Þjóðviljinn - 12.12.1959, Page 6

Þjóðviljinn - 12.12.1959, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 12. desember 1959 þlÓÐVIUINN ÚtgefandírBameiningarflokkur alþýðu - Sóslalistaflokkurinn. - Ritstjórar: Magnús Kiartanssoniáb.), Magnús Torfi Óiafsson, Sigurður Guðmunds- son. — .Fréttaritstjörar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsinga- sL,»örþ. Guðgeir Magnusson. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustig 19. - Sími 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. Þeir óttast enn kosningar 'C'jármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins boðaði á al- þingi sem stefnu ríkisstjórnarinnar að tekið Verði upp nýtt efnahags-og fjármálakerfi, og hann og aðrir ráðherrar gáfu í skyn að fengi stjórnin vilja sínum framgengt að reka þingið heim, yrði þetta nýja efnahags- og fjármálakerfi fullskapað í janúar- lok, þá hefðu ráðherrarnir og sérfræðingar þeirra haft frið og næði til að reikna og sníða og klæða hið nýja kerfi í löggjafarbúning, sem Alþingi ætti þá að gera svo vel og samþykkja. Þessi var myndin sem helzt fékkst af fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar fyrir þingfrestunina. C'n þegar alþingismenn leyfðu sér að spyrja ráð- herrana hvers eðlis hið nýja efnahags- og fjár- málakerfi ætti að verða, komu einkennileg undan- brögð til sögunnar, ráðherrarnir gerðust óværir í Sætum sínum og smokkuðu sér út úr þingsalnum, lengri tíma eða skemmri, eða svöruðu út í hött. Hins vegar létu þeir blöð sín skrifa dag eftir dag að álþingismenn væru með ótilhlýðilegt atferli á Al- þingi, þeir væru reyndar að ræða vandamál efna- hagslífsins og þjóðlífsins í heild, eins og þeir héldu að alþingismenn ættu að leysa út þeim vanda eða hafa eitthvað að segia um lausn hans, í stað þess að ^reysta bara ríkisstjórninni og sérfræðingum hennar fram í janúarlok. ¥»ví var haldið fram á Alþingi, án þess að ráðherr- arnir andmæltu því, að hugsjón ríkisstjórnar- innar um hið nýja efnahags- og f jármálakerfi væri mjög í ætt við boðskapinn sem Jónas Haralz ráðu- neytisstjóri var látinn flytja þjóðinni 1. desember. Þingmenn Alþýðubandalagsins sýndu fram á, með rökum sem heldur ekki var andmælt, að það kerfi sem ráðuneytisstjórinn boðaði, hlyti að hafa í för með sér margs konar bágindi fyrir alþýðu manna, lækkuð laun, aukna dýrtíð, miklu minni atvinnu og stórversnandi lífskjör yfirleitt. Má telja auðskilið að ríkisstjórn sem gengur með slíkar fyrirætlanir vilja fresta að sýna þær fram í janúarlok. ÍTm það bil sem þing kemur saman á ný og ríkis- ^ stjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins lætur hið nýja efnahags- og fjármálakerfi sjást svart á hvítu, verður búið að kjósa stjórnir í flestum stærstu verkalýðsfélögum landsins. Ríkisstjórnin veit að sé verkalýðshreyfing landsins sterk og ein- huga, getur engin ríkisstjórn á íslandi komið fram eða viðhaldið til frambúðar lögum eða ráðstöf- unum sém þýða stórárás á lífskjör alþýðunnar. Því munu stjórnarflokkarnir nú sem fyrr leggja á það æðislegt kapp að reyna að hrifsa til sín stjórnir sem flestra verkalýðsfélaga, ef með þeim hætti mætti takast að sundra verkalýðssamtökunum í baráttunni gegn kjaraskerðingu og árásum ríkisvaldsins. Þá einingu á að eyðileggja með náinni samvinnu íhalds og Alþýðuflokks í verkalýðsfélögunum. T andvaraleysi kaus fjöldi verkamanna og alþýðu- manna yfir sig þá flokka sem skriðu sarnan í afturhaldsstjórn Ólafs Thórs og kumpána. Vegna þess hve þeir þóttust sleppa billega eftir fyrstu árásirnar á lífskjörin og verkalýðshreyfinguna, kaup- ránið í fyrravetur, hafa þeir afráðið að halda árás- unum áfram og nú í stærri stíl. En Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn