Þjóðviljinn - 14.11.1959, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Enn eitt svindlhneykslið í uppsiglingu — Fólk
fyrirlítur orðið spurningaþætti
Eftir að rannsókninni á hinum frægu spurninga-
hneykslum bandaríska sjónvarpsins lauk, hefur rann-
sóknarnefnd Bandaríkjaþings tekið að kanna starfsað-
ferð'ir bandarískra útvarps- og sjónvarpsstöðva varðandi
kynningar á hljómplötum.
Sú ásökun liggur sem sagt
fyrir nú, að plötuknapar
(discjockeys) við bandarískar
sjónvarps- og útvarpsstöðvar,
séu engir eftirbátar spurninga-
garpanna, hvað snertir svindl
og anútur. Plötuknapar eru
þeir menn við stöðvarnar, sem
annast val og kynningar á
þeim dans- og slagarahljóm-
plötum, sem útvarp og sjón-
varp flytja. Hafa þeir það
mjög i heradi sinni, hvaða plöt-
ur verða vinsælar, og geta
þannig ráðið miklu um það
hvaða plötur seljast vel.
„Óhugnanlegt ástand“
í þessu sámbandi hefur þing-
maðurinn Harries talað um
„óhugnanlegt ástand“ hjá sjón-
varps- og útvarpsstöðvunum,
sem krefðist þess að sett yrðu
lög til varnar slíkum ósóma.
Benti hann á þá yfirlýsingu
Burton Lane, stjórnarmeðlims í
Sekou Touré til
Sovétríkjanna
Sckou Touré, forsætisráðherra
Guineu, hefur þegið boð um að
koma til Moskvu í opinbera
heimsókn síðar í þessum mán-
uði.
Metutgjöld til
hemaðarþarfa
Fjárlagafrumvarp frönsku
stjóraarinnar gerir nú ráð fyr-
ir nýrri metupphæð til her-
kostnaðar, eða rúmlega 16
milljörðum nýfranka (ný-
franki = 100 venjulegir fr.)
Þessi upphæð er sem nemur
rúmlega 3 milljöðrum ísl. kr.
hærri upphæð en á síðasta ári.
Pinay, fjármálaráðherra de
Gaulle lagði fjárlagafrumvarp-
ið fyrir þingið fyrir nokkrum
dögum.
Fjárlagafrumvarpið í heild
gerir ráð fyrir útgjöldum að
upphæð 64 milljarða nýfranka,
en tekjurnar eru áætlaðar 58
milljarðar nýfranka. Af þessu
má sjá að tæpur þriðjungur
útgjalda ríkisins fer til þess
að standa straum af hinum
gífurlega hei'kostnaði Frakka.
Brezk bókasýning
haldin í Moskvn
Mesta sýning sem haldin hefur
verið á brezkum bókum og tíma-
ritum í Moskvu verður opnuð
þar 21. þ. m. Þar verða sýndar
4000 bækur og 600 tímarit, eink-
um vísindalegs efnis. Sams konar
sovézk bókasýning verður í
London í febrúar.
Rithöfunda- og tónskáldasam-
bandinu, að enginn vafi væri
á því að „verzlunarlegar mút-
ur“ væru afgerandi atriði við
val þeirra hljómplatna, sem
leiknar eru í bandarískum sjón-
varps- og útvarpsstöðvum. —
Listgildi og gæði tónverks
væru hér algerlega látin sitja
á hakanum.
Spurningaþættirnir
forsmáðir
Bandaríska tímaritið „Broad-
Volkswagen gert
að hlutafélagi
Vesturþýzka stjórnin ákvað
í fyrradag að breyta Volks-
wagenverksmiðjunum sem hafa
verið í hennar eigu í hlutafé-
lag. Ríkisstjórnin mun eftir
sem áður eiga 40% hlutafjár-
ins, en 60% verða seld einstak-
lingum. Sambandsþingið í Bonn
á eftir að taka endanlega á-
kvörðun um málið.
casting Magazine" hefur gert
könnun á afleiðingum spurn-
ingahneykslanna í sjónvarpinu,
og komizt að þeirri niðurstöðu,
að eftir að svikin komust upp
hafi meira en helmingur sjón-
varpsnotenda hætt algerlega
að fylgjast með slíkum spurn-
ingaþáttum.
