Þjóðviljinn - 02.12.1959, Síða 6

Þjóðviljinn - 02.12.1959, Síða 6
þlÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn. - Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmunds- son. - Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglýsinga- stióri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. - Sími 17-500 (5 línur). - Askriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. Þingfrestun ríkisstjórnin ein og nokkrir „sérfræðingar“ sem hún velur sér að fjalla um þjóðfélagsvandamál á íslandi, ráða fram úr .erfiðleikum í efnahagslífi þjóðarinnar, velja leiðirnar til framtíðarinnar? A hitt að verða verkefni Alþingis að sjá ráðherra setj- ast snöggvast í sjö stóla, og fara síðan heim svo ríkisstjórnin fái „vinnufrið“. Koma auðsveipt aftur að loknum tveggja mánaða vinnufriði stjórnarinn- ar, og afgreiða þá á fáum dögum mál sem úrslita- áhrif hafa á þjóðarbúskap íslendinga næstu árin, á lífskjör fólksins og rétt, gefa „úrræðum“ sérfræð- inga stjórnarinnar lagagildi án þess að alþingis- mennirnir hafi nokkurt. svigrúm til að kynna sér þau. fjess konar hugmyndir um hlutverk Alþingis virðast r orðnar stjórnarstefna núverandi ríkisstjórnar. Má teljast eðlilegt að grunnt sé á þeim í nazistadeild Sjálfstæðisflokksins, sem nú er áhrifameiri í þing- flokknum en nokkru sinni áður. Gerðum dug- lítillar ríkisstjórnar og kreddubundinna sérfræðinga er auðveldara að stjórna úr skúmaskotum að tjalda- baki. Alþingi starfar hins vegar á opnu sviði og þar beinist kastljós gagnrýni og umræðna að mönn- um og málefnum. jjað er því fjarri lagi að tekizt sé á um hégómleg mál á Alþingi þessa dagana. Ríkisstjórnin og þau öfl sem ráða henni hyggja á stórárásir á lifskjör fólksins. En ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins er ekki sterk stjórn, hefur einungis þriggja atkvæða meiríhluta á þingi. Hún mun því reyna að koma fram fyrirhuguðum árásum á lífs- kjörin með þeim aðferðum sem Birgir Kjaran og Bjarni Benediktsson kynntu sér í námsdvölum í Hitlers-Þýzkalandi, aðferð nazismans með árás er dynji yfir þjóðina óviðbúna, og ætlað er að hafa eins konar rothöggsáhrif á dómgreind fólks. Þeim aðferðum hentar vel að „urræðin“ í mestu vandamálum þjóðarinnar sé klakið út á klíkufund- um ráðherra og dularfullra „sérfræðinga11 erlendra og innlendra, án þess að alþingismenn eigi almennt kost á því að kynna sér vandamálin, ræða þau á þingi og leita úrræða, eins og þeim ber. Fhnar Oigeirsson lét svo ummælt á Alþingi nú í A vikunnj að sig tækí sárt að einmitt þessu þingi, fyrsta þinginu eftir kjördæmabreytinguna, skyldi sýnd óvirðing slík og felst í ákvörðun ríkis- stjórnarinnar, að reka þingmenn heim rétt þegar þeir voru nýséztir á þjngbekki. Enda nægir ekki að réttur þjóðarvilji komi fram í skipun þingsins, ef Alþingi er jafnframt meinað að starfa með eðli- legum hætti og málin fengin í hendur utanþings- mönnum, sem litla yfirsýn hafa um íslenzkt þjóð- líf og þarfir þess. Ráðherrarnir hafa heldur ekki í umræðunum á Alþingi undanfarna daga andmælt því, að þingfrestuninni væri ætlað að gefa ríkis- stjórninni færi á að leysa ágreiningsmál með bráða- birgðalögum næstu tvo mánuði, eig með slíkum hætti að þægilegra væri að eiga ekki þjóðarviljann yfir höfði sér í mynd sæmilega réttskipaðs þings. TJíkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins hefur verið vöruð við að beita Alþingi bola- brögðum. Hún virðist engu ætla að eira. En fram mun koma, þó ofstækismenn Sjálfstæðisflokksins geti ráðið í þetta sinn og takist að reka þingmenn heim, að baráttunni um vald og virðingu Alþingis er ekki lokið. Úrræðalaus og huglaus ríkisstjórn Ólafs Thórs getur í svip óvirt Alþingi, en það á eftir að hefna sín. — s. Kjallarinn í Ingólfsstræti 8 var á sínum tíma gerður allvistlegur. Síðan hefur hann smátt og smátt orðið hefðbundinn samastaður bókamarkaða nokkrum sinnum á ári. Þegar sagt var frá markaði Jóns úr Vör fyrra sunnudag var því heitið að minnzt skyldi á þann sem opnaði þar á eftir: Stefán Guðjónsson. Þegar gengið er u~p Lauga- veginn hægramegin og beygt upp Klapparstíginn er lítil !kompa rétt ofan við hornið. Þangað var ævinlega. nota- legt að koma þegar Halldór í Hrauntúni ríslaði þar við bækur sínar, það var ræðinn karl og sjófróður um þjóðlega hluti. Þarna hefur undanfarið verið fornbókasala