Þjóðviljinn - 05.11.1959, Síða 11

Þjóðviljinn - 05.11.1959, Síða 11
Fimmtudagur 5. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11 VICKI BAUM: WTT ER MITT til hennar og deplaði augunum eins og þau ættu sam- an lítið leyndarmál. Innan skamms bráðnaði ungfrú Brindle og hún bæði brosti og deplaði augunum á móti. Þetta gerði kvenfólkið alltaf. Jæja, þá fáið þér tíu mín- útur í viðbót, hvíslaði hún, en gætið þess að hún verði alveg róleg. — Því megið þér treysta, sagði Crenshaw, og svo lok- uðust dyrnar og hin skilningsgóða ungfrú Brindle sett- ist fram í biðstofuna. Þegar hún var horfin varð kyrrð- in enn dýpri. Lee fann hvernig fingurnir á Marylynn hreyfðust til undan hönd hans og hann reyndi að gera þunga hönd sína léttari. Nú verðurðu að vera róleg ást- in mín, sagði hann. — Ég varð bara að finna að þú værir þarna. — Hvar ætti ég annars að vera? — Það eru ekki nema nokkrir klukkutímar síðan ég gat alls ekki fundið þig. Það var 1 morgun og það var hræðilegt. — Það er ekki annað en ímyndun þín. Ég var með þér meðan á allri svæfingunni stóð. Hjúkrunarkonan seg- ir að þú hafir ljóstrað upp öllum leyndarmálum okkar meðan þú varst meðvitundarlaus. Þetta þótti Marylynn skemmtilegt. Hún opnaði augun og brosti til hans. Hún hélt sjálf að hún beitti hinni ljóm- andi glettni, sem hún var fræg fyrir, en hann sá að- eins skuggann af daufu brosi á litlu, þjáðu andliti henn- ar. Hún lokaði augunum og seig niður í lyfjarökkrið, þar sem fagrar kynjaverur svifu um óraunverulegt lands- lag. Móð eins og heppinn perlukafari kom hún upp eft- ir nokkrar mínútur og afhenti Lee fjársjóðinn, sem hún hafði fundið í þessum undirdjúpum. — Þú ert maðurinn minn, sagði hún við hann. Við erum gift. — Það geturðu reitt þig á, en þú mátt ekki tala svona mikið, sagði hann, áhyggjufullur yfir geðshræringu hennar. — Ég skal ekki tala. Þú átt að tala. Segðu mér eitthvað. Lee Crenshaw var enginn málskrafsmaður og nú fannst honum sem hann vantaði alveg hæfileikann til að koma orðum að hugsunum sínum. — Hefurðu nokkurn tíma haldið á nýfæddum kjúkl- ingi í lófanum? spurði hann. Þannig er hönd þín, dún- mjúk. Þú veizt kannski að litlir kjúklingar hnipra sig saman eins og þeir væru hræddir, en í rauninni eru þeir ekki hræddir, því að þeim þykir gott að láta taka sig upp, þegar þeir eru farnir að þekkja mann. Þessi litla líking endaði í vandræðalegri þögn, þegar Lee varð ljóst að hann gat með engu móti lýst þeim tilfinn- ingum sem hrærðust með honum, þegar fingur Marylynns hreyfðust veikburða og órólegir í lófa hans. En hún skildi hann samt. — Þú ert með dásamlegar hendur, hvíslaði hún með sæluhreim í röddinni. Þær eru svo stórar. Ég get gert þær enn stærri — eins stórar og hús. Ég get hniprað mig -saman í hönd þinni og lokað dyrunum, svo að enginn kemst inn. Varstu aldrei í sníglaleik, þegar þú varst lít- ill? Það var ég. Þegar ég var lítil, kærði ég mig ekkert um að vera telpa. Mig langaði mest til að vera lítill snígill og eiga mitt eigið hús til að skríða inn í, svo að enginn gæti fundið mig. Fullorðna fólkið varð að draga mig með valdi undan borðinu eða sófanum, þar sem ég var í sniglaleiik. — Þú þarft bara að láta þér batna hið bráðasta, og svo skulum við kaupa fallegan, stóran sófa, sem við getum verið í sniglaleik undir eins og krakkar. En nú máttu ekki tala meira, litla vinkona, sagði Lee Crenshaw og velti fyrir sér, hvar hann ætti að