Þjóðviljinn - 11.02.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.02.1960, Blaðsíða 6
6) —; ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur '11. febrúar 1960 IIIÓÐVIUINN ÍJtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurlnn. — RitstJórar: Magnús Kjartansson íáb.), Magnús Torfi Ólafsson, Slgurður Guðmunds- son. — Fréttaritstjórar: íyar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsinga- stjórl: Guðgeir Magnúijson. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar. prent- emlðja: Skólavörðustig 19?' - Sími 17-500 (5 línur). - ÁoKrlítarverÖ kr. 30 ó mónuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja ÞJóðvllJans. Uppvísir að fölsunum J^ngum sem hlustað hefur á umræðurnar á Al- þingi um gengislækkunarfrumvarp ríkisstjórn- arinnar og fjárlagaumræðuna getur dulizt að í málefnalegum umræðum stendur ríkisstjórnin höll- um fæti. Skýringar hennar á því, hvers vegna nú sé nauðsyn að hefja stórárás á líískjör fólksins í landinu og draga að miklum mun úr framkvæmd- um og atvinnu, eru tiltölulega einfaldar og hvíla á fáum fullyrðingum. Ein þeirra hefur gengið aftur í áróðri stjórnarflokkanna allt síðan þeir sáu að þeir hefðu nægan þingstyrk til að ráða hvað gert yrði á Alþingi. Það er fullyrðingin um að íslenzka þjóðin hafi lifað um efni fram. Og stjórnarherrarn- ir hafa þessu til sönnunar hamrað látlaust á ein- földum tölum, og vitnað þár mjög í hagfræðinga sína. Þannig fullyrða þeir að greiðsluhallinn við út- lönd hafi numið hvorki meira né minna en 1000 milljónum undanfarin fimm ár, um 200 milljónir króna á ári. Þjóðin sé því komin í botnlausar' skuld- ir sem óhugsandi sé að standa undir á næstu árum. Cvo gerist það þegar búið er að gera þetta að stór- atriði og raunar undirstöðuatriði í öllum áróðri stjórnarliðsins fyrir árásinni á lífskjörin, að þing- maður kemur fram við 1. umræðu málsins á Al- þingi og sýnir fram á með ljósum rökum og skýr- um tölum að þetta undirstöðuatriði í öllum rök- stuðningi ríkisstjórnarinnar er ekkert annað en ó- svífin blekking. Það vantaði ekki að ráðherrar væru viðstaddir og heyrðu ræðu Lúðvíks Jóseps- sonar fyrsta daginn sem gengislækkunarfrumvarp- ið var rætt á alþingi, en þar tætti hann í sundur þessa aðalröksemd stjórnarflokkanna fyrir gengis- lækkuninni og árásunum á lífskjörin, svo ekki stóð stafur eftir. Greiðsluhallinn óskaplegi og sívaxandi er einfaldlega fundinn með því að hagræða stað- reyndum og tölum, svo að úr verður bein fölsun, og það fengið út að greiðsluhallinn hafi verið miklu meiri en rétt er. Og þegar sanna þarf að íslendingar hafi engin tök á að standa undir vöxtum og afborg- unum af erlendum lánum nú á næstu árum er ein- faldlega horft fram hjá þeirri stórfelldu framleiðslu- aukningu sem orðið hefur hér á landi tvö síðustu árin, og fyrst og fremst er að þakka ráðstöfunum vinstri stjórnarinnar, og þeirri fyrirsjáanlegu aukn- ingu framleiðslu og gjaldeyrisöflunar sem sívaxandi skipastóll, aukin tækni, m.a. stórbættar veiðiaðferð- ir, hlýtur að hafa í för með sér, ef framleiðsluat- vinnuvegirnir fá að starfa. Oáðherrarnir treystu sér ekki til að vefengja að Lúðvík Jósepsson hefði farið með rétt mál, er hann gerði þannig að engu aðalröksemd ríkisstjórn- arinnar fyrir gengislækkuninni og árásum á lífs- kjÖr fólksins. Umræðan hélt áfram heilan dag eftir að Lúðvík