Þjóðviljinn - 05.11.1959, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 05.11.1959, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 5. nóvember 1959 Háskóli í 550 ár Fréttabréf frá Freysteyni Þorbergss 7 Framhald af 7. síðu. í suðurhluta borgarinnar. í anatómíu-stófnundhni- ec iað finna stærsta smásjársal álf- unnar, og í húsi, sem er í smíðum yfir lífeðlisfræðistofn- unina, rekumst við á stærsta fyrirlestrasal háskólans, sem rúmar 632 í sæti. Efnafræðing- ar hafa líka fengið nýja stór- byggingu, enda veitir ekki af sérfræðingum á því sviði til að gera hið mikla efnafræði- prógram að veruleika, en drög að því voru lögð sl. ár. Eðlis- fræðingar starfa hér lík& í nýj- um húsakynnum, og nú eru þeir að færa út kvíarnar með sérstakri stofnun til kjarnorku- rannsókna. Það hefur flýtt mjög fyrir öllum þessum ný- smiðum. að þúsundir sjálfboða- liða, stúdentar og verkamenn, hafa lagt fram ókeypis vinnu við uppbyggingu háskólans (35 600 vinnustundir árið sem leið). Þannig hefur háskólinn verið byggður upp og vaxið verulega frá því sem var fyrir stríð. Nú eru starfandi hér 10 deildir með samtals 103 sérstofnunum. Tala stúdenta mun vera um 13000 þetta árið, eða um það bil þre- falt hærri en siðustu árin fyr- ir stríð. *'T1___________________________. ★_________________________ Sósíalískur háskóli ★_________________________ Karl Marx háskólinn er sósí- alísk menntastofnun^ eða á góðri leið með að verða það. Til að menn haldi ekki, að hér sé á ferðinni innantómt slag- orð, skal hér bent á helztu rök- in fyrir þessari nafngift. Allur þorri stúdenta (yfir 90%) hlýt- ur námsstyrki öll háskólaárin, misjafnlega háa eftir efnahag foreldra svo og námsárangri. Vinna stúdenta er þannig laun- uð sem hvert annað starf unn- ið í þjóðfélagsins þágu, og ber stúdentum að nýta tíma sinn í samræmi við það og rækja nám sitt samvizkusamlega. Missa þeir þar með af hinu rómaða akademiska frelsi, sem gefur sumum starfsbræðrum þeirra í háskólum vestantjalds ‘kost á að dunda við það í 10 ár, sem hægt er að ljúka á 5. Eilífðarstúdentinn er þar með fallinn fyrir borð. Leitast er við að brúa það djúp, sem áður fyrr skildi all- an þorra menntamanna frá við- íangsefnum og lífi hins óbreytta manns. Það hefur að sjálfsögðu íétt undir á þessu, sviði, að yf- ír helmingur stúdenta kemur nú úr alþýðustétt, en þó kem- ur einnig annað til. Það er nú orðið inntökuskilyrði í há- skóla, að stúdentinn hafi þegar unnið sem svarar einu ári við framleiðslustörf. Á námsárun- um er svo jarðsambandinu haldið við, með því að stúd- entar vinna vissan tíma á ári að hagnýtum viðfangsefnum í verksmiðjum, landbúnaði eða öðrum fyrirtækjum í samræmi við sérmenntun sína. Stúdentar í tæknigreinum fara þannig í samsvarandi verksmiðjur, bú- fræðistúdentar á samyrkjubú, læknanemar f iðjuver eða sveitaþorp, þar sem þeir kanna sjúkdóma og dauðsföll og koma með tillögur til úrbóta, blaða- menn í prentsmiðjur o.s.frv. Sama gildir og fyrir þá, sem ætla að verða kennarar. Á þennan hátt er námið’þegár í upphafi tengt lífinu fyrir utan til að stúdentinn kynnist jafn- óðum þeim! viðfangsefnum, sem hann síðar meir verður að glíma við og því fólki, sem hann á eftir að starfa með að námi loknu. Þetta síðasta at- riði þykir kannski ekki mikl- um tíðindum sæta heima á Is- landi, þar sem meirihluti stúd- enta vinnur fyrir sér við fram- leiðslustörf yfir sumartímann, en ef borið er saman við iðn- aðarríki V-Evrópu sézt að hér er eitthvað nýtt' á ferðinni. Rétt er að minnast hér á eitt atriði, sem oft er vikið að í afturhaldsmálgögnum vestan- tjalds, sem sé það, að börnum úr borgarastétt sé lokuð braut- in til framhaldsnáms í háskól- um hér eystra. Hér er sannleik- anum snúið við. Fyrir stríð voru 98% stúdenta við há- skólanám í Leipzig börn borg- ara og landeigenda, í dag að- eins um 40%. Tala stúdenta hefur hins vegar nær þrefaldazt frá þeim tíma, en íbúatalan lít- ið breytzt. f dag stunda því hlutfallslega fleiri borgarabörn hér háskólanám en á þeim „góðu gömlu tímum“, og má það vera huggun