Þjóðviljinn - 17.11.1959, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.11.1959, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 17. nóvember 1959 Peking-óperan Framhald af 6 síðu æsilega og litríka skylminga- leik „Tigrisdýrshellinum" er hann ung hetja sem berst við flokk ræningja og hefur sig- ur að lokum, og eru þó fjend- ur hans hinir mestu afreks- menn að vopnfimi og afli; það ræður raunar úrslitum að „konurnar stóðu bak við hann“. Chou Yun-liang leikur einnig gestgjafann í „Gisti- húsi á vegamótum“, hinum einstæða látbragðsleik sem flestum mun einna minnis- etæðastur af sýningum leik- flokksins fyrri. Skopgáfa hans, talandi svipbrigði og leikandi mýkt minna helzt á Chaplin sjálfan, hárin rísa bókstaflega á höfði hans af skelfingu. Hershöfðingjann unga leikur Chao Yun-ho, fríður maður, karlmannlegur og hár vexti. „Tvískotið á villigæs" er fremur stuttur skrautlegur leikdans og þó allkyrstæður og langdreginn í okkar aug- um, vegna þess eins að við skiljum hvorki táknmál né tal. Með „Töfraperlunni frá regnbogabrúnni“ var hámarki náð, hin volduga bardagalýs- ing á engan sinn líka nema á kínverskum leiksviðum. Efn- ið er sótt í fornar goðsögur og ævintýri, guðirnir ímynd lénsvaldsins eiga í harðvítugu stríði og bíða ósigur. Leikur- inn er snilldarlegur að bygg- ingu, andstæðurnar mynd- rænár og sterkar, og hér fór sem áður að menn trúðu vart sínum eigin augum, svo stór- kostleg eru heljarstökk leik- enda og flug í lausu lofti, svo óskeiktill og ótrú'egur leikur þeiria að spjótum o§ örvum, enda kvað lófatakið við í salnum, ósjálfrátt og lítt stöðvandi, og því öflugra og tíðara sem nær dró leiks- lokum. A. Hj. Tannlæknadeild Háskólans Cramhald af 3. síðu verið útskrifaðir úr deildinni. I deildinni er-u nú 19 nemend- ur, en geta flest orðið 36 efí- ir hinni nýju reglugerð. Kenn- larar í klíniskum greinum við deildina eru nú 4, en þeir eru auk prófessors Jóns, Jóhann Finnsson tannlæknir, Örn Pét- ursson og Guðmundur Hraun- dal. Aðstaða öll til kennslu batnar nú mjög, m.a. hafa ver- ið keypt ný tæki til hennar og «:agði prófessor Jón, að hún væri nú svo vel búin,- að hún ætti ekki að standa langt að baki tannlæknaháskólum á Ý'Iorðurlöndum. Bandarikjamenn verða að leggja að sér ef þeir ætia 1 samkeppni við Sovéfríkin Ummœli Herters ufanrikisráSherra þeirra sem sagSi þá taka hóimgönguáskoruninni Bandaríkjamenn verð'a að leggja sig alla fram ef þeir ætla að gera sér vonir um að verða sigursælir í friðsamlegri samkepþni við ríki kommúnismans. Þetta var eitt meginatriðið í ræðu sem Christian Herter, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt í gær í Washington. STEIMPÖR°ál sii Trúlofunarhringir, Stein- hringir, Hálsmen, 14 og 18 kt. gull. I ræðu sinni sem hann hélt á I fundi utanríkisverzlunarráðs: Bandaríkjanna sagði hann að Bandaríkin væru fús til þess að taka áskorun sovétríkjanna um friðsamlega samkeppni í efnahagsmálum, en allur hinn frjálsi heimur. eins og hann orð- aði það, yrði að taka höndum saman. Verða að laggja sig alla fram Slík friðsamleg samkeppni myndi krefjast mikils hugrekkis og einbeitni um langan tíma. Hann sagðist vilja' vara Banda- ríkjámenn við því að hin ör- lagaríka samkeppni við komm- únismann myndi í framtíðinni heimta að þeir legðu sig aila fram. Þeir gætu ekki lengur lif- að í vellystingum bak við hlífð- arskjöld kjarnavopna. Bandamcnn verða að aðstoða Hann sagði að Bandaríkin myndu aldrei taka neina stefnu í efnahagsmálum sem stofnaði öryggi þeirra í hættu. ÞauFramhald af 8. síðu. myndu hins vegar fús að leggja Miinohen. fram sitt til að bæta hag þeirra þjóða sém hafa orðið á eftir í tækniþróuninni, en hins vegar bæri bandamönnum þeirra, eins og t. d. löndum Vestur-Evrópu og Japan, einnig að leggja fram sinn skerf. Afiétta verður viðskiptahömlum Þá lagði hann áherzlu á að bandamenn Bandaríkjanna yrðu að'-afl.