Þjóðviljinn - 02.12.1959, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 02.12.1959, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐ'VILJINN — Miðvikudagur 2. desember 1959 Úr ýmsum áttum ÍT'nglendingur einn, sir ^ Michael Balcon, virðist hafa hug á að feta í fót- spor hins fræga bandaríska kvikmyndagerðarmanns Cecil B. De Mille, sem lézt fyr- ir fáeinum árum. Hann hef- ur eem sé ákveðið að gera kvikmynd eftir kafla úr gamla testamentinu, þar sem segir frá Rut. Ætlunin er að taka kvikmyndina að einhverju leyti í ísrael, á þeim slóðum er atburðir eru látnir gerast. Þeir, sem sagt hafa frá þessari ráðagerð í erlendum kvikmyndatímarit- um, segja, að einhver hafi að sjálfsögðu orðið að fara í klæði C. De Mille fyrr eða síðar, en þeir óttast jafn- framt að þau séu heldur stór fyrir sir Balcon. ★ ¥ Tr því nafn Cecil B. De Mille er nefnt, er ekki úr vegi að geta þess, að banda- ríska kvikmyndafélagið Mot- Atriði úr kvikmynd sem gero hefur verið eftir einni af skáldsögum Williams Faulkners „The Sound and the Fury“, Leikendurnir eru Jack Warden og Etliel Waters. ion Picture Associates hef- ur uppi ráðagerðir um gerð myndar um ævi hins fræga kvikmyndajöfurs. Eig- endur þessa félags eru dótt- ir De Mille og tengdasonur, og þau hafa þegar ha;idbær þrjú heiti á fyrirhugaða mynd: „C. B. De Mille“, „Cecil De Mille“ og „Saga De Mille".' Áður en Cecil B. De Mille féll frá hafði hann haft uppi áform um gerð kvikmyndar um skátahreyfinguna og stofnanda hennar Baden- Powell lávarð. Hafði hann í rauninni byrjað að vinna að myndinni fyrir 14 árum árið 1935 og skyldi Henry nokk- ur Vilcoxon fara með aðal- hlutverkið. Nú hefur David Niven verið ráðinn til að leika Baden-Powell. Kvik- myndin á að nefnast „Að viðlögðum drengskap“. Tveggja dálka myndin hér á síðunni birtist í nóvember- hefti kvikmyndatímaritsins Films and Filming og fylgdi henni svohljóðandi texti: „Kvikmyndaframleiðendur hafa um langt skeið reynt að gera kvikmyndir eftir ýmsum af hinum sígildu skáldsögum heimsbókmennt- anna, en nú eru þeir famir að veita þeim fullkomnustu Hollywood-meðferð, jafnvel þó að breyta þurfi sögunum í veigamiklum atriðum. Menn ráku upp stór augu, einkum í Skotlandi, þegar Walt Disney færði fram á sjónarsviðið s.l. sumar 21 árs gamlan bandarískan leikara og fól honum hlut- verksögu persónunnar frægu David Balfour, 14 ára. Nú hefur 20th-Fox, aug- sýnilega vegna frjágróða- sjónarmiðsins skipað Pat Boone í mynd þá, sem fé- lagið hyggst gera eftir skáldsögu Jules Verne „Að jarðarmiðju". Enda þótt fé- lagið fullvissi okkur um að kvikmyndin sé ekki söngva- mynd, er Pat Boone ætlað að syngja nokkur lög í henni. Við munum eklci betur en herra Verne hafi alls ekki leitað til sönglaga til þess að gera sögu sína þess virði að kvikmynd yrði gerð eftir henni. Eru framleiðendur að missa kjarkinn að því er snertir hina bókmenntalegu sannfæringu ?