Þjóðviljinn - 21.02.1960, Side 4

Þjóðviljinn - 21.02.1960, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 21. febrúar 1960 Enn frá skákþingi Reykiavíkur Eí'tirfarandi skák var tefld í 6. umferð á Skákþingi Reykja- víkur. Ólafur Magnússofi er í hópi yngstu og efnilegustu skákmanna okkar og hefur teflt við góðan orðstír á innlendum og erlendum vettvangi. Róleg stöðubarátta er hans sterkasta vopn, þótt í þeirri skák- sem hér birtist séu honum mjög misiagðar hendur. Karl Þorleifsson er eidri og á. sér lengri þróunarferil sem skákmaður. Framför hans hef- ur verið hægari en jöfn og markvís, og það sem af er Reykjavíkurmótinu nú, hefur nann náð athyglisverðum árangri. Karl teflir byrjanir yfirleitt vel og er kunnáttumaður á því sviði, enda má segja að skák- jijönnum, sem vanrækja að Jæra byrjanir nú til dags sé Jítill frami búinn. Hér kemur skákin Hvítt: Olafur Magiiússon Svart: Karl Þorleifsson SIKILEYJARVÖRN 1. e4 c5 2. Rf3 RcG 3. d4 cxd4 4. Rxd4 RfG 5. Rc3 dG G. Bg5' Þetta er hin svonefndá Richt- : er—Raiízer árás í Sikileýjar- iafii, hvasst vopn 'sem ' kreíst nákvæmrar meðhöiidiunar. G.------ eG 7. f4 Hér er venjulega leikíð 7. Dd2 Nú kæmi til greina fyrir svart- an að leika 7.----DbG. Hvítur æri þá í nokkrum vanda þar sem samtímis væri ráðizt að riddaranum og peðinu á b2 og 3. Rb3 yrði svarað með 8. — Ðe3f o.s.frv. léki hvítur 8. Rdb5 kæmi 8. svartur a6; ‘t. Rxd6f , Bxd6; 10. Dxd6 Dxb2 og svartur vinnur mann. 7. ----- Be7 8. Rf3 Hér gat Ólafur komizt út í hina venjulegu ,,teoríu“ með 8. Dd2 og síðan O—O—O. 8. ------------ hG 9. Bh4 0—0 10. Bd3 Nú fær svartur færi á hag- stæðri leikfléttu. Sennilega var 10. Bf2 hér bezti leikur hvíts. 10. — Rg4 yrði þá svarað með 11. Bgl síðan leikið Dd2 og hrókað á langveginn. 10. -----Rxe4! Karl iætur að sjálfsögðu ekki tækifærið ganga sér úr greip- um. 11. Bxe7 yrði nú svarað með 11. — Rxc3; 12. Bxd8 , Rxdl; 13. Bc7 , Rxb2 og svart- ur hefur betur. 11. Rxe4 Bxh4t 12. Rxh4 Dxh4t 13. G3 De7 14. RxdG Ólafur vinnur peðið aftur í bili en er þó ekki laus úr vandanum. 14. -----Ild8 15. Rxc8 Nú verða allir menn svarts virkir. En eftir 15. Re4 , Db4t fellur peðið á b2. 15. — — IIaxc8 16. De2? Ólaf.ur stóð höllum fæti og svona veikan leik þolir staða hans alls ekki í ábót á það, sem á undan var komið. 16. . ■.iU.Mi . ■ .... - .’r.- ! O—O var nauðsynlegur ieik- ur, enda þótt svartur stæði þá einhig mun betur að vigi vegna þess, hve menn hans eru miklu virkari. 16. ----- Rd4 17. Df2 Ef hvítur fær nú tima til að hróka þá er staða hans eftir atvikum sæmileg. Hrókunina g.æti Karl nú hindrað með 17.------Db4f, þar sem 18. c3 yrði svarað með 18. — Hxc3!; 19. bxc3 , Dxc3f o.s.frv. En Svart: Karl Þorleifsson ABCOEFQH ABCDEFGH Hvítt: Ólafur Magnússon á hann ekki sterkara fram- hald? 17. ----Rxc2f. Þetta er lausnin. Staða hvíts hrynur nú í rústir. 18. Bxc2 Db4t 19. Kfl Hd2 og Ólafur gafst upp. SKÁKÞING SOVÉTRÍKJANNA Skákþing Sovétríkjanna stend- ur nú yfir og er farið að síða á seinni hlutann. Þáttak- endur eru 20 og eru þar flest- ir sterkustu skákmenn þar- lendir nema Boívinnik, Keres og Tal. Ég birti hér nöfn allra þátt- takendanna eftir töfluröð: 1. Spassky, 2. Bagiran, 3. Krogius, 4. Geller, 5. Svetin, 6. Lutikoff, 7. Taimanoff, 8. Zacharoff, 9. Nei, 10. Smysloff, 11. Simagin, 12. Zamkovich, 13. Gufeld, 14. Liberson, 15. Korts- noj, 16. Bronstein, 17. Petr- osjan, 18. Gurgenidge, 19. Áverbach, 20. Polugajevsky. Fregnir hafa nú borizt af mótinu og er staðan eftir 13 umferðir þessi: 1. Petrosjan 10 2. Kortsnoj 9% 3.—4. Geller 8V2 3.—4. Krogius SVz 5. Taimanoff 7]/2 6.—9. Averbach 7 6.—9. Bronstein 7 6.—9. Spassky 7 6.