Þjóðviljinn - 02.12.1959, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. desember 1959 — ÞJÖÐVILJINN — (3
Tólf bækur frá Setbergi
Þar á meðal ævisaga Lincolns eítir
Thorolí Smith
Bókaútgáfan Setberg gefur út tólf bækur í ár, bæði
frumsamdar og þýddar, þar á meðal margar barna- og
unglingabækur.
Stærst bókanna er Landhelgis-
bókin, sem Gunnar M. Magnúss
hefur tekið saman. Hún fjallar
um- landhelgismá'l . og' fiskveiðar
ísiendinga' frá því um 1400 til
vorra daga. Þeirrar bókar hefur
áður veríð getið hér í blaðinu.
Saga Lincolns '
Annað meiriháttar verk er
Ævisaga Abrahams Lincolns eft-
ir Thorolf Smith fréttamann. Þar
er sögð saga liins mikla forseta,
sem hófst úr fátækt og um-
komuleysi í æðsta embætti þjóð-
ar sinnar á úrslitastundu í sögu
hennar. Þarna er ævi Lincolns
rakin, greint frá þætti hans í
Þraelastríðinu og válegum ævilok-
um. Einnig eru ræðúsnillingnum
og rithöfundinum Lincoln gerð
skil. .Eins og menn muna vann
Thorolf Smith til hæstu verð-
launa.í útvarpsþætti, þegar hann
svaraði þar sp.urningum um
Lincoln.
Skáídsaga, svaðilfiir
Dýrkeyptur sigur nefnist í ís-
lenzkri þýðingu skáldsaga unga,
-enska rithöfundarins John
Braine, en hún heitir Room at
the Top á frummálinu. Hún vakti
rnikla athygli þegar hún kom
"út iyrir tveim árum. Kvikmynd
hefur verið gerð eftir sögunni,
þar- sem Simone Signoret leikur
aðalkvenhlutverkið, en fyrir
þann leik fékk hún gullpálmann
á kvikmyndahátíðinni í Cannes
í ár. Myndin verður sýnd í
T.iarnarbíói um áramótin.
Einn á fleka er frásögn af
svaðilför ævintýramannsins Will-
iam Willis,' sém sigldi einn á
fleka frá Perú til Samóaeyja.
sögð af honum sjálfum. Ferðin
yfir hálft Kyrrahaf tók hann 115
daga. Margar myndir frá sigling-
unni eru í bókinni, sem Her-
steinn Pálsson ritstjóri hefur
þýtt.
Strákar í stórræðum
Böðvar frá Hnífsdal sendir frá
sér nýja drengjabók, Strákar í
stórræðum. Þar segir frá sömu
náungunum og í fyrri drengja-
bókum höfundar. Bókin er mynd-
skreytt. Freysteinn Gunnarsson
skólastjóri hefur þýtt Kappflugið
umhverfis jörðina, frá^ögn af
kappflugi marg'ra flugvéla.
Freysteinn þýðir einnig' telpna-
bókina Anna Fía um stúlkur í
skóla. Önnur telpnabók er
Heiða, Pétur og Klara eftir Jó-
hönnu Spyri, framhald af bók
sem út kom í fyrra. Laufey
Vilhjálmsdóttir íslenzkaði bók-
ina, sem er skreytt myndum.
Loks eru bækur fyrir yngstu
lesendurna; vísnabókin Nú er
William Willis
Pétursson prentaðár á pappa í
fimm litum. Einnig eru fjórar
glatt sem Gvða Ragnarsdóttir fyrstu bækurnar af flokknum
hefur tekið saman og íslenzku I Snúður og Snælda komnar á
dýrin, dýramyndir eftir Halldór I markaðinn endurprentaðar.
Verk Jacks London í itýrri og
ódýrri úfgófu ísafck'ær
Þrjár skáldsögur hans komnari út, sú íjórða
væntanleg íyrir jól, fjórar á næsta ári
ísafoldarprentsmiðja hefur nú
hafið útgáfu á skáldsögum hins
fræga bandaríska rithöfundar
Jacks London. Eru þrjár bækur
þegar komnar út, sú fjórða er
Sem fyrr segir er ný bók í
skáldsagnaflokki Jack London
væntanleg í þessum mánuði,
,,Uppreisnin á Elsinore“ í þýð-
ingu Ingólfs Jónssonar. A, næsta
ári koma þessar bækur: „Hetj-
an frá Klondyke“ í þýðingu Geirs
Jónassonar. „Ulfhundurinn“ í
þýðingu Ólafs við Faxafen,
„Martin Eden“ (tvö bindi) og
„Alkohol kóngur“. Ekki er Þjóð-
viljanum kunnugt um hverjir
eru þýðendur tveggja síðast-
nefndu skáldsagna.
