Þjóðviljinn - 21.02.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.02.1960, Blaðsíða 9
Sunnudagur 21. febrúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN — 0 Á sunnudaginn var sagt hér á íþróttasíðunni frá afmælis- hófi er Fimleikafélag Hafnar- fjarðar hélt í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Var þess einnig getið að í tilefni af af- mæli þessu hefði það gefið út myndarlegt afmælisblað. Verð- ur stuðzt við það hér, er get- ið verður í stuttu máli þess helzta sem hið dugmikla félag hefur tekið sér fyrir hendur í þessi 30 ár, og stofnenda og helztu forustumanna. Stofndagur félagsins 15. október 1929. Stofndagur Fimleikafélags Hafnarfjarðar er 15. október 1929 og var sjálfur afmælis- dagurinn í haust, en þann dag voru handknattleiksmenn þeirra í nokkurskonar afmælis- p" ", j,V - , ; Gísli Sigurðsson ferð erlendis. Vitað er með vissu að félagið var stofnað í fimleikahúsinu við gamla barnaskólann, og eftir því sem bezt verður vitað voru þessir menn á stofnfundinum: Hall- steinn Hinriksson, Kristján Gamalíelsson, Lárus Gamalíels- son, Ottó Jónsson, Ágúst Jó- hannsson, Ólafur Jóhannsson, Sveinn V. B. Stefánsson, Böð- var Eggertsson, Sigurður Gísla son, Guðjón Sigurjóneson og Jóhannes Eiðsson. Voru þeir Kristján Gamalíelsson, formað- ur, Sigurður Gíslason og Böð- var Eggertsson kosnir í fyrstu stjórnina. Var þegar hafizt handa um fimleikaæfingar undir stjórn Hallsteins, og einnig var æfð- ur handknattleikur. Gísli Sigurðsson sem skrifar ,,Annál“ FH, segir að skipta megi starfsferli félagsins í nokkra aðalkafla, sem þó flétt- ast nokkuð hver inn í annan. Frá 1929 til 1940: Fimleika- kafli. Frá 1934 og fram á þennan dag: Frjálsíþróttatíma- bil. Á þessu tímabili vinna fé- lagsmenn marga sigra ogverða mjög oft íslandsmeistarar í mörgum greinum frjálsíþrótta. Frá 1940 og fram á þennan dag: Knattleikjatímabil. Eru þá iðkaðir knattleikir bæði handknattleikur og knatt- spyrna. Vinnur FH á þessu tímabili marga sigra og eru þeir þó mestir og glæsilegastir sem unnizt hafa á hinum síð- ustu og beztu tímum. Þátttaka í frjálsum íþróttum. Til að byrja með var leik- fimin aðalíþrótt félagsins. Var mikið líf í henni og þegar næstu þáttaskil urðu, tilkoma frjálsíþrótta 1934, höfðu flokk- ar félagsins haft alls 24 sýn- ingar á þessum 4 árum. En þá er það sem FH sendir í fyrsta sinn keppendur á frjálsíþrótta- mót. Aðstaða hafði ekki verið sérstaklega góð til íþróttaiðk- ana, og í rauninni ekkert æf- ingasvæði, og segir svo um æf- ingar þeirra þremenninganna undir mót þetta, sem er tákn- rænt fyrir þann vilja sem menn þeirra tíma urðu að sýna til þess að komast áfram: — „Æfingasvæði var ekkert til hér í Firðinum og höfðu þess- ir menn þrír að tölu æft hver á sínum stað. Einn úti í hrauni (Hallsteinn), annar á knatt- spyrnuvellinum (Gísli) og sá þriðji í garði föður síns. — En þessir þrír brautryðjendur létu þetta ekkert á sig fá og stóðu sig mjög vel á þessu fyrsta móti sínu. Þessir menn voru: Hallsteinn Hinriksson, sem varð annar í stangar- stökki, Gísli Sigurðsson sem varð fjórði í 1500 m hlaupi og Sigurður Gíslason sem varð annar í hástökki. Gísli og Hall- steinn voru þá komnir á fer- tugsaldur og Sigurður 25 ára. Þetta var upphafið. Næsta ár setur Hallsteinn Islandsmet í stangarstökki og 1936 verður hann íslandsmeistari í 100 