Þjóðviljinn - 18.11.1959, Qupperneq 12
Svavar Guðnason með eitt af elztu málverkum sínum og eitt hið nýjasta. — Sjá 3. síðu.
Vökuíhaldið fékk vilja sínum framgengt:
Ekki má minnast á landhelgis-
málið og herstöðvamálið í há-
tíðahöldum stúdenta 1. des.
Almennur stúdentafundur var haldinn í Háskólanum
síðdegis á mánudaginn. Var þar rætt um ágreining þann,
sem varð í stúdentaráði vegna undirbúnings hátíðahald-
anna 1. des. n.k. Meirihluti stúdentaráðs, íhald og
kratar, lögðu til, að dagurinn yrði sérstaklega helgaður
efnahagsmálunum og aðalræðumaður dagsins yrði
„fræðimaður á sviði efnáihagsmála". Höfðu þeir sam-
þykkt þetta í stúdentaráði (með 5 atkvæðum gegn 4).
Minnihlutinn fékk þá vísað málinu til almenns stúd-
entafundar, og var hann haldinn s.l. mánudag sem
fyrr segir.
Vinstri menn í stúdentaráði
lögðu hins vegar til, að dagur-
inn yrði nú sem áður helgaður
sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóð-
arinnar og þá sérstaklega land-
helgismálinu og hernámsmálinu.
Hefði það verið mjög vel til fall-
ið að helga 1. des. þessum mál-
um, ekki sízt með tilliti til þess,
að snemma á næsta ári verður
háfdin alþjóðaráðstefna, sem að
öljum líkindum tekur mikilvæg-
ar ákvarðanir í sambandi við
landhelgismál almennt. Og í sam-
bandi við landhelgisdeiluna hefur
fíestum skilizt hvers eðlis sú
^vernd" er, sem hið bandaríska
hernámslið veitir okkur.
Á stúdentafundinum tóku fyrst-
ir iíil máls Jóhann Gunnarsson.
ritari stúdentaráðs og Kristinn
Kristmundsson, stud mag. Röktu
þeir gang þessa máls í stúdenta-
ráði og gerðu glögga grein fyrir
sjónarmiðum vinstri manna. Þá
talaði Árni G. Finnsson, formað-
ur stúdentaráðs af hálfu íhalds
og krata, en næstur kom í pont-
Nóg er komið af
kjarnavopnum
Stjórmálanefnd SÞ sam-
þykkti í gær írska ályktunar-
tillögu þess efnis að ekki bæri
að leyfa fleiri ríkjum að eign-
ast kjarnavopn en þegar hefðu
þau. Væntanleg er önnur til-
laga frá Araba- og Asíuríkj-
um ásamt Júgóslavíu, þar sem
skorað er á kjarnorkuveldin
að framlengja stöðvun kjarna-
tilrauna og sérstaklega skorað
á Frakka að hætta við sínar
fyrirhuguðu tilraunir.
una Ólafur Egilsson, stud. jur.
Bar hann fram dagskrártillögu
um að slíta umræðum og vísa
málinu aftur til stúdentaráðs.
Óttuðust íhald og kratar sýni-
lega almennar umræður um mál-
ið, þar sem þeir gripu til þess
að bera fram frávísunartillögu
strax að loknum framsöguræð-
um deiluaðila og áður en almenn-
ar umræður hæfust. Morgunblað-
ið reynir í gær að breiða yfir
þetta og segir, að tekizt hafi
allmiklar umræður um málið að
lokinni ræðu Árna G. Finnsson-
ar. Þessar „allmiklu umræður“,
sem Mogginn segir frá er ræða
Ólafs Egilssonar, en hann flutti
frávísunartillögu í formi rök-
studdrar dagskrár og var um-
ræðum þar með lokið. Tilgang-
ur ilialdsins með þessu var að
sjálfsögðu að koma í veg fyrir
almennar úmræður fundarmanna
og útiloka þá, sem þegar voru
á mælendaskrá frá því að láta
álit sitt í ljós.