“ Þess skal getið hér til við- bótar að íslendingur, Pétur Rögnvaldsson, kunnur í- þróttamaður hér heima, fer með eitt af meiriháttar hlut- verkunum í kvikmynd þess- ari. Auk Peter Ronsons, eins og Pétur kallar sig nú, eru aðalleikendurnir Pat Boone sem fyrr var nefndur, Jam- es Mason og Arlene Dahl. Sjást þau öll á myndinni; Pétur er hávaxni maðurinn ljóshærði. BÆJÁRPÖSTURINN • 1. desember í gær var fyrsti desember. Þann dag árið 1918 náði ís- lenzka þjóðin merkum áfanga í sjálfstæðisbaráttu sinni með endurheimt fullveldisins úr höndum Dana. Var dagurinn af því tilefni gerður að þjóð- hátíðardegi og hélzt svo fram að stofnun lýðveldisins 1944, er 17. júní var valinn þjóð- hátíðardagur. 1. desember er þó enn hátíðlegur haldinn af mörgum, sem merkisdagur í eögu þjóðarinnar, og hafa stúdentar sérstaklega kjörið hann að sínum degi og fer vel á því. Islenzkir Hafnar- stúdentar lögðu á sínum tíma drjúgan skerf til sjálfstæðis- baráttu okkar og ýmsir af helztu forvígismönnum okkar í þeirri baráttu, bæði fyrr og síðar, hafa komið úr röðum stúdenta. Og hvar ætti andi frelsisins líka fremur að búa en í brjóstum ungra og stór- huga menntamanna? • Er eldurinn kulnaður Eins og alkunnugt er, er sjálfstæði okkar íslendinga svo háttað í dag, að við bú- um í tvíbýli í landi okkar við erlendan her. Það tvíbýli get- ur aldrei fært okkur annað en frelsisskerðingu og niður- lægingu, jafnvel algeran dauða og tortímingu. Skyldi hugur íslenzkra stúdenta og menntamanna ekki standa í báli? Ef svo er, fara þeir vel með þann eld margir hverjir Og kunna frábærlega að gæta þess, að hann brjótist hvergi út. Sannleikurinn er sá, að á síðustu árum hefur farið furðu lítið fyrir hlutdeild stúdenta í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Hjá fjölmenn- ustu stúdentasamtökum þjóð- arinnar. Stúdentafél. Reykja- víkur, hefur ekki sézt örla á lífsmarki um árabil, enda_ hefur dauð hönd íhaldsins og peningahyggjunnar hvílt þungt á þeim samtökum lengi. Og háskólastúdentar hafa heldur ekki borið gæfu til að halda vöku sinni sem skyldi. I stúdentaráði hafa Framhald á 11. síðu. 82. þáttur 2. des. 1959 ISLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson Nokkur sérheiti sem eru eitt orð eru þó oft notuð ó- beygð, og verður þá fyrst fyrir mér tímaritið „Satt“. Mér er spurn hvort nokkur lesenda þess segist hafa lesið þetta eða hitt í „Sönnu“; ég efa það, flestir segðu „í Satt“. Þá myndu sumir vilja koma sér úr vandanum með því að segja „í tímaritinu Satt“ eða eitthvað þvílíkt. Nú kemur út vikublaðið „Ásinn“ og á sér sams konar lesenda- hóp og Satt. Ég treysti mér ekki til að skera úr því hvort það fólk talar fremur um greinar sem það hafi lesið „í Ásinn“ eða „í Ásnum“. Engin afsökun held ég sé þó til fyrir íslenzkumælandi fólk að hafa slíkt einfalt nafnorð óbeygt í tali sínu. Allir segja „í Þjóðviljanum“ og „í Tím- anum“, en um Vísi gegnir öðru máli vegna þess að það orð kemur inn í hinn algenga beygingaflokk orða eins og „læknir, hellir“. Þetta sprett- ur meðfram af tíðni þessara orða. Stjórnmálablöðin eru oft skömmuð rækilega af andstæðingum, og enginn blaðamaður er svo fákunn- andi að hann kunni ekki að beygja orð eins og Tíminn eða Þjóðviljinn, að ekki sé talað um heiti sem enda á -blaðið (Alþýðublaðið, Morg- unblaðið). Ritmálið hefur sín áhrif á talmálið, en um blöð eins og Ásinn eða Satt er lítið skrifað. Þá eru samsett heiti stofn- ana o.