Kosningaspádómar og hernáms-
vísdómur frá Vík í Lóni
Birt í lilaöinu Huívudstadsbladet í Helsinki
Ólafur Gunnarsson sálfræðingur frá Vík í Lóni, sem
kunnur er fyrir ýmis hjákátleg skrif í erlend blöð og upp-
lýsingarit, ritaði fyrir kosningarnar í haust grein um
kosningaviðhorfið í blaðið ,,Hufvudstadsbladet“ í Hels-
inki 18. október sl.
íslendingum, sem dveljast í
Finnlandi, þóttu skrifin endem-
isleg og hafa sent blaðinu úr-
klippu með greininni.
Ólafur byrjar með því að
spá Sjálfstæðisflokknum sigri
í haustkosningunum og mest-
Steinaldarkofi í kartöflugarði
Ákveðið hefur verið að draga
nokkuð úr alræðisvaldi land-
stjóra Breta í Kenya. Verða
2000 menn látnir lausir úr
fangelsum og aðrir fluttir úr
fangelsum í fangabúðir. Mörg
hundruð Afríkumenn verða þó
eftir sem áður í haldi eða
í útlegð samkvæmt landstjóra-
úrskurði án þess að dómstólar
hafi fjallað um mál þeirra. I
þeim hópi eru Jomo Kenyatta
og aðrir leiðtogar Kikújú-
nnanna, sem fluttir voru í út-
legð á afskekktan stað, þeg-
ár þeir voru látnir lausir úr
fangelsi.
Merkir fornminjafundir eru svo tíðir í Danmörku að Danir
kalla ekki allt ömmu sína í því efni, en í liaust skýrðu starfs-
menn fornminjasafnsins (í Álaborg frá því að alveg einstæðar
fornminjar hefðu fundizt í landi smábýlis hjá Ferslev á Norður-
Jótlandi. J. Jensen, sem býr þarna, fann nokkur leirkerabrot
* kartöflugarði sínum. Það varð til þess að fornminjafræðing-
arnir tóku að grafa og komu niður á grunn brunnins liúss frá
5rngri steinöld. Það einstæða við fundinn er að ekkert tcljandi
rask liefur orðið þarna þau 4000 ár sem liðin eru síðan kofi
steinaldarmanna brann. Byggingarlagið sést því greinilega,
og viðarkol eftir brunnið tré og tágar sýnir gerð byggingar-
innar. Loks fundust tíu leirker frá þeim tima þegar leirkera-
gerð stóð með mestum blóma í Danmörku, en það kalla fræði-
menn „fallega tímabilið“. Myndin sýnir Marseen safnvörð að
starfi í rústunum, og fremst á myndinni er botninn
leirkerinu
a emu
Ný geimskol frá
USA á næstunni
Bandaríkjamenn hafa í
byggju að senda skeyti til Ven-
usar næsta vor. Notuð verður
fimm þrepa eldflaug sem skot-
ið verður frá Canaveralhöfða.
Síðar í þessum mánuði munu
Bandaríkjamenn enn reyna að
senda eldflaug umhverfis tungl-
ið. Sú fyrsta sem þangað átti
að fara sprakk á jörðu niðri.
Maraþonmet í
píanóleik
Englendingurinn Strickland
hefur sett nýtt úthaldsmet í
píanóleik. Hann lék hvíldar-
laust í 113 klukkustuhdir á
píanóið.
Tvær eiginkonur í dómsalnum
og aðrar tvær biðu utan dyra
Tvær eiginkonur Eugene Casons, 24 ára gamals Texas-
búa, voru viðstaddar í réttarsalnum í Forth Worth, þegar
maður þeirra var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir
fjölkvæni.
um ávinningi af hinni nýju
kjördæmaskipan. Allir vita
hvernig fór með sjóferð þá. —
Samkvæmt úrslitunum í vor-
kosningunum átti Sjálfstæð's-
flokkurinn að fá 27 þingmenn
í haustkosningunum, en flokk-
urinn fékk aðeins 24, eins og
kunnugt er.