Rökstudda dagskráin var síð-
an samþykkt með 106 atkvæðum
gegn 66. íhaldið fékk þannig
Framhald á 3. síðu.
þlÓÐVIUINN
Miðvikudagur 18. nóvember 1959 — 24. árgangur — 253. tölubl.
H. C. Branner flytur fyrirlestur í
háskólanum á fimmtudagskvöld
í gærkvöld las hann upp úr verkum sínum
á fundi í Dansk-íslenzka félaginu
Hingaö til lands er kominn danski rithöfundurinn
H.C. Branner og flytur hann fyrirlestur í háskólanum
annaö' kvöld fyrir almenning.
H. C. Branner er einn kunnasti
núlifandi rithöf. Dana, eink-
um er hann frægur fyrir smá-
sögur sínar, en eftir styrjöldina
hefur hann ritað skáldsögur og
leikrit, sem hafa vakið mjög
mikla athygli.
Eins og áður var sagt, er
Branner kominn hingað í boði
Dansk-íslenzka félagsins og átti
hann að lesa upp úr verkum
sínum á fundi,
sem félagið
efndi til í til-
sfni af komu
hans í Þjóðleik-
hússkjallaran-
um í gærkvöld.
Á fimmtudag
mun Branner \
hins vegar flytja &*•''''
Eyrirlestur fyrir
almenning í há-
skólanum. Hefst hann kl. 8,30.
GnMar Álfur Jónssou látinn taka á
sig alla sök af skoðananjósnunum!
Röggsemi félagsmálaráðherra — fyrir og
eftir kosningar
Eins og skýrt var frá í blað-
inu í gær hefur félagsniálaráðu-
neytið komizt að þeirri niður-
stöðu að réttarrannsókn sú sem
hafin var gegn tvéimur meðlim-
um húsnæðismálastjórnar, Hann-
esi Pálssyni og Sigurði Sig-
mundssyni, hafi ekki „gefið til-
efni til frekari aðgerða“ og taki
þeir því upp störf að nýju. Ýms-
um mun þykja þetta kynleg
niðurstaða eftir að lögð hafa
verið fram sönnunargögn um
pótitískar njósnir Hannesar Páls-
sonar í sambandi við umsóknir
um lán til ibúðabygginga.
Skýrinein er sú að í réttar-
rannsókninni tók fulltrúi Hann-
esar á Selfossi, Gunnar Álfur
Jónsson, á sig alla sök á njósn-
unum. Lýsti Hannis yfir því við
rannsóknina að sér hefði aldrei
til hugar komið að grennslast
fyrir um stjórnmálaskoðanir
manna; aðeins hefði hann viljað
fá að vita um efnahag þeirra
og aðstæður! Gunnar Álfur lýsti
yfir því að hann hefði tekið al-
gerlega upp af eigin hvötum að
senda upplýsingar um stjórn-
málaskoðanir umsækjenda og
hefði enginn maður orðað slíkt
við sig! Og Þráinn Valdimars-
son, framkvæmdastjóri Fram-
sóknarflokksins, staðfesti fram-
burð beggja, og reyndust þeir
þremenningarnir mjög vel sai%<-
Framhald á 3. síðu
Mun hann þar ræða um skáld-
skap og raunveruleika. Þetta
verður eini fyrirlesturinn, sem
Branner heldur hér að þessu
sinni, en hann fer héðan aftur
á laugardag.
í viðtali við fréttamenn í gær
sagði Branner, að það væri erf-
itt að þýða bækur sínar á önn-
ur mál. Verk eftir hann hafa þó
verið þýdd á öll Norðurlanda-
málin nema íslenzku og einnig á
fjölda annarra mála, svo sem
ensku, þýzku, hollenzku o. fl o.
fl. Leikrit hans hafa einnig verið
leikin í mörgum löndum og vakið
mikla athygli.
