Þjóðviljinn - 25.09.1959, Side 10
H) — ÞJÖÐlVILJINN — Föstudagur 25. september 1959
Ef ég hef gieymt einhverjum ...
Framhald af 6 síðu
Gligoric séu orðnir of gaml-
ir, að Petrosjan tefli of var-
lega í unnum stöðum, ' að
Benkö kunni ekki að með-
höndla klukkuna, að Tal sé
of ungur, að Fischer hafi
kvef, og ef — bætir hann
við brosandi, um leið og hann
lítur á Friðrik, — ef ég hef
gleymt einhverjum, þá er
hann líka lé!egur.“
Við Ikveðjum Keres og fáum
okkur morgungöngu á póst-
húsið með bréf gærkvöldsinsr
Afgreiðslustúlkan segir, að
það verði að opna bréfið, ef
það á að sendast í ábyrgð.
Við skrifum utaná nýtt um-
slag. Sinn er siður í landi
hverju. Þetta er ekki verra
en að láta ritskoða bréf sín
að sér forspurðum. Við höld-
um heimleiðis. Hérlend kona
hrópar á okkur á götunni og
talar/ móðurmálið, en ekki
þýzku eins og svo margir
hér. Hún vill fá enn eitt nafn
á kortið sitt. Þegar við segj-
um henni á rússneSku, að
þetta sé aðeins fréttamaður,
sem hún er að tala við, þá
svarar hún, að það skipti engu
máli.
Efst á kortinu stendur
3krifað: S. Gligoric, og vita-
skuld eru það keppendur sjálf-
ir, sem mest eru umsetnir
til áritana. Konan talar heil
ósköp, og kemur í ljós, að
hún er frá Belgrad, eða Beo-
grad, eins og hér er sagt.
Það er furða hvað fólk getur
skilið hvað annað, þótt ann-
að hvort orð missi marks.
Fólk hér er yfirleitt mjög
vingjarnlegt við útlendinga,
eins og raunar í öllum Aust-
ur-Evrópulöndunum. Við
kveðjum konuna og höldum
heimleiðis. Vatnið er freist-
andi til sunds og róðra, en
skyldan kallar.
,5. umferð. 14. september.
Petrosjan—Tal, */2—r/2
iBenlkö—Keres, 0—1
Gligoric—Smisloff, 1—0
Friðrik—Fischer, biðskák.
Tal teflir Tarrachvörn geg:i
Petrosjan og tekst 'honum á
skemmtilegan hátt að jafna
taflið. Eftir aðeins 12 leiki
sjá keppendur, að frekari bar-
átta er tilgangslaus og semja
jafntefli.
Benkö leikiih ehska leiknúni'
gegn Keresi, Helzt löngum lík
staða í skákinni, en Beníkö
er óspar á umhugsunartíma
sinn. Loks á hann aðeins
mínútu eftir fyrir 10 leiki.
Keres reynir þá að sjálfsögðu
að flækja taflið. Benkö ratar
enn á réttu leikina, en sek-
úndurnar líða ein af annarri.
Þegar svo örin fellur, er
Benkö leikur 39. leik, kemur
það engum á óvart nema
honum sjálfum. Benkö á erf-
itt með að sætta sig við tap
1 svipaðri stöðu. Heldur 'hann
því fram, að klukkan sé ekki
góð, og örin hafi fallið þrem
til fimm sekúndum of
snemma. Síðar eru mótmæli
hans tekin til umræðu í dóm-
nefnd, þar sem sæti eiga, auk
skákstjóra, þeir Ragosin,
Friðrik, Gligoric og Nedelkov-
ic. En allt kemur fyrir ekki,
Ðenkö verður að sætta sig
við fyrsta tap sitt í mótinu.
Gegn Gligoric velur Smisloff
slavnes'ka vörn, en hann er
einmitt talinn manna fróðast-
ur í þeirri byrjun. Svo fer
og, að honum tekst að fá
gott tafl út úr byrjuninni,
einkum vegna sterkrar stöðu
riddara á miðju foorðinu. I
miðtaflinu nær Smisloff síðan
hættulegri peðasókn á drottn-
ingarvæng, en Gligoric er ekki
aðgerðalaus. Tekst honum á
lúmskan hátt að fylkja mönn-
um sínum til kóngssóknar.
Báðir keppendur eru nú að
komast í timaþröng. Smisloff
verður að veikja stöðu peða
sinna kóngsmeginn og gefa
eitt til þess að afstýra fyrsta
áhlaupinu. Staða hans mun þó
enn vera betri, en mjög er
erfitt að finna rétta vöm á
svo skömmum tima. Brátt fat-
as iSmisloff. Eitt af peðum
óvinarins kemur hlaupandi frá
fimmtu til sjöundu reitalínu
og drepur riddara í leiðinni.
Smisloff á nú líf óvinadrottn-
ingariranar í hendi sér, en
kýs þó þann 'kostinn að leggja
niður vopn, að öðrum kosti
mundi jný drottning hryðja
borð hans. Allt ætlar um koll
að 'keyra 'hjá áhorfendum, er
hylla landa sinn, sem hafði
farið svo illa af stað í mót-
inu, en tókst nú að leggja
frægasta andstæðinginn að
velli.
