Þjóðviljinn - 01.11.1959, Síða 11
Sunnudagur 1. aióvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN (H
VICKI BAUM:
5>rn ER MITT
-7 /
Það varð hljótt í símanum og Bob heyrði suð í ritvél-
um, firðriturum, ritsímum og talsímabjöllum. Svo heyrð-
ist rödd Jenkins,' kynlega þreytuleg og fjarlæg.
— Þetta er glæsileg fréttamennska, Bob, en ég slæ þig
þó út. Hér á blaðinu bíður þúsund dollara stórfrétt. Fyrir
tíu mínútum hrökk sá gamli upp af standinum.
Ef Bradlejr dómari hefði verið kvikmyndaleikari, hefði
hann einmitt verið sú manngerð sem valin var í hlutverk
dómara. Hann var með þunnt og liðað hár, fallegt enni
og allar hrukkur og drættir í andliti hans báru keim af
eins konar föðurlegri alúð og úr augunum bakvið gleraug-
un skein hlýleg gamansemi.
Fáið yður sæti, ungfrú Poker, sagði hann, allvingjarn-
lega, þegar Bess var leidd inn til hans. Nú þurfum við
að tala saman í bróðerni.
Bess var dauðþrejdt af öllum bróðernissamtölunum sem
hún hafði átt síðan daginn áður: við Fowler, fangelsis-
hj úkrunarkonuna, við Dale Corbett. Og nú átti hún að
eiga eitt samtalið enn við þennan elskulega fulltrúa banda-
rískrar réttvísi. Allir virtust óðfúsir í að hjálpa henni
og svo kærði hún sig ekkert um að láta hjálpa sér. Hið
eina sem hún þráði var að fá að vera ein, liggja á fleti
sínu og halda áfram hinum þöglu, eilífu samræðum við
Marylynn. Hún hafði flutt mál sitt fyrir rétti,.þar sem
hún var sjálf bæði ákærandi og ákærð, saksóknari og
verjandi, dómari og kviðdómur. Og hún viðurkenndi sig
seka á margan hátt, saklausasta þegar hún hleypti af
byssunni, sekasta þegar hún ýtti Marylynn áfram til
vaxandi frama og bældi niður eðlilegar og einfaldar þrár
stúlkunnar vegna eigin metnaðar og framgirni.
— Já, herra dómari, sagði hún bljúg og settist með
hendur í skauti.
— Ungfrú Poker, sagði dómarinn. Ég er hér með skjal,
undirritað af frú Mary Crenshaw, konunni sem þér á-
kærðuð sjálfa yður fyrir að hafa skotið í þeim tilgangi
að stytta henni aldur. Við víkjum síðar að raunveru-
legum tilgangi yðar. Fyrst les ég fyrir yður yfirlýsingu
frú Crenshaws:
„Um klukkan hálfeitt að nóttu hinn 21. júní 1946, til-
kynnti ég umboðsmanni mínum, ungfrú Elísabetu Poker,
að ég hefði gengið í hjónaband án hennar vitundar og
það væri bjargföst ákvörðun mín að draga mig í hlé frá
leikhúsum, kvikmyndum og útvarpi. í umræðunum sem
fylgdu og fóru fram í gamni að nokkru leyti, tók ung-
frú Poker úr skrifborði mínu Lugerbyssuna sem ég
nota sem bréfapressu, og hótaði í spaugi að fremja sjálfs-
morð ef ég hætti að syngja opinberlega. Þetta var að
sjálfsögðu aðeins í spaugi, þar sem ungfrú Poker vissi ekki
og gat ekki vitað, að skammbyssan hafði verið lagfærð
og hlaðin. Þegar ég reyndi að rífa af henni vopnið, hljóp
skotið af fyrir slysni og ég varð fyrir því. Ég ásaka sjálfa
mig fyrir að hafa ekki sagt ungfrú Poker að byssan var
hlaðin, engu síður en ég ásaka hana fyrir kæruleysislegan
leik hennar að vopninu sem olli sári mínu.
Ég hef engar ákærur fram ‘að færa á hendur ungfrú
Poker og álít hana saklausa og án allrar ábyrgðar á
þessu sorglega slysi.
Undirritað: Mary Crenshaw.
Dómarinn horfði á Bess gegnum gleraugun, beið andar-
tak meðan hún var að átta sig á því sem hann hafði
lesið og spurði síðan:
— Hvað segið þér um þetta, ungfrú Poker?
Bess var náföl og heyrði sjálfa sig svara:
.-— Ekki neitt, herra dómari.
