Þjóðviljinn - 13.03.1960, Blaðsíða 3
Sunnudagui' 13. marz 1960 -— ÞJÓÐVILJINN — (3
Stuttur fréttapistill o.11.
Rangárvöllum. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans.
Undanfarna mánuði hefur
verið hér hjart og milt veð-
ur. Snjókoma hefur engin
verið, en frost nokkurt með
norðaustan átt seinustu vik-
ur Eru menn farnir að spá
því að þessi vetur muni
verða snjólaus.
Þótt margt ungt fólk sé
nú fjarri átthögunum, ýmist
vegna vertíðarvinnu eða
skólavistar, hefur talsvert
fjör verið í öllu félagslífi.
Auk dansleikja hefur félags-
vist verið spilúð vikulega
í Hellu-Bíói undir skemmti-
legri og ágætri stjórn Ág-
ústs Sæmundssonar og hef-
ur það verið hin vinsælasta
skemmtun, jafnt fyrir yngri
sem eldri.. Þá má nefna
þorrablótin, sem haldin hafa
verið innan hvers hrepps
með almennri þátttöku. Hafa
þau flest farið fram á þann
hátt að samkoman hefur
hafizt með sameiginlegu
borðhaldi, þar sem fólk hef-
,ur gætt sér á alls kyns
kræsingum, en á meðan hafa
verið sungnar gamanvísur,
sögur sagðar og að því loknu
almennur söngur. Að lo'kum
hefur hljómsveitin tekið að
léika og dansað hefur verið
fram undir morgun.
Mikill kurr er nu í mönn-
um vegna efnaliagsráðstaf-
ana ríkisstjórnarinnar, en
með þeim hefur sverðið ver-
ið reitt til höggs gegn al-
þýðu. manna jafnt til sjávar
og sveita. Verkamenn sem
hingað til hafa aðeins getað
veitt sér brýnustu lifsnauð-
synjar sjá nú framundan
versnandi kjör, harðnandi
lífsbaráttu og gráðuga loppu
braskaravaldsins sem nú
ræður í stjórnmálalífi okk-
ar En það eru fleiri en
verkamenn sem eru óánægð-
ir. Bændur eru farnir að sjá
það að verkamaðurinn verð-
ur að hafa fjármagn til að
geta keypt framleiðsluvörur
s'kap í sveit né stofnað heim-
ili sem verkamenn einungis
vegna niðurrifsráðstafana
þeirra glórulausu, einsýnu
manna, sem stóðu að efna-
hagsmálafrumvarpinu.
liiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiii
landbúnaðarins. Efnahags-
ráðstafanirnar bitna hárðast
á þeim bændum, sem stytzt
eru á veg komnir. Mun svo
komið að ungir menn telja
sig hvorki geta hafið bú-
Merkisafmæli tveggja
kvemia í Olafsvík
iiiiiiiiiiiiiiiiiiuiii
I dag 13. marz eiga tveir
mætir Ólafsvíkingar merkis-
afmæli: Jóhanna Valentínus-
dóttir í Bifröst er 90 ára og
Metta Kristjánsdóttir í Stígs-
húsi 80 ára.
Jóhanna Valent'ínusdóttir
fæddist í Króksba'kka í Heiga-
fellssveit 13. marz 1870. Hún
giftist 20 nóvember 1895
Guðbrandi Sigurðssyni, sem
var um skeið formaður á báí-
um og síðar hreppstjóri. Hófu
þau búskap í Ólafsvík og hef-
ur Jóhanna átt heima þar síð-
an. Þau Jóhanna og Guð-
brandur eignuðust sex börn
og eru þrjú þeirra á lífi, tveir
synir búsettir í Ólafsvík og
dóttir búsett í Keflavík. Mann
sinn missti Jóhanna árið 1940.
Jóhanna Valentínusdóttir
er að öllu góðu kunn og mik-
il dugnaðarkona. Starfaði hún
mikið að félags- og líknar-
málum áður fvrr, var t.d.
stofnandi hjúkrunarfélags
og um skeið í stjórn verlc-
lýðsfélagsins í Ólafsvík. Við
leikstörf fé'kkst hún og leið-
beindi öðrum á því sviði.
