Þjóðviljinn - 15.12.1959, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 15.12.1959, Qupperneq 6
6) —- ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. desember 1959 ÞlÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu - Sósjalistaflokkurinn. - Hitstjórar: Magnús K.iartansson (áb.), Maghús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmunds- son. — Fréttaritstjórar: fvar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsinga- stióri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörð'ustig 19. - Sími 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja ÞjóðvilJans. „Made in U.S.A.” TTmabil hernámsins er saga samfelldrar niður- lægingar, og engir hafa verið eins grátt leiknir og agentarnir sjálfir; það sem þeir kunna að hafa áunnið sér í fjármálum hefur tapazt margfaldlega í glötuðu manngildi og týndri æru. Aldrei hafa þó agentarnir verið látnir sæta annarri eins meðferð af yfirboðurum sínum og seinustu vikurnar, þegar bandar’sk stjórnarvöld hafa að því er virðist vit- andi vits lagt áherzlu á að hafa íslenzk stjórnarvöld að háði og spotti. Hafa valdamenn Bandaríkjanna sérstaklega gert sér leikr að því að skopast að Guð- mundi í. Guðmundssyni utanríkisráðherra og sanna að á hann sé litið eins og hvert annað húsdýr banda- rísku herstjórnarinnar. íjegar fyrstu fréttirnar bárust um fyrirhugaðar 1 breytingar á hernáminu vissi utanríkisráðherra íslands auðsjáanlega ekkert um málavexti. Hann gekk þá á fund bandaríska sendiherrans og bað hann að segja sér eitthvað; og að því loknu reyndi hann enn að skrúfa sig upp í yfirlæti og koma fram á alþingi sem valdamaður í hernámsmálurn. Hann sagði orðrétt: „ljetta mál er að sjálfsögðu á algeru jrum- og byrj- unarstigi, og hefur ríkisstjórn íslands hvorki unnizt tími né tóm til að athuga þetta mál og ræða sem skyldi. Ríkisstjórnin mun að sjálfsögðu athuga málið gaumgœfilega og þegar sú athugun hefur farið fram mun hún taka sínar ákvarðanir“. „Að sjálfsögðu“ kemur tvívegis fyrir 1 þessum setningum; svo mikið var ráðherranum í mun að lýsa því hversu sjálfsagt það væri að hann — sjálfur varnarmálaráðherrann — og ríkisstjórn Is- lands létu ekki fyrirskipa sér neitt, heldur athug- uðu málin gaumgæfilega og tækju svo sínar ákvarð- anir um hernám landsins! Auðvitað hefur banda- ríska sendiráðið símað þessi ummæli ráðherrans til stjórnar sinnar — en svör hennar urðu þau að birta tafarlaust opinbera tilkynningu um það að endan- lega sé ákveðið að allur landherinn verði fluttur heim á fyrrihluta næsta árs, en í staðinn skuli auka aðrar deildir hersins. Bandaríska herstjórnin tilkynnti þannig eins fruntalega og hún gat að henni kæmi ekkert við þótt íslenzk stjórnarvöld þættust vera að athuga málið; henni kæmi ekkert við þótt utan- ríkisráðherra íslands þættist vera að taka „sínar ákvarðanir“! Getur hún nú sagt við agenta sína líkt og kerlingin sagði við son sinn: „Sveið þig ekki í sitjandann þegar ég flengdi þig 1 gær?“ A uðvitað er þessi framkoma bandarísku herstjórn- arinnar algert og einstaklega dólgslegt brot á ákvæðum hernámssamningsins. En hún telur sér auðsjáanlega henta að lítillækka umboðsmenn sína, og henni kemur ekki til hugar að nokkur hætta sé samfara því. Trúlega er það rétt mat hjá herstjórn- inni, að minnsta kosti er það eftirtakanlegt að hernámsblöðin þora ekki að segja neitt um þetta mál frá eigin brjósti. Þau eru að bíða eftir því að fá stefnu, og sú stefna kemur eflaust fyrr en varir, vandlega merkt framleiðslunafninu: „Made in U.S.A.