Þjóðviljinn - 12.12.1959, Síða 11

Þjóðviljinn - 12.12.1959, Síða 11
Laugardagur 12. desember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11 H. E. BATES: RAliÐA SLÉTTAN Stúlkan sagði nokkur orð og maðurinn hrópaði á móti og baðaði út handleggjunum. „Hann spyr hvað þú segir þá um flugvélarnar?11 sagði hún. .,Segðu þeim1 að það sé sært fólk í húsinu,“ sagði hann. „Við þurfum aðstoð. Segðu þeim að á morgun skuli ég láta senda mat og birgðir — “ Hann vissi ekki hvað hann átti að segja fleira. Hann sá að maðurinn fór aftur að veifa handleggjunum og heyrði stúlkuna byrja að tala. Það var eins og ljós andlitin yrðu eirðarlausari í gulleitu ljósinu og barnið fór aftur að væla, mjóróma og angistarfullt. Allt í einuí sagði stúlkan við hann: „Stattu upp.“ „Nei,“ sagði hann. „Þú talar við þau.“ „Stattu upp,“ sagði hún. „Gerðu það. Gerðu það, stattu upp. Ég vil að þau sjái þig. Stattu upp.“ Hún greip um hönd hans og hann reis upp með hægð. Við hlið hennar sýndist hann mjög stór og hann var feiminn og vandræðalegur í sterkum ljósbjarmanum, þar sem hann horfði á þennan aragrúa andlita, ýmist óvin- veittra, forvitinna eða hræddra, En um leið og hann stóð upp, varð hópurinn hljóður. Maðurinn með flókahattinn hætti að baða út höndunum og einhver fór að þagga nið- ur í barninu. Þegar það loks hætti að gráta, tók stúlkan til máls. Eftir andartak fann hann á sér að hún var að tala um hann. En hann fékk aldrei að vita hvað hún sagði. Hún talaði mjög hratt eins og hún óttaðist að mannfjöldinn færi aftur að hreyfa andmælum. Og meðan hann stóð þarna og hlustaði á hana tala, um sjálfan sig á tungumáli sem hann kunni ekki, fann hann hvernig smám saman vaknaði með honum auðmýkt og síð- an sterkari hlýja í hennar garð og hreykni yfir henni. Hann sá hvernig ókyrr og áhyggjufull andlitin urðu smám saman rólegri á svip. Hann sá einnig að ungfrú McNab hafði haft á réttu að standa. Hann sá að þetta var ekki Indland með sín óleysanlegu vandamál sem risu upp úr^ frjósemisdýrkun, sem var um leið eins konar sjálfstor- tíming, heldur eitthvað nýtt og framandi, eitthvað miklu einfaldara, barnslegra, blíðara, eitthvað sem var óháð þúsund trúarbrögðum og stéttaskiptingu hins landsins en skínandi og hreint, ef hann fengi áttað sig á því, alveg eins og hvítt og glitrandi hofið, sem gnæfði upp úr ryki sléttunnar. Hann hélt handleggjunum utan um hana, þar til hún var búin að ljúka rnáli sínu. Og það var ekki fyrr en hann sá fremstu andlitin fjarlægjast og hverfa frá og dökka gljáandi hnakka koma í geislann í staðinn, að hann gat komið upp orði aftur. En um leið og hann ætlaði að byrja að tala, sagði hún. „Segðu ekkert. Láttu þau fara, láttu þau fara.“ Nokkur andartök í vióbót stóð hann þarna þögull og horfði á hópinn fjarlægjast og raddakliðinn hljóðna. Um leið og síðustu litfögru mittisskýlurnar hurfu úr geislan- um, ýtti hann mjúklega á axlir hennar, svo að hún settist loks niður. „Þau eru farin,“ sagði hann. „Þau eru öll farin heim aftur,“ en hún svaraði engu. Hún sat með hendur í skauti og kreisti þær saman. „Af hverju varstu að tala um mig?“ sagði, hann. Bergmál síðustu raddanna ómaði dauft um myrkan stíg- inn undir pálmunum. Hún svaraði engu. „Af hverju?