Þá segir Ólafur rétt’lega að
ýmsum stjórnmálagæðingum
sé ívilnað við álagningu út-
svars og beri þeir ekki meira
útsvar en götusóparar. En síð-
an bætir hann við þeirri hjá-
kátlegu fullyrðingu að „mað-
urinn á götunni geti því mið-
ur ekki bent á neina aðferð
til þess að bæta skattakerfið“.
Hinsvegar getur sálfræðingur-
inn þess, að Sjálfstæðisflokkur-
inn og Alþýðuflokkurinn vilji
nú hverfa yfir til beinna
neyzluskatta. Ölafur forðast að
minnast á þær leiðir sem bent
hefur verið á til að útiloka út-
svarssvikin og þá mismunun
sem ríkir varðandi núverandi
skattakerfi, og má því ætla að
hann sé sjálfur „maðurinn
á götunni“, sem ekki getnr
bent á neina leið til úrbóta.
Ástúðlegt hernám
Svo fer sálfræðingurinn frá
Vík í Lóni að ræða um herlið-
ið á íslandi, og er sumt með
endemum í þeim skrifum, —
Hann segir t.d. um sambúðina
við hernámsliðið:
„Sambúðin hefur undanfarið
ekki verið eins ástúðleg eins
og áður“. Síðan getur hann
þess að bandarískir hermenn
hafi verið uppivöðslusamir og
beitt valdi meira að segja
gagnvart íslenzkri lögreglu. Þá
minnist hann á drullupollslegu
íslenzks embættismanns undir
byssukjafti bandarísks her-
manns. Þjóðlegt stolt sálfræð-
ingsins frá Vík í Lóni kemur
glöggt fram í niðurstöðuorðun-
um um hernámsspjallið. Einnig
má lesa úr þeim að þjóðarstolt
Islendinga sé tekið að slævast
eftir langvarandi hernám: —
„Þessir atburðir hafa vakið
harm meðal íslendinga, en þó
ekki í jafn ríkum mæ’i og s'íkt
hefði gerzt fyrir 4—5 árum“.
Þriðja eiginkona Casons beið
í ganginum fyrir utan réttar-
salinn, ef vera kynni að dóm-
arinn kallaði hana til að bera
vitni í máli manns þeirra.
Fjórða kona Casons var heima
hjá sér, en hún var einnig
reiðubúin að mæta í réttinum,
ef kall kæmi frá dómaranum.
Urðu vinkonur
Dómarinn lét sér nægja að
yfirheyra Mörtu, frú Casons
númer eitt, og Frances, frú
Casons númer þrjú. Þær urðu
vinkonur meðan á rannsókn
fjölkvænismálsins stóð og
hugguðu hvor aðra í raunum
sínum.
Eugene var ákærður fyrir að
hafa gengið að eiga Frances
án þess að hafa skilið við
Mörtu. Athæfi hans komst
upp, þegar Frances tók upp
sendingu frá Mörtu til eigin-
manns þeirra beggja.
Kvennabósi þessi giftist
Mörtu 1957, Dorothy í júní
1959, Franees í september
sama ár og loks Billie í októ-
ber í haust. Hann á sextán
daga son með konu númer
þrjú.
De Gaulle erfði
veitingakrá
De Gaulle Frakklandsforseti
hefur hlotið í arf veitingakrá
eina í bænum Nimes í Suður-
Frakklandi.
Gömul ekkja, Talon að
nafni, átti krána en hún var
einlægur aðdáandi hershöfð-
ingjans. Nú dó gamla konan,
sem var á tíræðisaldri, fyrir
skömmu, og í erfðaskrá sinni
hafði hún ánafnað de Gaulle
allar eigur sínar, þar á meðal
veitingakrána. Ekki fyigir það
fréttinni, hvað forsetinn hygg-
ur um framtíð krárinnar.