“ — m 15. desember - 1959 1859 Frá flestum þjóðum heims komu 3336 menn saman á þing í Varsjá nú í sumar, 44. al- þjóðaþing esperantista. Hvaðan sem þeir komu. töluðu allir sömu tungu. hvítir menn og svartir, gulir og' brúnir. Evrópu- menn og Asíu. fólk frá Ame- ríku, Afríku, Ástralíu. Engin þing eða alþjóðasamkomur eru líkar alþjóðaþingum esperant- ista að þessu leyti, hver mað- ur skilur annan, og fögnuður þess skilnings er mikill, það verður svo auðskilið að menn ólíkra þjóðerna geta lifað sam- an í sátt og bræðralagi. Og í sumar streymdu esperantistar hvarvetna úr heimi til Póllands, þingið var haldið þar í niinn- ingu aldarafmælis L. L. Zam- enhofs, pólska augnlæknisins sem mótaði alþjóðamálið esper- anto. ★ Höfundur alþjóðamálsins Lud- vig Lazarus Zamenhof fæddist 15. desember 1859 í Bialystok, pólskum bæ í rússneska hér- aðinu Grodno. ..Faðir minn og afi voru tungumálakennarar", segir Zamenhof í bréfi frá 1905. ,,Mál mannsins hefur jafnan verið mér kærast alls í heimi. Vænst þótti mér um málið, sem mér var kennt á, rússneskuna, lærði hana mér til mikillar gleði, mig dreymdi um að verða rússneskt iista- skáld“. Kornungur lærði Zam- enhoí hvert tungumálið af öðru, en ekkert þeirra vakti ,.ástríðu“ hans eins og' rússnesk tunga. En ekki leið á löngu þar til honum varð ljóst, að yfirvöldin litu á hann, pólskan Gyðing, sem „réttlaust aðskotadýr“, þó afar hans og langaíar heíðu fæðzt og unnið ævistarf sitt í Rússlandi. Ilann fann í æsku sárt til þess að þjóðirnar fjórar sem bjuggu i ættborg hans höt- uðust og ofsóttu hver aðra. ,,og mig tók að dreyma þá sælu öld, þegar horfið væri allt hatur þjóða í milli, þegar til væru tungur og lönd sem allir not- endur og ibúar ættu jafnan rétt til, þegar mennirnir skildu hver annan og hverjum þætti vænt um annan“. Zamenhof reyndist afburða námsmaður í menntasksóla og varð stúdent 1879, í Varsjá, en þangað fluttu íoreldrar hans 1873. Hóf hann þá læknisfræði- nám í Moskvu, en fjárhags- ástæður foreldra hans urðu þess valdandi að hann sneri heim til Varsjá 1881. Þar hélt hann náminu áfram og lauk því íjór- um árum síðar, 1885. Sérfræði- grein hans var augnlækningar, og var hann m.a. við fram- haldsnám í Vín. En 1885 hóf hann augnlæknisstörf í Varsjá og stundaði þau til dauðadags. í Varsjá kynntist hann Klöru Zilbernik; og kvæntist henni 9. ágúst 1887. ,,Ég skýrði unnustu minni frá meginatriðum í hug- mynd minni (um alþjóðamál) og fyrirætlunum um framtíðar- starf,“ segir Zamenhof í fyrr- nefndu bréfi. “Og ég spurði hana hvort hún vildi tengja örlög sín íramtíð minni. Hún gerði ekki einungis að játa því, heldur fékk mér til ráðstöfunar allan eignarhlut sinn í pening- um, en þá loks gat ég, eftir langa og árangurslausa leit að útgefanda, geíið sjálfur út í júlí 1887 fyrstu fjóra bækling- ana (kennslubók í esperanto á rússnesku, pólsku, þýzku og frönsku).“ Næstu tvö ár geíur Zamenhof L. L. Zamcnhof út hverja bókina af annarri á esperanto, frumsamdar af hon- um og öðrum höfundum á hinu nýja máli. Kennslubækur, orða- bækur, þýðingar fagurra bók- mennta. En lítið fékkst í aðra hönd, og segist hann á þessum tveimur árum haf.a sólundað öllum fjármunum konu sinnar, og augnlæknisstarfið reyndist útgjaldasamt og tekjurýrt. í árslok 1889 var svo komið að heimilinu varð ekki haldið saman. Fór Zamenhof þá einn síns liðs til borgarinnar Kerson í Suður-Rússlandi í þeirri von að koma þar undir sig fótum sem augnlæknir. Kona hans fór til foreldra sinna með barn þeirra. En von Zamenhofs brást, og eftir sultarár í Kerson sneri hann heim til Varsjár. 