Þjóðviljinn - 24.12.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.12.1959, Blaðsíða 1
Jón minn góður. Það er nú orðið svo langt um liðið, síðan ég hef sent þér línu, að þú ért líklega búinn að gleyma mér, eða ert kannske farinn að halda að ég sé dauð- ur. Svo slæmt er það nú ekki, því það sannast á mér, sem eitt sinn var kveðið um Jónas læri- meistara minn frá Hriflu: Það lifir lengst sem mönnum hvim- leiðast er. A ð ventuhugleiðingar □----------------------- Að þessu sinni mun ég þó bregða út af venju og láta nið- ur falla allan fréttaflutning hér að norðan. Bæði er það að hér gerist fátt fréttnæmt og svo hitt, að sveitungar mínir velflestir gleðjast næsta lítið, þótt þeir fái fyrir mitt tilstilli að komast í blöðin. Eg býst við að það stafi aðallega af því, að ég hef ekki komizt upp á lag með að segja fréttir með sama orðavali og Tíminn notar í sin- um dálkum. En bændur eru yfirleitt formfastir og vilja þjónuðu fyrir altari og í pré- dikunarstól, minntu einna helzt á presta sem hefur verið fengið það ömurlega hlutskipti, að búa dauðadæmda menn undir aftöku. Ekki verður annað sagt en að kennilýður þessi hafi rækt skyldur sínar sem slíkur af mikilli samvizkusemi. Þeg- ar réttlætinu hefði verið full- nægt og glæpamennirnir, það er að segia fólkið sem í land- inu býr, hefðu tekið út refs- ingu, myndu þeir lifa i miklum fögnuði og mikilli velsælu, í því himnaríki, sem ríkisstjórn- in myndi skapa, eftir að rétt- lætinu hefði verið fullnægt. Hver var glcepurinn? □----------------------- Og hver var svo glæpurinn sem þjóðin hafði framið og hún hlaut nú að þola dóm fyrir? Jú, hún hafði étið of mikið á und- anförnum árum, það var allt og sumt. Lögmál kapítaliskrar hag- fræði er nefnilega svo neyðar- legt, að samkvæmt því er það Skúli GuBjónssort: Jólabréf að norðan hafa allt í sama sniðinu. í þess stað mun ég hripa nið- ur nokkrar sundurlausar að- ventuhugleiðingar, ef ske kynni að þær mættu verða þér og öðrum, er lesa vildu, til nokkurrar uppbygg'ingar á hin- um komandi jólum. Aíessan mikla □---------------:------- Mér verður þá fyrst í hug efnahagsmessan mikla, sú er mér skilst að framin hafi verið að tilhlutun ríkisstjórnarinnar liinn fyrsta dag þessa mánaðar, og mun vera lengsta messa, sem útvarpað hefur verið á ís- landi, því hún hófst með virki- legri efnahagsguðsþjónustu kl. 11, að morgni, og stóð óslitið allan daginn og endaði með flimtan kl. tíu að kvöldi. Það fer ekki hjá því, að þessi mikla messa hafi meiri áhrif á jólaskap manna en allt annað sem sagt verður fyrir og ufn þesisi jól. Venjulegt guðsorð, jólasálmar og góðar bænir fá þar engu umþokað. Messan mikla, þann fyrsta desember, yfirgnæfir allt. 7 því himnaríki . . . □----------------------- Eg hafði að vísu ekki tíma, og raunar ekki vilja heldur, til þess að hlusta á þessa miklu messu frá upphafi til enda. En það var sama hvenær skrúfað var frá útvarpinu, hvort það var að morgni, kvöldi, eða um miðjan dagt Alltaf hljómaði sami boðskapurinn. Þessi kap- ellán ríkisstjórnarinnar, sem alveg skaðlaust, að nokkrir einstaklingar hafi meir en til hnífs og skeiðar og safni ýstru. En ef allir taka- upp á því að éta meir en þeir þurfa og klæð- ast eins og heldri menn, þá ríð- ur þjóðfélagið til falls og hag- fræðingar þess sjá fram af brúninni og tala um að komin sé óðaverðbólga. Ef öllum umbúðum og vífi- lengjum er flett utan af boð- skap efnahagsmessunnar miklu, er hann í stuttu máli þessi: Hinir fátæku eru ekki nógu fátækir og hinir ríku eru ekki nógu ríkir. Þetta verður að snúast til réttrar áttar, annars er ekki liægt að Iialda þjóðfélaginu gang- andi. Fróm ósk □----------------------- Þetta er jólaboðskapur ís- lenzkra valdhafa á því herrans ári 1959, sömu mannanna, sem flest orð höfðu um jólagjöfina fyrir aðeins þrem árum. Er nú mál að linni um sinn hinum efnahagslegu hugleið- ingum og víkja til hinna and- legu málanna, enda betur við hæfi liinnar komandi jólahátíð- ar. Aðeins skal því við bætt, að ég vil þá frómu ósk frambera, að ríkisstjórnin okkar geri ekk- ert það sem hún þarf eftir að iðrast og sem gæti orðið henni til áfellingar á dómsdegi. Minna en einn heill □----------------------- Eg heyri sagt að þið Þjóð- viljamenn hafið gert ykkur það til dundurs á fyrsta sunnudag í aðventu, að