Þjóðviljinn - 21.02.1960, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 21.02.1960, Qupperneq 10
<Í0) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 21. febrúar 1960 Minnisvarði Framhald af 7. síðu. en þakka innilega þeim, er sýna í Skrúð fagran gróður náttúrunnar á áður lirjóstrugum stað. Lá'tið bók þessa skýra frá því hér á eftir og að Iokum.“ Séra Sigtryggur vissi það vel að Skrúður er lifandi minnisvarði þeirra hjóna. Garðurinn má nú þegar telj- ast til hinna merkari sögu- legra minja á Vestfjörðum 'auk þess, sem hann hefur menningarhlutverki að gegna frá ári til árs og kyni til kyns með því að vera til fróðleiks og vakningar í ræktunarmál- um. . Áður en séra Sigtryggur lézt samdi hann drög að reglugerð fyrir Skrúð og af- henti skólanefnd Núpsskóla garðinn. Hann á að vera sjálfstæð stofnun með sjálf- stæðu reikningshaldi en í tengslum við skólann. . Af framlögum til Skrúðs á síðari árum myndaði séra Sigtryggur sjóð, sem hann nefndi Skrúðsstuðul. Skrúðs- stuðull stendur straum af framkvæmdum við garðinn. Hann er að sjálfsögðu í vörzlu skólanefndar Núpsskóla. Það má kalla að þau orð, sem hér hafa verið tilfærð eft- ir séra Sigtryggi, séu siðasta kveðja hans til nemenda og annarra samferðamanna. Hitt munu allir nemendur hans skilja að samboðnast er hon- um að hans sé minnzt í þjóð nýtu menningarstarfi. Ærin verkefni eru fyrir höndum í sambandi við Skrúð. Þeim, sem þar eiga tii að sjá, er vitanlega örvun og gleði að hverskonar liðveizlu. Annars sé ég ekki ástæðu til að láta fleiri orð frá mér fvlgja þessari síðustu kveðju séra Sigtryggs Guðlaugssonar. Halldór Krit*ijánsson • tjTBREIÐIÐ ÞJÓÐVILJANN Innilega þakka ég öllum þeim sem á margan hátt sýndu mér virðingu og vináttu ci ciftræð- isa-fmœlinu 7. þ.m. JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR, Melabraut 36. Málarafélag leykjavíkur Aðalímidur Málarafélags Reykjavíkur verður hald- inn mánudaginn 29. febr. 1960 að Freyju- götu 27, klukkan 8.30 s.d. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Reikningar félagsins liggja frammi í skrif- stofu félagsins. Stjórn Málarafélags Reykjavíkur. Kjsr togarasjómanna HEIMIUSTRYGGING Er trygging allrar fjölskyldunnar. Skrifið eða hringið eftir upplýsingum. samvd EjMVJTrmYcrs <B.nKr©Ana m SAMBANDSHÚSINU - RIYKJAVlK - SÍMI 17080 Frámhald af 1. síðu. Þeir tógarar sem enn eru á veiðum eru flesur yanmannað- ir, vantar á þá flesta 4—6 menn, þannig að vinnan hvílir y með ofurþunga á þeim sem eftir eru, Jiegar einhver afli fæst. Ýtt undir siglingar Gengislækkun stjórnarinnar mun að sjálfsögðu bitna harka- lega á togarasjómönnum eins og öðrum. Þó er gert ráð fyr- ir því að kaup togarasjómanna hækki þegar siglt er með ís- varinn fisk á erlendan markað en haldist óbreytt við heima- landanir þrátt fyrir allar verðhækkanir. Með þessu er verið að ýta undir þjóðhættu- lega þróun. Siglingar með óverkaðan fisk eru mikið efna- hagslegt tap fyrir þjóðarheild- ina, draga stórlega úr atvinnu í landi og rýra gjaldeyristekj- urnar til muna. Árið 1951, Jiegar síðast var siglt að ráði, skiluðu togararnir aðeins um 20% af brúttó-gjaldeyristekjuin sínum heim, til bankanim, Samningar standa yfir Neyðarástand á togaraflot- anum veldur því að nú standa yfir samningar um bætt kjör millj fulltrúa sjómanna og út- gerðarmanna. Hófust fundirnir á miðvikudaginn var og taka þátt i þeim fyrir hönd sjó- manna Jón Sigurðsson, Hilmar Jónsson, Einar Jónsson, Magn- ús Guðmundsson, Tryggvi Helgason og Gunnar Jóhanns- son. Hafa fulltrúar útgerðar- manna viðurkennt það hrein- skilnislega að ekki verði hjá því komizt að kaup togarasjó- manna verði að stórhækka. Seimsmet: Skiluðu 100 íonnum á mann Þess er því að vænta að eng- in töf verði á því að gerðir verði nýir samningar um mjög verulega hækkun á kaupi tog- arasjómanna. Þar er bæði alger þjóðarnauðsyn og óvéfengjan- Íegt ré'ttlætismál. Það er eng- in hemja að íslenzkir togara- sjcmenn séu verst launaða stéttin á íslandi og fái miklu lægra kaup en starfsbræður þeirra í nálægum löndum — á sama tíma