óttast einnig þær kosmngar sem nú eru eftir: stjórnarkosningarnar í verkalýðsfélögunum. Þar geta alþýðumenn enn sagt við ríkisstjórn þessara flokka: Hingað og ekki lengra, svo eftirminnilega, að þeir hugsi sig tvisv- ar um áður en lagt er til átaka við alþýðu landsins. — s. 84. þáútur 12.des. 1959. ÍSLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson. Við gerum þá kröfu til út- varpsins að það efni sem þar er flutt sé á vönduðu máli og orki a.m.k. ekki til málspjalla. Starfsfólk þeirrar stofnunar gerir líka sitt til að svo megi verða. En ekki tekst alltaf svo vel til sem skyldi, og fréttaauka með kvöldfréttum 5. þ.m. var næsta, hláleg mál- villa, sem ætti ekki að koma fyrir þá er tala við alþjóð í gegnum útvarp. Rætt var um austurför Eisenhowers Banda- ríkjaforseta og komizt að orði á þá leið að menn hefðu komið til að ,,óska honum góða, örugga og árangursríka ferð.“ „Aldrei hefur þú óskað mér svona ills, Þorgils minn,“ sagði Þórdís gamla á Rauð- nefsstöðum, þegar hún hnerr- aði og húsbóndinn bað fyrir henni á dál’ítið óvenjulegan hátt, óskaði þess að myrkra- höfðinginn gerðj hana útlæga úr endilöngu ríki sínu. Sú kerling hefur kunnað! að fara rétt með sögnina að óska. Og sama hefur verið \im Leiru- iækjar-Fúsa, þegar hann orti í brúðkaupi dóttur sinnar: Ykkur er skvlt ég óski góðs, ekki er mér það bannað. Eftir staupa fylli ■ flóðs farið þið — — — o s.frv. (sbr. þjóðsögur Jóns Árna- sonar)., Raunar er þarflaust að vera að rekja dæmi þess hvernig sögnin að óska hefur alla tíð verið notuð í íslenzku: hún hefur alltaf tekíð með sér eignarfall um óskina sjálfa, og þágufall um þann sem ósk- in beinist til. Þess vegna hefði útvarpsmaðurinn átt að segia: „óska honum góðrar, ferðar“. S>- I þessu sambandi dettur mér ’í hug að nú fer tími jólákveðjanna í hönd, og þá má alloft siá ambögu eins og þessa „G'eðileg jól, gott og farsælt nvtt ár, óska ég þér“, jafnvel hjá þeim sem heldur vilja óska vinum sínum góðs en gott. Um iólin óskum við hvert öðru gleðilegra jóla og farsæls nýs árs (eða nýárs), þegar að því kemur, og þess vegna eiga orðin að beygiast: „Gleðilegra ióla (góðs og far- sæls nýárs) cska ég þér“, hvernig sem orðunum er rað- að í .iólakveðiuna Kveðjur á hátíðum eins og jólum og ný- ári eru of fal'egar til þess að hæfi að brenela bær. svo sem dæmi hefur verið sýnt hér um. kann að vera, og þá í al- gengustu beygingarmyndinni. Loks kemur síðast fram í hugann sá hlutinn sem setn- ingafræðilega ætti að koma fyrst, „óska ég þér“, frumlag setningarinnar (og andlag). Þetta er hliðstætt því sem alloft má heyra, en er engu síður rangt: „Það býst ég við, það slcil ég ekki í, það geri ég ráð fyrir, það vildi ég óska“. Margar því- líkar setningar eru látnar hefjast á fornafninu það ’í nefnifalli, þótt það ætti ann- ars að vera beygt samkvæmt því sem kemur siðar í setn- ingunni. Enginn segir: ég býst við það, ég skil ekki í það, ég geri ekki ráð fyrir það, — heldur er þágufallið því alls staðar notað þegar svona stendur á, og sama er að sjálfsögðu rétt þó að orða- röðinni sé breytt. Breytt orðaröð ein breytir ekki beygingum orða, heldur breyt- ist beygingin aðeins ef af- staða orðanna innbyrðis breytist, en ekki skal ég, fara frekar útí það nú. Eitt hinna leiðustu töku- orða sem nokkurn tíma hafa komizt inn í íslenzku, er sögn- in að ske. Henni má finna flest til foráttu, nema það að hún er orðin mjög gömul í málinu, a.m.'k. síðan um siða- skipti Samt hefur hún ekki íslenzkazt til að öðlast þegn- rétt í tungunní. Er þar fyrst að engin íslenzk sögn endar á -e í nafnhætti; að ske gengur þv'í móti 'íslenzkri mál- hefð að þessu leyti. í öðru lagi er