koma þeim sófa fyrir í litlu þriggja herbergja íbúðinni, sem honum hafði "tekizt að klófesta. Þrjú herbergi ofaná bílskúr höfðu þau, þangað til þau gátu byggt sér eigið hús. En hann efáðist ekkí andartak um, áð Marylynn gæfi þreytt þeirri vistarveru í sánnkallaða paradís og hann hafði ekkert Framhald af 5. síðu. sínu, lokaði hann sig inni uppi kíló af dynamiti og eitt brauð. Hreppsstjórinn í Ulvik var að hugsa um að reyna að brjótast inn til hans, en hætti svo við það. Síðast þegar fréttist sat Lisebrekke enn í þakherbergi sínu. samvizkubit yfir þeirri tilveru sem hann hafði að bjóða cftÍf fÍniHl henni og var svo gerólík því lífi sem hún var vön. Hann j þekkti Marylynn. Hann vissi hvers hún óskaði sér, og JJJQJlllðl það voru hvorki sviðljós, auglýsingaskrum, minkapelsar j eða dýrir steinar. Það var allt annað sem hún þráði, og 1 hann var sannfærður um að hann gæti veitt henni það. |á háai0fti. Þangað hafði hann Marylynn lokaði augunum ánægð og hlýðin. Henni með sér skammbyssu, riffil, tvö leið svo vel. — Þú átt að segja mér meira, sagði hún. En Lee hafði ekki meira að segja. Meira en hundrað sinnum hafði hann sagt henni ævintýrið um framtíð þeirra, um eldhúsið þeirra, um börnin sem þau myndu eignast, um lyfjafræðinámið sem hann ætlaði að halda áfram til þess að geta með tíð og t'ma tekið við fyrir- tæki föðurins. Ilmurinn af kaffi og fleski og eplaskífum sem Marylynn myndi baka á sunnudagsmorgnum var hluti af þessari lofgjörð. Friðsælu kvöldin, bíllinn með afborgun, ruggusófinn á svölunum, heiður himinn, sem millistéttar Bandaríkjamanninn dreymir um og hann notar í auglýsingaherferðum sínum. — Ekkert útvarp, tautaði Marylynn syfjulega. — Hvað segirðu, vina mín? — Ég held ég kæri mig ekkert um útvarn. Ég er orðin dauðþreytt á öllu þess háttar, tautaði Marylynn, sem hafði fyrrum verið stjarna í auglýsingadagskrám út- varpsins. — Alveg eins og þú vilt, ástin mín, sagði Crenshaw blíðlega, þótt hann léti sig reyndar dreyma um dálítið verkstæði bak við bílskúrinn, þar sem hann gæti dútlað við útvarpstæki. Marylynn lá þögul nokkra stund, unz hún hafði fundið nýja gjöf handa eiginmanni sínum. — Ég hef ekki sofið hjá neinum nema þér, tilkynnti hún. Crenshaw roðnaði. — Ég hef aldrei spurt þig um það og ég kæri mig ekki um að vita það, vina mín. Það sem þú hefur aðhafzt áður en þú kynntist mér, kemur mér ekki við. Það var þitt eigið líf og þú varst sjálfráð gerða þinna. Þetta er mín skoðun. Hann átti ekki auðvelt með að gefa þetta svar; en þó virtist Marylynn ekki ánægð með það." — Ég átti ekki við það, félagi. Það væri fráleitt ef ég segði þér að ég hefði lifað eins og planta sem gerði ekki annað en bíða þín. ÞacJ væri ekki satt og það veiztu vel. En ég á við það — að ég hef aldrei sofið hjá neinum öðrum karlmanni. Ekki einu sinni hjá Luke, þótt við værum gift. Mér fannst við ekki vera gift í raun og veru, og það var kannski þess vegna sem ég vildi alltaf hafa dálítið útaf fyrir mig. Skuggi af götustráksbrosi hennar leið um andlit hennar. — Ég hafði alltaf Emily hjá mér sem velsæmisvörð. Luke var meinilla við hana, veslings ljótu brúðuna. Hann sagði að hún bældi niður ástríður hans, og það var ein- mitt þess vegna sem ég hafði hana hjá mér. Skilurðu hvað ég á við, Lee? Ég á við það að þetta er miklu dásamlegra, nánara og innilegra en ástarævintýri, sagði hún og reyndi án árangurs að útskýra allar þær tilfinn- ingar sem