m hlaupi og stanganstökki. Síðar koma fram íþróttamenn í Hafn arfirði liver af öðrum, sem komast í fremstu röð, og má þar nefna Guðjón Sigurjónsson og Olíver Stein sem varð ís- landsmeistari 7 sinnum í röð i langstökki eða oftar en nokkur annar. Hann var líka fyrsti ís- lendingur sem etökk yfir sjö metra og meistari varð hann einnig á 100 metrum. Þá má nefna Magnús Guðmundsson stangarstökkvara, Þorkel Jó- hannesson stangarstökkvara og þátttakada í fimmtarþraut, Sævar Magnússon, spretthlaup- Oliver Steinn ara, Pétur Kristbjörnsson sleggjukastara, Sigurð Frið- finnsson hástökkvara og lands- liðsmann en hann var og ágæt- ur tugþrautarmaður, Ingvar Hallsteinsson sem varð marg- faldur drengjameistari og síð- ar Kaupmannahafnarmeistari. Og ekki má gleyma hinni snjöllu Guþlaugu Kristinsdótt- ur. Og stöðugt koma fram efni- legir menn: Kristján Stefáns- son, drengjamethafi í spjót- kasti, Páll Eiríksson, einnig drengjamethafi í stangar- stökki. Hefur hér verið stiklað á ör- fáum nöfnum frjálsíþrótta- manna í Hafnarfirði, sem hafa getið sér góðani orstír. Því má bæta við að FH hef- ur verið forsjált félag og reynt að undirbúa framtiðina. Það hefur efnt til námskeiða í frjálsum íþróttum (1935), sem stóð í lýá mánuð. Voru þeir Gísli og Hallsteinn kenn- arar. Árið 1937 bauð félagið Ármanni til keppni í 10x100 m hlaupi, 5 gegn 5 í langstökki og 5 gegn 5 í hástökki. Þetta var merkileg keppni þar sem reynt var að koma sem flest- um að, og væri þörf á að taka þetta upp nú sem þátt í því að fá fram hina margumtöluðu „breidd". Þá var keppni Hafnarfjarð- ar og Vestmannaeyja á sínum tíma mjög merkileg viðleitni til að gefa frjálsíþróttamönn- um etaðanna verkefni. Þessi keppni féll niður 1949 og hafa Hafnfirðingar alltaf harmað það. Ilandknattleikur fyrir alvöru. Þó að handknattleikur hafi verið iðkaður í Hafnarfirði lengur en á nokkrum öðrum stað í landinu, og sumir telja að þar hafi vagga handknatt- leiksins staðið, þá er það ekki fyrr en á árinu 1941 að farið er að leggja aðaláherzlu á handknattleikinn, enda árið áður efnt til fyrsta handknatt- leiksmeistaramóts íslands. Til- tölulega fljótt fóru lið frá FH að lá.ta til sín taka, því að á árinu 1946 átti félagið 3 flokka í úrslitum. Alltaf er það handknattleik- urinn sem mest er iðkaður, og á árinu 1954 sigrar annar fl. félagsins í íslandsmótinu og var það sá kjarni sem nú hef- ur hlaðizt svo utanum að „kraftaverk“ má kalla, eins og Hallsteinn orðar það í viðtali í blaðinu. Þessi flokkur hefur síðan varpað ljóma á félagið; og má geta þessa til staðfest- ingar: Meistaraflokkur FH hafði um skeið ekki tapað í um 60 leikjum í röð. Meistarafl. FH hefur leikið 24 leiki við er- lend lið og unnið 19, gert tvö jafntefli og tapað þrem leikj- um. Meistaraflokkur hefur tek- ið þátt í 13 hraðkeppnismót- um innanlands og utan og sigr- að 10 sinnum! Við þetta má bæta að allir flokkar sem fé- lagið teflir fram sýna góðan Hið sigursæla haiulkna*ttleikslið Fimleikafélags Hafnarfjarðar í meistaraflokki karla. Hallsteinn Hinriksson, þjálfarinn, er á miðri myndinni. handknattleik og eru sigursæl-bunað til að geta æft við eðl> ir. Knattspýrna var upp tekin í FH árið 1939 og stofnaðir þeg- ar þrír flokkar og þegar á fyrsta árinu unnu þeir flesta leikina. Aðeins 3 árum síðar urðu Hafnfirðingar Islands- meistarar í fyrsta