Þjóðviljinn - 12.12.1959, Qupperneq 5
Laugardagur 12. desember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Þannig vernda Kanar Panamahúa
í
A u g I f s i n g
um umfercS í Reykjavik
Samkvæmt heimild í 65. gr. umferðarlaga hefur veriö
ákveðið að setja eftirfarandi takmarkanir á umferð
hér í bænum á tímabilinu 14.—24. des. 1959:
1. Einsíefnuakstur:
I Rósthússtræti milli Austurstrætis og Kirkju-
strætis til suðurs.
2. Bifreiðastöður bannaðar á eftirtöldum götum:
Á Týsgcfcu austanmegin götunnar.
Á Skólavörðusfíg sunnanmegin götunnar fyrir ofan
Bergstaðastræti.
1 Ingólfsstrati austanmegin götunnar milli Amt-
mannsstígs og Hallveigarstígs.
1 Nausfunum vestanmegin götunnar milli Tryggvagötu
og Geirsgötu.
Á Vesturgötu frá Norðurstíg að Ægisgötu.
Á Æ.gisgötu austanmegin götunnar milli Vesturgötu
og Bárugötu.
3. í Pósthússúrætj vestanmegin götunnar milli Vallar-
strætis og Kirkjustrætis verða bifreiðastöður ’tak-
markaðar við 30 mínútur frá kl. 9—19 á virkum
dögum. Laugardaginn 19. desember gildir takmörkun-
in þó til kl 22 og á Þorláksmessú til kl. 24.
Athygli skal vakiu á því, að bifreiðastöður á Lauga-
vegi norðanmegin götunnar milli Frakkastígs og Rauð-
arárstígs eru takmarkaðar við 15 mínútur.
4. Umferð vörubifreiða, sem eru yfir ein smálest að
burðarmagni, og fólksbifreiðar, 10 farþega og þar yfir
annarra en stræt'isvagna, er bönnuð á eftirtölduin
götum:
Laugavegi frá Höfðatúni Í vestur, Bankastræti, Aust-
ursfræti, Aðalstræti og Skólavörðustíg fyrir neðan
Týsgötu. Ennfremur er ökukennsla bönnuð á sömu
götum. Bannið gildir frá 14.—24. desember, kl. 13—
18 alla daga, nema 19. desember til kl. 22, 23. des-
ember til kl. 24 og 24. desember til kl. 14. Þeim
tilmælum er beint til ökumanna að forðast óþarfa
akstur um framangreindar götur, enda má búast við,
að umferð verði beint af þeim, eftir því sem þurfa
þykir.
5. Bifreiðaumferð er bönnuð um Austurstræti og Aðal-
strætj 19. desember, kl. 20—22 og 23. des. kl. 20—24.
Þeim tilmælum er beint til forráðamanna verzlana,
að þeir hlutist ti] um, að vöruafgreiðsla í verzlanir og
geymslur við Laugaveg, Bankastræti, Skólavörðu-
stíg, Austurstræti, Aðalstræti og aðrar miklar um-
ferðagötur farj fram fyrir hádegi eða eftir lokunar-
tíma á áðurgreindu tímabili frá 14.—24. des. n.k.
Lögreglusíjórinn í Reykjavík, 11. desember 1959.
SIGURJÓN SIGURÐSSON.
E Undanfarið hafa verið miklar óeirðir I Panama. 1 rúma H
= hálfa öld hafa Bandaríkjamenn haldið landræmum báð- E
E um megin Panamaskurðar hernumdum. Þeir hafa farið =
E sínu fram og lítt skeytt um óskir og hagsmuni lands- =
r manna. Undanfamar vikur hefur andúð Panamabúa í E
= garð Bandaríkjamanna m.a. brotizt út í því að þeir E
E hafa í stórum hópum ruðzt inn á hernámssvæðið með =
E þjóðfána sinn, en þar hafa verið fyrir bandarískir her- E
E menn með brugðna byssustingi eins og sést á myndinni E
E til hægri. Sú til vinstri er hins vegar tekin á aðalgötu =
E Panamaborgar. Þar hefur brúða hjúpuð bandar'ísku E
E flaggi verið hengd upp og eldur siðan borinn að. E
mmiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiTi
Fæstar konur sem gerðar hafa
verið ófrjóar iðrast þess
Niðurstöður athugunar sem gerð hefur verið
á 225 konum í Svíþjóð
Aðeins fáar konur sem gerffar hafa veriff ófrjóar meff
læknisaffgerff að eigin ósk iffrast aðgerffarinnar, ef treysta
má niöurstöffum af athugun sem gerff hefur veriö í Sví-
þjóff.
Langflestar (eða 78%)
þeirra 225 kvenna sem sænski
dósentinn Martin Ekblad
spurði 5—6 árum eftir aðgerð-
ina, voru ánægðar og sáu ekki
eftir ákvörðun sinni.
