Þjóðviljinn - 17.11.1959, Page 5

Þjóðviljinn - 17.11.1959, Page 5
Þriðjudagur 17. nóvember 1959 — ÞJÓÐ.VILJINN — (5 80 milljósi i v boln*1 sctfar wið flezis Lilandi inílúezisuvíms nofaSus vi8 bólu- ssimngn í Sovétríkjmmm Bóluefni gert úr lifandi en veiktum vírus hefur verið' notaú til að bólusetja um 60 milljónir manna í Sovét- ríkjunum við inflúensu. Bóluefnið er gefið í nefið, og siðustu þrjú ár liafa um 20 milljónir manns verið bólusett- ar á ári hverju, sagði sovézki vírusfræðingurinn Anatólí A. Smorodintséff, þegar hann var á ferð í Stokkhólmi nýlega. Smorodintséff starfar við Til- raunastofnunina í læknisfræði í Leningrad. Ekki fyrir börn Böm innan 10 ára aldurs og barnshafnandi konur eru ekki bólusett með þessu bólu- efni, vegna þess að það sýkir þau af inflúensu. Hjá öðrum hefur þessa ekki gætt og bólu- efni gert úr lifandi vírus hef- ur reynzt bæði álirifameira og skaðlausara en það sem gert var úr drepnum vírus. Það bóluefni hafði ýmis óþægindi í för með sér fyrir suma sem það var gefið. Ekki hefur þess lieldur orðið vart að fólk bólu- Skiimmhlaup í gervitungli Bandarískir vísindamenn eru Orðnir órkula vonar um að þeim takist að ná hylki með rannsóknartækjum úr gervi- tunglinu Discoverer VII., sem sent var á loft í síðustu viku. Hylkið átti að Iosna úr gervi- tunglinu eftir ákveðna tölu hringferða um jörðina. Flu.gvél- ar og dieselskip voru til taks að grípa það um leið og það félli niður í Kyrrahaf. Nú hefur st^órn bandaríska flughersins tilkynnt, að hylkið muni ekkj hafa losnað frá gervitunglinu vegna skamm- Iilaups í rafleiðslum tækjanna sem áttu að skjóta því til jarðar. öngböm fangelsi Þrjátíu og tvö ungbörn hafa látið lífið í fangels- inu í Pietermaritzburg í Suður-Afríku. Þetta eru böm svertingjakvenna, sem voru látin fylgja mæðrum sínum í fangels- ið. Þær voru í hópi kvenna sem dæmdar voru til fangelsisvistar fyrir að mótmæla framkvæmd lag- anna um aðskilnað kyn- þáttanna í Suður-Afríku. I. D. Bosch, lögreglu- stjóri í Port Shepstone, þar sem flestar konurnar eiga heima, segir að bana- mein barnanna hafi verið magakvef. Telur hann að það stafi af breytingu á mataræðj við komuna í fangelsið. sett með lifandi vírusi smiti ó- bólusetta með inflúensu. Hindrar að menn leggist í hrönnum Afbrigði inflúensuvírusa eru svo mörg, að engin tök eru á að búa til bóluefni sem veitir ónæmi fyrir þeim öllum. Sov- ézku læknarnir blanda saman vírus af afbrigðunum A og B, svipta hann hæfiieikanum til að gera mönnum óskunda en ganga ekki svo nærri honum að líkamir þeirra sem fá bólu- efnið í sig sleppi við að mynda mótefni. Þessi bólusetning veitir ó- næmi í að minnsta kosti miss- eri og oft lengur. Enn sem fyrr ler ekkert ó- brigðult ráð til að gera menn ónæma fyrir inflúensu, því að alltaf geta komið til sögunn- ar nýir 'stofnar, sem mótefnin vinna ekki á. Það tekur nokkra mánuði að búa til nýtt bólu- efni og þegar það er til taks má vera að allt annar stofn sé farinn að grassera. Bólusetning í stórum stíl með nýja bóluefninu hefur engu að síður reynzt mjög gagn'eg, segir Smoradintséff. Sé ekki um afbrigðilega vírus- stofna að ræða, dregur hún mjög úr sjúklingafjöldanum, en án bólusetningar má búast við að fjórðungur til helming- ur fólks á faraldurssvæði leggist í rúmið á skömmum tíma. Franskur ásíríðuhiti er fátíðari en af er látið í kvikmyndum og skáldsög- um, segja skoðanakönnuð- urnir sem spurt hafa franslíar heimasætur og eiginkonúr spjörunum úr. ** 3 Æték Elizabeth Mafekeng Fró Mafekeng er Fréttir hafa borizt af því að frú Elizabeth Mafekeng, verkalýðsleiðtoginn sem stjórn- arvöld Suður-Afríku ætluðu að flytja í útlegð frá ellefu börn- um, sé nú komin til brezku nýlendunnar Basútólands. Misþyniiingar í heeíaleik- um ekki taldar refsiverðar Opinberi ákærandinn í Svíþjóð neitar að höíða mál gegn heimsmeistaranum Opinberi ákærandinn í SvíþjóS hefur úrskurðaö’, að líkamsmeiðingar' í hnefaleik geti ekki talizt refsiverðar mi^yrrmfigár.1 Maths Heuman hefur komizt að þessari niðurstöðu eftir árs umhugsun um erindi frá Sten Sjöholm, borgarfógeta í Háls- ingborg. Meðferðin á Machen Sjöholm hafði spurt opin- bera