Hún gat ekki trúað dómaranum fyrir neinu af þeim
hugsunum, sem nú flykktust að henni. Þær komu eng-
um við nema henni og Marylynn. Þarna var Marylynn
gjafmild og umburðarlynd gegn henni sjálfri, sem var
aðeins eigingjörn og þröngsýn. |Og Marylynn sagði:
„Pokey, ég er ekki eins vitlaus og þú hélzt. Ég veit að
Reimslismælingar
Framhald af 12. síðu.
raunaskyni rennslismælingar
með geislavirkum efnum, og til
samanburðar voru notaðar
straumhraðamælingar. Tilraun-
in fór fram við Seljalandsá
undir Eyjafjöllum. Um 1000
m fyrir ofan Seljalandsfoss var
geislavirku joði — 131 hellt í
ána, og um 50 m neðan vegar-
ins voru teknar prufur á flösk-
ur Til þess að vita hér um
bil ihvenær geislavirka efnið
færi framhjá hafði áður verið
fundinn tíminn, sem litarefni
var að berast sömu leið. Mjög
kröftugu litarefni (kalíum
permanganati) var fyrst bland-
að í ána, og gaf það henni
sterkan rauðan lit, svo að jafn-
vel fossinn tók einnig litbreyt-
ingum.
Geislavifku vatnsprufurnar
voru mældar í Eðlisfræðistofn-
un Háskólans Báðar mæliað-
ferðimar þ.e. straumhraðamæl-
ingin, sem framkvæmd var af
Vatnamælingadeild Raforku-
málastjómarinnar og geislunar-
mælingin gáfu sömu niðurstöð-
ur. Mun Vatnamælingadeildin
væntanlega taka upp þessa
nýju aðferð við rennslismæling-
ar að vetrarlagi.
Eins og áður er sagt, má
nota geislavirk efni til mælinga
á rennsli í pípum. I ágúst sl.
var einnig framkvæmd ein slík
tilraun til reynslu Blandað var
örlitlu pf joði — 131 í 28
.tomm.ii leiðslu frá Gvendar-
•br””,",'ivn og geislunin mæld
nokk’"’ neðar og fékkst þannig
rennslið.
Tjl ;skýrin"fi skal þess- getið,
að geislamagníð, sem sett var í
vatnið, V” v lítið, að það
var ajg’"’"’"'"'’ é<o,-T.ðlegt. og
getur auv ' " *'■ e'-’-t safnazt
fyrir, því pð boð ovðist um
helming á hverjum átia dögum.
SKÁKSM
íslendinsmr veiðir risahákarl
Framhald af 3. síðu
Mangalore, dró allt í einu til
óvæntra stórtíðinda.
íi'æra í fcaíoigga hákarlsins
„Allt í einu eáum v.ð á bak-
ugga á gríðarstórum hákarli“,
segir Guðjón í skýrslu sinni,
„og þar sem enginn félaganna
’nafði séð clíka skepnu fyrr
sigldum við í áttina að stór-
fiskinum“.
Einasta verkfærið um borð,
sem hægt var að nota sem í-
færu, var járnkrókur einn,
tæplega einn metri á lengd og
agnhaidslaus. Manilla-kaðall,
tveggja tommu, var festur við
krókinn, og Guðjón ákvað að
leggja til a'tlögu við risa-fisk-
inn.
„Við sigUum með hákarlin-
um um hríð, og ég beið eftir
tækifæri til að færa krókinn í i
bakuggan. Tækifærið bauðst, l
þegar hákarlinn reyndi að
synda undir bátinn. Þá tókst
mér að færa krókinn í miðjan
uggann“, segir Guðjón. Þetta
gerðist klukkan eitt e.h.
Dró tvo báta með finun
mílna liraða j
„Og nú“, heldur Guðjón
áfram, „byrjaðii ballið. Stál- ^
bátarnir okkar, annar 10 m.
langur og hinn heldur lengri,
voru bundnir caman, vélarnar
voru stöðvaðar, en hákarlinn j
dró báða bátana með sér með
5 sjómílna hraða á klukku-
stund“.
Næst er því lýst í frásögn
Guðjóns hvernig stórfiskurinn
barðist um og hamaðist, velti
sér og skvetti og sagt frá því.
að eftir 20 mínútna hamagang
sleit hákarlinn manilla-streng-1
inn. Hann synti burt með krók-
inn í bakugganum og 15 faðma
af streng
„Okkur þótti þetta vitanlega
súrt í broti“,- segir Guðjón.
„En skömmu síðar kom skepn-
an aftur upp á yfirborðið, og
mér tókst þá að koma nælon- j
línu gegnum augað á króknum.
En er hákarlinn fann til fjötr-
anna á ný greip hann æði, og
hann, öslaði með miklum
bægslagangi og stefndi til hafs,
með bátinn minn í eftirdragi!
