Þjóðviljinn - 01.11.1959, Side 3

Þjóðviljinn - 01.11.1959, Side 3
Sunnudagur 1. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (3 VetmrdogskráHíklsútirarpsIiis Veti'ardagskrá útvarpsins hefst um þessa helgi. Af nýjuin þáttum í vetur er vert: að vekja athyglí á éihum sérstakiéga éi'hefnist Vettvangur raunvísinda. Tvo aðra þætti má nefna: málfundi ungs fólks í utvarpinu og ís- lenzku handritin, uppruna þeirra og meðferð í aldanna rás. Kjamorka í þágu vísimla ogr tækni Sunnudagserindi útvarpsins. sem flutt eru að aflíðandi há- degi. hafa notið mikilla vinsælda, enda oítast í'jallað um mikils- verð málefni. Nú hleypur af stokkunum nýr erindaflokkur á þessum stað. Hann fjallar um kjarnorku í þágu tækni og vís- inda, verður átta erindi og' mun endast til jóla. Heiti erindanna gefur góða hugmynd um umtals- efnið: 1. Undirstöðuatriði kjarn- fræða, 2. Geislahætta og geisla- vernd, 3. Notkun geislavirkra efna í læknisfræði, 4. Nýjar orkulindir, 5. Geislavirk efni og iðnaður, 6. Geislavirk efni og gróður jarðar, 7. Geislavirk efni og tímata), 8. Eðlisfræðistofnun Háskóla íslands. Þorbjörn Sig- urgeirsson prófessor hefur skipu- , . . ■ () i' | • / ■ • :. lagt þennan erindaflokk, og eru fyrirlesarar 'jafnmargir erindun- um. íslendingasagnanna: Gísla saga Súrssonar. Smásaga vikunnar verður á fimmtudögum. Fyrsta smásagan verður ..Hernaðarsag'a blinda mannsins" eítir Halldór Stefáns- son. Ráðgert er að gera gangskör að því, að kynna þjóðskáldin okkar. Verður slík kynning t. d. einu sinni í mánuði, og i vetur tekin fyrir höfuðskáld þau, er fædd voru á 18. öld: Eggert Ól- a'fsson, Jón Þorláksson, Bjarni Thorarensen, Sveinbjörn Egils- son, Bólu-Hjálmar og Sigurður Breiðfjörð. „Vogun vinnur — vogun tap- ar" verður áíram undir stjórn SVeins.'iÁsgeirsSpnar, en. nú verð- ur tekimi■'ú’pp lausaviáhaþáttur. staðsettur á kvöldvökunni annað veifið. Flytjandi hans verður Sigurður Jónsson frá Haukagili, mikill vísnasal’nari. Annar Ijóðalestur verður öðru hverju eftir atvikum, og tekinn Framhald á 4, siðu. Sunnudagssýiimg á. Músagildninni Leikfélag Kópavog's sýnir ,,Músagildruna“ eftir Agötu Christie í kvöld kl. 9,15. Leik- húsg'estum skal bent á, að þetta verður sennilega eina sunnu- dagssýningin á þessum vinsæla sakamálaleik. Aðgöngumiða er hægt að panta í síma og verða þeir geymdir bar til sýning hefst. íslendiatgur veiðir risahákarl við Indlándsstrendur Lengst til vinstri: Edda Jónsdóttir sýnir Anglomac-kásm t'rá Ilaraldarbúð. I miðið: Ester Garðarsdóttir í kjól með jakka frá Haraldarbúð. Til liæ.gri: Edda Jónsdóttir sýnir skíðapeysú frá Heklu. Tízkusýning hakíin í LÍDÓ Næstkomandi fö^tudag, 6. Sýning þessi, sem haldin er á nóvember, verður efnt til ný- vegum fjölda fyrirtækja hér í stárlegrar tízkusýningar í Lídó. bæ og víðar, sýnir ekki ein- ungis það nýjasta í kvenklæðn- aði heldur og í unglingafötum, pilta og stúlkna, svo og barna- fötum. Fyrirtæki þau, sem að sýningunni standa eru: Ríma, Laugavegi 116, Hekla, SÍS, Gefjun, Iðunn, Heildverzlun Annar fastur erindatimi verð- ur á fimmtudögum kl. 20.30, og auk þess hér og hvar eftir at- vikum. Erindin um daginn og' veginn verða áfram á mánudög- um en byrja ekki fyrr en kl. 21,40. Leikrit Leikritin verða að vanda á laugardagskvöldum, og hefur leiklistarstjóri útvarpsins, Þor- steinn Ö. Stephensen, gert drög að ieikskrá fyrir veturinn. Eru þar í nokkur veigamikil verk1 eftir öndvegishöfunda, önnur eru stíluð meira til skemmtunar ein- göngu, en reynt er að hafa sem mesta fjölbreytni að því er tek- ur til efnis og höfunda. Tvö framhaldsleikrit eru ákveð- in í vétur: Umhverfis jörðina á 80 dögum, saga Jules Vernes í leikritsformi, en hitt leikritið er innlent og nýtt af nólinni. Ný útvarpssaga er að hefjast og mun hún endast til jóla. Höf- undur hennar er Stefán Júlíus- son. Nefnist hún Sólarhringur, og samkvæmt upplýsingum út- varpsins fjallar hún um mikið vandamál nútímans. Höfundur flytur. Fornrit.