Þjóðviljinn - 02.12.1959, Page 9
Miðvikudagur 2. desember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Sl. laugardagskvöld fóru fram
leikir í yngri flokkunum í Hand-
knattleiksmóti Reykjavíkur.
Leikjum fer nú að fækka' úr
þessu, og úrslitin í öllum flokk-
um skammt undan.
2. fiokkur kvenna. Valur
,,burstaði“ KR
Fyrsti leikur kvöldsins .var í
öðrum flokki kvenna, og áttust
þar við Valur og KR. Það varð
þegar í byrjun Ijóst, að Vals-
stúikurnar mundu hafa ieikinn
í höndum sér, enda kom það á
daginn, því Valur sigraði með li
mörkum gegn engu, sem er mjög
stór sigur, ekki sízt þar sem um
kvennaflokki er að ræða.
2. fl. karla (B-lið) Ármann
og Víkingur gerðu jafntefli
í jöfnum leik
Leikur Ármanns , óg Víkings
var þegar í býrjun mjög jafn
og spennandi, en í hálfleik voru
Ármenningar einu marki yfir,
komust síðan tvö mörk yfir, en
Víkingarnir náðu þó að jafna og
síðan að ná yfirhöndinni, en Ár-
menningar voru þó ekki af baki
dottnir og jöfnuðu skömmu fyrir
leiksiok, 9:9.
sýndi í þessum leik. Úrslitaleikur
2. flokks verður eftir mótsskránni
millí; ÍR og Þróttar á laugardag-
inn kemur. Þróttur mun að öll-
um líkindum eiga 3 lið í úrslit-
um það kvöld, þ.e. 1., 2. og 3.
flokk, svo það virðist ekki nema
eðlilegt að mótsstjórnin fresti
einum þessara leikja til betri
tima, (t.d. 2. flokk), þar eð í
1. flokks liðinu leika piltar, sem
jafnframt ieika í 2. flokki.
1. flokkur karla.
KR vann Val með 10:9
Yfirleitt var búizt við öruggum
sigri KR, en sú spá reyndist
með öllu fráleit, því Valsarar
börðust vel allan tímann og með
örlítilli heppni hefðu þeir eins
vel getað hreppt sigurinn, en
KR tókst að sigra með aðeins
eins marks mun, 10:9, eftir að
hafa 4:4 í hálfleik. Liðsmenn
KR eru mjög jafnir, en liðið
veiktist að mun, er Þóris naut
ekki við. f Valsliðinu var Árni
Njálsson langbeztur.
ÍR—Fram 8:7
Annar leikurinn í fyrsta flokki
karla var á milli ÍR og Fram.
Leikurinn varð eins og margir
fleiri leikir þetta kvöld, bæði
jafn og spennandi, en ÍR-ingum
tókst að halda sigrinum sín meg-
in, er dómari „flautaði af“. í
liði ÍR voru beztir Valur og Ólaf-
ur; í liði Fram var Eggert bezt-
ur.
Þróttur sigraði Víking
í lélegum leik
Síðasti leikur kvöldsins var
í fyrsta flokki karla á milli
Þróttar og Víkings. Fyrirfram
var búizt við heljar miklu
„bursti", þar sem Þróttarliðið er
eitt hið bezta í mótinu og raun-
ar komið í úrslit, en Víkingur
með fremur veikt lið. Leikurinn
varð raunar eitt kæruleysi af
hálfu Þróttarmanna, enda þótt
þeir sig'ruðu með 7:4 (2:0 í
hálfleik). Víkingar gerðu sift
bezta og stóðu sig vonum fram-
ar, en Þróttarar sýndu leik sem
er langt fyrir neðan getu þeirra,
og verður ekki afsökuð, enda þótt
þrír leikmenn þeirra hafi verið
fjarverandi.
Næstkomandi laugardag fara
fram úrslit í flestum yngri flokk-
unum, og á sunnudag lýkur mót-
inu með leikjum í meistaraflokk-
um.. m.a. úrslitaleikur í kvenna-
flokki milli KR og Ármanns og
í karlaflokki milli KR og Fram.
—bip—
Handknattleiksmótið:
KR vann IR 20:10 og Fram firmann
17:7 — KR og Fram í úrslitunum
3. flokkur lcarla (B-lið)
Valur ÍR 5:5
Leikur Vals o^ ÍR var eins og
leikurinn á undan, mjög spenn-
andi og jafn, og úrslitin 5:5 eru
réttlát eftir gangi leiksins. Dóm-
ari í þessum leik og þeim næsta
á uncan var Böðvar Guðmunds-
son (Þrótti) og dæmdi hann
ágætlega tvo fremur erfiða leiki.