flokki,- og voru FH-ingar þar heldur i meirihluta og voru yfirleitt sigursælir í viðskiptum við að- alkeppinautinn Hauka. Knattspyrnan var iðkuð að staðaldri, en þó án þess að verulega kvæði að í viðureign við hina stóru. Það er ekki fyrr en Albert Guðmundsson kom til sögunnar 1954 að veru- lega fer að kveða að Hafnfirð- ingum á knattspyrnuvellinum. Hann þjappar þeim saman félagslega og íþróttalega. Þeir vinna sig með „hraði“ upp í 1. deild. Þeir ráðast í byggingu félagsheimilis og gera ágæta tilraun til að vinna fyrir fram- tíðina. I öllu þessu starfi eiga FH-ingar mikinn þátt, og hafa margir góðir FH-ingar lagt þar hönid til hjálpar. Góðir forystumenm Hér hefur verið stiklað á stóru um sögu FH í þessi 30 ár. Bak við þetta hafa stað- ið duglegir áhugamenn, sem bæði hafa haft forustu á leik- velli og utan, og því verið hið góða fordæmi æskunnar. Má í því sambandi nefna menn eins og Gísla Sigurðsson sem á síð- asta ári átti 40 ára keppnisaf- mæli. Sigurð Gíslason, Kristján Gamalíelsson, Jón Mathiesen, Valgeir Óla Gíslason og Kjart- an Markússon svo nokkrir séu nefndir. Allir þessir menn hafa unnið lengur eða skemur að málum félagsins og þó Gísli lengst. En sá maðurinn sem aldrei hefur slakað á öll þessi 30 ár er Hallsteinn Hinriksson. Hann hefur verið rauði þráður- inn í starfi og lífi félagsins, fyrst brautryðjandinn og kepp- andinn og um leið kennarinn, og það er hann enn og með sama áhuga og vaxandi ár- angri. Án duglegra manna í for- ystu FH hefði félagið ekki náð þeim árangri sem nú er lýð- um ljós, og æska Hafnarfjarð- ar hefur líka sýnt að hún hef- ur kunnað að meta störf þeirra og fylkt sér undir merki fé- lags síns og sýnt og sannað að þar er „kjarnorkufólk“ sem allt dreymir um að eignast að- leg skilyrði, en það hefur ekki haft aðstöðu til þess hingað til. Ekkert sannar betur þann dugnað og vilja sem býr í hafnfirzkum íþróttamönnum. Afmælisrit FH. Afmælisrit FH er eitt skemmtilegasta rit sinnar teg- undar sem komið hefur út hér á landi. Af efni þess má m.a. geta: Annáll Fimleikafélags Hafnarfjarðar eftir Gísla Sig- urðsson. Ávarp forustumanna. Mjög skemmtilegt „rabb“ við Hallstein. FH hefur átt marga afreksmenn í frjálsum íþrótt- um eftir Pál Eiríksson, Frá slagsmálum í leikfimishús'nn til heimsmeistarakeppni, eftm Hjört Gunnarsson, Frásagnir af ferðum FH-inga, Fjölhæf- asta frjálsíþróttastúlka Is1. (Guðlaug Kristinsdóttir), Af- rekaskrá, kennaratal, stjórnar- tal, og fleira. Ritið er prýtt fjölda mynda og er sem fyrr segir hið vandaðasta að öllum frágangi. Ritstjórar blaðsins eru Árni Ágústsson og Hjörtur Gunn- arsson. Stjórn FH skipa nú: Valgarð Thoroddsen formaður, Birgir Björnsson varaformaður, Einar Sigurðsson, Olíver Steinn Jó- hannesson, Valgeir Óli Gísla- son, Sæmundur Björnsson, Hallsteinn Hinriksson og Ing- var Pálsson. : u i s 11111111 (11 i 111111111111111 c 11 i | Sfifssaw 1 Valley =Dagskráin sunnud. 21. fefcr S Árdegis: = Listhlaup, kvenna, E Skíðaskotfimi. E Stórsvig kvenna. E 1500 m skautahlaup ~ kvenna. E Síðdegis: V erðlaunaaf hending. Stökk í tvíkeppni. = Isknattleikur 2 leikir. E Mánudagur 22. febrúar. E Árdegis: E Listhlaup, konur. E Skíðaganga 15 km. E tvíkeppni. E 1000 m skautahlaup E kvenna. Síðdegis: V erðlaunaaf hending. Ísknattleikur, fjórir E leikir. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.