ákærandann, hverju það sætti að Ingemar Johansson væri ekki sóttur til saka fyrir líkamsmeiðingar eftir viðureign hans og >Eddie Machen í Gautaborg í september í fyrra. Þeirri keppni lauk svo að Ingemar barði Eddie í rot og hafði áður leikið hann illa. Samþykki og reglur Heuman telur það gamla, sænska réttarreglu, að sá sem beiti annan ofbeldi með sam- þykki hans losni þar með að nokkru eða öllu leyti við sak- Fáar segjast hafa kynnzt hinni mátiugu ást af eigin raun Frakkar hafa fengið orð á sig fyrir að vera þjóð ást- anna öðrum Evrópumönnum fremur, en samkvæmt vitn- isburöi franskra kvenna er það úr lausu lofti gripið. Skoðánakönnun á reynslu franksra kvenna í ástum og viðhorfi þeirra til karlmanna bendir til að mikill hluti þeirra hafi lítið af eterkurn ástríðum og ástarsælu a£ segja, en láti stjórnast af hagsýni og út- grunduðum skynsemissjónar- miðum í afstöðunni til hins kynsins. Tæpur lielmingur trúir á máttuga ást Ekki fullur helmingur kvenn- anna álítur að til sé máttug ást, sem gagntaki einstakling- inn svo að hann sé fús að fórna sér fyrir þann sem ástin beinist að, og einungis rúmur fjórðungur kvaðst þekkja slíka ást af eigin reynslu. Þegar konurnar voru spurð- ar hvort ,,le grand amour“ væri að þeirra áliti til, svör- uðu 44% játandi, 33% töldu að máttug ást gæti verið til, 16% voru sannfærðar um að hún fyrirfinnist ekki og sjö af hundraði höfðu enga skoðun á málinu. Einungis 29% sögðust sjálf- ar hafa reynt máttuga ást. Minnihluti ánægður Ekki fullur helmingur giftra kvenna er ánægður með sam- lífið við eiginmenn sína. Svör- in skiptast þannig að 46% Unnusta Ingemars Johanssons þuklar aflvöðvann á heims- ineistaranum. arábyrgð á ofbeldinu. Líkams- meiðingar í hnefaleikum séu ekki refsiverðar, að því til- skildu að settar keppnisreglur séu haldnar. láta til §i taka Philip Noel-Baker, hrezki Verkamannaflokksþingmaður- inn sem hlaut friðarverðlaun Nóbels í ár, ætlar að verja verðlaunafénu til baráttu fyrir afvopnun. „Eg er sannfærður um það,“ sagði Noel-Baker við frétta- menn^ ,,að ef einungis tekst að virkja almenningsálitið í öfl- ugri hreyfingu, getur afvopn- un hafizt að viku liðinni — sérstaklega nú eftir að Krúst- joff hefur borið fram sitt tíma- mótamarkandi boð. Sú sannfæring stjórnar nú athöfnum mínum, að ef ný styrjöld skellur á verður hún sú síðasta og allir farast. Eg legg ekki minnstu trú á þessa þvælu um takmarkaðá styrj- öld.“ kváðust vera ánægðar, 15% etóð á sama og 22% kváðust hafa orðið fyrir vonbrigðum. Ekki leita allar þær sem eru óánægðar í hjónabandinu eða stendur á sama um rnenn sína á önnur mið, en fjórðungur játaði að þær tækju framhjá. Öryggi og þægindi Þegar spurt var, hverju frönsku konurnar sæktust einlcum eftir í hjónabandinu, voru a'gengustu svörin að það væri fjárhagslegt öryggi, góð afkoma fallegt heimili, þæg- indi og áhyggjulaust líf. Skapfesta og sterkur per- sónuleiki þóttu 55% eftirsókn- arverðastir eiginleikar eigin- manns, en 39% mátu mest ytra útlit, bæði líkamsfegurð og klæðaburð. Þrem konum af hundraði þótti mestu skipta að eiginmaðurinn kynr.i vel að gera konum til geðs. Kvikmynd eftir skoðana- könnun Frönsku kvikmyndaframleið- endurnir Robert Woog og Jaques Rémy lö'þðu fram þær sjö milljónir franka sem könn- unin á viðhorfi frönsku kon- nnnar til ástarinnar kostaði. Nú vinna sjö rithöfundar að því að semja hver sitt hand- rit af kvikmyndakafla eftir upplýsingunum sem koma fram í skoðanakönnuninni. Síðan taka sjö kvikmynda- stjórnar við og af öllum sam- an á að gera mynd í sjö þátt- um. Hún á að heita „Franska konan og ástin“. Ofrjósemi vegna geislalækninga 1 Varsjá fara nú fram réttarhöld yfir 34 ára gömlum kvenlækni, Kostkowska-Szyb- kowska, sem sökuð er um ranga krabbameins-sjúkdóms- greiningu og geislalækningar, sem leiddi til þess, að kven- sjúklingur, sem hún hafði til meðferðar, varð ófrjór. Samkvæmt ákæruskjalinu hefur hin ákærða, sem veitti krabbameinssjúkrahúsi for- stöðu, tekið sem svarar 20000 íslenzkar krónur af sjúklingn- um fyrir meðhöndlunina. Sjúk- lingurinn fékk hinsvegar engan Framh. á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.