það andstætt öllum lögmálum íslenzkrar tungu að nútíð af sögn myndist með endingunni -ður; nútíð skeður stenzt þvi ekki heldur frá ís- lenzku sjónarmiði, enda er hún tþ komin fyrir misskiln- ing úr dönsku (nútíðinni sker) rr.unar gama’IVi. I stuttu máli má segja að þessi sögn hafi 'komizt há’fn leið úr dönsku til 'íslenzku. stað- næmzt þar og steinrunnið eins og nátttröll. — Öðru máli gegndi um þetta orð eins og önnur tökuorð. ef það fyllti e'tthvert opið skarð í íslenzku. Svo er ekki, því að við höfum nóg orð sem nota má í stað þess. Venjulega raá nota sagniliar að vera eða gerast. „Það getur vel skeð'c er þá „það getur vel verið“, „har skeður margt“ verður ,.þar gerist margt“, o.s.frv. Auk þess eru að sjálfsögðu orðasamböndin koma fyrir, bera til, bera til tiðjnda, henda, ískerast, og trúlega. fleiri. Þetta orðskr'ipi hefur alið af — eða fært með sér — tvö atviksorð, máske og kaimske. I þessari mynd srnni eru þau ekki nothæf ís’enzka, því að ekkert íslenzkt orð hefur endinguna e; hins vegar er -r m.a. ending atviksorða (sbr. ekki, lengi o.fl.). En mynd- irnar máski og kannski hafa fengið svip íslenzkra át- vi'ksorða, af því að þær hafa endinguna -i og hafa þv'í m’sst ber tengsli við vand- ræðaorðið ske. Að lokum ein spurningr hvers vegna nota 'íslenzk blöð sem einhver.ia virðingu bera fyrir Bandaríkjum Norður- Ameríku, stundum hina ensku skammstöfun á heiti þeirra, USA? Ef lesið er úr þessari skammstöfun eftir íslenzkri venju, verður það næsta, hlá- legt, Usa, og minnir helzt til mikið á óvirðuleg hljóðasam- bönd íslenzk eins og busa og fleiri. Ekki er nein ástæða fyrir okkur að nota hina ensku skammstöfun heitisins, úr því að við eigum fullgott ’íslenzkt nafn á þessu r'íkja- sambandi Ritgerðasöfn og skáldsögur eftir íslenzka höfunda frá Bókaforlagi Odds Björnssonar Ritgerðarsöfn eftir húnvetnskan bónda og bókmennta- gagnrýnanda Morgunblaðsins eru meðal bóka sem Bókafor- lag Odds Björnssonar á Akureyri hefur nýlega gefið út. V.- Ekki ætln, ég mér að gefa fullnægjandi skýringu á or- sökum þeirrar tilhneigingar sem hér b’rtist til að gera málið einfaldara, en einhver skýring mætti það vera að fremur hættir fólki við þess- ari ambögu ef aðalorð kveðj- unnar, t.d, „gleðileg jól“, er komið á undan. Þegar mað- ur ætlar að bera fram slíka kveðju, þá kemur fyrst fram í huga hans kveðjan sjálf „gleðileg jól, farsælt nýtt ár“, eða hver sem hún annars Húnvetnski bóndinn er Magn- ús Björnsson á Syðra-Hóli. í bók hans, Hrakhólar og Höfuð ból, eru e'lefu þættir um menn og atburði, flest frá síðustu öld, svo sem Jónas í Bratta- hlíð, Holtastaða-Jóhann og Þór- dísi Ebenesersdóttur, húsfrú á Vindhæli. Aður er komin út eftir Magnús bókin Mannaferð- ir og fornar slóðir. Nýju fötin keisarans heitir bók eftir Sigurð A. Magnússon, bókmenntagagnrýnanda Morg- unblaðsins. Hún er safn greina og fyrirlestra á íslenzku, dönsku og ensku. Þar er víðast fjallað um samtímabókmenntir, islenzkar og erlendar. Bók eftir Þorbjörgu Árna- dóttur nefnist Pílagrímsför og ferðaþættir. Þar er sagt frá ferðalögum suður um Evrópu, aðallega um Ítalíu, til. Banda- rikjanna og um ísland. Ármann Dalmannsson sendir frá sér ljóðabókina Ljóð af' lausum blöðum. Skáldsaga eftir Hafstein Sig- ui-bjarnarson nefnist Drauimir- inn. Hún fjallar um sama fólk og fyrri saga höfundar,',Kjör- dóttirin á Bjarnarlæk. Önnur íslenzk skáldsaga frá sama forlagi er Systir læknis- ins eftir Ingibjörgu Sigurðar- dóttur. Loks er að nefna þýddæ skáldsögu, Fórn snillingsins eft- ir A, J. Cronin á þýðingu Magn- úsar Magnússonar. Til jóla Seljast eldhússtólar. Ódýrt. FKAKKASTÍG 15. Sími 12-4-91.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.