Þjóðviljinn - 15.12.1959, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.12.1959, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. desember 1959 — ÞJÓE'VILJINN —- (7 Þar gala gaukar, þar spretta laukar Þjóðsagnabók Ásgríms Jónssonar hefur að geyma bæði þjóðsögur úr þjóðsögum Jóns Árnasonar og þjóð- sagnamyndir þær sem Ás- grímur vann að mikinn hluta ævi sinnar. Enda þótt nokkr- ar kynslóðir íslenzkar séu aldar upp við myndir hans er langt frá þvi að við vitum til fulls um hið mikla verk hans á þessu sviði. Flest okk- ar mun nátttröllið á glugga hafa hrifið í bemsku og æsku, opnað okkur þann heim sem engiirn hafði tíma ti'l að segja okkur frá, gefið okkur í skyn það sem vakti forvitni okk- ar og við fengum einhvern til að segja okkur á hlaup- um. Þá höfðum við ekki hug- myrll um að þessi mynd hafi verið hugarburður málarans, hún fylgdi þjóðsögunni. Svo líða mörg ár og þá kemur þessi bók alltíeinu hingað, fullsköpuð úr höfði Seifs, þjóðsagnabók Ásgrims; seiðmögnuð ævintýraveröld, þar gala gaukar, þar spretta laukar, og þar fer hrútur úr reyfi sínu. Þeim mun nú fara fækk- andi sem lifðu það Island eem kunni að segja sögur. <$>- Flest munnleg geymd er þeg- ar á bækur skráð og saman komin í þjóðsögum Jóns Árnasonar og víðar. Nú les- um við þessar sögur sem for- feður okkar sögðu í einveru sinni og fátækt, þær voru fjársjóður fyrri alda og þeim fékk mölur og ryð ekki grandað og ekki fengu stjómmálapekúlantar feilt gengi þeirra. Það er sú ver- öld íslenzk sem við helzt hefðum kosið yrði varanleg. Skáldskapur baðstofunnar og skammdegisnæturinnar er líka skóli í nærgætni og sið- prýði; þú skalt umgangast allt í náttúrunnar ríki með kurteisi og varúð, þú veizt aldrei hvort hér er fleira en þú sérð. Gerðu ekki köll og hróp hjá klettum. Gerðu ekki gys að athöfnum eins né neins. Þjóðlifið er gegnsýrt þessum s'Ráldskap, hvert mannsbarn getur umskapað hann að viIG. Ásgrímur Jónsson skynjar þessar sögur i vitund sinni og er berg af þeirra bergi. Það má hlusta eftir myndum hans. Á þessa bók eru þær ýmist litaðar eða einvörðungu teiknaðar, en hvar sem flett er, hvílir hinn óraunverulegi blær yfir. Þó er raunveru- leiki sagnanna í hugum ís- lendinga algjör. Allsstaðar má heyra kliða uppsprettur huga málarans, en það sem hann laðar einkum fram er hrikaleiki sagnanna og mót- sagnir þeirra, hið ljúfa og svo hið tröllslega. Stærðar- hlutföllin eru rofin á hinn miskunnarlausasta hátt, litir eru notaðir tii þess að magna hina óraunveru'egu úð. Samt þekkjum við þarna fólk lands okkar, veðurbarða karla og kerlingar og íslenzkt lands- lag, hvergi getur sagan hafa gerzf nema hér. Þær geta verið kímnar, Lít- ill, Trítill og fuglarnir, trölls- legar eða ljúfar, en umfram allt hafa þær alltaf það til brunns ■ að bera, sem heitir drama, þar er stígandi, ris- og eitthvað ógnvænlegt í vændum. Hin hvítþvegna heil- aga stríðsásjóna álfanna í „Tungustapa", háspenntur litasynfónn Djáknans frá Myrká, þær myndir eru í fyllsta máta dramatískar, er hægt að kalla það annað en drama. Það er skammt frá hinni munnlegu frásögn til þessara mynda. Þarna er þjóðsagan marglit og fleyg, í sínum margbreytileik og stórum dráttum. Alltaf verður hún til fyrir þekkingu málarans á náttúrufyrirbærum, form tröllanna stækkuð og af- skræmd, Litill og Trítill gerð- ir klaufalegir