Tveir Arnar og
Bidda dýralæknir
og Geira glókollur
Tvær barnabækur eru ný-
iomnar út hjá Æskunni, önn-
air frumsamin en hin þýdd.
Frumsamda bókin er eftir
Margréti Jónsdóttur og heitir
■Ge'ra glókollur í Eeykjavík
Hún er framhald á fyrri bók
nm sömu eögupersónu, og ger-
ist á öndverðri þessari öld,
þegar Reykjavík var öll önnur
en nú.
Hin bókin heitir Didda dýra-
læknir. eftir norska barnabóka-
höfundinri Gunver Fossum. —
Þar segir frá dýralæknisdóttur |
í sveit í Noregi. Sigurður
Gunnarsson ekólastjóri hefur
þýtt bókina.
Jack Londou
væntanleg fyrir jól, en fjórar
koma út á næsta ári.
Hin nýja útgáfa ísafoldar á
verkum Jacks London er ódýr-
en þó mjög smekkleg; bæk-
urnar í handhægu broti og
snyrtilega bundnar.
Þær sögur sem út eru komnar
eru „Óbyggðirnar kalla“, ,,Ævin-
týri“ og „Spennitreyjan“.. Ólafur
Friðriksson við Faxafen hefur
þýtt „Óbyggðirnar kalla“, sögu
um svaðilfarir á hjarnbreiðum
Norður-Ameríku. 150 bls. bók.
,.Ævintýri“ birtist nú í þýðingu
Ingólfs Jónssonar en sagan ger-
ist á Suðurhafseyjum og er ein
víðlesnasta skáldsaga höfundar-
ins, 264 bls. Sverrir Kristjánsson
sagnfræðingur hefur þýtt
,,Spennitreyjuna“ söguna um
Darrell Standing og íangelsis-
vist hans. Bókin er 307 blaðsíð-
Afbrogðs crfli
Rvíkurbóta
Afbragðsafli hefur verið a5
undanförnu hjá færabátunum
Reýkjavík, frá 7 og upp í 16
tonn á bát. Línubátar hafa
einnig fengið ágætis afla, 2 tii
6 tonn og var Margrét hæst i
fyrradag. Skipstjóri á henni er
Halldór Pétursson.
Neskaupstað. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans.
Listamennirnir Björn Ólafs-
son fiðluleikari, Árni Krist-
jánsson píanó’eikari og Árni
Jónsson söngvari komu hingað
á laugardag á vegum menning-
arnefndar bæjarins. — Daginn
eftir efndi svo nefndin til tón-
leika í barnaskólanum. Léku
þeir Björn og Árni Kristjáns-
son saman á fiðlu og píanó
nokkur tónverk og Árni Jóns-
rson söng erlend og innlend lög
við uMirleik nafna síns.
Tónleikarnir voru ágæt’ega
sóttir og listamönnunum frá-
bærlega vel tek'ð og urðu þeir
að svngja og leika aukalög.
Að tónleikunum loknum nvarp-
aði Binrni Þórðarson bæjar-
stjóri hstame'nnina og þakkaði
þeim komuna. — Auk htnna
opinberu tónleika léku og
sungu listamennirnir við messu
í kirkjunni á sunnudaginn og
á mánudagsmorgun í barna-
skólanum fyrir skólabörn. Al-
menn ánægja er með tónleik-
ana, en héðan fóru listamenn-
irnir á mánudag til Eskifjarð-
ar og komu þar fram um kvöld-
ið, á tónleikum sem TónMstar-
félag Eskif-jarðar efndi til.
Takmarkið er að gera Reykjavík að:
Reyklausri og ryklausri
borg alþj óðaráðstefna
Nýl. átti stjórn Ferðamálafélags Reykjavíkur viðtal við
fréttamenn um starf félagsins að því að gera ísland að
ferðamannalandi.
Ferðamálafélag íslands var
stoínað fyrir nokkrum árum í
þeim tilgangi að vinna að þvi
að gera ísland að ferðamanna-
landi. Agnar Kofoed Hansen, sem
verið hefur formaður félagsins
undanfarið, sagði, að hér vant-
aði flesta aðstöðu til þess að gera
ísland að ferðamannalandi. en af
þvi gætum við haft miklar gjald-
eyristekjur, ef vel væri á hald-
ið. Hefði félagið unnið að því á
undanförnum árum að skapa
skilning á þessu, m.a. með við-
ræðum vfð ýmsa framámenn
hérlendis og kynningu á þeim
möguleikum, sem fyrir hendi
væru. i
Núverandi formaður félagsins.
Gísli Sigurbjörnsson, sagði, að
þegar hefði nokkuð áunnizt í
þessu efni, t.d. væri nú fengið
leyfi fyrir hótelbyggingu hér í
Reykjavík. en ástandið í þeim
efnum er bannig, að nú eru hér
færri hóteiherbergi en var fyrir
stríð. Reykjavík hefði hins veg-
ar ákjósanlega aðstöðu til þess
að verða borg alþjóðaráðstefna.