étta öllum hömlum á inn- flutning frá Bandarikjnum. Gerðu þeir það ekki myndu Bandaríkin verða neydd til þess að setja sjálf hömlur á viðskipti við önnur lönd, þar sem þau myndu að öðrum kosti ekki geta greitt fyrir innflutning sinn. Koma í veg fyrir kjarnorkustríð Herter komst einnig svo að orði í ræðu sinnJ að ríki komm- únismans og hinn frjálsi heimur yrðu að hafa með sér slíka sam- búð að átök þeirra og ágrein- ingur leiddi ekki til kjarnorku- styrjaldar. Væntanlegir stórvelda- fundir væru spor í rétta átt. „Samkeppni milli þessara tveggja stjórnarkerfa verður að þýða líf en ekki dauða þjóðanna", sagði hann. Gonconrtverðlaun fyrir frumsmíð Ungur rithöfundur. André Schwartz-Bart, fékk í gær kunn- ustu bókmenntaverðlaun Frakk- lands, Goncourtverðlaunin, fyrir frumsmíð sína, skáldsöguna ,,Sá síðasti hina réttlátu“ (Le Derni- er des Justes) Bók þessi fjallar um örlög gyðinga í síðustu heimsstyrjöld, en Schwartz-Bart er gyðingur að ætt, sonur pólskra gyðinga sem fluttust til Frakk- lands 1924. Foreldrar hans -og systkini flest lentu í fangabúð- um nazista á stríðsárunum og áttu ekki afturkvæmt. Hafa hlotið erlenda styrki Iðja, félag verksmiðjufólks. Félagsfundur verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, miðvikudaginn 18. nóvember 1959 og hefst kl. 8,30 e.h. Fundarefni: 1) Uppsögn samninga. 2) Lagabreytingar. 3) Önnur mál. táætí<5'vel og stundvíslega. Stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks. JEkki tilðfni frekari aðgerða" Þann 8. f. m. óskaði félags- málaráðuneytið eftir því að saka- dómsrannsókn færi fram vegna sakargifta þeirra Hannesar Páls- sonar og Sigurðar Sigmundssonar í hvors annars garð, í sambandi við störf í húsnæðismálastjórn ríkisins. Rannsókn þesar} er nú lokið og með því að hún þykir ekki hafa gefið tilefni til frekari að- gerða af hálfu félagsmálaráðu- neytisins í þessum málum, hefur verið felld úr gildi vikning þeirra ifrá ^törfum' ,í Húsnaeiðifiimálastjórn rikisins, sem gerð var um stund- arsakir fyrrnefndan dag. Félagsmálaráðuneytið, 16. nóvember 1959. Rannsóknarstyrk frá Alex- ander von Humbolt-stofnun- inni hlaut Þorleifur Einars- son, jarðfræðingur. Ótaldir eru 11 námsmenn, sem í fyrra hlutu tveggja ára styrk til náms í Þýskalandi. Spánn: Friðrik D, Stefánsson, við- skiptafræðinur hlaut styrk til náms í spönsku, við háskól- ann í (Rarcelona, — einnig mun hann nema við hagfræðideild skólans.. Svíþjóð: Pálmi Lárusson, stúdent, hlaut styrk til náms í bók- menntasögu og þýzku. Jóhann Páll Árnason, stúdent, til náms í sagnfræði og.heimspeki og Steinunn Bjarnadóttir til tónlistarnáms. Þá hafa tveir íslenzkir námsmenn í Tékkó- slóvakíu fengið styrki sína framlengda. Framangreindir námsstyrkir eru yfirleitt veittir til eins skólaárs. Sumir þeirra voru boðnir fram vegna sams kon- !ir styrkveitingar af hálfu Is- lands, og enn aðra má telja endurgjald fyrir styrki, er menntamálaráðuneytið hefur áður veitt námsmönnum frá viðkomandi löndum. Á þessu skólaári hefur ráðuneytið veitt eftirtöldum erlendum náms- hlaut styrk ■ til -'náms í bygg- mönnum styrk . til náms við ingaryerMræðii Ivi® Kanungloga Tækniháskólann í Stokkhólmi. Tékkóslóvakía: Helgi Haraldsson, stúdent, ÞESSI er hin msrkilegasta spádómabók, sem mannlegur heili heíur íramleitt. — Það þarf því enginn að óttast nein vonbrigði, þeg- ar hann spyr þessa merkilegu váfrétt ráða. — Hún mun svara afdráttarlaust, ótvírætt og nákvæmt. Til þess að skemmta mönnum í samkvæmum er hún tilvalin, og mun þar þyk ja bæði eftirtektarverð og skem mtileg. — Fæst hjá bóksölum og kostar aðeins 50 kr. — Útgefandinn, pósthólf 462, Rvík MÁLVERKAUPPBOÐ Sigurður Benediktssonar verður í Sjálfstæðis- húsinu næstkomandi föstudag. — Þeir sem hafa áhugá fyrir að selja málverk þurfa að ! Ix>ks var einnig boðið náms láta vita sem fyrst. — Sími 1-37-15 I™1™ frá Israel, en þaðrn rnun Háskóla £,■; Isiandaii-4 11íslenzkri tungu, sögu Islands og bók- menntum: Frá Bandaríkjunum: Malcolm Frank Halliday. Frá Finnlandi: Jyrki Mint- yia. Frá Júgóslavíu: Milorad Vuckovic. Frá Noregi: Ungfrú Gerd Ramstad. Frá Póllandi: Aleksander Szulc. Frá Réðstiórnarríkjunum: Albcrt V. Smolkóv. Frá Cpmbandslýðv. Þýzlia- land': Heinrich Beck. Frá Snáni: Ignacio de la Calls y de la Calle. Bpðið hefur verið námsmanni frá Itajíu, en val styrkþega hefur enn ekki verið tilkynnt. enginn koma í þetta sinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.