og skýrslur sýna að sjómenn liér hafa sett nýtt heimsmet í aflabrögðum, skil- uðu á síðasta ári 100 tonnum að meðalt. á mann. Fyrir rúin- um áratug var meðalaflinn á sjómann 70 tonn; framleiðslu- afköst þeirra hafa því aukizt um nær 50% á sama tíma og kjör þeirra hafa verið látin dragast aftur úr öllum öðrum stéttum. Frumsýning um mánaðamótin Æfin.gar standa nú sem liæst í Þjóðleikhúsinu á næsta leik- rMi, sem Jiar verður frumsýnt, um mánaðamótin næstu. Leikrit þetta er gleðileikur eftir hinn kunna bandar’íska höfund Thorton Wilder. Nefn- ist það á enskunni The Mateh- maker en í þýðingu Karls Guð- mundssonar „Hjónaspil“. Leik- stjórj er Benedikt Árnason og er Hjónaspil fyrsta leikrit, sem hann setur á svið Þjóðleik- hússins. Með aðalhlutverkin fara þau Haraldur Björnsson, Herdís Þorvaldsdóttir og Guð- björg Þorbjarnardóttir VerkalýðsMs Framhald af 12. síðu. að samvinna skyldi hafa t.ek- izt um byggingu á félagsheim- ili verkalýðsfélaganna. Félagsheimili það sem áform- að er að byggja, verður gert eftir teikningu Gísla Halldórs- sonar arkitekts í Reykjavík, en samkvæmt frumteikningu Gísla verður húsið l1/^ hæð, Grunnflötur byggingarinnar í heild er áætlaður 880 fermetr- ar og rúmmál alls 6300 rúm- metrar. iimiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiimimiiimimiimimimiiiiiiiiiiiiiimi iiiiiitiiiiiniiin iiiimMiimiiiimiiimiibiimiiiiimiimiiimiiimiimimiiiiimiimmimimiiiiiimiimimmiiiiiiiiiiimmiiiiimii Hann er hrifinn orf peysunni Efni: 650 gr. gróft ullargarn. Prjónar no. 3 og 34. Hringprjónn no. 3. (Á hann er prjónaður hálslistinn). Stærð: ca 10 ára. Mynztur: (skipt með 2 + 1 auka- lykkja) 1. prjónn (rangan) 1 rétt” ] röng, 1 rétt” endurtakið frá” til” út prjóninn. Næstu L rétta", en í staðinn fyrir að prjóna gegnum lykkjuna á prjóninum er prjónað í gegn- um lykkjuna undir líka, svo hún verður tvöföld. ] röng” endurtakið íra" til” út prjón- inn. Þessar tvær umferðir mynda mynztrið og eru alltaf endurteknar í þessari röð. BAKIÐ: Fitjið upp 99 l.vkkj- ur á prjón no 3 og prjónið ca 8 cm. strofí (1 rétt og 1 snúin) — endið á prjón sem byrjar og endar á snúinni lykkju. Skiptið yfir á prjóna no 'SV? og haldið áfram með mynztrið. aukið um ieið út í hvorri hlið með 2 cm millibili 1 lykkju, alls 8 sinnum (115 lykkjur á prjón). Prjónið þar til stykk- ið er 47 cm. takið þá úr fyrir öxlinni 8 lykkjur í byrjun 8 prjóna og 9 lykkjur í byrjun 2 prjóna. Lykkjurnar 33 sem eft- ir eru teknar úr í einu. FRAMSTYKKIÐ: eins og bakstykkið fyrstu 29 cm. Þá eru 5 miðlykkjurnar settar á öryggisnælu og hver hlið prjón- uð fyrir sig. um leið er tekin 1 lykkja úr í hálsmálinu með 1*4 cm. millibili, alls 14 sinn- um. Þegar stykkið er ca 47 cm. er tekið úr fyrir öxlinni handvegsmegin 4 sinnum 8 lykkjur og 9 lykkjur. ERMARNAR: Fitjið upp 48 lykkjur a prjón no. 3 og prjón- ið ca. 10 cm. stroff (1 rétt og 1 snúin) á síðasta prjóninum er aukið jafnt út, þannig að lykkj- urnar verði 65. Skiptið yfir á prjón no. 3V2 og haldið áfram með mynztrið og' aukið út 1 lykkju í hvorri hlið með 1% cm. millibili, alls 16 sinnum. Þegar ermin er 41 cm. er tekið úr öllu í einu. FRÁGANGUR: Saumið axl- irnar saman og takið ca. 125 lykkjur upp frá réttunni af hálsmálinu á hringprjón no. 3 46 lykkjur í hvorri hlið fram- stykkisins og 33 úr bakstykk- inu. Lykkjurnar 5 á nælunni eru ekki teknar upp. Prjónið nú stroff. Þeg'ar búið er að prjóna 5 prjóna stroff er prjón- aður einn prjónn snúinn á rétt- unni (sá prjónn kemur í brot- ið). Prjónið þvínæst 5 prjóna stroff. Fellið af, brjótið stykkið til heiminga og saumið lausu iykkjurnar 5 við mjóu hliðarn- ar á líningunni, þannig að lín- ingin krossleggist frá vinstri yfir til hægri. Saumið þvínæst alla peysuna saman. Vídd handvegsins ræðst af vídd ermarinnar að ofan. IIMIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllilllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllimillilllllllllllllllllllllllllllimillllIllllillllll immMMMMMMMMMMMMMMMMMIIMIMI'MMMMMMMMMMMMMMm

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.