Þjóðviljinn - 05.11.1959, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 05.11.1959, Qupperneq 1
 Fimmtudagur 5. nóvember 1959 — 24. árg. — 242. tölublað. Veröur olíumálið notað til þess að trygg ja samvinnu hernámsf lokkanna? MorgunblaSiS fálátf um hneykslismáliS Það hefur vaki'ð mikla athygli hversu lítiö Morgun blaöiö hefur skrifað um mál olíufélaga Framsóknar- liokksins. Blaöið birti skýrslu rannsóknardómaranna án skýringa og athugasemda og hefur síöan aðeins tvívegis vikið aö þessu stórfellda hneykslismáli 1 forustugreinum; það er allt og sumt. Á^.tæðan fyrir þessu fálæti Morgunblaðsins er ekki aðeins ótti ráðamanna Sjálfstæðis- flokksins við það að olíu- hneykslið verði til þess að af- hjúpa allt spillingarkerfi her- mangaranna á Keflavikurflug- velli, Ástæðan er einnig sú að v'aldamenn íhaldsins vilja geta hagnýtt þetta mál ef til samn- inga kenriur við Framsóknar- flokkinn um stjórnarmyndun. Þeir vilja bæði geta hótað Framisóknarmönnum öllu illu ef þeir verði erfiðir í samn- ingum og lofað þeim mildi ef þeir verði hlýðnir. Óttast veika stjórn. Ástæðan til þeirra hugleið- inga er sú að ýmsir aðilar í Sjálfstæðisflokknum og Al- þýðuflokknum telja að sam- stjórn þessara 2ja flokka yrði mjög veik og máttlítil tii að framkvæma þær stórfe’ldu að- gerðir í efnahagsmálum sem auðmenn Sjálfstæðisflokksins stefna nú að. Þess vegna hef- ur það mjög borð á góma í viðræðum þeim sem Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson hafa þegar hafið við Emil Jónsson og Guðmund í. Guð- mundsson, hvort ekki væri rétt að endurre’sa samstjórn her- námsflokkanna. Steína bandaríska sendiráðsins. Einn áhrifaríkur aðili hvetur mjög til þess að slík samvinna verði tekinn upp að nýju: bandaríska sendiráð'ð. Sendi- ráðið hefur miklar áhyggjur af því liversu mjög hernámsstefn- an hefur sett ofan að undan- förnu og te'ur að bezta ráðið til að tryggja hagsmuni Banda- ríkjanna sé að njörva hernáms- flokkana saman á nýjan leik. Innan Framsóknarflokksins vinna áhrTfaríkir aðilar einnig mjög að því að endurreisa slíka stjórn; má þar nefna Ey- stein Jónsson, Vilhjálm Þór, og aðra ráðamenn S.Í.S. og her- mangarafélaganna. Situr við sama í stálverkfallinu Tilraunum tíl að leysa stál- verkfallið í Bandaríkjunum með samningum var i gær hætt um óákveðinn tíma. Verkfallið, sem hálf milljón manna tekur þátt í, hefur nú staðið í 115 daga. Ilæstiréttur Bandarikjanna mun bráðlega kveða upp úr- skurð um áfrýjuu félags stál- iðnaðarmanna á dómsúrskurði um að Eisenliower forseta sé heimilt að banna verkfallið í 89 daga. Æskulýðsfylkinguna vantar nokkra sjálí- boðaliða eftir hádegi í dag. Hver heirn- sókniii rek- ur aðra I gærkvöld var 5. og síðasta sýning USA-ballettflokksins í Þjóðleikhúsinu, en heim sókn hans og sýningar hér má tvímælalaust telja til merkari listviðburða liér á landi. Eftir fáa daga á Þjóðleik- húsið von á öðrum góðum gestum í heimsókn, en það eru listamenn Peking óperunnar kínversku. Koma þeir upp úr miðjuin mánuðinum og halda fjórar sýningar í Þjóðleikhús- inu. Á mýndinni sjást aðal- leikkonur kínverska óperu- flokksiins. Frá virptri: Shen Hsiao-mei, nemandi hins frá- bæra listamanns Peking-óper- unnar, Ieikarans Mei Lan- fang, sem leikur oft ungar stúlkur frá fyrri öldum; Chou Yun-hsia, sem kunn er fyrir Ieik sinn í svonefndum „wu- tan-hlutverkum“, hiutverkum lierskárra kvenna; Liu Chin- hsin, sem á að baki nær 20 ára starf við Peking óperuna; og Liu Hsiu jung, sem getiö hefur sér frægðar í ýms'um hlutverkum. HB. Frcmskt hérskip tók þýzkt skip á rúmsfé Franskt herskip tók í gær vesturþýzkt flutningaskip úti á