einfeldningar, stúlkumyndir alltaf ljúf og hvít, álfamir ofstækisfullir af því gert hefur verið á hluta þeirra, hin óhugnanlega kyrrð sem hvílir yfir málverkinu af skessunni á steinnökkvanum er ekki kyrrð lognsins, fylgir hvorki lifi dagsins né nætur- innar. Þú óttast þá kyrrð. Sannarlega má hlusta eftir þessum myndum. I fábrotnum' húsakynnum mun meistari Ásgrímur hafa kunnað bezt við sig. Þar tef- ur ekkert fyrir sköpunar- starfinu. Hann hafði ekki mikið umleikis þar sem hann vann hverju sinni, þeim mun víðar flaug hugurinn. Það sem einkum átti hug hans allan er sögnin um nátttröll- ið, skessan á steinnökkvanum og kunnugir segja að Mjað- veig Mánadóttir sé það ævin- týrið sem hann hafi mest glimt við. Hann linnir ekki að mála sumar þessarra mynda allt sitt líf. Sjálfur valdi hann mynd- irnar til útgáfu. Þær eru nú saman komnar á eina bók. Þó er miklu meira til. Mér er spurn, eigum við mörg TröIIa-láfi. Ein af myndunum í Þjóðsagnabók Ásgríms ævintýri svo skemmt’lega á bækur færð. Einar ÓI. Sveinsson, sem er mestur þjóðsagnafræð'ng- ur á íslandi og þótt viðar væri leitað, hefur ritað lang- an og merkilegan formála, gefur hann okkur nýja inn- sýn í þjóðsögurnar og bregð- ur birtu á margt er hann tekur til meðferðar myndir Ásgríms og viðhorf hans. Svo er hann eftirtektasamur um ýmislegt varðandi myndlist- ina að furðu má gegna. Þó skýst honum á einum stað (öllum getur skotizt) en þar eð það er ekki varð- ardi þessar myndir Ásgrims ætla ég ekki að orðlengja það. Um prentun á myndunum er það að segja, þær eru prentaðar á Islandi og er ár- angurinn ótrúlega góður. Við samanburð á frummyndunum hef ég orðið vör við lítils háttar litamismun, einkum á kápumyndinni. Sama mynd, Djákninn á Myrká, er inní bókinni og er hún þar miklu réttari í litunum en kápu- myndin. Á frummyrd Ás- grims er djákninn og hestur hans skuggamyndir, draugur og draugahestur, á kápu- . myndinni er hesturinn of rauður, sömuleiðis svunta Garúnar. Getur það stafað af gljáa kápunriar. Gljái er allt- af leiðmlegur. Ég hefði kosið að bókin væri prentuð á pappír sem ekki gljáir. Hins- vegar hefur svo mjög verið vandað til myndanna að slíks eru fá dæmi, (myndamót eru gerð í Prentmótum h.f. Bókin sett og prentuð í Oc’da.) Mér er sagt að E'rík- ur Smitli hafi séð um lita- vinnuna. Mér finnst rétt að það vitnist. Þessar myndir verða ekki prentaðar nema með natni og það hefur ver- ið gert að þessu sinni. Drífa Viðar „Varð mikill án þess að hætta að vera góður“ Frumsamdar ævisögur er- lendra manna eru fremur fá- séðar á islenzku og það er því ástæða til að fagna því, að Thorolf Smith hefur ráðizt í að semja nærri tuttugu arka bók um eitt af hinum sönnu mikilmennum 19. aldar, Abra- ham Lincoln Bandaríkjafor- seta. Thorolf Smith hefur í nærri tvo áratugi kynnt sér ævi þessa manns og sögu Bandaríkjanna um daga hans, enda má sjá það á bók- inni, að hann hefur ekki hlaupið í að skrifa hana á einhverju hundavaði, hann liefur aflað sér víða heim- ilda um söguhetju sína, kann- að þær og metið af mikilli aðgát og tekizt að skrifa heH- steypta og fágaða bók um þennan fágæta Ameriku- mann. Thorolf Smith kallar Abra- ham Lincoln amerískastan Bandaríkjaforseta, og er það mála sannast. Hann var son- ur hms fátæka ameríska frumbýlis, borinn í heiminn í bjálkakofa og þaðan lá braut hans í