Jóbanna sér að öllu leyti
um sig sjálf enn og hún hef-
ur heyjað fyrir og hirt skepn-
ur sínar til þessa, enda hefur
hún verið heilsugóð, les ög
fylgist vel með öllu. Jóhanna
hefur löngum verið kénnd við
Bifröst í Ólafsv’ík.
★
Metta Kristjánsdóttir í
Stígshúsi fæddist að * Búðum
í Staðarsveit 13. marz 1880,
Atvinniibílstjórar
Framh. af 12. síðu
væru send til umsagnar atvinnu-
bílstjórafélaganna en einmitt
,hin veigameiri mál hlytu að haía
nokkurn aðdraganda og athugun
áður en þau væru aígreidd, og'
myndi umsögn bílstjórafélaganna
því ekki tefja málið úr hófi
fram. Bæjarstjórn bæri þvi að
samþykkja tillögu Einars.
Alfreð Gíslason kvað sig furða
á umsög'n umferðarnefndar, hún
talaði rétt eins og veigameiri
A morgun, mánudag hefst
námskeið félagsins Sölutækni,
sem einkum er ætlað sölumönn-
um og sölustjórum heildverzl-
ana og iðnfyrirtækja.
iiitiiiiiiiiiiinilliii
en búið hefur hún í Ölafsvik
síðustu 60 árin.
Metta hefur verið þrígift.
Fyrsta mann sinn, Hans Hans-
son sjómann missti hún árið
1906. Eignuðust þau fjögur
börn. Hún giftist aftur 1916
Jens Guðmundssyni sjómanni
og eignuðust þau fjögur börn.
Jens andaðist 1922. Árið 1927
giftist Metta Jóhanni Krist-
jánssyni sjómanni.
Metta Kristjánsdóttir hefur
búið í Stígshúsí í Ólafsvik
í 33 ár og þar í þorpinu eru
fjögur börn hennar búsett:
Kristján Jensson formaður
Verkalýðsfélagsins Jökuls í
Ólafsvík, Guðmundur Jensson
skipstjóri, Bárður Jensson vél-
stjóri og Sigríður Hansdóttir.
Metta hefur tekið mikinn
þátt .'í félagsmálum. Hún er
stofnandi slysavarnadeildar-
innar í Ólafsvík og hefur ver-
ið formaður hennar frá stofn-
un, fyrir 12 árum. I góð-
templarahreyfingunni hefur
hún starfað síðan 1903.
Metta var einn af stofnend-
um verkalýðsfélagsins í Ólafs-
vik og um langt skeið, ellefu
fyrstu árin, eina ‘konan i fé-
laginu. Hún lét leiklistarmál
einnig til sín taka á yngri
árum.
Metta Kristjánsdótir heldur
enn heimili af miklum mynd-
arskap. — s.
Avenl og Aurel
Næstu fjórar vikurnar
skemmtir danspar, sem farið
hefur víða um heim og' sýnt á
ýmsum kunnustu skemmtistöð-
um stórborganna, gestum veit-
ingahússins Lidó. Hún er ensk
og nafn hennar Averil, hann
heitir Aurel og er franskur.
Þau hjónin Averil og Aurel
sýndu í fyrsta skipti í Lidó á
fimmtudagskvöldið var við
mikla hr'ifriingu gestanna, enda
skémmtiþáttur þeirra bráð-
smellinn. Sýna þau dansa með
skoplegum tilburðum og fim-
legum akrobatik-kúnstum; er
ekki sú skemmtun sízt að sjá
þau taka charleston-spor á
gólfinu. Aurel er bersýnilega
hjólliðugur galgopi og fimi
Averil verður ekki dregin í efa.
Auk bess sem hún dansar syng-
ur hún nokkur lög' skemmti-
leg'a.
Eins og áður var sag't, hafa
þau Averil og Aurel víða far-
ið; hing'að koma þau frá Bath
í Englandi og' héðan munu þau
væntanlega fara til Suður-
Frakklands — hvarvetna bíða
verkefnin. Er blaðamaður Þjóð-
viljans hal'ði sem snöggvast tal
af þeim sl. íimmtudagskvöld
Jétu þau hið bezta yffr fyrstu
kynnum af íslandi. Averil
blöskraði þó bersýnilega aur-
bleytan á götunum, því að hún
kvaðst ætla að syngja einhvern
daginn lag með texta um for-
ina: I admire you mud, mud,
mud — Ég dái þig aur, aur,
aur! — Og hvað tekur svo við
þegar þornar um? spurði hún.