fyrir þá, sem haldið hafa að þau væru sett út á gaddinn. ★_____________________ Engin offram- leiðsla ★_____________________ Hér er ekki offramleiðsla á stúdentum fremur en kolum, og aldrei heyrist talað um of- mikla skólagöngu, heldur þvert á móti. Hinn sósíalíski áætlun- arbúskapur með síaukinni iðn- væðingu í borg og í sveit hef- ur ótæmandi þörf fyrir sér- menntaða menn og konur á öllum sviðum, og 'jafnframt verður þekkingargráða alls al- mennings að hækka, ekki sízt með tilliti til þeirrar sjálfvirkni í framleiðsluferlinum; sem á næstu áratugum mun gera erf- iðismönnum kleift að kasta mæðinni og leysa handaflið af hólmi í æ ríkari mæli. Því er það, að háskólinn í Leipzig er ekki lengur einangruð stofnun, sem mennta skal þæga þ’jóna til að styðja við valdatæki fá- mennrar yfirstéttar, heldur lif- andi, ómissandi þáttur í sam- virku þjóðfélagi í markvissri sókn þess til betri lifskjara og menningar. ★________________________ Hátíðahöld ★________________________ Þau hátíðahöld, sem haldin verða í tilefni háskólaafmælis- ins dagana 8.—14. þessa mán- aðar, verða með nokkuð öðru sniði en áður fyrr, laus við lafafrakka og latínuþulur. Há- skólinn býður öllum íbúum bæjarins til mikillar útisam- komu í stærsta skemmtigarði borgarinnar. Háskólakennarar og stúdentar halda fjölda fyrir- lestra um vísindaleg efni fyrir almenning víðs vegar í borg- inni, kórar og listamenn úr hópi stúdenta koma fram í leikhúsum og á torgum, erlend- ir stúdentar, sem eru margir hér við nám, kynna heimkynni sín með samfelldri dagskrá, og svo verða hátíðarhljómleik- ar og konsertar með ekki minni númerum en David Oistrach. Síðast en ekki sízt verða haldn- ar margar ráðstefnur og þing vísindamanna með þátttöku víðs vegar að úr veröldinni. Ofan á allt þetta bætist svo þjóðhátíðardagurinn 7. október en þá verður austurþyzka al- þýðulýðveldið 10 ára. Leipzig 1. okt 1959 Hjörleifur Guttormsson. Trúlofunarhringir, Stein- hringir, Hálsmen, 14 og 18 kt. gull. Framhald af 2. síðu. snýr við, skokkar í kring um borð sitt og Smisloff ’sem situr þungbrýnn yfir skákinni, sezt aft- ur á stól sinn, hvessir augun á stöðuna, rýkur upp, skokkar í kringum borðið, horfir á stöðuna frá öllum hliðum, og skálmar burt. Það er ekki að ástæðulausu að júgóslavnesku blöðin nefna hann „íkornann!“ Þegar hann nokkru síðar á leið að borði sínu, tekur Smisloff í hendina á honum, og handlangari kemur jafntefliskortinu upp á mitt sýningarborðið. Salurinn dunar af lófataki og pískri. Ekki sést á Smisloff. að hann hafi hér fyrir hándvömm misst af vinn- ingi, en sessunauturinn, sem við höfum rabbað við um skákina, er klökkur. Kvennahjörtu eru stundum mýkri en önnur . . . Gegn kóngsindverja Fischers leikur Keres uppáhaldsleik sínum 3. Bf4. Snemma fórnar Fischer peði, sem Keres hefði mátt láta vera. Hinn ungi Ameríkani tefl- ir gagnsóknina vel, slakar þó einu sinni á klónni, og Keres nær að treysta varnir sínar. Loks blasir jafnteflishöfnin við sjónum, en skyndilega siglir Ker- es á blindsker einfaldrar yfir- sjónar, og skipið sekkur með manni og mús. Gligoric nær yfirhöndinni með svörtu gegn Benkö, en þrátt fyr- ir mikla tímaþröng tekst flótta- manninum að bjarga sér út í jafnt endatafl. Slík J,tilviljun“ er vissulega góð tilbreyting fyrir blaðamenn, en áhorfendum mun hafa þótt hún ótímabær, þar sem Gligoric var annars vegar. Petrosjan teflir nokkuð rólega gegn Nimzo-indverja Friðriks, og býður svo jafntefli, þegar hinn síðarnefndi er að fá gott tafl. íslendinginn langar þó til að leika dálítið lengur, og brátt fær hann hagstætt endatafl. Áður en skákin fer í bið, vinnur Friðrik svo peð, en Rússinn hefur þó all góðar jafnteflishorfur. Þegar skákin er tekin upp að nýju í annarri byggingu við að- altorg borgarinnar, Lýðveldis- torgið, á Petrosjan aðra erfiða biðskák sem bíður, og tafl- mennska hans einkennist af ó- venjulegri óþolinmæði eða þreytu. Friðrik leikur hins vegar af mikilli list. Öðrum skákum er lokið. Áhorfendasalurinn er 'full- ur, og á torginu fyrir utan safn- ast