Hvíta húsið i Washing- ton. Þetta er blátt áfram hin klassíska bandariska mann- hugsjón k'ædd holdi og blóði: lágstéttarmaðurinn sem hefst til æðstu virðinga fyrir eigið afl og atgjörvi, heiðarleikinn sem hlýtur laun og umbun í þessum heimi. Þess vegna varð Abraham Lincoln mesta þjóðsagnapersóna Bandaríkja- Abraham Lincoln sögu og þjóðsagan tók þegar að spinna þráð sinn um hann að honum lifandi. Gagnrýni sagnfræðinnar hefur síður en svo smækkað þjóðsagnaper- sónuna, tímans tönn hefur ekki nagað neitt af stærð hans. Karl Marx var ekki vanur að lofa menn til meiðsla, en um Lincoln sagði hann, að „hann væri einn af þeim sjaldgæfu mönnum sem tekst að verða mikill án þess að hætta að vera góður, og slíkt var látleysi þessa mikla og góða manns, að heimurinn vissi ekki að hann var hetja fyrr en hann var fallinn písl- arvottur“. Bandaríska þjóðin hefur tekið Abraham Lincoln í tölu heilagra manna, og meðal etjórnmálamanna sög- unnar, þessarar göróttu stétt- ar, mun hann án efa hafa komizt næst þeim sess, sem dýrlingum einum er skipaður. Abraham Lincoln var vinur manns og málleysingja, en söguleg örlög þjóðar hans fólu honum að bera ábyrgð á og berjast til þrautar í einni mannskæðustu borgara- styrjöld sem um getur: þræla- stríði Bandaríkjanna 1861— 1865. Menn hafa kennt þessa styrjöld við þræla fyrir þá sök, að einn meginárangur hennar var afnám þrælahalds í Bandaríkjunum. Tvö þjóð- félög, tvennir þjóðfélagshætt- ir tókust hér á: rísandi iðn- aðarve’di norðurríkjanna, byggt iðjuhöldum, samnings- frjálsum verkamönnum og sjálfseignarbændum, og hrörn- andi gósseigendaveldi suður- ríkjanna, er hafði þeldökka þræla að vinnulýð. Svo mót- hverf í efnahag og félags- háttum voru þessi þjóðfélög orðin, að suðurríkin 11 sögðu sig úr lögum við norðurríkin og stofnuðu sérstakt sam- band og rufu ríkisheildina. En þegar lögin voru rofin raufst einnig friðurinn. Til þess að afstýra því að eining ríkjasambandsins rofnaði tók Abraham Lincoln við hólm- gönguáskorun suðurríkjanna og barðist til þrautar unz þjóðfélagsskipulag þræla- haldsins hrundi í rústir og grundvöllur var lagður að þróun hine bandaríska borg- aralega lýðræðis. Þá og ekki fyrr gátu Bandaríkin hafizt til þess vegs, sem þeim var síðar markaður í sögunni. Bandaríski sagnfræðingurinn Charles Beard hefur lagt þessa borgarastyrjöld að jöfnu við þjóðfélagslegar bylt- ingar Englands og Frakk- lands á 17. og 18. öld. Abraham Lincoln varð leið- togi þessarar . bandarísku byltingar og gerði hvort- tveggja að berast með straumi hennar og marka rás hennar. Óhætt er að fullyrða að sjaldan hefur meiri mann- vinur orðið að stjórna jafn mannfrekri borgarastyrjöld, enda reyndi hún á innviðu sálar hans, svo sem Thorolf Smith lýsir mjög vel í bók sinni. Ævisaga forsetans verður á styrjaldarárunum samslung'n sögu Bandaríkj- anna, og því er mikill hluti bókarinnar helgaður sögu styrjaldarinnar og þeim mönnum, sem þar bar mest á bæði í norður- og suðurríkj- unum. I hinni almennu sögu Bardaríkjanna þykir mér það á skorta, að höfundur minn- ist varla á innanlandsmála- þróun Bandaríkjanna á styrj- a’darárunum, getur til dæmis ekki um h:n merkilegu ból- festulög frá 1862, í annan stað tel ég að hann hefði átt að gera nánari grein fyrir þróun stjórnmálaflokkanna í Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.