kom fram með hina rökföstu ádeilu sína og reyndu ráðherrarnir að krukka í eitt og annað úr hinni snjöllu ræðu hans, en þetta atriði, fölsunina á greiðsluhallanum við útlönd og áætlunum stjórn- arinnar nú, játuðu þeir með skömmustulegri þögn. ¥»að er ekki nema von að ríkisstjórn, sem þannig gerir sig uppvísa að auvirðilegum fölsunum í því skyni að fá afsökun til að framkvæma aftur- haldsáform auðstéttarinnar í landinu, þykist þurfa að misnota almannafé til að dreifa þessum fínu rök- semdum inn á hvert heimili í landinu, en bækling- ur stjórnarinnar „Viðreisnjn" er lítið annað en end- urþrentun á greinargerð gengislækkúnarfrumvarps- ins, fullur af fullyrðingum, sem þegar hafa verið reknar öfugar ofan í ráðherrana á Alþingi svo þeir standa. þar uppvísir að fölsunum og reyna áð skýla sér með þögninni. — s. HátoIIavörur, íjáríesting og rússneska lániö Lúðvík Jósepsson svarar blekkingum Gylfa Þ. Gíslasonar um afstöðu Alþýðubandalagsins 1 umræðumim á Alþingi um jrengislsekkunarf runivarp svar- aði Lúðvík Jósepsson áróðri Gylfa P. Gísiasonar um tiiIÖR- ur ráðherra Aiþyðul>aiulala-s- ins vorið 1958. Fer hér á eftir útdráttur úr þessum kafla ræðunnar. Ráðherrann gerði að um- talsefni ábendingar sem ráð- herrar Alþýðubandalagsins lögðu fram í ríkisstjórninni 1958, er mikill ágreiningur var milli , stjórnarflokkanna um leiðir. Ekkert í þessum ábendingum eða tillögum er á þá leið að það sé í ósamræmi við stefnu okkar og túlkun mála þá eða síðar. Gylfi lagði einkum áherzlu á að í tillögum okkar hefðum við bent á að á árinu 1958 mætti auka hátollavöruinn- flutninginn um 10% frá því sem hafði verið á árinu 1957. Og svo hitt að við hefðum bent á að draga mætti úr fjárfestingu með því að áætla á fjárfestingaráætlun ársins útgefin f járfestingarleyfi 20% minni en þau voru árið' áður. Hvernig var ástar.dið þegar þessar ábendingar voru gefn- ar? Það er öllum kunnugt að tekjur Útflutningssjóðs höfðu verið byggðar á því að hann ætti sérstaklega að njóta tekna af háum tolli af hinum svonefndu hátollavörum. En sú breyting varð i árslok 19 56 að stórkostlega var dreg- ið úr innflutningi á hátolla-" vörum. Árið 1956 var varið t;I innkaupa á þeim 265 mill- jónum króna. En 1957 var ekki varið í þessu skyni nema 170 milljónum. Svo mjög minnkaði innflutningur á hátollavörum það ár. Tekjur Útflutningssjóðs af þessum lið urðu því allmíklu lægri en áætlað hafði verið. Það var þá að við bent- um á að eðlilegt væri að auka aftur hóflega þennan inn- flutning eða um 10%, þannig að hann gæti orðið kringum 187 milljónir. Hvern:g hefur svo ver ið farið með þennan inn- flutning eft:r að Gylfi Þ. Gíslason fékk með hann að gera sem viðskiptamála- ráðherra? Taldi hann það ógurlegt og ógerlegt að flytja inn hátollavörur fyrir 180-187 milljónir á ári? Nei, liann gerði áætlun um innflutning h'tollavara upp á 219 milljónir kr. Ár- ið 1858 var innflutn:ngur- inn 190 milljónir og 1959 er hann sagður í gengis- lækkunarfrumvarpinii að hafa vérið kringum 190 milljónir. Það er því augljóst að okk- ar tillögur voru byggðar á því, að ekki var samtímis hægt að reikna með að Út- flutningssjóður hefði tekjur af hátollavöruinnflutningi og svíkjast svo um að flytja þær inn. Enda var sannleikurinn sá, að sérstaklega var kvart- að undan því að þessar vör- ur vantaði á markaðinn, en margar þessara