Víkingur sigraði Ármann
í þriðja flokki 11:2
Ármann og Víkingur leiddu nú
saman hesta sína öðru sinni
þétta sama kvöld, að þessu sinni
í 3. flokki' B. Lið Víkings sýndi
ágætan leik, og allt frá fyrstu
mínútu var sigur þeirra engum
vafa bundinn. Víkingarnir sigr-
uðu með 11 mörkum gegn 2
eftir að hafa 6:0 í hálfleik. Er
ánæg’julegt að vita til hinnar
miklu breiddar, sem skapazt hef-
ur í yngri flokkum félagsins. og
ef rétt verður á haldið ætti mjög
gott meistaraflokkslið að peta
skapazt hjá félaginu á næstu
árum.
2. fl. karla. ÍR sigraði Ár-
niann í riðilsúrslitum 9:8
Leikur Ármanns og ÍR var
úrslitariðill í 2. flokki. ÍR náði
strax undirtökunum og sleppttu
þeim ekki allan leikinn. í hálf-
leik höfðu þeir yfir 4:3 f síðari
hálfleik höfðu þeir um skeið 3
mörk yfir, þ.e. 7:4, en þá tóku
Ármenningar sig á og náðu 7:6
og loksl jafntefli og var þá langt
liðið á leiktímarin, en á síðustu
mínútunum tókst ÍR að ná yfir-
höndinni og sigra 9:8. Ármenn-
ingarnir voru að vísu mjög ó-
heppnir í leik þessum, en þó
hefði mátt búast við betra spili
og hraðara af svo sterku liði
sem Ármannsliðið er, en liðið
Leikirnir á mánudagskvöldið
urðu ójafnari en almennt var
gert ráð fyrir. ÍR-ingarnir réðu
ekkert við KR-inga sem léku
bezta leik sinn í mótinu og unnu
20:10.
Ármann var varla heldur svip-
ur hjá sjón miðað við leiki sína
undanfariðj og var Fram allsráð-
andi pg vann með 10 marka
mun. Þar með er séð að Fram
og KR keppa til úrslita í mót-
inu og fer sá leikur fram á
sunnudag.
Þróttur tapaði fyrir Val með
24 mörkum gegn 13. Voru van-
höld í liði Þróttara og þó þeir
byrjuðu vel var úthaldið ekki
fyrir hendi. ,
Aðrir leikir þetta kvöld voru:
Annar flokkur kvenna B-lið:
Ármann vann Víking með 4:4.
Þriðji flokkur karla B.b: Fram
vann Val með 10 gegn 1. í sama
flokki kepptu og Ármann og KR
og vann Ármann með 8:7.
Verður nánar sagt frá leikjum
þessum á morgun, en nú eru að-
eins eftir tvö leikkvöld af móti
þessu.
Félagsbækiir
1959
Aígreiðsla félagsbóka hefst í dag.
Bókaútgáfa Memiingarsjóðs og
þjóðvinafélagsins,
Hverfisgötu 21.
9 ®
kveðnar reglur.til þess að tak-
marka útlán sín, einnig þau lán
sem veitt eru út á framleiðslu,
svo að einnig sé hægt að tak-
marka hana. I sama skyni eiga
bankar einnig að hækka og
lækka vexti að eigin geðþótta.
Fjárlög verði hallalaus
*■" og helzt með greiðsluaf-
gangi. Alveg verði felldar nið-
ur lánveitingar Úr ríkissjóði og
hætt að veita ríkisábyrgð fyrir
lánum. Þau verkefnj verði af-
hent bönkunum — á sama
tíma og þeir eiga að takmarka
útlán sín.
O Samdar verði starfsáætl-
anir fyrir opinberar
stórframkvæmdir til að tryggja
að þær ,,fari ekki fram úr þv'í
fjármagni sem til umráða er
með eðlilegu móti“. „Jafnframt
verði lánskjör fjárfestingar-
sjóða að breytast í eðlilegt
horf“, en með því á ræðumað-
ur við aði þau verði að versna
frá því sem nú er.
4 „Sama gengi verður að
gilda fyrir útflutning og
innflutning, er sé miðað við
að skapa jafnvægi í greiðslu-
viðskiptum landsins við önn-
ur lönd“. — Þarna er boðuð
mjög stórfelld lækkun á gengi
íslenzkrar krónu, og mun Jón-
as hafa reiknað út að hæfi-
legt sé að dollarinn hækki i
Hættið að rækta
Framhald af 1. síðu
Þessi erlendi embættismað-
ur var stórhneykslaður á því
hversu mikið Islendingar
hefðu byggt af íbúðarhúsum
á undanförnum árum og bar
fram kröfu um það að íbúða-
byggingar yrðu skornar nið-
ur um meira en tvo þriðju-
verði upp í 38 kr; hæ'kki um
meira en helming.