rúmsjó og færöi þaö til franskrar hafnar. Herskipið kom að skipinu Bilbao frá Hamborg úti á Erm- arsundi og skipaði því að fylgja eér til hafnar í Cher- bourg í Frakklandi. Heimboðið er enn í gildi Forsætisráðherrar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar ræddu í gær heimboð sitt til Krústjoffs, forsætisráðherra Sovétríkjanna. Eftir fundinn sagði Erlander, for- sætisráðherra Svía, að heimboð- ið væri enn í gildi, en til margs yrði að taka tillit við að ákveða stundina. Talið er óiiklegt í Stokkhólmi, að af heimsókninni verði fyrr en eftir þingkosningarnar í Svíþjóð að hausti. Loftorusta yfir Sínaískaga Herstjórn Sambandslýðveldis araba tilkynnti í gær að flug- vélar hennar hefðu skotið niður israelska flugvél sem flogið hefði inní lofthelgi lýðveldisins. Her- stjórn ísraels segir aftur á móti, að fjórar flugvélar frá Sam- b'andslýðveldinu hafi flogið inn- yfir ísrael og verið hraktar á flótta. Franska flotastjórnin sagði, að þetta hefði verið gert vegna þess að veður hefði ekki leyft að farmur Bilbao væri kannað- ur á sjó úti. Segjast Frakkar ætla að ganga úr skugga um að skipið flytji ekkj vopn eða aðrar vörur, sem æt’aðar séu uppreienarmönnum í Alsír. Frönsk herskip hafa nokkr- um sinnum áður tekið skip á alþjóðlegum siglingaleiðum á Miðjarðarhafi og lagt hald á meira eða minna af farmi þeirra. Ríkisstjórnir landanna sem skipin eru frá hafa jafn- an mótmælt þessum aðförum harðlega. 2500 tunnur síldar veiddust í fyrradag, ekki minna í gær Mikil síldvciði var i Vest- mannaeyjahöfn í gær, eins og í fyrradag, en þá munu hafa veiðzt um 2500 tunnur. Veiðin var treg framan af degi i gær, en batnaði er á leið og var orðin mjög góð undir kvöld. Var búizt við að aflinn yrði þá ekki minni en í fyrradag. Almenn fjársöfnun handa Vilhjálmi bónda á Ketlu Forstjóri kunns fyrirtækis hér í bænum hringdi til Þjóðviljans í ,gær og skýrði frá því að á skriístofu hans hefðu þá um morguninn farið fram almenn sam- skot til styrktar bóndanum á Kctlu, Vilhjálmi Þór. Hefði þegar safnazt upphæð sem myndi duga til að bjarga nokkrum kinduin á Ketlu frá horfelli. Hvatti for- stjórinn til þess að liafin yrðu almenn samskot í land- inu j þessu skyni, og vill Þjóðviljinn fyrir sitt leyti mjög taka undir þá hugmynd, jafnt af dýraverndunar- sem mannúðar-ástæðum. Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum blaðsins, er síldin sem veiðist í Vestmannaeyjahöfn mjög misjöfn, kræða blönduð stærri síld, og fer að langmestu leyti i bræðslu. Búnaður Fiski- mjölsverksmiðjunnar í Eyjum hefur reynzt svo lélegur til feitfiskvinnslu, að lýsi næst mjög illa við vinnsluna, enda þótt svo sé kallað, að vinnslutæki séu til þessa. Hefur orðið að flytja síldina frá Ve^tmannaeyjum til bræðslu annarsstaðar. Árásarí^ringi liandteklmfii Bandarísk yfirvöld í Miami' handtóku í gær Diaz Lanz majór, fyrrverandi yfirmann flughersins á Kúbu, sem dvalið hefur í Bandaríkjun- um í se>5 mánuði. Kúbustjóm' hefur krafizt þess að Lanz verði framseldur til að svara til saka fyrir árás flugvéla á Havana. Flugvélar sem1 komu frá Bandaríkjunum vörpuðu! niður flugritum gegn Kúpu- stjórn og sprengjum sem urðvf tveim mönnum að bana. Bandarísk yfirvöld munu nú! taka framsalsbeiðnina til at- hugunar. Maifundur Sósíalistafé- lags Reykjavíkur í kvöld Aðalfundur Sósíalistafélags Reykjavíkur Verður lialdinn í kviild, fimmtudag, í Tjarnargötu 20 og hefst klukkan 8.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Félagar eru hvattir til að fjölmcnna á fundini! Él Og mæta stumlvíslega, i i mw>I.i igJrhUu íé

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.