hátollavörur eru óhjákvæmilegar i almenn- an rekstur og engar lúxus- vörur. Hverjum dettur í hug að hnkla því fram að all- ir varahlutir til alira bif- reiða í landinu sé einskær lúxusvara. En þar er ein- mitt um að ræða stærsta liðinn af hitollavörunum. Og mjög raikið af bygg- ingayöru er þar líka. Hvernig voru kringumstæð- urnar þegar við gerðum það að tillögu okkar í marzmán- uði 1958 að draga nokkuð úr f járfestingunni, veita lítið eitt minna af fjárfestingar- leyfum en áður hafði verið leyft? Þegar við lögðum þetta til voru samstarfsflokkar okka.r í ríkisstjórn, Al- þýðuflokkurinn og Fram- sókn að leggja til að bygg- ingavöruinnflutningurinn til landsins, timbur, jirn, sement, yrði hækkað úr 16 prósent yfirfærslugjaldi upp í hvorki meíra né minna en 90%. Þeir ætl- uðu að draga úr fjárfest- ingunni í landinu með því að gera allar byggingar- vörur og fjárfestingarvör- ur margfalt dýrari en þær höfðu iður verið. Þá var það sem við bent- um á: Ef ætlunin er að draga úr fjárfestingunni er miklu eðlilegra að ríkisstjórnin. áætli heildarf járfestinguna nokkru minni en áður og draga þá vitanlega úr þeim liðum fjárfestingai'innar sem helzt mættu bíða og rr.innst kæmi að sök fyrir þjóðar- framleiðs’una sem heild. Við þetta voru tillögur ckkar miðaðar. Fjárfestingin 1957 hafði náð slíku hámarki að hún hefur aldrei orðið hærri síðan og fór he’dur minnk- andi 1958 og 1959. Það var ekki nema eðlilegt að ríkis- stjcrnin Iiefði stjórn á því hvernig f járfestingin dræg- ist saman með hóflegum hætti, eins og við lögðum tiL Og enn minnist við- skiptamálaráðherra á eitt stórsaknæmt i þessum til- lögum okkar frá 1958. Við hefðum lagt til að lán það sem ríkisstjórnin var þá þegar búin að ákveða að taka i Rússlandi í sam- bandi við skipakaup yrði ekki 50 milljónir eina og varð he'dur skyldi lánið verða 100 milljónir króna. Greinilega var tékið fram að öllu láninu skyM; varið til skipakaupa og sérstak- lega að nokkrum „hluta þes^ skýldi varið til kaupa. á togurum. Það var hið hættulega við þá tillögu. Ritgerðasafn um efnahagsmál eftir Harald Jóhannsson Komið er út ritger'ðasafn eftir Harald Jóhannsson hagfræðing, sem hann nefnir Epiahagsmál. Bókinni er skipt í fimm fjórðunginn 1929 til 1954, kafla, sem heita: Um útflutn- inginn og þjóðarbúið, Um tekjur, Um fjárfestinguna, Um Haraldur Jóhannsson stefnuna í efnahagsmálum og loks Um ríkið og efnahags- málin. I formála segist höfundur fjalla um vöxt raunverulegra þjóðartekna á mann aldar- vöxt kaupmáttar tímakaups- verkamanna í Reykjavik árin 1914—1956, vöxt verðgildis- útflutnings og innflutnings á mann 1914—1954, viðskipta- kjörin 1914—1953 og áhrif þeirra á verðlag og raunveru- lega þjóðarframleiðslu. Einnig er rætt um gengið og áhrif þess á hag launþega og út- flutningsatvinnuveganna. Síð- an segir höfundur: „Athygli er vakin á, að samlráttur varð í raunverulegum tekjum á. mann 1948—1952, Á þessu tímabili varð jafnframt rýrn- un bæði í verðgildi útflutn- ings og innflutnings á mann. og kaupmætti tímakaup® verkamanna ’í Reykjavík.... Rök eru leidd að því, að sakir sveiflna í aflabrögðum, kaup- gjaldskostnaðþ erlendu sölu- verði sjávarafurða, kaupverði innflutnings (og viðskipta- kjörum) geti fast gengi við núverandi skipan efnahags- mála ekki til lengdar skapað Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.