Friðrik undirbýr kóngssókn
gegn Sikileyjarvörn andstæð-
ingsins. Án verulegrar um-
hugsunar fórnar Fischer
skiptamun í 15. leik, til þess
að ræna miðborðspeði, minnka
athafnarsvið biskups andstæð-
ingsins og veikja peðastöðu
'hans. Fljótt á litið virðist
fórnin réttlætanleg, enn fleinn
sá, sem Friðriki tdkst að reka
í kóngsstöðu andstæðingsins
litlu síðar, foendir til þess að
fórnin hafi verið vanhugsuð.
Verkefni Friðriks er þó engan
veginn létt. Aðeins með frá-
foærri taflmennsku tekst hon-
um að skapa hótanir, sem
smám saman þyngir lóð hans
á vog sigursins. Loks þegar
Fischer sér hvert stefnir, knýr
hann fram drottningakaup
og byggir sína veiku von um
björgun á endataflinu.
Framhald í næsta folaði.
Leiðbeiningastarf
Framhald af 3. síðu.
inga, enda hafi bygging eigi haf-
izt fyrir þann tíma. Þó skal einn-
ig heimilt að veita lán þeim,
sem hyggja eftir teikningum
þeirra aðila annarra, sem nú
þegar hafa hlotið viðurkenningu
viðkomandi byggingarnefnda,
enda verði þeir einnig samþykkt-
ir af húsnæðismálastjóra sam-
kvæmt tillögum tækninefndar“.
Allt betta, sagði Halldór Hall-
dórsson að lokum, miðar að því
að í framtíðinni verði betur
vandað til undirbúnings að hús-
byggingum en verið hefur.
Mohair—kjólar
MARKADURIHN
Hafnarstræti 5.
Valdimar Björnsson
flyur fyrirlestur um
Vestur-íslendinga
Valdimar Björnsson, fjármálaráðherra
flytur fyrirlestur á vegum íslenzk-ameríska
félagsins í Veitingahúsinu Lídó, næst kom-
andi sunnudag — 27. september kl. 3 e.h.
Húsið verður opnað kl. 2.30.
Fyrirlestur Valdimars mun fjalla um Vest-
ur íslendinga, viðhorf þeirra og samband
við Islandj
Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og
öllum heimill meðan húsrúm leyfir.
íslanzk-ameríska félagið.
t Tilkynning
til rafmagnsnotenda á orkuveitusvæði
B Rafveitu Hafnarfjarðar.
" ' Um næstu mánaðamét verður breytt til um
W fyrirkomulag innheimtu rafmagnsreikninga
\ þannig að álestur og innheimta hjá hverjum
^ notanda fari fram 6 sinnu á ári. í stað 12
W . ^
m smnum nu.
Þannig verður um næstu mánaðamót að-
eins lesið á og innheimt í suðurhluta bæj-
arins, utanbæjar sunnan og austan hans.
Um mánaðamótin okt/nóvember verður að-
eins lesið á mæla og innheimt í vesturhluta
bæjarins og utan bæjar vestan og norðan
hans.
Síðan verður álestur og innheimta annan
hvern mánuð hjá hverjum notanda.
Hjá stórum iðnfyrirtækjum og stofnunum
verður þó óbreytt fyrirkomulag, frá því sem
TBt '
nu er,
Þeir sem þess óska, geta þó greitt mánaða-
lega upp í reikning á skrifstofu rafveitunnar
Hafnarfirði, 21. september 1959.
Rafveita Hafnarfjarðar.
Auglýsing um sveinspróf
Sveinspróf fara fram í þeim iðngreinum
sem löggiltar eru, í október/nóvember 1959-,
. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að senda
formanni viðkomandi prófnefndar umsóknir
um próftökii nemenda sinna, ásamt venju-
legum göanum og prófgjaldi, kr. 600.00,
fyrir 6. október n.k.
Reykjavík, 22. september 1959.
Iðnfræðsluráð.
Heilsuhæli N1.F.I.
Vantar 3 starfsstúlkur, — Upplýsingar í skrif-
stofunni. — Sími 32' ’ — Hy'éra^érði,1 •'l J1'1
í
" K)l/G
ÞILPLÖTUR
Harðar þilplötur (masonine gerð) 3,5 mm. 4x9 fet.
JÓN LOFTSSON H.F. 1
Hringbraut 121 — Sími 10600. '
v ‘W
Umsjónarmannsstarf j
Njarðvíkingar - ]
Starf umsjónarmanns við foarnaskóla Ytri Njarðvík-
ur er lapst til umsóknar.
Umsóknir skulu foafa borizt fyrir 30. sept. n.lc,
á slkrifstofu Njarðvíkurhrepps Þórustíg 3, Ytri Njarð-.
vik. — Upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri,
Sveitarstjórinn í Njarðvíkurhreppi, .. 'U
JÓN ASGEIRSSON. * J