Þjóðviljinn - 18.11.1959, Síða 6

Þjóðviljinn - 18.11.1959, Síða 6
6) — ÞJGÐ'VILJINN — Miðvikudagur 18. nóvember 1959 glJÓÐViyiNN -.^cI&lgi öttmeimxiKHríioKKur alpyOu - ÖOsialist-afloklcurinn. - Ritstjorar; I IMukoús RJartansson iáh ). Slguröur GuömundsRon - FréttarltstJórl- Jón j áiarnason Blaöamenn Ásmundur Slgurjónsson. Eystelnn Þorvaldsson. Guömundur Vigfússon.. fvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, SigurOur f Fríðbíófsson - AuglýsingastJórl: GuÖgelr Magnusson. — Rltstjórn: af- rraiösia auglýslngar. prentsmlðja: Skólavöröustxs íu Slnn i i-ooo ; unur> - Asfcriítarverö kr. 30 4 mánuöl - LausasöiuverO kr 3 PreatsmidJa Þjóövlljans 'I Hvaða „þjóð” hefur lifað um efni fram í sunnudaginn var komst Morgunblaðið svo að orði:: ..Engum d.vlst að efnahagsmálin eru nú í miklu öngþveiti. Það befur oltið á ýmsu, margt hef- ur verið vel gert, annað tekizt miður, eins og oft vill verða. Aðaleinkennið er þó að þjóðin hefur lifað umfram efni undan- farín ár. . . Hér á- landi hljóta aliar ráðstafanir sem verulega þýðingu hafa í efnahagsmálum að'bitna beint á almenningi". .•Ffcjóðin hefur lifað umfram * efni“ — hvaða þjóð? Hafa Dagsbrúnarmenn lifað um efni íram, þeir sem hafa um 4.000 kr. í kaup á mánuði fyrir eðli- legan vinnutíma. Hefur Iðju- fólkið lifað um efni fram, eða fólkið i hraðfrystihúsunum. eða sjómennirnir, eða verkalýður- inn yfirleitt? Vill ekki Morgun- blaðið gefa nánari skýringu á þessum ummælum og tiltaka ná- kvæmlega hverjir hafa sóað fjármunum þjóðarinnar um- fram efni? essari beiðni er raunar sjálf- svarað; Morgunblaðið mun ekki vilja skýra þessi ummæli sín neitt' frekar út. Það er sem sé háttur þess blaðs og aðferð íhaldsins að halda því fram að aJlir íslendingar séu ein og sama stétt; hér finnist engir sem hagnist á kostnað annara, engir auðmenn sem safni gróða cg eyði í óhófi á sama tíma og aðrir búa við þröngan kost. Og þegar staðrevndir sýna að þjóðin í heild eyðir meiru en bún aflar, re.vnir Morgunblaðið að halda því fram að það stafi af því að almenningur — verkafólk — búi við of góð kjör og því ;,hljóti allar ráð- stafanir sem verulega þýðingu hafa í efnahagsmálum að bitna á almenningi“. Öngþveitið í efnahagsmálum stafar sem sé af því að verkafólkið í Dags- brún, Iðju og öðrum verka- lýðsfélögum eyðir of. mikið og nú þarf að knýja það til að komast af með minna fé handa á milli. Sú kenning að efnahagsvand- ræðin stafi af of mikilli eyðslu „almennings" er þjóð- lýgi og það er fjarri sanni að hér á íslandi sé þvílíkur efna- hagsjöfnuður að vandamálin verði ekki leyst nema skerða kjör verkafólks. Hér er býsna fiölmennur hópur manna sem lifir í lúxus og bílífi; menn sáu dæmi af þvi fyrir kosn- ingarnar að þeir eru æði marg- ir sem þrátt fyrir allar eftir- gjafir borga í opinber gjöld sem svarar öllum árstekjum einnar til tveggja verkamanna- fjölskyldna. Hér eru auðfélög sem árlega hirða milljónatugi í gróða. Auðstéttin í Reyjavík berst svo mikið á að það vekur hina mestu furðu gesta frá stórþjóðum sem eru þó ýmsu vanir um hátterni ríkisbubba. Meðan svo er ástatt verður ekki saet með nokkrum rétti að „þjóðin“ lifi umfram efni, held- ur er það fámenn stétt forrétt- indamanna sem lifir bílífi á kostnað þióðarinnar. og á með- an slíkt viðgengst þarf Morgun- blaðið ekki að ímynda sér það að ,.almenningur“ sætti sig við enn skertari hlut til þess að óhófið og sukkið geti haldið áfram. Hvað hafa íslendingar gerl? Oarðvítugustu