Ryk, ryk, ryk, svöruðum við.
Þau hafa sýnt saman um
átta ár.a skeið; kynntust fyrsfi
í París, þar sem hann var
danskennari. — Eigið þið börn?
er spurt. Nei, svarar Averil,
en fjóra hunda!
r.
umferðarmál þurfi enga athug-
un, enga bið! Það eru einmitt
mál sem þarnast gaumgæfilegr-
ar athugunar og frá sem ílest-
um hliðum, og að einmitt þeir
sem koma umíerðarmálin mest
við athugi þau. Þess vegna eru
rök umferðarnefndar tylliástæða.
Umferðarnefnd hefur sætt nokkr-
um ásökunum vegna ákvarðana
sinna um aðalbrautir. og betra
að athu„ga þau mál gaumg'æí'ilega
áður en ákvarðanir eru teknar.
íhaldsmerinirnir 10 þögðu við
þessu og réttu , upp hendurnar
m.eð þvl að vísa fillögu Einars.
frá. Það gerði einnig Magnús
Ástmarsson. XI. limur íhaldsins
í bæjarstjórninni. Með tillögu
Einars greiddu Aiþýðubandalags-
mennirnir þrír atkvæði. Fram-
sókn sat hjá.
............................................................................
Þetta eru starfsmenn stjórn-
arblaðanna, þessara málgagná
sem einatt hæla sér af því
hvað þau séu góð fréttablöð
og skora á landslýðinn hð
lesa sig til þess að „fylgjast
með nýungunum“. X stjórnar-
blöðunum hefur ekki komið
frétt um eina einustu verð-
hækkun; þeir sem þar starfa
virðast lifa í öðrum heimi en!
annað fólk, og' hafa þeir þó'
áður sýnt að þeir telja verð-
lag til frétta.
Af hverju stafar þessi al-
gera þögn? Voru blaðamenn-
irnir við Morgunblaðið og Al-
þýðublaðið búnir að birgja
sig svo ríflega upp að þeír
hafi ekki þurft að kaupa
neit.t siðustu vikurnar? Eða
ríkir harðvitug' ritskoðun §
þessum .blöðum, eru þau um-
lukin andleg'u járntjaldi sem
engin frétt smýgur gegnum'
nema hún falli stjórnarherr-
unum í geð? Er það þetta sem
,.lýðræðisblöðin“ eiga við
þegar þau tala fjálgleg'ast um
frjálsan fréttaflutning á há-
tíðlegum stundum? — Austri.
Frjáls
fréttaflutningur
Ein er sú frétt sem allir
tala um og' birtist daglega í
nýjum tilbrigðum: verðhækk-
anir. í hvert skipti sem hús-
móðir fer í búð að kaupa
nauðsynjar til heimilisins
rekur hún sig á það að ný
vörutegund hefur hækkað í
verði. Hún kaupir kókó og
verður að greiða 24 krónum
meira fyrir kílóið; bornsur
..sem hún ætlar að kaupa
reynast 100 kr. dýrari en áð-
ur; einn góðan veðurdag' hafa
baðmullareínin tvöíaldazt í
verði. En fjárhæðin sem hún
heíur í veskinu hefur ekki
hækkað, því það er búið að
banna það með lögum að
launaíólk fái nokkrar vísi-
töluuppbætur fyrir vaxandi
dýrtíð. Því verður húsmóðir-
in að hætta við að kaupa
sumt og takmarka kaup sín
á öðru; heimili hennar er orð-
ið miklu fátækara en áður.
Því er ekki að undra þótt
þessi miklu umskipti þ.vki
fréttnæm og vart sé um ann-
að talað þar sem menn hitt-
ast á förnum vegi.
En til eru þeir menn í
landinu sem ekki virðast hafa
hugmynd um þes§i tíðindi,
þótt þau haíi áhrif á líi' og
afkomu hvers alþýðumanns.
Og það sem kynlegra er: þess-
ir fáfróðu menn hai'a það þó
fyrir atvinnu að fyfgjast með
öllu fréttnæmu og skýra frá
því jafnóðum og það gerist
og helzt áður en það gerist.