Stefáns Guðjónssonar, — og þangað erum við nú komin. — Segðu mér Stefán, hvers- konar starf er eiginlega þessi fornbókasala? — Fornbókasölu má flokka í þrennt: bækur sem eru einskis virði, nýjar bækur sem maður kaupir undir verði og rándýrar bækur sem seljast ekki lengur. Fornbókasala er lík fri- merkjaverzlun að því leyti að það eru allt af einhver sér- stök ,,merki“ sem, hlaupa upp ’í voðamikið verð. — Hvaða bækur telur þú helztar í fyrstnefnda flokkn- um? — Ýmsar1 bækur sem bóka- félög hafa verið að gefa út í þúsundaupplagi, ýmsar bæk- ur um dægurmál sem hafa ekki gildi lengur, og jafnvei sumar guðsorðabækur. ekki þolir að vera opnað þegar til kemur! Þetta hefur breytzt mjög til batnaðar á seinni árum; hjá sumum forlögum er un- un að sjá hve verkið er vel af hendi leyst. Kjörgripir — I þriðja flokknum koma, svo bækur sem eru hreinir kjörgripir, bæði að frágangi og efni. Má þar tel.ja ýmsar þjóðlegar bækur, ljóðabækur og margar fágætar bækur, bækur sem ekki sjást lengur nema endrum og eins. Þær geta stundum hlaupið í ótrú- legt verð, því eftirspurnin er orðin miklu meiri en fram- boðið. Þó þær séu dýrar hér þá er það oft ekki sambæri- legt við það sem er erlend- is. Of eða van — Á uppboðum, heldur Stefán áfram, geta bækur farið fyrir vitleysislegt verð, langt fyrir ofan alla sann- igirni, — og þær geta líka farið undir raunverulegu verði. T.d. þegar 25 árgang- ar af Náttúrufræðingnum voru seldir fyrir 1600 kr., þar af 15 árgangar innbundn- ir en 10 óbundnir, en það er Stefán Þórbergur efstur ó bloði Hjólbörubækur — En þýddu skáldsögurn- ar? — Þær tilheyra flestar öðrum flokknum. Þýddac skáldsögur sem gefnar eru út fyrir jólamarkað eru oft stórar bækur, — en inni- haldið einskis virði þegar farið er að lesa þær. . . Það hefur einn merkur borgari sagt að ekki sé hægt að meðhöndla margar þessar bækur öðru vísi en í hjól- börum, þær séu svo þungar og stórar., Það á við þær sem segir í vísunni: „umbúðirnar eflaust vætt, en innihaldið lóð.“ Þessar bækur fara þvi einnig í þann flokk sem er sáralítils virði. Fer batnandi — Og í öðrum flokki? — I öðrum flo'kknum eru ýmsar viðhafnarútgáfur sem rubbað er út fyrir jól, kannski útgáfur einhverra góðskálda, en misheppnaðar Það er t.d. oft og iðulega að prentið er þannig að maður er í vafa um hvort maður er að lesa. þá síðu sem blaðsíðutalið á við, eða næstu síðu! Frágangur á bókum er oft til frámunalegrar skammar. Verst er þó að oft virðist á þeim forláta band — en sem minna verð en ég myndi hafa keypt þá fyrir inn í búðina. Stundum er verið að bjóða upp bækur sem enn fást hjá forlögunum, eins og þegar boðið var í Sjö töframenn þrefalt verð við það sem bókin var á sama tíma seld ’í Helgafelli! — Hlutleysi Ríkisútvarpsins birtist nýlega í því að verið var að hæia bókauppboðum á kostnað fornbókasalanna. Mest af verliamönnum — Og viðskiptavinirnir, hverjir safna helzt bókum ? — Það er mest af verka- mönnum, eða mönnum sem stunda erf'ðisvinnu. Það sýn- ir að alþýðumenntun stendur hér mjög framarlega, svo ó- víða um heim mun vera betra. — Og hverskonar bækur eru helzt keyptar ? — Mest er keypt af skáld- sögum og ljóðabókum. — Já, lesa menn enn ljóð? -— Það er ákaflega mikið kevpt af ljóðum. Svo er alltaf mikið spurt um þjóðsögur, en því miður er mikið ófáanlegt af þeim bókum sem spurt er um. Stöðug eftirspurn — Ferðabækur virðast vera að dala. Sömuleiðis eru þýdd- ar ævisögur mjög lítið eftir- spurðar. — En íslenzkar? — Það virðist alltaf vera stöðug eftirsourn eftir ævi- sögum íslendinga. Árbækur Ferðafélagsins eru alltaf vei seljanlegar, og sumar þeirra í háu verði, enda má segja að það séu bækur í fremstu röð sem Is- landslýsing og um útlit og allan frágang. — Tímarit? — Tímarit hef ég lítið verzlað með, — það er aðal- lega Helgi Tryggvason sem hefur þau, Halda að aldur eða stærð ráði — En hvað er svo að segja um það fólk sem kem- ur með bækur til að selja? — Það er margt í forn- bókaverzlun sem fólk á erf- itt með að átta sig á. Það er ekki alltaf mælikvarði á verð bókar að hún sé orðin gömul. Bók sem orðin ,er hundrað ára getur verið sára- lítils virði. Hér eru t.d. ís- lenzkar réttritunarreglur frá 1859 — það er enn hægt að fá þær hjá Bókmenntafélagina fyrii* tvær krónur. Margir sem koma með bæk- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.