— þjóðskáld Lestur fornrita verður fastur upphafsliður kvöldvökunnar á föstudagskvöldum: Óskar Hall- dórsson kand. mag. les. Fyrsta sagan verður ein mesta hetjusaga Söngfélag verka- lýðssamtakanna að hef ja vetrar- starf - Söngfélag verkalýðssamtak- anna hélt nýlega aðalfund sinn. yetrarstarf kórsins er að hefj- ast og eru æfingar á mánu- dögum og fimmtudögum. ííæsta æfing verður annað kvöld, mánudagskvöld kl_ 8.30 í Edduhúsinu. Þjóðviljinn mun segja nán- ar síðar frá kórnum_ Þær frú Elin Ingvarsdóítir og ungfrú Rúna Brynjólfsdóttir veita sýningunni forstoðu. Sjö klukkustunda bardagi við fimm smálesta skepnu Þetta er saga um íslenzkan sjómann og indverka fé- laga hans, sem áttu í viðureign við risahákarl á Arabíu- hafi fyrir skömmu. Viðureignin stóð í 7 klukkustundir. Þegar fiskurinn var veginn og mældur, reyndist hann ö smálestir á þyngd og 10 metra langur. Það var íslenzki fiskiskip- stjórinn Guðjón S. Illugason, sem stjórnaði þessari sögulegu viðureign við stórfiskinn og sem minnir einna helzt á sögu Hemmingway’s um Gamla manninn og hafið. Guðjón dvelur nú í bænum Mangalore á Indlandshafi, þar sem hann kennir indverskum fiskimönn- um nýtízku veiðiaðferðir á veg- um Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). — Það var einn sól- ríkan morgun fyrir ekki löngu að Guðjón Illugason lagði í róður með 13 lærisveina og tvo aðstoðarmenn á tveimur bát- um. 1 þau fimm ár, sem Guðjón hefur dvalið í Mangalore hef- ur hann lagt í marga slika róðra og gerði hann ekki ráð fyrir, að þessi yrði efni í sögu til næsta bæjar frekar en þeir fyrri. En þegar Guðjón Uluga- son og félagar lians voru komnir 8 mílur norður fyrir Framhald á 11. síðu. Frú Líney Jóhannesdóttir skírir skipið. Hjá henni standa þeir Helgi Bergsson, formaður félags- stjórnar, og eigandi skipasmíða- stöðvarinnar Max Kremer. LAXÁ - hið nýja skip Hafskipa ex væntanlegt til landsins um næstu áramót Þann 20. október sl. hljóp hiö nýja vöruflutningaskip hiutafélagsins Hafskip af stokkunum. Skipiö er 750 smá- lestir að stærð, knúið Deutz dieselvél. Lestarmál skips- ins er áætlað 53 þús. rúmfet. Skipið var skírt 19. september að viðstöddum 30 manns, og hlaut þá nafnið Laxá. Heima- höfn skipsins verður Vestmanna- eyjar. Frú Liney Jóhannesdóttir gaf skipinu nafn. Upphaflega var gert ráð fyrir, að skipið hlypi aí stokkunum samtímis skírn þess, en vegna óvenjulegrar þurrkatíðar varð að fresta sjósetningu. Þrátt fyrir þetta mun afhend- neinu nemi, og verður það af- hent eigendum um rniðjan des- ember. Er gert ráð f.vrir, að skipið verði komið til íslands um ára- mót. Skipstjóri á skipinu verður Steinar Kristjánsson, haínsögu- maður; vélstjóri Þórir Konráðs- son og fyrsti stýrimaður Páll Ragnarsson, sjómælingamaður. Framkvæmdastjóri hlutafélags- ingu skipsins ekki seinka svo ins Hafskip er Sigurður Njálsson. Rolf Johansen, verzlunin „H.iá Báru“, Haraldarbúð, Klæða- verzlun Andrésar, Gala, Pétur Pétursson, Heildverzl. J. O. Möller, H. A. Tulinius, Skipa- smíðastöð Njarðvikur og ísborg. Sýningardömur verða 8 alls. Meðal þeirrai ungfrú ísland og ungfrú Reykjavík, og Rúna Brynjólfsdóttir. Auk stúlknanna sýna 6 piltar karlmannafatnað ýmsan. Eins og að ofan getur hefst sýningin kl. 8.30 n.k. föstudags- kvöld, en húsið er opnað klukk- an sjö fyrir þá, sem vilja mat- ast fyrir sýninguna, en milli sýningaratriða verður fjöldi skemmtiatriða. Af skemmti- kröftum má nefna Karl Guð- mundsson (eftirhermur), Jón Sigurbjörnsson (einsöngur), Steinunn Bjarnadóttir (gaman- vísur) og stuttir leikþættir und- ir stjórn Eiríks Eiríkssonar. Siv nýbreytni verður tekin upp að sungnar verða auglýs- ingavísur undir vinsælum lög- um, og einnig verða valdar vin- sælasta frú og ungfrú kvölds- ins, og þeim færðar gjafir. Kynnir verður frú Elín Ing- varsdóttir, sem oft áður heíur tekið þátt í og sýnt á tízku- sýningum. Það er nú orðið æði langt síð- an tízkusýning var síðast hald- in í Reykjavík, en slíkar sýn- ingar voru mjög vinsælar hér á sínum tíma, einkum meðal kvenþjóðarinnar. Ekki ber að efa, að þessi sýning verði vel sótt. Þar sem við bætast ýms skemmtiatriði með landsþekkt- um og vinsælum skemmtikröft- um, auk dansins, sem verður að sýningunni lokinni, gestum i.ð kostnaðarlausu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.