Þjóðviljinn - 14.11.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.11.1959, Blaðsíða 12
lslenzkir embættismeim og inn- flytjendur í Sovétríkjunum Undirbúá samningaviðræður sem heíjast munu á næstunni um viðskipti Ýmsir íslenzkir embættismenn og innflytjendur dvelj- ast nú í Moskvu til að undirbúa viðskiptasamninga þá milli íslands og Sovétríkjanna sem uniræður munu hefj- ast um innan skamms. 7. nóvember-hátíðahöldin fóru fram með miklum viðhafnarbrag í Moskvu í ár eins og endranær Moskvubúar héldu upp á byltingarafmælið með því að láta tákn batnandi sambúð- ar þjóða og nýjungar í geimsi,glingum setja svip á hátíðahöldin. Á myndinni sést mann- fjöldinn streyma yfir Kauða torgið. Mikill fögnuður ríkti á torginu. Lítilli gervieldflaug var skotið í áttina til vindblöðru-tungls, og fór allt fram í nákvæmri líkingu við þann atburð, er Lúnik 2. fór til hins raunverulega tungls. Tillaga hjá S.Þ. um bann við frekari útbreiðslu kjarnavopna Fulltrúi írlands bar íram tillögu um að fleiri kjarnorkuveldi fengju ekki að rísa á fót Fulltrúi írlands hjá Sameinuðu þjóðunum hefur borið fram form- lega tillögu til þess að stemma stigu við frekari útbreiðslu kjárnorkuvopna í heiminum. ÍHefur hann lagt til að alls- íbúðarhús stór- skemmist af eldi Laust eftir miðnætti í fyrri- nótt var slökkviliðið kvatt að húsinu nr. 94 B við Suður- landsbraut, Sém er tveggja hæða timburhús, klætt innan með trétexi. Kviknað hafði í út frá rafmagnj í baðherbergi í rishæð hússins. TJrðu miklar skemmdir af völdum eldsins í baðherherginu og í stiga- gangi auk þess sem nokkrar skemmdir urðu af völdum vatns og reyks. 1 rishæð hussins bjó Þor- bjöm Jón Benediktsson ásamt konu sinni og 7 börnum. Voru þau nýbúin að kaupa hæðina og flytja inn, og var ekki að fullu búið að ganga frá henni, m.a. munu rafleiðslur ekki hafa verið í lagi. Bæði húsið og eins innbú munu hafa verið ó- vátryggð og hafa þau hjónín því orðið fyrir mjög miklu tjóni í eldsvoðanum. Á neðri hæð hússins urðu ekki skemmd- ir af völdum eldsins en hins vegar af vatni og reyk. Á þeirri hæð hjuggu tvær konur. Fólkið varð ailt að yfirgefa húsið og er það ekki íbúðar- hæft eins og stendur. herjarþingið samþykki, að fleiri ríkjum en núverandi þremur kjarnorkuveldum verði ekki leyft að framleiða kjarnavopn, og að bannað verði að slík vopn komist í hendur fleiri aðilum. Utanríkisráðherra írlands, Frdnk Aiken, sem bar fram til- löguna áagði að því fleiri ríki er ættu kjarnav'Opn, þeim mun meiri hætta væri á því að þau yrðu notuð. Nauðsynlegt' yæri að samþykkja tillögu sem þessíi sem fyrst, svo að fleiri ríki tækju ekki að framleiða múgmorðs- vopn. Lagði flutningsmaður til, að ráðstefnu tíu ríkja um ofvopnun- armál, sem hefst í Genf snemma á næsta ári, verði falið að taka þessa tillögu einnig upp á sína arma. Frekari umræðum um málið var frestað þar til á mánudag. Pauling deilir hart á Truman Linus Pauling, bandaríski kjarnorkufræðingurinn og Nób- elsverðlaunahafinn, hélt ræðu á þingi ástralskra og nýsjálenzkra friðarsinna, sem lauk í Mel- bourne í gær. f ræðu sinni deildi Pauling m. a. harðlega á Truman, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta fyrir þá stefnu að vilja halda áfram skefjalausum tilraunum með kjarorkuvopn. f lokasamþykkt þingsins segir að almenn afvopnun sé skilyrði þess, að hægt verði að tryggja öruggan frið í heiminum. Meðal embættismannanna eru Sigurður Jóhannsson vega- málastjóri og Páll Sigurðsson Margir bátar stunda síldveiðar Tólf bátar komu með síld til Keflavíkur í gær, samtals 610 tunnur. Hæsti bátur hafði um 150 tn. Sjö komu til Sandgerðis með samtals 135 tunnur, hæsti báturinn með 34 tunnur. Átta bátar komu með samtals 440 tunnur síldar til Akraness í gær en tíu í fyrradag með 550 tunn- ur. Síldin hefur yfirleitt verið fryst, en búizt er við að söltun aukist nú eftir nýgerða samninga um aukna síldarsölu til Austur- Þýzkalands. verkfræðingur hjá raforkumála- stjóra. Munu