hún hafði vakið hjá karlmönnum. Mér er al- vara. Sofa saman. Tala rólega saman í myrkrinu, sofa og finna að þú ert hjá mér allan tímann, fast við hlið - mér meðan ég sef. Vakna kannski um miðja nótt og sjá þig liggja þarna, anda hægt og rólega, vakna aðeins á undan þér á morgnana, horfa á þig sofa og segja svo: „Góðan daginn, vinur“ um leið og þú opnar augun. Það er það sem ég á við. — Ég skil þig vel, sagði Lee Crenshaw og lýsti um leið einni af stórkostlegustu uppgötvunum hjónabands þeirra. Ég get alltaf heyrt hvort þú ert sofandi eða ekki, því að það er mismunandi hljóð í augnhárum þínum þeg- ar þau strjúkast við koddann. Þau eru eins og litlir pensl- ar. Og stundum talarðu upp úr svefninum. — Geri ég það? Hvað segi ég, félagi?1 — Ekkert sem hægt er að endurtaka op’inberlega, svar- aði hann og hló ánægjulega. — Þarna sérðu. Það var einmitt þetta sem ég átti við. Það er eitthvað sem ég hef lagt til hliðar á hillu og geymt handa þér einum. Nú er ég búin að segja þér heilmikið og röðin er komin að þér. — Það er dálítið sem ég þarf að segja þér, félagi — ég er svo hreykinn af þér. Hvernig þú hjálpaðir þessari Poker — enginn annar í heiminum hefði getað gert það. . ... íápatió yður hlaUp á milli margra ■■verKlanó.!' í** WMJDOL ííl W - Austursbíseti' Erlend tíðindi Framhald af 6. síðu bótum og unnt er, og láta loðin loforð nægja. Afleiðing* arnar eru sífelldir, blóðugir bardagar. Verkalýðsflokkarnr ir skora hinsvegar á sjórn-1 ina að ganga djarft til verka, koma til móts við sjálfstæðis-1 kröfur Kongómanna með ský- lausri slculdbingingu um. sjálfstæði innan ákveðins tíma. M.T.Ó. Æskulýðssíða Framhald af 4. síðu. „. . heitir Vilborg Harðar- dóttir, einhver gallharðasti og staurblindasti kommúnisti Æskulýðsfylkingarinnar, einn, þeirra fáu, sem skriplaði aldrei fótur á Moskvulínunni, þegr.r bylting Ungverja var bæld niður af sovézkum víg- vélaherdeildum. Maður henn- ar, Árni Björnsson, gamall starfsmaður alþjóðasamtaka kommúnista, tróð henni inn á listann, en Árni þessi seil- ist nú til áhrifa innan Sósíal- istafiokksins ásamt svila sín- um, Franz Adolf Gíslasyni, formanni Félags róttækra stúdenta og ritstjóra æsku- lýðssíðu Þjóðviljans. Minna aðfarir þeirra svila mjög á atferli bræðranna Valdimars- sona innan Sósíalistaflokks- ins, og er ekki vandséð, hvor þeirra svila leikur hlutverk litla bróður. Vilborg er skóluð í Prag. << .,. . . F'-'nni ætti því ací vp’Þ-' "uðvelt að gegna hús- bónd""f5ðunni í sambúð við framsóknarmaddömuna Jón Jakobsson, sem er formanns- efni bræðingsmanna. Áhrif kommúnista á samstarfsmenn sína má m.a. marka af því, að er vinstri menn skyldií ve'ia fulltrúa á þing CoSec í, Perú nú í febrúar, stungn þeir upp á Vilborgu! Varð það að teljast furðulegt fram- boð og csvífni við CoSec a5 ætla að senda konu, sem starfað hefur hjá höfuðand- stæðingi þeirra, I.U.S. Semt betur fór langaði kratann ! stúdentaráði líka til að fara og varð Bolli ofan á í hlut- kesti . . “ Annað í snepli þessum skiptist, svo sem þetta, jafnt milli rógs og ályga, en eyður eru fylltar upp með sjálfum- glöðu skrumi. Enginn efast um, að ef Vaka sæi fram á, að rqeð því gæti hún framlengt valda- tjma sinn í Stúdentaráði, myndi hana ekki klígja við að éta ofan í sig ofangreind ummæli, freinur en gífuryrðí: •|)au, er birtust í plaggi því, Sem hijTjdin er af hcf á síð- unni í

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.