Hann hefur sýnt fram á að
margar konur sem fá leyfi til
að cyða fóstri verða aftur
þungaðar áður en langt liður.
Þegar fóstureyðing er leyfð,
segir hann, verður því um leið
að gera ráðstafanir til þess að
fyrirbyggja að konan verði
aftur þunguð á móti vilja sín-
um. Þar sem ekki er til neitt
algerlega öruggt ráð gegn
getnaði, er rétt að gera jafn-
an ráð fyrir vönun. En áður
en slík ákvörðun er tekin,
verður viðkomandi læknir að
gera sér grein fyrir hvort kost-
ir slikrar aðgerðar vega upp
gallana.
22% iðruðust.
Rannsókn hans leiddi í Ijós
að 15% kvennanna iðruðust
aðgerðarinnar enda þótt hún
hefði ekki valdið þeim veruleg-
um óþægindum eða liugar-
angri. En auk þess voru 15,
eða 7% sem sáu mikið eftir
því að hafa orðið ófrjóar.
— í hópi þessara 15 voru
fimm sem telja mátti að hefði
verið hæpið að gera ófrjóar.
Ef betur hefði verið vitað
hvernig fara myndi hefði verið
hægt að komast hjá aðgerðum,
lconunum og þjóðfélaginu öllu
til góðs.
Barnlausar óánægðar
Athugunin leiddi einnig í
ljós, og kemur ekki á óvart, að
greinilegur munur var á svör-
um þeirra sem áttu börn fyrir
og hinna sem barnlausar voru.
Aðeins ein þeirra tólf kvenna
sem barnlausar voru reyndist
ekki sjá eftir aðgerðinni, og
hún var 41 árs þegar aðgerðin
var gerð.
Á hinn bóginn voru 82%
þeirra 213 kvenna sem áttu
börn fyrir ánægðar með að-
gerðina. Aldur konunnar skipt-
ir einnig máli. Aðeins helming-
ur þeii-ra sem voru 26 ára eða
yngri var ánægður, en 80%
hinna sem voru á aldrinum 26-
40 ára.
Ótti við þungun
Margar konur eru bilaðar á
taugum af stöðugum ótta við
þungun, og eiga því bæði erf-
itt með að sinna heimilisstörf-
Framhald á 10. síðu.
BÆKUR
MENNINGAR-
SJÖÐS
Glæsilegasta jólabókin:
Þióðsaanabók
Ásaríms Jónssonar
50 heilsíðumyndir. 30 þjóð-
sögur.
Verð kr. 240,00 í fallegu
bandi.
Metsölubókin:
Virkisvetur
Verðlaunaskáldsaga eftir
Björn Th. Björnsson.
Verð kr 190,00 í bandi.
Mannraunir
eft'r Pálma Hannesson,
rektor. Verð kr, 115,00 ób.,
150,00 í skinnl'íki, 195,00
í skinnbandi.
Útileaumenn oa
auðar tóttir
Eftir Ólaf Briem, mennta-
skólakennara.
Verð kr. 115,00 ób. 150,00
’í skinnbandi.
Graíið úr gleymsku
EftiW Árna Óla, ritstjóra
Verð kr. 130,00 ób. 165,00
’í bandi.
Norðlenzki skólinn
Eftir Sigurð Guðmundsson,
skólameistara.
Verð kr, 180,00 ób.
225,00 í skinnlíki
Northern Liahts
íslenzk ljóð i enskri þýð-
ingu frú Jakobínu Johnson.
Verð kr. 95,00 í skinnlíki.
Meðal eldri utaáíu-
bóka vorra má einnicr
íinna áaætar aiaía-
bækur:
Bréf og ritgerðir St. G. St.
I,—IV. bindi.
Verð kr. 300,00 í skin-
bandi.
Andvökur St. G. St. I—IV
Verð kr. 517,00 'í rexin-
bandi, 665,00 i skinnbandi.
Kviður Hómers I—II
Verð kr. 200,00 í skinnlíki
íslenzk úrvalsljóð I—XVI
Verð kr. 645,00 í skinnlíki
Saga íslendinga, öll sjö
bindin, sem út eru komin.
Verð kr.' 638,00 í bandi.
932,00 í skinnbandi.
Leikriíasafn Menningar-
sjóðs I—XVI
Verð kr. 568,00 í skinnlíki
Veröld sem var, sjálfsævi-
saga Stefans Zweig.
Verð kr. 185,00 í skinnlíki,'
230,00 í skinnbandi.
Þjóðhátíðin 1874 (með 150
myndum).
Verð kr. 220,00 í skinnliki,
260,00 í skinnbandi.
Bókautgáfa
Meimingarsjóðs