—9. Polugajevsky 7 10. Smisloff 6Ú2 Félag ísl. rafvirkja verður í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 26<: febrúar n.k. íslenzkur Þorramatur, Góð skemmtiatriði-, Dans. Aðgöngumiðar afgreiddir í skrifstofu fé- lagsins, þriðjudag 23. og miðvikudag 24, þ.m. klukkan 5 til 7 s.d. NEFNDIN Verkfræðingar og iðnfræðingar Mælingaverkfræðingar og byggingaverk- fræðingar óskast til starfa í skrifstofu minni, Æskileg er sérþekking á sviði gatnagerðar, umferðartækni eða borgarbyggingar (kommunalteknik). Byggingariðnfræðingar óskast einnig til starfa. Nánari upplýsingár í skrifstofu minni, Skúlatúni 2. Reykjavík, 19. febrúar 1960. Bæjarverkfræðingurinn í Reykjavík Framboðs- frestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðar- mannaráðs og endurskoðenda í Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur. Listum eða tillögum skal skilað í skrifstofu V.R. eigi síðar en klukkan 12 á hádegi, þriöju- daginn 23. febrúar n.k. Stjórn V.R. Auglýsið í Þjóðyiljanum BÆJARPOSTURIN • Svellið á Tjörninni. í fyrramorgun, er ég átti leið fram hjá Tjörninni, sá ég þar nokkra menn, vinnuklædda, sem voru að skrapa og sópa bletti á svellinu. Einnig voru þar nokkrir unglingar að leika sér á skautum. Mennirnir voru að undirbúa skautamót ls- lands. er fram fer á. Tjörninni nú um helgina. Þetta minnti mig á það, að fyrir nokkru síðan talaðj ég við mann, sem sagðist furða sig á því. að ekk- ert hefði verið gert til þess í Það er heldur ekki svo kostn- aðarsamt að setja upp ljós- kastara, er lýsi upp nokkurn hluta af svellinu á kvöldin, en þá ihafa menn allajafna bezt- an tíma til þess að stunda þessa hollu íþrótt, skauta- hlaupið. Þetta hefur hvort tveggja verið gert flest undan- farin ár og meira að segja hefur stundum verið spraut- að vatni á íþróttavöllinn og búið þ-r til ógætt. svell líka, en í vet.ur hefur ekkert verið að- hqfzt. 1'’f+ ort haf; verið ís á Tiörninni, fvrr en nú. nð skauta, mófið á að fara fram. Einnig mim nú h:Vð að snrsuta vatni á ihróttavöllinn og búa þar til svell. vetur. hvorki af hélfi' haoiari'"ci né íbróttafélapranria 'í hwi'm. að lagfæra ?sinn á Trrrkni ~”"er hægt að vera þar á lýsa svellið unn a kvöldin. gkaytum, er ákaflega einfalt að ÞoTPr ísinn á Tjörninni er svo sprauta vatni á viss svæði til ósléttur og hrufóttur, að tæp-þess að fá sléttan og góðan ís. ® Hvað spm’d ílorntta- og æskulýðsleiðtogarnir? - Fátt er skemmtilegra eða holl ara fyrir unga sem gamla held- ur en að skreppa á skauta á kvöldin til þess að hressa sig eftir innisetur dagsins. Reyk- víkingar hafa þá ágætu að- stöðu að eiga Tjörnina í mið- bænum, sem oft er lögð langan tima á hverjum vetri. Þá þarf ekkert að gera nema lagfæra ísinn svolítið til þess að þarna sé komið fínasta skautasvell fyrir bæjarbúa, Að þessu eiga íþróttafélögin og bæjaryfir- völdin að vinna I sameiningu. Eða hvernig er það, eru íþrótta- menn bæjarins. alveg búnir að leggja skautana á hilluna? Það væri vissulega skaði, en hitt er þó enn meiri skaði, ef allir, sem fara á skauta séi' til skemmtunar og hressingar, gerðu slíkt hið sama, vegna þess að ekkert væri gert til þess að halda svellinu á Tjörn- inni í nothæfu ástandi. Það hefur margsýnt sig, að Tjörn- in fyllist af fólki, þegar gott svell kemur. Flest enx það nátt- úrlega börn og unglingar, en margir fullorðnir líka. Sama er að segja um svellið' á íþrótta- vellinum. Það hefur alltaf verið vel sótt á kvöldin, þegar það er upplýst og músik látin hljóma út yfir svellið. Nú langar mig til þess að spyrja forustumenn íþrótta- og æsku- lýðsmála í bænum að einu: Teljið þið ekki hollara og þroskavænlegra fyrir æskulýð bæjarins að leika sér á skaut- um á kvöldin við slíkar að- stæður heldur en að húka inni á sjonpum og kaffihúsum? Það hefur sýnt sig, að ekki stend- ur á unglingunum að koma á skauta, ef þeim eru sköpuð skilvrði til þess. Hvers vegna hafið þið ekki hafizt handa um það fyrr í vetur að útbúa skautasvell bæði á Tjörninni og 'íþróttavellinum eða finnst ykk- ■ur það ekki svara kost.naði nema þegar sérstakt íþrótta- mót er í vændum?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.