Hún væri á mótum austurs og
vesturs, í alfaraleið núorðið,
hreinleg vegna reykleysis sins,
og nú þyrfti aðeins að gera hana
ryklausa líka og búa hana öðr-
um skilyrðum til þess að veita
móttöku erlendum gestum. Benti
hanrt á dæmi um borgir á Norð-
urlöndum er byggt hefðu hótel
með rúmgóðum fundarsölum,
með þeim árangri, að nú væru
þau upppöntuð fyrir alþjóðlega
fundi og ráðstefnur langt fram
í timann. Þá benti hann einnig
á, að í Hveragerði hefðu íslend-
ingar tækifæri til þess að koma
upp heilsulindabæ, eins og hann
hefði áður vakið athygli á, og
væri hægt að sameina þetta
tvennt til þess að laða ferða-
menn hingað allt árið um kring.
Mundi félagið nú beita sér fyr-
ir því af alefli að skapa hér
skilyrði til móttöku ferðamanna,
en af þeim hefðu margar þjóðir
geysilegar gjaldeyristekjur, t.d.
áætluðu Danir, að tekjur þeirra
af erlendum ferðamönnum á
þessu ári myndu nema um 700
milljónum danskra króna, og við
ættum áreiðanlega að geta aflað
hlutfallslega jafnmikillar upp-
hæðar, ef rétt væri á haldið.
Þingmenn
eiga að þegja
í gær skrifa stjórnarblöðin
sárhne.vksluð um það að þing-
menn stjórnarandstöðunnar
leyfi sér að taka til máls á
alþingi. Blöðin telja það firn
mikil að þingmenn skuli ekki
láta reka sig heim umyrða-
laust. Þau segja það hina
mestu ósvinnu að þing'menn
heimta að fjármálaráðherra
láti svo lítið að gegna þeirri
frumskyldu að flytja fram-
sögu um fjárlögin. Þau eru
sármóðguð út af því að þing-
menn krefjast þess að bráða-
birgðalög séu lögð fyrir þing-
ið eins og skylt er lögum
samkvæmt. Þau undrast þá
ósvifni að þingmenn skuli
heimta að ríkistjórnin geri
einhverja grein fyrir stefnu
sinni og fyrirætlunum í efna-
hagsmálum, þó ekki væri +il
annars en að kveða niður kvik-
sögur. Bæði heimta blöðin að
bundinn verði endir á þessa
frekju óbreyttra þinamanna,
og minnir Alþýðublaðið sér-
staklega á þá grein þingsknpa
sem heimilar að skera niður
umræður með valdboði eftir
að þær hafa staðið þriá tíma,
en þeim ákvæðum hefur aldr-
ei verið beitt síðan á hneyksl-
isfundum þingsins 30.' marz
1949.
Þingmönnum er þannig
gefnar mjög sérkennilegar
gjafir í stjórnarblöðunum.
Ekki aðeins á að reka þá
öfuga heim til sín þegar þeir
ætla að ganga nýkjörnir að
störfum sínum. Þeim er einn-
ig sagt að þegja þangað til
búið er að stugga þeim út úr
þinghúsinu.
ívilnanir
til að smygla
Alþýðublaðið segir frá því
í gær að íslenzkir réttargæzlu-
menn séu í miklum vandræð-
um út af Bandaríkjamönn-
um sem búa utan flugvallar-
ins. Hafi þeim verið leyft að
flytja nokkurt magn af tóbaki,
brennivíni og öðrum ótolluð-
um* neyzluvörum út af flug-
velinum, bæði í sambandi við
íslenzkar hátíðir og banda-
rískar. en þetta hafi orðið til
þess að torvelda eftirlit með
hinu óhemjulega smygli sem
á sér stað í sambandi við
völinn, jafnvel þótt engar há-
tíðir séu finnanlegar. Hefur
málgagn utanríkisráðherra á-
hyggjur af þessu máli, og seg-
ir í lokin: „Ekki mun vera
heimild í tollalögum til þess
að veita þessar ívilnanir. sem
munu hins vegar vera byggð-
ar á hefð frá upphafi".
Sé ekki heimild í lögum fyr-
ir þessum ívilnunum eru þær
löabrot, jafnt af Bandaríkja-
mönnum sem þeim íslenzkum
embættismönnum sem heimila
smyglið. Vandinn er sá einn
að láta íslenzk lög ná yfir
Bandaríkjamenn, meðan þeir
dveljast hér, eins og lög mæla
fyrir um. En Alþýðublaðið
telur það auðsjáanlega mjög
erfitt og viðkvæmt mál ef
herraþióðin getur ekki feng-
ið tóbak, brennivín og aðrar
neyzluvörur á margfalt lægra
verði en þeir innbornu.
— Austri.