ganga í kirkjur og telja kirkjugesti og síðan birt niðurstöður talningarinnar í blaðinu, og niðurstaða rann- sóknarinnar var sú, að mér skilst, að ef um sambærilega kirkjusókn væri að ræða hér í minni sókn, ætti fjöldi kirkju- gesta að vera eitthvað minna en einn heill, og stöndum við sveitamenn ykkur Reykvíking- um framar að kirkjurækni, sem í ýmsu öðru. Grunur minn er reyndar sá, að hinum prestvígðu hafi ekki meir en svo getizt að þessari framtakssemi ykkar, og það því fremur sem flestir prestar munu ala í brjósti sér ugg um það að léleg kirkjusókn muni vera talin álitshnekkir fyrir þá sjálfa. Kirkjusókn þarf þó ekki að vera neinn algildur mælikvarði á gæði' prestsins. Margt annað kemur þar til greina. En það er annað, sem marg- ir prestar flaska á, í sinni virð- ingarverðu viðleitni að auka trú íólksins. Þeir eru í prédikunum sínum sífellt að stagla og nudda um trúleysi annarra. Þetta getur sjálfsagt hljómað sem góð lat- ína í eyrum þeirra sem telja sig sterka á svellínu. En gagn- vart hinum, sem eru nú veikir í trúnni, er þetta til hreinnar bölvunar. Þeir taka þessar sneiðar um trúleysi til sín og forherðast bara og koma úr kirkju, eða frá útvarpinu, verri menn en þeir áður voru. Þung byrði á ungar herðar □----------------------- Eg sem er eins og bæði guð og menn vita einn hinna lítil- trúuðu, skal segja eina sögu af sjálfum mér þessu til sönnunar. Fyrir rúmu ári var ég við fermingarguðsþjónustu í Reykjavík. Mér fannst athöfnin öll hin hátíðlegasta og ferm- ingarræðan var svo yndisleg, að ég fór að verða svolítið heilagur innvortis. Undir lokin fór svo prestur- inn að telja upp ýmsar hættur og freistingar sem bíða myndu ungmennanna á lífsleiðinni og vara þau við, og enn var ég með á nótunum, sízt af öllu var þó vanþörf á að vára bless- uð börnin við freistingum lífs- ins. Að síðustu sagðist svo prest- urinn ætla að vara þau við einu, sem væri þó verra og hættulegra en allt annað sem áður var upptalið. Hann ætlaði að biðja þau að forðast stjórn- málaflokka, sem ekki tryðu á guð. Nöfi^ vildi hann engin nefna. Blessuð börnin áttu af brjóstviti sínu að þekkja þessa stjórnmáhíflokka og læra að forðast þá. Og var þar með mikil ábyrgð lögð á ungar herðar, og hefði ekki mátt ætl- ast til minna en að presturinn birti nöfnin, börnunum til við- vörunar, þegar svo mikið var í húfi. Trúir nokkur stjórnmálaflokkur á guð? □---------------------— Eg hrökk við og allur heilag- leiki hvarf mér í einni svipan og spurningarnar ruddust fram í huga minn. Trúir nokkur stjórnmála- flokkur á guð? Og eru ekki til í öllum stjórn- málaflokkum menn, sem eru sannfærðir um tilveru guðs, aðrir, sem telja hana sennilega, enn aðrir sem efast, og kannske einhverjir, sem afneita henni alveg? Og nær það yfirleitt. nokk- urri átt, að" meta mannkosti mannal og dyggðir eftir þvl hvort þeir eru mikið eða lítið sannfærðir um tilvist æðri máttarvalda? Og hver er svo þess umkom- inn að mæla trúarstyrk manna? Og enn fleiri spurningar munu hafa komið í hug minn, þar sem ég sat í kirkjunni í Reykja- vík, eftir að hin furðulegu orð prestsins bárust mér að eyrum. Kötturinn — það er ég □----------------------- Og sem ég sat þarna í kirkj- unni og hugleiddi það sem ég hafði heyrt, flaug mér í hug atvik, sem gerðist fyrir mörg- um árum. Við vorum á ferð inn sveit- ina margir strákar og stóðum á bilpalli, en gömul kona sat frammí hjá bilstjóranum. Hjá einum bænum kallaði bílstjór- inn út, um leið og hann stöðv- aði bilinn: Kastið þið kettinum af! Gamla konan tók þetta bók- staflega og sagði: Eruð þið virkilega með kött á bílnum? En þá gall við minnsti strákur- inn og sagði: Kötturinn, það er ég! Hann átti þarna heima. Og ég sagði við sjálfan mig, þarna í kirkjunni: Kötturinn, það er ég. Blessaður presturinn er auðvitað að meina bölvaða kommúnistana, þegar hann tal- ar um trúlausa flokka. Það er nefnilega svo skrítið, að það þykir fínt, þegar betri borgarar eiga í hlut, að vera trúlaus og enda látið óátalið. En kommúnistarnir, þeir skulu trúlausir teljast, hvað sem taut- ar og raular, hvort sem þeir vilja það eða ekki. Guðspjöil og kalkleysi □----------------------- Svo bar til á einum vetri, um það leyti sem ég var nýlega Framhald á 14. síðu^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.