r Breytt - sé reglunum um
vísitöluuppbætur vegnat
verðhækkana. Jafnfrsmfc
„verða“ verklýðsfélög og sam-
tök atvinnurekenda að setja
sér reglur sem takmarki grunn-
kaupshækkanir. — Þessar að-
gerðir eiga eflaust að koma til
framkvæmda um leið og geng-
islækkunin, til þess að koma ■
veg fyrir að verkafólk fái bæt-
ur fyrir kjaraskerðingima.
f Breytt sé reglum ura
verðlagningu og skatt-
lagningu þannig að fyrirtækj-
um sé gert „kleift að endur-
nýja fjármuni s'ína á hæfilegum
tíma og mynda nýtt fjármagn
til eðlilegrar fjármunaaukning-
ár“. — Gróði atvinnurekenda
á þannig að aukast jafnframt
því sem kjör verkafólks veroa
skert mjög stórlega,
Þetta voru helztu fyrirmæii
ráðuneytisstjórans til ráðherr-
anna og skipanatónninn var
mjög greinilegur; hann sagði
alltaf þetta „verður“ að géra!
Allar eru kenningar Jónasar
byggðar á því sem hann lærði
sem bandarískur embættismað-
ur um margra ára skeið; á
fullveldisdegi Islendinga flyt-
ur hann erlend fyrirmæli um
það hvernig við eigum að haga
efnahagsmálum okkar. Og það
er mjög athyglisvert að tveim-
ur dögum áður flutti útlendur
embættismaður, René Sergent
framkvæmdastjóri Efnahags-
samvinnustofnunar Evrópu,
mjög hliðstæða ræðu í hátíða-
sal háskólans. Einnig hann var
svo háttvís að fyrirskipa ís-
lenzkum ráðherrum hvernig
þeir ættu að stjórna landi sínu.
Samskonar kröfu bar hann
fram um niðurskurð á fram-
kvæmdum í landbúnaði, og
auglýsti þekkingu sína með
því að telja það brýnast að
hætta að rækta kartöflur á
Islandi: „Getur það verið
góð hugmynd að ríghalda í
að rækta hluti eins og kart-
öflur með alveg ævintýraleg-
um tilkostnaði ?“!!
Síðan dró hann fyrirmæli
sín saman í sex liði (eins
og Jónas Haralz í ræðu sinni
í gær):
1. Það verður að draga úr
vextinum á neyzlu al-
mennings.
2. Það verður að koma
betra jafnvægi á fjárlög
og atliafnir stjórnarinn-
ar utan ramma fjárlaga.
3. Það verður að beina
fjárfestingu einstaldinga
að mikilvægum þáttum
efnahagslífsins.
4. Það verður að takmarka
útlán bankanna, einnig
afurðalánin.
5. Það verður að draga úr
vísitöluuppbótum vegna
verðhækkana.
6. Það verður að breyta
efnahagskerfinu þannig
að útflytjendur geti
fengið hæfilegan arð án
ríkisstyrkja.
Og síðan bætti hann við
sem sjöunda atriði, sem hann
tíaldi mjög veigamikið, að
gefa yrði sem mestan hluta
innflutningsins frjáisan til
þess að beygja framleiðsluna
hér undir „ aga frjálsrar al-
þjóðaverzlunar“.
Banaslys
Framhald af 1. síðu
ar og síðan ekið tómum i Ivft-
una aflur og hún látin fara
niður. Stjórn lyftunnar var
þannig hagað, að sá sem niðri
var tók í streng þegar sá sem
tók á móti steypunni uppi kall-
aði að slaka mætti, og á sarna
hátt tók sá sem uppi var í
streng þegar félagi hans niðri
kallaði að hífa mastti.
Gísli heitinn Sæmundsson
hafði það • starf með höndum að
taka á móti ste.vpunni uppi á
sjöttu hæð byggingarinnar. Þeg-
ar slysið varð hafði hann kallað
niður að slaka mætti. Gerir íé-
lagi hans niðri það, en verður
þess var, þegar lyftan er ný-
farin að hreyfast niður á við,
að slaknar á burðarvírnum.
Stöðvar hann þá lyftuna sam-
stundis, kallar upp 'en fær ekk-
ert svar. Fer hann þá þegar að
gæta að hverju þetta sætir o.g
finnur Gísla heitinn alblóðugan
á pallskörinni. Mun hann haía
stungið höfðinu á milli þversláa
sem slegið hafði verið upp fyrir
lyftuopið og langbands, járnbita.
á lyftunni. Var hann látinn þegar
í slysavarðstofuna kom.
Byrjað' var að vinna við múr-
húðunina í fyrradag og vöru-
lyftan, sem fyrr var nefnd þá
tekin í notkun. HöTðu starfsmenn
öryggiseftirlitsins skoðað allan
útbúnað og samþykkt fráganginn.
Gísli Sæmundsson var sjö-
tugur að aldri. Hann lætur eftir
sig konu.