þ.h. Skemmtileikur („refja“, eins og einhver stakk upp á fyrir revýa“) einn var sýndur hér í Reykjavík s.l. vor, og 26. júní sagði Þjóðviljinn á 'fyrstu síðu: Næst var fluttur þátt- ur úr „Frjálsir fiskar“. — Hér hefðu sumir viljað hafa „refjunni" eða þvílíkt á und- an heiti leiksins og þótt þá fremur leyfilegt að hafa það sjálft óbeygt. Aðrir hefðu talið rétt að beygja orðin og eegja „þáttur úr Frjálsum fi.skum". Það er sú lausn sem eðlilegust er íslenzkri tungu, þegar unnt er að koma henni við. Svo er þó ekki ávallt. Allir eru sammála um að bókaheiti og þess háttar, sem er heil setning, verði ekki beygð. Því segja allir: Hans er getið í „Hver er maður- inn“ — Bókarheitið verður ekki beygt. En stundum er heitið engin heil setning, heldur tvö fallorð, svo sem leikritsheitið „Vér morðingj- ar“. Mundi nokkur tala um „sýningu á Oss morðingj-i um“? Ég geri ekki ráð fyrir því. Sama er um „kafla úr „Lífinu og mér“ eftir Eggert Stefánsson; þannig tekur enginn til orða. Samsett heiti verzlana og annarra fyrirtækja eru oft höfð óbeygð. Þó er ástæðu- laust að sleppa beygingum á heitum sem samsett eru með tveim hliðstæðum fallorðum eða einkunn og fallorði (t,d. Sjálfstætt fólk, íslenzkir guð- fræðingar, Sannar sögur, Blóm og ávextir, Tau og töl- ur), ef bæði orðin eru í þriðju persónu. I heitinu „Vér morð- ingjar" og „Lífið og ég“ er einmitt hluti heitisins orð í fyrstu persónu, og þess vegna verður það ekki beygt, svo mynd sé á. Hér hefur verið drepið á nokkur atriði um beygingu samsettra sérheita á stofnun- um og þvílíku, og ætti að vera ljóst að sama reglan getur ekki skilyrðislaust gilt um öll slík nöfn; þar verður nokkurt mat að koma til hverju sinni. En rétt er að hafa í huga að allar undan- þágur frá beygingum eru frávik frá aðalreglum ís- lenzkrar tungu og því þurfa undanþágurnar að vera eins fáar og unnt er, og ekki ætti að víkja frá þeim nema brýna nauðsyn beri til. Og um sér- heiti stofnana, bóka eða þess háttar er sú nauðsyn ekki brýn nema í örfáum tilvikum slíkum sem hér hafa verið talin. Tvöföld neitun Að lokum er rétt að minn- ast á eitt atriði sem oft er of lítill gaumur gefinn, en það er tvöföld neitun. Allir skilja hvað orðið sjaldan merkir, og þá skilja menn væntanlega að ósjaldan merkir = oft. Orðasambandið „ekki ósialdan" getur þá ekki að réttu lagi merkt ann- að en ekki oft, þ.e. = sjald- an. Það er þó oft notað í þveröfugri merkingu, alveg eins og gleymzt hafi að tvær neitanir vega venjulega hvor aðra upp í íslenzku. Og það var því næsta hlálegt þegar forstjóri þjóðþrifafyrirtækis eins var í fvrravetur í út- varpi að þakka almenningi fyrir góðan iskilning á málum fvrirtækisins og rausnarleg fiárframlög til þess. Forstjór- inn saaði m.a.: Það hefur „ekki ósjaldan komið fyrir að“ þetta fyrirtæki eem hann tdtók svo nánar, „hafi feng- ið stórgjafir". Að s.jálfsögðu væri þetta orðalag stórlega móðgandi við allan þann fjölda manna sem gefið hafa bessu fyrirtæki giafir, ef ekki hefði verið auglióst af sam- bandinu við hvað var átt. — Tvöföld neitun er gömul í málinu, en annars verður þetta, ekki rakið frekar hér í þetta sinn. Trúlofunarhringir, Steln- hringir, Hálsmen, 14 og 18 kt. gull.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.