andstæðingar okkar í landhelgismálinu hakla um þessar mundir ráð- s'.efnu í Lundúnum til þess að samræma sjónarmið sín og leeeia á ráðin um það hvernig tak'>st megi að afstýra því að 12, mílna régla hljóti alþjóð- íee? gildi á ráðstefnu þeirri sem haldin verður í Genf í V'"\ Þessi undirbúningur ætti ek'-; að koma íslendingum á óv-'-f, né heldur sú staðreynd að Bandaríkin er áð finna í hóoi harðvítugustu andstæðinga okV-»r í landhelgigmálinu; þar hafa þau alltaf verið. essi ráðstefna hlýtur hins vegar að vekja þær spurn- ir.ear, hvað gert hafi verið af bálfu íslenzkra stjórnarvalda til að undirbúa þessa ráðstefnu og reyna að tryggja sem bezta samstöðu þeirra ríkja sem eru bandamenn okkar. Nefnd var að vísu skipuð á sl. vori til að und- j irbúa aðild okkar að ráðstefn- unni í Genf, en störf þeirrar nefndar munu hafa verið næsta lítil. Sendiherrar íslands hafa eflaust kannað viðhorf margra ríkisstjórna. en slík könnun ein saman hrekkur skammt. Snemma kom upp sú hugmyna hér að íslendingar beittu sér fyrir ráðstefnu þeirra ríkja, sem fylgja 12 mílna reglunni. til að undirbúa Genfarfundinn, en ekki er vitað til þess að neitt hafi verið aðhafzt í því máli. Þegar það er undanskil- ið, að nokkrum erlendum blaða- mönnum hefur yeríð boðið til ; fslands til að kynnast nauðsyn okkar og rökum, virðast at- hafnir íslenzkra stjórnarvalda hafa verið næsta smáar. Svavar Guðnason list- Ekki man ég nákvæmlega hvenær Svavar Guðnason kom fyrst til Kaupmannahafnar, en það mun þó hafa verið nálægt 1935. Hann flutti með sér allmikið af málverkum sem hann hafði gert heima á íslandi, aðallega landslags- myndir. Mér eru þó minnis- stæðastar nokkrar vatnslita- myndir, einkennilega geisl- andi og fínlegar" í litum, mjög persónulegar og mjög ab- strakt, ef ég man rétt. Það þurfti ekki mikla skarp- skyggni til að sjá að hér var á ferðinni nýr íslenzkur mál- ari, óvenjulegum gáfum gædd- Árið 1938 vorum við Svav- ar samtímis í París og hafði þá list hans þróazt mjög í áttina til hess abstrakta., þó mátti enn greina form hafn- arinnar, mjög stílfærð. Síðan fór hann til Danmerkur aft- ur en ég varð eftir og átti ekki að sjá verk hans aftur fyrr en að heimsstyrjöldinni lokinni en þá var hann orðinn mjög þekktur málari í Dan- mörku. ★ Mér verður oft hugsað til sýningar Svavars í Lista- mannaskálanum stuttu eftir heimkomu hans, og þeirra á- Svavar Guðnason hjá einni mynd sinni. ur. Á næstu árum málaði Svavar mjög eftirtektarverð- ar myndir, uppstillingar, fólk, og myndir frá höfninni. Hann hafði leigt sér herbergi nið- Ur við höfnina og byggði verk sín á þeim áhrifam er hann varð fyrir af lífinu fyrir framan gluggann. Það sköp- uðust margar góðar myndir í þessu herbergi, sterkar í smiðum og oftast gæddar þvi.: sérstaká lífi ; sem aðeins; kviknar þegar málarinn skil- ur að máiverkið er siálfstætt verk, sem lifir með sinum litum, en ekki litum utan úr náttúrunni. Svavar var á þessum árum eins og ætíð síðan með af- brigðum næmur á samleik lita og forma. Ekki veit ég hver hafa orðið örlög þess^ra mynda, en baslið var mikíð og oft nær óþolandi í þá daga, og við þóttumst heppn- ir ef við áttum liti til að mála með nýjar myndir ofan á þær sem fyrir voru á léreft- inu, því sjaldnast hrukkn aur- arnir til að kaupa bæði liti og léreft í einu. Það er því e’kki ósennilegt að sumum þessum myndum Svavars hafi verið fórnað fyrir aðrar nýj- ar. Það þótti oft meira um vert að mála heldur en að varðveita það sem málað var. hrifa er hún hafði á mig og aðra sem sáu hana. Hér var án efa um að ræða einn hressilegasta listviðburð sem átt hefur sér stað á íslandi. Þar gafst íslenzkum almen-n- ingi í fyrsta sinn tækifæri til að sjá heilsteypta sýningu á fullgildri abstrakt list, og um leið hófst í rauninni nýtt tímabil í íslenzkri listasögu: Svavar varð fýrstur ísíénzkra .