Þjóðviljinn - 19.02.1960, Síða 9

Þjóðviljinn - 19.02.1960, Síða 9
Föstudagur 19. febrúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9 I I* R ÓTT ! R RITSTJ ÓRI aw fosfiii m Bandaríska vikubíaðjð ,.Time‘‘ sagði frá því ó sínum tíma, hvernig það vildi til sem enginn vildi lengi vel trúa, að alþjóða- olympíunefndin ákvað að vetrar- olympíuleikarnir færu fram í svo afskekktum dal sem Squaw Valley er. Þetta er eiginlega skemmtileg saga og allóvenju- leg; hún er á þessa leið: Það var á órinu 1948 að tveir menn gerðu með sér félagsskap um að stofna skíðamiðstöð í Squaw Vailey. Annar þeirra, stýrimaðurinn Wayne Poulsen, iagði til nægilegt landssvæði, en hinn, Alexander Cochrane Cush- ing, útvegaði peningana. Cushing og Poulsen áttu í stöðugum erjum og kom þar að því að þeir skildu. Skíðimiðstöð Cushihg; Sfjúaw Valiéý1 Lodgé hét hún, átti næstu árin í mikl- um erfiðleikum fjárhagsleg'a. En árið 1954 varð Cushing þess á- skynja að borgin Reno, þessi fræga hjónaskilnaðarborg, sem er ekki iangt frá Squaw Valley, hafði sett fram. ósk um það að fá vetrarolympíuleikina 1960. Og þó skíðamiðstöðin hans Cush- ings hefði ekki nema eina skíða- iyftu ákvað hann að sækja líka. ,.Ég hafði ekki meiri áhuga fyrir að fá vetrarolympíuleikina en karlinn í tunglinu!“ sagði Cush- ing um þetta tiltæki sitt. „Það var aðeins til þess að komast í blöðin og auglýsa vetraríþrótta- staðinn minn“. Það sýndi sig þó, að þetta vakti áhuga blaðanna á vestur- ströndinni, en þá voru aðeins 6 vikur þangað til alþjóðaolympiu- nefndin (CIO) átti að taka af- stöðu til þess hvar vetrarleikirn- ir færu fram. Nú hafði Cushing hraðann á. Hahn fékk í lið með sér tvo þingmenn frá Kaliforníu, I-Iarold Johnson og kennara, Goodie Knight að nafni. Þeir grófu upp gamla sam- þykkt um fjárhagslega aðstoð til þess að fá aftur sumar-olympíu- leiki til Los Angeles, en leikirn- ir 1932 höfðu vakið mikla hrifn- ingu þar. Þetta varð þó til þess að það fékkst trygging fyrir 1 milljón dollurum til þess að fá leikina til Squaw Valley. Gamall vinur og hluthafi í Squaw Valley fyrirtækinu, Laur- ence Rockefeller, léði því fylgi sitt. Þá var Cushing ekki seinn á sér að gera áætlanir um írek- ari framkvæmdir, sem hann lagði svo- í skyndí fyrir olympíunefnd Bandaríkjanna. Þessi áætlun Cushings var svo sannfærandi að nefndin sam- þykkti þegar að formlega yrði sótt um það til CIO. Næsta verkefni Cushings var að vinna fulltrúana sem færu ó fundi CIO í París og' gerði hann bandalag' við tvo menn, Georg Weller og' Marshalll Hasteltine. Weller tók sér á hendur ferð til Squaw Valley og varð satt að segja skelkaður við það sem hann sá, eða öllu heldur hvað lítið hann sá. Hann ákvað þvi þegar að gera tillögur sinar eftir þeirri línu að hinir olympísku leikir skyldu verða framkvæmdir í anda bræðralags og einfaldleika, og því fráhvarf og i mótsetningu við þá leiki sem farið hafa fram á ,,luxus“- og skemmtistöðum Evrópu! Með nýjar áætlanir í vasanum lagði Weller af stað í fjögurra mánaða ferðalag til Suður- Ameríku, til þess að g'efa skýr- ingar á því í hverju það lægi að vetrarolympíuleikirnir færu fram á vesturhveli jarðar. Þvi næst lagði hann leið sína til Norðurlanda, þar sem hann undirstrikaði þá hugmynd sína að framkvæma leikina á ein- faldan hátt fyrir hinum ,,ó- brotnu og sparsömu“ Svíum og Norðmönnum. Cushing og félagar hans tóku einnig „til meðferðar“ hina évr- óþsku fulltrúa CIO, og þegar til fundarins kom höfðu þeir haft samband við 42 af 72 nefndar- mönnum. Settu líkan á götuna! Þá daga sem nefndin sat á fundum sinum héldu þeir félag- arnir sig' á ýmsum nærliggjandi veitingahúsum, hlédrægir og dá- lítið til baka, en þó alltaf við- búnir. Cushing hafði með sér stórt líkan af Squaw Valley (12 feta langt og 7 feta hátt). Það kostaði 2.800 