þeir ætla að at- huga sérstaklega hvort ekki muni unnt að kaupa í Sovét- ríkjunum ýmsar stórvirkar vinnuvélar og önnur tæki sem við þurfum að nota í sam- bandi við vegalagningar og virkjanaframkvæmdir. Ýmsir innflytjendur munu einnig hafa hug á því að auka mjög fjöl- breytni þess varnings sem við kaupum í Sovétrikjunum. Samningar þeir sem fram- undan eru eru sem kunnugt er mjög mikilvægir. Nú er að falla úr gildi sá þriggja ára ramma- samningur sem gerður var fyr- ir atbeina Lúðvíks Jósepssonar 1956. Þarf því í senn að fjalla um endurnýjun á honum og viðskiptin við Sovétríkin á næsta ári. Carmina Burana endurtekin í hóskólanum á morgun Ýmsir, sem gáu ekki komið því við að hlusta á tónverk- GENF 1‘BFi Framhald af 1. síðu. Sameiginleg tilkynning um þetta samkomulag var birt í gær, að loknum fundi á ráð- stefnunni, sem stóð í þrjár klukkustundir. Fulltrúarnir á ráðstefnunni létu allir í ljós ánægju sína með samkomulagið, er frétta- menn ræddu við þá eftir fund- inn. Næsti fundur ráðstefnunnar verður á mánudag, og er þá búizt við að svar ríkisstjórna kjarnorkuveldanna við sam- komulaginu verði komið til fulltrúanna. Samþykkt að skora á Frakka að hætta við kjarnsprengingar Meirihluti stjórnmálanefndar Sameinuðu þjóðanna andvígur tilraunum Frakka í Sahara-eyðimörkinni 22 Afríku- og Asíuríki hafa borið fram tillö.gu í stjórn- málanefnd alsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna, þess efnis að nefndin leggi til, að alls- herjarþingið lýsi yfir áhyggj- um sínum vegna fyrirhugaðra kjarnorkusprenginga Frakka í Sahara-eyðimörkinni. Einnig er í tillögunni lagt til að allsherjarþingið skori á frönsku stjórnina að hætta algjörlega við fyrirhugaðar til- raunir með kjarnorkuvopn. Asíuríkjanna greiddu öll sósí- lögunni og auk þeirra Kanada, alísku ríkin atkvæði með til- Nýja-Sjáland og Irland. Á móti voru Frakkland, Bretland og Bandaríkin og auk þess flest Suður- og Mið-Ameríkuríkin. Fulltrúar 10 þjóða sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Tillagan verður tekin fyrir á sjálfu allsherjarþinginu í næstu viku. Ef sama hlutfall helzt við atkvæðagreiðslu þar, nær tillagan ekki tilskildum 2/3 hluta meirihluta, en flytj- endur tillögunnar gera sér von- ir um liðsstyrk frá þeim sem TiIIaga þessi var sambykkt ■í stjórnmálanefndinni með yf- irgnæfandi meirihluta, 46 atkv. | sátu hjá í gær. gegn 26. Auk Afríku- og ið Carmina Burana eftir þýzka. nútímatónskáldið Carl Orff, er það var kynnt í háskólanum í síðastliðnum mánuði, hafa óskað eftir því, að það yrði endurtekið. Það verður þvi flutt aftur af hljómplötutækj- um háskólans í hátíðasalnum á morgun, sunnudaginn 15. nóv. kl. 5 síðdegis. Tónlistarkynn- ingunni lýkur um kl. 6,30. Carl Orff er eitt helzta' nú- lifandi tónskáld Þjóðvelja,. en lítið þekktur hér á landi. Car- mina Burana eru latnesk, þýzfc og frönsk miðaldakvæði flökku- stúdenta um vorið, vínið. og ástina. Við þau samdj Carl Orff 1936 þessa tónsmíð fyrir hljómsveit kóra og einsöngv- ara. Þetta er eitt víkunnasta og vinsælasta tónverk síðustu áratuga, enda í senn nýstár- legt alþýðlegt og fjölbreytilegt, bæði fallegt, fjörlegt og þrótt- mikið. Það er hér flutt af þýzkum listamönnum undir til- sjón höfundar, en stjórnandi er Wolfgang Sawallisch. Dr Jakob Benediktsson mun skýra textana og Guðmundur Matthíasson tónlistarkennari skýra frá tónskáldinu og tón- verkinu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. BHÓDÍFIUINN Laugardagur 14. nóvember 1959 — 24. árg. — 250. tölublað Austur-Þjóðveriar kaupa 10.000 tunnur of síid Samningar hafa verið gerðir um sölu á 10.000 tunnum af saltsíld til Austur-Þýzíkalands. Er hér um að ræða Suðurlandssíld og er sérstaklega fram tekið af hálfu Austurþjóðverja að þeir vilji gjarnan kaupa smáa síld. Kemur það sér mjög vel fyrir okkur, því að síldin sem nú veiðist er mjög misstór þótt hún hafi gott fitumagn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.