ryðja vörina
og hafa þeir unnið að því *
3 daga fyrir ekkert nema lítil-
fjörlega liressingu « frá
mér . . . “
Sumarið eftir var loks haf-
izt handa um að veita ánum í
sinn forna farveg, undir yfir-
stjórn áðurnefnds búfræðings,
Sveins Sveinssonar. En þegar
unnin höfðu verið 54 dagsverk
fór það saman að verkstjórinn
yeiktist og að engir peningar ^
vóru tiíað greiða vinnulaunih
með! Þau voru orðin mikið
fé, eða 300 kr.
Skámmsýni og kurfsháttur
afturhaldssamra bænda hefur
löngum verið kvilli er skotið
hefur upp kollinum á Alþingi
Islendinga'. Stórbændum þótti
löngum gott að fá skreið, og
skammta fólki sínu þorsk- ,
hausa, en þeim var í nöp við
það fólk sem fiskinn veiddi,
því verstöðvarnar voru hættu-
legur keppinautur þeirra
tíma þrælahalds, er vinnu-
mennska var kallað. Þéss
vegna reyndu þeir að halda
viðgangi verstöðva niðri. Al-
þingi það sem engan pening
átti til hafnarbóta í Rifi (svo
bændur ættu greiðan aðgang
að skreið) hafði hinsvegar ráð
á 600 kr. framlagi til bún-
aðarmála á Snæfellsnesi á
fjárlögum 1884—1885. Og
sýslunefndin kvað hafa feng-
ið náðarsamlegast leyfi lands-
höfðingja til að láta borga
af fé þessu ógoMin vinnulaun
við Rifshöfn. Og enn var unn-
ið að er.ilurbótum endurgjalds-
laust — og árangurslítið.
• Skaiðið dular-
fór síðan á konungsfund, og
segir sagan að tiltæki Breta
hafi kostað 5 ára styrjöld
milli Dana og Breta. Mun
ekki milliríkjastyrjöld hafa
hlctizt af eggjan annarra
kvenna islenzkra — ef trúa
má. Árið eftir kvað Ólöf ríka
hafa tekið til fanga áhafnir
þriggja brezkra skipa og
geymt í haldi á Skarði á
Skarðsströnd.
Síðan þetta gerðist eru nú
hartnær 5 aldir, en enn geym-
ast þó áþreifanlegar minjar
þessara daga: Englendinga-
stéttin á Skarði sem Ólöf lét
fanga sína leggja og Björns-
steinn í Rifi, þar sem Björn
varðist — og féll.
• Enn getur orðið
lóstugt í Rifi
Við höfum heldur ekki ver-
ið allt í sómanum, sjálfir, og
•eithvað mun Snæfellsnes
geyma af beinum erlendra
manna er féllu fyrir íslenzk-
um höndum. Þannig kvað t.d.
fransmaður einn livíla inni í
Grundarfirði; hann var í hópi
landa sinna er lögðust á fé
hænda. Hinum tókst að synda
til skips. Til er saga um að
Bretar hafi orðið að ganga á
landd Rifi með brauð í hönd-
um, til sönnunar því að þeir
færu með friði, ella var þeim
ekki hleypt lifandi á land —
svo hvekktir voru Islendingar
orðnir á því þjóðerni. Nú eru
bandarískir stríðsmenn að
hreiðra um sig í hlaðvarpan-
um á Hellissandi — í boði ís-
lenzkra valdamanna! Enn get-
ur orðið róstugt í Rifi.
hafa orðið þess valdandi að
ég hef reynt að kynna mér
þær, og sögu þeirra nánar
en af afspurn einni. En hverf-
um fyrst aftur til fortíðar-
innar.
Eftir að Snæfellingar höfðu
— sumpart af illri nauðsyn
en þó aðallega fyrir áeggjan
Dana — hrakið Breta og
Brimara af höndum sér, tók
loks við einokun idanskra
kaupmanaa (með tilheyrandi
deilum þeirra á milli hver
þeirra hefði rétt til að einoka
Rif!).
Ofan af fjöllunum, skammt
frá Rifi, fellur á ein er Hólm-
kela nefnist. Þetta lítur út
fyrir að vera meinleysisgrey,
með fallegum fossi. Sem aðr-
ar ár flytur hún • fram tölu-
vert af möl og sandi. Á ein-
okunartímanum mun hún
fyrst hafa tekið upp á því
að breyta farvegi sínum —
og byrja á því að fylla Rifs-
höfn upp. Á einokunartíman-
um gættu Danir þess að Is-
lendingar væru sjálfir ekki
mikils megandi, og skal hér
ekki fjöiyrt um hve duglegir
danskir menn voru við að
mergsjúga íslenzku þjóðina.
Byggðinni á Rifi hrakaði, því
ekkert var gert til að varð-
veita höfnina — Danir gættu
þess ekki fyrir gróðahyggju
að Rifshöfn var frumskilyrði
þess að geta grætt á Snæfell-
ingum! Síðast kvað kaupmað-
urinn hafa farið af fyrir-
mönnum — þegar hann taldi
ekki unnt að inergsjúga Rifs-
ara lengur. Bátarnir fúnuðu
og fólkið flýði. Sjóbúðir og
önnur hús voru seld.
lagði það í hendur landfóget-
ans, — dansks manns er lét
sig það engu varða.
• Á öldinnl
sem leið
En þrátt fyrir þetta var
alltaf gert út frá Rifi. Þegar
út leit fyrir að allt væri að
fara í kaldakol í Rifi á öld-
inni sem leið skrifaði hrepps-
nefnd Neshrepps sýslunefnd-
inni erinídi, þar sem segir m.a.
svo:
,,Á næstliðinni öíd og nokk-
uð fram á þessa var Rifsveiði-
• ,,Búfræðingar
bæta láð . . .
Tveim árum síðar mun
sýslunefndin hafa mannað sig
upp í að skora á amtsráðið
að útvega 300—400 kr. úr
landsjóði til lencdingabóta í
Rifi. Amtsráðið taldi sig víst
enga heimild hafa til slíks
fjárausturs, .en sendi þó bú-
fræðing(!) til að gera kostn-
aðaráætlun. Tveim árum síðar
eða 21. apríl 1884, skrifar
bóndinn á Ingjaldshóli sýslu-
nefndinni og lýsir þar erfið-
leikum í Rifi og segir m.a.:
ínlla
Þar kom svo loks árið 1890
að sýslunefndin mannaði sig
upp í að veita 800 kr. til að
breyta farvegi ánna. Og nú
var fenginn maður sem fram-
kvæmdi verkið: Torfi í Ólafs-
dal. Hann fór þangað með
sveina sína, breytti farvegin-
um og hlóð stiflu. Hólmkelda
rann aftur í sinn forna far-
veg. Allt virtist nú í lagi. En
— nóttina eftir að Torfi var
farinn heim fór Hólmkela enn.
í þann farveg er henni hafði
verið úr veitt. Skarð var kom-
Framhald á 11. siðu.
„Eigi skid gráta MjjUrn
„Eigi skal gráta Björn bónda“ — mynd Jóns Engilberts á sögusýningunni 1944
t