1890, en tengdafaðir hans veitti honum fjárhagshjálp, og rómar Zamen- hof örlæti hans þá og oft síð- ar. En Varsjá bregzt honum enn. og býr hann íjögur fá- tæktarár í bænum Grodno. En börnunum fjölgaði og þau þurftu meira til skólagöngu og annars, og 1897 flytur Zamen- hof til Varsjár, og gerir þar „síðustu tilraun“ að afla sér Hfsviðurværis með læknis- starfi. Með óhemju vinnu. sem mjög fékk á heilsu hans, tókst hon- um loks að koma undir sig fótum, frá 1901 segist hann hafa unnið sér inn fyrir útgjöldum fjölskyldunnar. Horfa þurfti þó í hverja kópeku. Zamenhof hafði setzt að í iatækrahverfi í Varsjá og vantaði þar ekki augnsjúklinga, en lítið gátu þeir borgað, og læknirinn var ekki heldur aðgangssamur um borg- un. í bessari stuttu frásögn hefur verið fylgt efni bréfsins frá 1905 um æviatriði. Nokkru skal bætt við. Zamenhof eignaðist þrjú börn: Adam varð augn- læknir og tók við af föður sín- um; tvær dætur átti hann, varð hin eldri læknir en hin ; nbrl Lidya, varð .esþerantokennjari og um margt líkust föður sín-. um, •, ■ 1 frumfornii var esperanto’ orðið til þegar veturinn 1878 og héy þá Zamenhof og menntaskólafélagar hans hátíð- legan „fæðingardag alþjóða- málsins". En hann hélt á:ram að endurbæta málið og það var ekki fyrr en 1885 að esperanto haíði fengið endanlegan bún- ing. En tvö ár liðu þar til tókst að géfa út fyrstu bókina. j Frá nóvember 1897 átti Zdm- enhof heima í Varsjsá, Dsika- götu 9, í fátækrahverfi Gýð- inga. Og það var ekki fyrr en 1905, eftir 20 ára starf, ;að hann gat unnt sér nokkarra vikna hvíldar, en þá fór hann ásamt konu sinni á fyrsta al- þjóðaþing esperantista í franska bænum Boulogne-sur-Mer. Með ritlaunum sínum tókst honum að fara til allra alþjóðaþinganna sem haldin voru fyrir heims- styrjöldina fyrri, líka til Banda- ríkjanna á þingið 1910. Frá 1905 og fram að heimsstyrjöld- inni vann Zamenhof feikna starf, við læknisstörf á daginn, en hverja frjálsa stund að rit- störfum, Esperantoþýðíngar hans á ýmsum snilldarverkum heimsbókmenntanna komu út hver af annarri og efldu mjög áhuga manna á málinu, og esp- erantohreyfingin óx og dafnaði víða um heim. Væntumþykja Zamenhofs á málinu var honum ekki nóg,: málið var honum einungis tæki til að sætta menn, hjálpa þeim til að skilja hver annan, svo- þeir kæmust að því að allir menn eru bræður. Bræðralags- hugsjón Zamenhofs var rauðr þráðurinn í sköpun alþjóða- málsins og baráttunnar fvrir framgangi þess. Á efri árum varði Zamenhof miklum tíma til að móta heimspekistefnu, er byggir á bræðralagi allra þjóða. Heimsstyrjöldin 1914 varð' þungt áfall fyrir esperanto- hreyfinguna. Zamenhof barðist við einangrun og sjúkleika heima í Varsjá en hélt áfram að skrifa meðan nokkrir kraft- ar entust, lauk á stríðsárunum við esperantoþýðingu fjögurra binda af ævintýrum H. C. And- ersen og alls Gamla testament- isins. Hann lézt 14. apríl 1917, en verk hans, alþjóðamálið' esperanto lifir, éignast nýja vini dag hvern og tengir menn bræðraböndum. S. G. ÚR OG KLUKKUR Viðgerðir á úrum og klukk- um. Valdir fagmenn og full- komið verkstæði tryggir ör- ugga þjónustu. Afgreiðum, gegn póstkröfu. Jön Spunðsson SkQN9ripoverzIun

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.