þúsundir manna, sem horfa á lokin. Upp er komin einföld en skemmtileg staða, hróksendatafl með tvö íslenzk peð, gegn einu rússnesku. Petrosjan leikur peðs- leik, sem auðsjáanlega mun gera út um baráttuna á einhvern hátt. Friðrik á kost á fráskák með kóngnum, en athugar vel allar aðstæður áður en hann svarar. Þá sjáum við fallega leið, sem virðist leiða til vinnings — að elta hrók andstæðingsins með kóngnum, unz hann er hrakinn af fjórðu línunni og hægt er að fráskáka á hagstæðan hátt, leika síðan fram g-peðinu, eiga sjálf- ur tvö samstæð frípeð og vinna hið veika peð andstæðingsins. Við bendum Darga á leiðina. Hann getur ekki hrakið hana, og við bíðum í ofvæni eftir næsta leik Friðriks. Sífellt fjölgar fólk- inu á torginu, sem horfir á leik- inn á stóru sýningarborði á svöl- um hússins. Talið er að fimm þúsundir hafi safnazt þar þetta kvöld, og sporvagnastjórarnir þurfa brátt á hjálp lögreglúnn- ar að halda til að ryðja Sér braut. Friðrik leikur, og að þessu sinni höfum við spáð rétt — ó- vinahrókurinn er hrakinn á flótta, síðan g-peðið fram. í örvæntingu leikur Petrosjan sínu eina peði áfram. „En Friðrik sækir það bara með kóngnum, það er einfaldast", segjum við. „Auðvitað“, svarar Darga, og við förum að stíla skeytið. Á- nægiulegt að senda svona skeyti! Brátt gefst Petrosjan upp. Hann lítur ekki út fyrir að hafa tapað skák. Hann lítur út eins og hann hafi misst af efsta sæti í mótinu. Ógurlegur hávaði verður á torginu, þegar fréttirnar berast þangað. Við flvtum okkur út með skeytið. Niðri á torginu standa sporvagn- arnir kyrrir innan um mann- fiöldann, sem starir upp á sval- irnar. Við lítum éinnig upp. Nýtt fagnaðaróp kveður við. Friðrik er dreginn út á svalirnar. Ein- hver lyftir upp hendi hans líkt og bann hafi unnið heimsmeist- aratign í hnefaleikum! Við flýt- um okkur á pósthúsið. Þegar Friðrik kemur út, er hann hrifinn af mannfjöldanum og borinn á höndum hans, unz honum tekst að sparka frá sér og ná aftur jörðinni. Manngrúinn kemur einnig auga á Fischer, sem ekki hafði þurft að tefla biðskákina með fjórum drottn- ingum á móti Petrosjan, vegna þess hve skák Friðriks var löng. Fólkið er líka í skapi til að hampa undrabarninu, en Bobbý tekst að forða sér inn í hús. Grasrannsóknir Framhald af 3. síðu bera á það farg, strax og hlé verður á áfyllinigu. Þegar leið á síðari hluta á- fyllingar í turna þessa tókst að hafa upp á plastbornu efni, sem hægt var að sauma úr vatnsþétta poka Tilgangurinn með þessu var sá, að prófa vatnsfarg f turnunum. Þetta var gert á 2 turnum. Slíkur útbúnaður við fergjun virðist geta komið að mjög góðu liði, og verða vinsælt sakir léttleika í meðförum. Fergjað er með því að dæla vatni upp í poka, sem liggur ofan á grasinu I turninum, studdur til hliðar af vímetshólki hans. Þannig má fergja frá byrjun gras- fýllinigar, svo að aldrei mynd- ist of ihár hiti í grasinu, en það er eitt aðalskilyrði fyrir góðri votheysverkun. Einnig kemur ekki að sök. þótt hætta þurfi votheysgerð um stund, meðan vatnsfargið hvílir á grasinu. EM-kvik- myndin sýnd Sýning kvikmyndarinnar frá Evrópumeistaramótinu, sem fresta varð á dögunum, fer fram í Nýja Bíói laugardaginn 7. nóv. kl. 2 e. h. Væntanlega sleppa íþróttaunn- endur ekki þessu tækifæri til að sjá allra beztu íþróttamenn álf- unnar S einhverri hörðustu keppni, sem sögur fara af. Verzlunarstjóri Við viljum ráða verzlunarstjóra við vefnaðarvöru- og ibyggingavörudeild vora, nú þegar eða 1. janúar. Nánari upplýsingar um starfið gefur kaupfélags- stjórinn, Kaupfélag Suðurnesja, Keflavík. Uppboð sem auglýst var ’í 82., 83. og 86. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1959 á rishæð hússins nr. 71 við Njálsgötu, hér í bænum, eign dánarbús Jóhönnu Einarsdóttur, fer fram eftir ákvörðun skiptaréttar Reykjavfkur, á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 10. nóvember 1959, kl. 2,30 síðdegis. íbúðin er til sýnis laugardaginn 7. nóvember 1959, kl. 2—4 síðdegis. Borgarfógetínn í Beykjavík,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.