Þjóðviljinn - 17.11.1959, Side 4

Þjóðviljinn - 17.11.1959, Side 4
4) _ ÞJÓÖVILJINN — Þriðjudagur 17'. nóvember 1959 200 ára dánarminning Hándel-hljómleikar Þegar þýzka tónskáldið Georg Friedrieh Hándel dó í London 14. apríl 1759, nú fyrir rúmum 200 árum, sögðu eftirmæli um hann: „Hann var ekki annan daginn harð- stjóri og hinn daginn þræll, ekki sitt á hvað: umvandari eða smjaðrari. Sjálfstæði sínu hélt hann óskertu, þegar aðr- ir hefðu gengizt upp við að vera þýlyndir. Hann var gjaf- mildur, líka þegar efni hans voru af skornum skammti“. Þessar óhagganlegu lyndis- einkunnir Hándels, samfara hugmyndaauðlegð traustri þekkingu og þrjózkufullri atorku, gerðu hann í sögu ■Evrópu að fyrsta tónskáldi, sem spannaði allan heiminn. Hann er fyrsti „universalisti" tónlistarinnar, eins og síðar einnig Beethoven, og lyfti þarmeð, ásamt Bach, barok- stefnunni á hæsta stig al- heimsviðurkenningar. Þetta stórvirki vinnur Hándel með svo fábrotnum listgripum ,að undrun sætir. Allar ítalskar óperur hans, 39 að tölu, bera þess ljósan vott, að nýjungar leynast þar fáar, en formið er allt hnit- miðað og samþjappað, einksis er vant og engu ofaukið. Með óratónum sínum varð Hándel vinsælasti kompónisti Eng- lands, en í London var 'hann búsettur í 48 ár samfleytt. Minna má á Messías og Júd- as Makkabeus. Hér skirrist hann ékki við að taka algeng- ustu alþýðustef til meðferðar, jafnvel brot úr götuvísum iðnsveina. — Þannig er músík Hándels heimsmál, sem öllum er skiljanlegt. Það er ofur G. F. Hánðel einfalt mál, en sterkt í snið- um, skýrt og gagnhugsað. Þetta vissi Beethoven manna bezt, er hann sagði: „Hándel skarar fram úr öllum. Hann er meistari meistaranna. Leit- ið hans og lærið að skrifa stórfenglega á óbrotinn hátt“. Og þessi orð eiga enn er- irdi til nútímans, sem er að glata sjálfum sér í gönu- hlaupum eftir oft og einatt fánýtum og formlausum ný- stárleik. Óslökkvandi lífs- þróttur Hándel er enn óbrost- inn. Hljómleikarnir í Dóm- kirkjunni, sem haldnir verða í kvöld, þriðjudag kl. 9, á vegum Ríkisútvarpsins, gefa góða mynd af þessum krafti og hugarfjöri Hándels. Þar verða fluttir þrír konsertar barok-meistarans, óperufor- ieikur og tvær óperu- og óra- tóríu-aríur. Hans Antolitsch stjórnar Hljómsveit Ríkisútvarpsins í Öllum viðfangsefnum, en Páll ísólfsson minnist 200. ártíð- ar Hándels með ávarpi og leikur einnig sóló-hlutverk í orgelkonsert í B-dúr op. 4. Þá spilar Jón Sen einleik á bratz í h-moll-konsert Hánd- els og Kristinn Hallsson syngur hinar kunnu aríur úr óperunni Xerxes, Largo, og óratóríunni Messías, Hví æða þjóðirnar ? Hljómleikarnir hefjast á óperuforleiknum Agrippina, sem Hándel samdi 25 ára gamall í Venezia. Þessi ó- pera var hans fyrsta frægð- arafrek. Og að lokum leikurV hljómsveitin 5. Concerto grosso op. 6 í D-dúr. Nútíminn gerir æ meira til þess að vekja verk Hándels úr gleymsku. Merkasta framlagið mun vera Hándeis- félagið í fæðingarborginni, Halle. Það gengst síðan 1952 árlega fyrir miklum Hándel- hátíðahöldum þar í borg. Það Stórgjöí til Slysavamafélagsins Nýlátinn er Daníel Jónsson, húsasmiður, Múla, Landssveit, hinn mætasti maður, áttræður að aldri, f. 15 sept. 1878 d. 22. sept 1959. Daníel var mikill smiður bæði á tré og járn og vinsæll meðal sveitunga sinna, sem margt ósvikið handtak eiga honum að þakka. Hann hefur staðið fyrir og byggt mörg hin myndarlegustu hús í sveit- inni. Daníei var ókvæntur og átti enga afkomendur. Hann var jarðaður að Hagakirkju í Holt- um 3. okt. sl. og var jarðar- förin mjög fjölmenn. Daníel var fæddur og uppalinn að Ak- braut í Holtahreppi og átti þá jörð. Hann arfleiddi Hagakirkju að jörðinni til minningar um foreldra sína Jón Jónsson og Guðfinnu Finnsdóttur er þar bjuggu. Er tekið fram að jarð- eign þessa megi kirkjan ekki selja. Skal sóknarnefnd kirkj- unnar, eftir því sem unnt er, sjá um að jörðin sé ætíð í erfðaábúð þess manns sem held- ur henni vel við og bætir eftir föngum. Eftirgjald eftir jörð- ina má aldrei vera hærra en innlánsvextir þjóðbanka íslands er því mikið fagnaðarefni, að Ríkisútvarpið skul efna til sérstakra Hándel-hljómleika á þessu minningarári og heiðra þannig það tónskáld í Evrópu, sem á sínum tíma sameinaði það þrennt: að vera allra manna stórbrotn- astur, alþýðlegastur. og list- fengastur. af sparifé og miðað við þann höfuðstól er gildandi fasteigna- mat skapar á hverjum tíma. Allar aðrar eignir sínar á- nafnaði hann Slysavarnafélagi fslands til að mynda sjóð er beri hans nafn. Vöxtum þess sjóðs má stjórn Slysavarnafé- lags íslands verja að meira eða minna ieyti. þó aldrei öllum, til bjargar og iíknar mönnum, sem lenda í lífshúska á landi eða sjó hér við land. Skuldlausar eignir dánarbús- ins námu kr. 114.553.53 þegar frá er dregið matsverð jarðar- innar kr. 14.100.00, nemur arfs- hluti Slysavarnafélags íslands rúmum eitt hundrað þúsund krónum. Þá hefur Slysavarnafélagi fs- iands borist tvö þúsund króna giöf í biörgunarskútusjóð Aust- fiarða frá Önnu Biarnadóttur Víðimel 56 Reykjavík, til minn- ingar um mann hennar Siggeir Jónsson útgerðarmann Fá- skrúðsfirði. Bæjarbókasafn Reykjavíkur, sími 1-23-08: Aðalsafnjð, Þingholtsstr. 29A. Útlánsdeild: Alla virka daga kl. 14—22, nema laugardaga kl. 14—19. Sunnudaga klukk- an 17—19. Lestrarsalur fyrir fullorðna: Alla virka daga kl. 10—12 og 13—22, nema laugardaga kl. 10—12 og 13—19. Sunnuídaga kl. 14— 19. Raunhæfasta líftrygging barna yðar uldaúlpan með Geislanum

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.