dollara, og flutn- ingskostnaður á því til Parísar var um 3.000 dollarar. Líkan þetta var of stórt til þess að það kæmist inn um dyrnar, þar sem íundur CIO fór fram. Því var þess vegna komið fyrir á götunni fyrir utan bygginguna. Fulltrúarnir urðu því að fara út á götuna til þess að sjá líkanið. Þannig tókst þessum þrem Bandaríkjamönnum að fá tæki- færi til þess að koma áróðri sínum að á virkan hátt. Mögu- leikarnir voru samt sem áður litlir. Meira að segja sagði einn fulltrúinn frá Bandaríkjunum að hann mundi ekki greiða Squaw Valley atkvæði sitt. Það var Insbruck í Austurríki sem var aðalkeppinauturinn, og allt virt- ist benda til þess að Austurrík- ismennirnir myndu sigra. Cush- ing bjargaði þó sigrinum með ágætum endaspretti, þar sem at- kvæði féllu þannig að Squaw Valley fékk 32 atkvæði en Ins- bruck 30! ’llllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllll = Myndin er af sigiirvegurun- E um. ' Talið frá vistri, aftari E röð: Jón Stefánsson, Hörður E Tulinius og Skjöldur Jóns- E son. Fremri röð: Skúli E Ágústsson og Axel Klausen. Ti 111 iii n i n 1111 ii i ii 111 iii 1111 ii 111111 ii i ii 1111 KA Norðurlandsmeistari í körfuknattleik Akureyri, 14. febr. 1960. Knattspyrnufélag Akureyrar varð sigurvegari í ný afloknu Norðurlandsmóti, sem haldið var á Akureyri. í mótinu kepptu lið frá þrem félögum. Eitt frá ÍMA, tvö frá Þór og tvö frá KA. A-Iið KA sigraði alla andstæðinga sína með geysilegum yfirburð- um, hlaut 406 stig á móti 133, og má það kallast vel af sér vikið, að fá rúm 100 stig til jafnaðar í leik. Eins og úrslit- in sýna ljóslega, var A-lið KA alveg í sérflokki og komst því hvergi í hættu allt mótið út í gegn. Fjórir liðsmanna eru löngu þekktir og hafa margra ára sam- æfingu að baki, en hinn fimmti, Skúli Ágústsson er nýliði, sem lofar mjög góðu og' stendur fé- lög'um sínum lítið að baki. Hann er aðeins 16 ára gamall. Til Miumiiiiiimiimiiiiiiiiimniiimmii! 1 SQUAW | VALLEY 1 í DAG: | = Árdegis: 30 km skíða- S = ganga karla. Svig kvenna. S = Siðdegis: Listhiaup á 5 S skautum, parakeppni. E fsknattleikur = 3 leikir. e ilflllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllí gamans má geta þess, að Skúli getur sitt hvað fleira en leikið körfuknattleik, því hann er nú- verandi Akureyrarmeistari í hraðhlaupi á s'kautum og einn efnilegasti knattspyrnumaður okkar Akureyringa í dag. í A- liði Þórs léku tveir jafnaldrar Skúla, þeir Magnús Jónatansson og Guðni Jónsson, og vöktu á sér athygli fyrir góðan leik. Úrslit urðu, sem hér KA A-lið : Þór A-lið : KA B-lið : KA A-Iið : Þór A-lið : KA A-lið : KA B-lið : ÍMA : Þór KA A-lið ; ÍMA : Þór KA B-lið Þór B-lið Þór B-lið Þór A-lið KA B-Iið ÍMA ÍMA A-lið Þór B-lið B-lið segir: STIG: 102 —4S 89 — 4S 50 — 5fC 113 — 31 51 — 4T 84 — 30 44 — 41 63 — 57 107— 2® 32 — 30 Austurríki á of marga me8 gullverð- launamöguleika í fjallagreinunum! Þau „vandræði“ hafa lient austurríska skíðasambandið að eiga of marga góða skíða- menn sem liafa allir mögu- leika til að vinna gullverð- laun cða 8 talsins! Þetta hefur orsakað mikil átök og misklíð, sem stafar mest af því að liinn frægi skíðakappi Molterer sem var slappur til að byrja með i vetur liefur komizt í mjög góða þjálfun aftur og hefur hann nú verið settur í liðið. Varð það til þess að Egon umboösmenn:- KRISTJÁN O. SKAGFJÖRD H/F REYKJAV&. ^ MARGF0LD ENDING MEÐ MÁNSION BÓNI Zimmermann varð að víkja. Þetta vildi Zimmermann ekki sætta sig við og fór hann með bandarískri vinkonu sinni sína Ieið en Molterer og lians menn sína. Það getur líka verið erfitt að hafa of mikið af því góða! DAMASK — Sængurveraefni Lakaléreft Flauel Léreft Hvít og mislit. ULLAR-VATTTLPPI Preníum f; smekk og fljó Skólavörðustíg 21. Bil KLAPPARSTiG iO' ■ SÍMM94í3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.