Branner hefur auk sjónleikja
samið nokkur leikrit fyrir
danska útvarpið og leikrit eftir
hann hafa einnig verið flutt í
sjónvarpi, þótt hann hafi ekki
samið leiki til sjónvarpsflutn-
ings.
Branner vildi 'fátt segja um
þau verkefni, er hann hefði nú
á prjónunum, en gat þess þó, að
hann væri m. a. með leikrit í
smíðum. Hann vildi hins vegar
engar upplýsingar gefa um efni
þess að svo stöddu, sagði að það
setti eftir að taka svo miklum
breytingum í sköpuninni.
Adenauer fálega
tekið í London
Fáir urðu til að taka á
móti Adenauer, forsætisráð-
herra V-Þýzkalands, þegar
hann kom til Lundúna í gær.
Þó hafði dálítill hópur manna
safnast saman fyrir utan
Viktoríubrautarstöðina, en
þeir hrópuðu að honum ókvæð-
isorðum og sögðu honum að
snáfa heim aftur. Adenauer
rædldi við Macmillan og Sehy-
yn Lloyd í gær. Hann verður
3 daga í London.
Mikojan hefur stutta viðdvöl é íslanc’i
Mikojan brá oft fyrir sig gam-
ansemi í viðræðum við íslend-
ingana sem tóku á móti honum.
(Ljcsm. Sig. Guðm.)
Framhald af 1. síðu.
frábærri kappakstursbraut,
skautahöll, já heilli iþróttamið-
stöð.
Áður höfðu Alexandroff og
Gylfi skýrt Mikojan frá að ís-
lenzka nefndin á þingi SÞ hefði
lýst ánæg'ju fslendinga yfir af-
vopnunartillögum Krústjoffs.
Kjötát þar og hér
Eftir stutta dvöl innivið var
farið út og ekið niður í Keflavík.
Gylfi var í bil með Mikojan.
Ekið var fram og aftur um
bæinn, en ekki farið út.
Þegar komið var upp á flug-
völl aftur. gengu menn um úti
og ræddust við. Mikoian spurði
um lífskjör íslendinea. Gylfi
kvað þau ein hin beztu í heimi
og nefndi sem dæmi, að íslend-
ingar borðuðu meira kjöt á nef
hvert en Bandaríkjamenn. Mik-
ojan sagði þá, að úr því að fs-
landi hefði tekizt að fara fram
úr Bandaríkjunum á þessu sviði,
ætti Sovétríkjunum, sem væru
þó nokkuð stærra ríki, ekki að
verða skotaskuld úr að ná því
marki að fara fram úr Banda-
ríkjunum á öllum sviðum.
Kortér fyrir tólf kvöddu Mik-
ojan og förunautar hans og silf-
urgljáandi flugvél beirra hóf sig
á loft á ný á leið til Gander.
Gömul byltingarhetja
Anastas Mikojan er 65 ára
gamall og af armenskum ættum.
Hann var settur i prestaskóla á
unga aldri, en sneri sér fljótt að
siórnmálastarfsemi í Bolsévika-
flokknum. Á árum borgarastyrj-
aldar og ihlutunarstyrjaldanna
eftir byltinguna stóð hann fram-
arlega í baráttunni í Kákasus
og slapp nauðulega þegar brezkur
innrásarher tók af lífi 25 aðra
forustumenn bolsévika í Bakú.
Mikojan hefur átt sæti í sovét-
stjórninni síðan 1926, í miðstjórn
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna
siðan 1925 og í forsætisnefnd
miðstjórnarinnar síðan 1935.
Mikojan er maður lágvaxinn
og samsvarar sér vel, hvatlegur
og beinn í baki. Hár hans er ekki
mjög farið að grána, augun eru
smá og fjörleg. Andlitsfallið er
mjög armenskt, hörundsliturinn
dökkur. nefið þunnt og íbjúgt.
Honum liggur lágt rómur. Hann
er mjög yfirlætislaus og vingjarn.
legur en þó ákveðinn í fram-
göngu.