“ sagði hann. ,,Segðu mér það,“ en hún svaraði ekki og áður en hann gat sagt fleira og áður en alveg var orðið hljótt, fór hún að gráta, fyrst hljóðlega, síðan þungt og í örvæntingu, reyndi að hindra kjökrið rneð því að halda höndunum fyrir andlitið, byrgja tárin inni með fingrunum. Hann sagði ekkert meðan hún grét. Utanaf sléttunni heyrðist væl sjakalanna, undarlega líkt mannlegum kvein- stöfum, tók við í þögninni eftir að raddirnaí höfðu þagn- að. Hann slökkti á bílljósunum. Eldurinn á hlaðinu hafði kulnað og nú sást ekkert ljós nema ljósið í húsinu og litla týran í kofanum hjá veiku telpunni. í gluggum hússins sá hann Harris og ungfrú McNab bregða fyrir meðan þau sinntu sjúklingunum. „Ég ætti að fara inn aftur,“ hugsaði hann, en stúlkan hélt áfram að gráta og hann hélt enn ut- anum hana og hreyfði sig ekki. Allt kringum hann var loftið mettað sætum, höfgum ilmi frá trénu, en gegnum hann fann hann þennan þura þef, súran og dauðan og rot- inn, sem ævinlega fylgir sprengjuárás. Þegar stúlkan hætti loks að gráta, sneri hún sér skyndi- lega við og greip um andlit hans. Hún dró, það að sér og kyssti það ofsalega og hann endurgalt kossa hennar. Og um leið fann hann hvernjg hún róaðist loks og hann and- aði að sér sætsúrum þef frá trénu og sprengjunni einu og heyrði um leið hljóð sjakalanna, sem hófst og hneig, rauf þögn sléttunnar og dýpkaði hana um leið. Fiskverkim Áttundi kafli Harris kom út úr húsinu og var að burrka handleggina á handklæði og stúlkan og Forrester komu til móts við hann á hlaðinu. í bjarmanum frá gluggunum sá Forrester að handleggirnir voru þaktir dökkum flekkjum sem minntu á marbletti: rauðbrúnir blóðblettir, næstum of storknaðir í hita kvöldsins til að hægt væri að ná þeim af. „Þú verður að fara til baka,“ sagði Harris. „Ég kemst ekki yfir þetta. Ég þarf aðstoð. Það eru alvarleg tilfelli þarna.“ „Hlustaðu nú á,“ sagði Harris. „Farðu. í hjúkrunarstöðina „Gott og vel“, sagði hann. „S egðu mér hvað ég á að gera“. og náðu tali af Longman. Segðu henni að ég þurfi sjúkra- bíl og tvær hjúkrunarkonur. Ef hún getur ekki sent tvær hjúkrunarkonur skaltu segja henni að senda eina og hafa tvær til taks —“ „Hún' segir að þetta sé ekki venja.“ „Segðu henni að fara til fjandans,“ sagði Iiarris. „Segðu henni hvað kom fyrir. Segðu henni allt af létta. Iiún er á- gæt und.ir niðri. Hún skilur þetta. Stúlkan lagði af stað inn í húsið, „Ég skal sækja jakk- ann þinn,“ sagði hún. Þá mundi hann að hann hafði lagt jakkann sinn yfir barnið, sem hann hafði borið inn í húsið. „Komdu til baka eins fljótt og þú getur,“ sagði Harris. „Við komumst ekki langt með sálmana, fannst þér?“ „Þeir voru ágætir svo langt sem þeir náðu“ sagði Forr- ester. Hann stóð andartak, án þess að segja neitt og svo kom stúlkan út úr húsinu og hélt á jakkanum hans. „Sé þig seinna,“ sagði Harris. Hann þerraði svitann af enninu með blóðflekkuðu handklæðinu og gekk síðan aftur upp pall- þrepin. Rödd hans var þreytuleg. ■ Hésgögfi haldin smyglvara Framhald af 7. síðu. urðar Haraldssonar efnaverk- fræðings sem framkvæmt hefur þessa merkilegu tilraun með skreiðarverkun að út- skýra fyrir skreiðarframleið- endum gildi og niðurstöður sem hægt er að fá að end- aðri þessari