Íjstamánriá tíl að 'eiritíeítá allrí" orku sinni í glímunni við hið erfiða tjáningarform ab- straktmyndarinnar og þess er vert að minnast nú á fimmt- ugsafmæli hans. Á þeim árum sem liðin eru s'ðan Svavar hélt þessa eftir- minnilegu sýningu hefur list hans ekki staðnað f %kar en annað sem er lifandi. Það sannr.ði meða.1 annars sýning hans síðastliðið ár. Þar átti hann í fangbrögðum við nýj- ar listrænar þrautir sem kröfðust nýrra aðferða, sú sýning var einnig ótviræður listrænn sigur. Fátt er nauðsynlegra list- sköpun þjóða en að til séu menn, sem ekki eru aðeins miklum gáfum gæddir, held- ur einni nægilega þrekmiklir og ósveigjanlegir í köllun sinni, til að skapa hvað sem á bjátar Einn slíkra manna er afmælisbarnið Svavar Guðnason, og það er því á- stæða til um leið og honum er óskað til hamingju . á fimmtugsafmælinu, að gleðj- asf innlega yfir. því að hann skuli vera starfandi hér. en ekki í öðru landi. Að endirigu vil ég á þessum merkisdegi þakka Svavari fyrir margar samverustundir og þá uppörv- un sem list hans hefur ætíð veitf mér. Þorvaldur Skúlason. Svavar Guðnason er fimm- tugur í dag. Mér er þetta mikill dagur og stór; líka heilladagur. Það er sem ein- hver hluti tiiveru minnar yngist ég gæti farið að kveða rímur eða hlaupa á skaut- um. Stundum er verið að reikna út örlög manna, eða óorðna atburði eftir ártali, mánaðardag, eða þeirri klukkustund er manneskjan lítur heimsins ljós í fyrsta skipti. Hvað Svavari Guðna- syni viðkemur tel ég líklegt að hann sé höfundur síns af- mælis; að hann hafi sjálfur ákveðið tíma og afstöðu himintungla er hann fæciiist, þar með hefur hann eflaust ráðið sínum örlögum sjálfur en ekki látið þau ráða yfir sér. Það hefur alltaf verið eitt- hvað ungt og bjart yfir Svav- ari, og þ;5 hann hafi nú uppá síðkastið ræktað sér virðulegt skegg, fansað gráum fölva haustsins, þá sé ég í gegn um það. Hann er einn ahra skemmtilegasti maður sem ég hefi kynnzt, og svo gest- risinn að það er bæði ævin- týri og þjóðsaga. Liti maður inn fyrir dyr á hans góða heimiii og situr þar stutta stund, hefur allt í einu ein- hver hönd, csýnileg og hljóð- laust töfrað fram dýrlega veizlu, það er sem þessi veizla hafi vaxið upp úr borð- plötunni í stofunni. Já skyldi nokkurn furða þó mig .langi til að kveða rímur eða hlaupa á skautpnji áj. afmæli. svona mapns? .[ífj ,Ul , ,(t, Það er alltaf gaman að hitta Svavar, að ég tali nú ekki um að setja upp heila listsýningu með honum, en venjulega tekur það eina til tvær vikur. Það er svo skemmtilegt að í síðastliðin tuttugu og fimm ár þef ég aldrei þurft að fara á' kon- sert, í leikhús eða á bíó, vegna þess að fyrir eitthvað fimmtán árum setti ég í fyrsta skipti upp sýningu með honum. — Hann kann heila fönsun af safamiklum og rammíslenzkum históríum, stuttum eða löngum, og hann hefur oft talað við mig um listir, vísindi, lífið, einstöku sinnum um dauðann en aldrei um ástir eða pólitik ,enda eru tvö síðarnefndu umtalsefnin ekki mönnum samboðin. Svavar veit að það er sjólf- sögð nauðsyn að vera ekki Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.