„Það var ekki fyrr en um
hálffimmleytið að það fór að
draga af stórfiskinum, hann
hægði á ferðinni, og við gát-
um stytt iínuna úr 20 föðm-
um í 3 faðma, og nam þá
sporður fisksins við stefni
bátsins. Nú tókst mér að skera
skoru í ugga og vefja þar 8
nælonlínur, Við reýndum síðan
að draga úr sundhæfni há-
karlsins með því að draga
sporðinn upo með bátshliðinni.
En við komumst brátt að því
að fiskurinn var ekki eins
þreyttur og við höfðum gert
ráð fyrir. Við höfum ekki fyrr
fest böndin en risinn tók að
lemja frá sér í allar áttir og
stakk sér síðan í djúpið. Hann
reyndi að draga bátinn með
sér, en til allrar hamingju fyr-
ir okkur hitti liann botn áður
en sjórinn náði að renna inn
í bátinn að framan“.
Þegar hákarlinn kom upp
aftur, tókst að koma 16 nælon-
línum á hann og vír úr vind-
um bátsins um soorðinn, og
þá fyrst tókst bátverjum að
stjórna ferðinni og halda í átt-
ina til lands. Viðureignin hafði
þá staðið í 7 klukkustundir,
Magnalore stendur við fljót,
og voru aðstæður slæmar um
kvöldið að lenda. Var því það
ráð tekið að setja fjóra menn
á vörð yfir nóttina við hákarl-
inn. Klukkan 5 næsta morgun
var haldið uppeftir ánni með
stórfiskinn í eftirdragi. „Mér
var sagt,“ se<nr Guðjón Illuga-
son í lok skýrslu sinnar, ,,að
af 143.000 íbúum Mangalore
hafi að minnsta kosti 105.000
komið niður í fjöru til að s.já
bennan risaf’sk djúpanna. Var
betta stærsti f'skur, sem menn
þar um slóðir höfðu heyrt get-
ið nm "
(F”á upplýsingaskrifstofu
SÞ).
Framhald af 6. síðu
13. Bxf6 Khxf6
14. Rb3 De7
15. Dd2 Kh7
16. De3
(Tal er nú reiðubúinn að
leika c5, en Fischer er hins-
vegar á eftir með mótspil sitt
á kóngsarmi — f5. o.s.frv. 16.
— b6 mundi veikja peðastöðu
Fischers á drottningararmi en
auk þess alls ekki hindra C5).
16. Rg8
17. c5 í5
18. exf5 gxf5
19. f4!
(Tal tekur strax alla spennu
úr peðamiðborði svarts. 19.
— e4 hefði nú skuggahliðar
í för með sér, þar sem það
gæfi hvítum reitinn d4 og þar
á ofan möguleika til að grafa
undan e4 með g2—g4 síðar).
19. exf4
20. Dxf4 dxc5
(Hvað nú? Er Tal að tapa
peði bótalaust ?).
21. Bd3!
(Svarið er, að Tal er farinn
að sinna háleitara málefni en
peðagæzlu. Hann er þegar
tekinn að vinna að því að
uppfylla sameiginlegan óska-
draum allra skákmanna, að
máta andstæðing sinn).
21. cxb4
(21. — Re5 stra-ndaði að
sjálfsögðu á 22. Ha—el)
22. Ha-el Df6
I |i| *
'W: k w
ib m w w
■áBáfi
y///Aý. *
i a m
mmm 11
m. ■■■■" wm &
á
v/yo 'ífsSQV/
tssv
23. He6!
(Sjaldséðar eru þær skákir
eftir Tal, þar sem hann fórn-
ar ekki einhverju iiði. Hér
hefur hann fórnað tveimur
peðum og fórnar nú heilum
manni til viðbótar til að
knýja Þam vinning sem
skjótast),
23 Dxc3
(Fischer ' varla um annað að
velja en þiggja fórnina).
24. Bxf5t Hxf5
Og hér var hann neyddur til
rð gaignfórna, þar sem 24. —
Kg7 strandar á 25. Hg6f
Kk°' 26. Hxhöf! og hvítur
vinmir).
25. Dxf5t Kh8
20. Hf3 Db2
27. He8
(Nú eru margar hótanir á
lofti svo sem Hg3 og Hxc8.
Fisoher á enga fullnægjandi
vörn lengur).
27. Rf6
28* Dxf6 Dxf6
29. Hxf6
(Fischer gat nú gefist upp
með góðri samvizku, þar serii
hann á bæði skiptamun undir
og auk þess eru hrókur hans
og biskup dæmdir í ævilangt
fangelsi).
29. Kg7
30. Hf-f8 Re7
31. Ra5 li5
32. h4 Hb8
33. Rc4 b5
34. Ke5
(Þar með liefur óskadraumur
Tals rætzt. Hann hefur riðið
mátnet um andstæðing sinn.
Fischer gafst upp).