tilraun. Hinsveg- ar get ég sagt það, að þrátt fyrir mjög óhagstæða veðr- áttu á sl. sumri þá hefur út- koman á þessari skreið orðið sérstaklega góð. Hráefnið sem var nietið sem gæðavara, Það kom út sem gæðaskreið. Eg vil eindregið hvetja alla skreiðarframleiðendur til þess að leita sér uoplýsinga hjá Sigurði um þetta mál, því það eu vel þess vhði Þessi tihaun gleður mig al- veg sérstaklega, þrr sem ég álít að með heuni hafi feng- izt vísindaleg sönnun á ýmsu þv’í sem ég hef lialdið fram í skrifum mínum um skreiðarverkun á undangengn- um árum. Eg vil að síðustu vekia at- hyg’i islenzkra skreiðarfram- leiðenda á því, að á undan gengnum árum hefur skreið- arverkun Norðmanna t.d. við Lofót gefið he‘m hæsta hrá- efnisverð. Hér aeta því ver- ið miklir mögule’kar fyrir þá framleiðendiir sem verka skreið, ef heir hengia a hialla úrvaís hráefni á henpilegum tímn. Eu bað skulu menn gera sér I jóst strsx, að góður áranerur iiæsf ekki nema að vandað sé fil hreinsunar og þvotts á fiskinum og liugsað vel um hann á hiöllum með- an á jmrkun stendur. Og því mega menn þá ekk: gleyma, að hafa snvrðuböndin það lönv. nð fiskurinn hangi ailt- af beinn en bosrm ekki i verkuninni nm dálkinn og skemmist bannig, en það hef- nr að nndanförnu hent suma fvnmle'ðendur. Reykjavík, nóvember 1959 Jóhann J.E. Kúld Framhald af 1. síðu. Kannsókn tollgæzlunnar Þá hafði Þjóðvilj’nn einnig tal af Unnsteini Beck, yfir- manni tollgæzlunnar og spurði hann frétta. Unnsteinn lcvað það rétt vera, að tollyfirvöld- in væru að rannsaka umrædda kæru. Á þessu stigi vildi hann hins vegar sem minnst um má’.ið segja. 1 ljós hefði komið, að verzlunin hefði haft á boð- stólum erlend liúsgögn (dönsk) og er nú verið að rannsaka með hverjum hætti þau væru flutt inn í landið^ Ekki væru veitt leyfi til s’íks innflutnings, 1 en sjómonn mættu hins vegar flytja með sér húsgögn til eig- in nota og virtist sem eitthvað væri farið í kringum þetta á- kvæði og húsgögnin seld í verzlanir. Unnsteinn kvað það einnig rétt, að húsgögn frá einum ís- lenzkum framleiðari la (þ.e. talin dönsk, enda væri þar um ! sérlega vönduð húsgögn að ræða. Islenzk framleiðsla ekki að baki erlendri Nokkur brögð hafa verið tal- in að því, að húsgagnaverzlanir seldu dönsk húsgögn, en þau eru mjög" eftirsótt, enda eru Danir taldir standa mjög fram- ar’ega á sviði húsgagnafram- leiðslu. Að sjálfsögðu eru hús- gögn þar sem annars staðar misjöfn að gæðum, en útflutn- ingsframleiðslan er talin bera af. Það er því sérstaklega at- liyglisvert, J.egar íslenzk fram- le’ðsla er af sérfróðum mönn- um talin jafnast á við ]iað bezta í dönskum liúsgagnaiðn- aði. Það er líka hvimleið til- lineiging og hégómaskapur, þegar fólk heldur að það sé eitthvað ákaf’ega ,,fínt“ að e:ga Hönslc húsgögn, enda þótt íslenzk fram'Ieiðsla jafnist r' YMIÐ EKKI p.ð 'áta mig mynda barnið Laugavegi 2. Simi X1-98J. Heimasími 34-980. IJelga Einarssyni) hefðu verið fyllilega á við þau. . . . gparið yður hiaup á wfUi uiaxgx'a •verílaha! •. ý 'Yr WRUOÚL ð Öf.'JM »íi - Áúásífciarstj.'seti Trúlofunarhringir, Stein- hringir. Háísmen, 14 og 18 kt. gull. Góð tækifærisgjðf. gróðrarstöðin við Miklatorg. Sími 1-97-75.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.