Þjóðviljinn - 20.03.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 20. marz 1960
Friðrik ÓSafsson varð skák-
cneisfari Reykiavíkur
Engum hinna röskd samkepp-
enda Friðriks Ólafssonar í úr-l
slitakeppni Skákþings Reykja-;
víkur tókst að stöðva sigur-á
göngu hans. í síðustu þremurj
umi'erðunum snaraði hannt
þeim hverjum á eftir öðrum,
Inga R. Jóhannssyni, Guðmundi'
I.árussyni og Benoný Bene-|
diktssyni og' tókst þannig að,
meistari Reykjavikur“ þótt
merkilegt megi virðast.
En orsökin er ákaflega nær-
tæk, því hann hefur nefni-
lega naer því aldrei teflt á því
móti fyrr og alls ekki síðuslu
tiu árin.
Að loknum þessum sigri sjn-
um heldur Friðrik til Argen-
tínu, þar sem honum hefur
sigra alla keppinauta sína 71 .... , . , .
1 verið boðin þatttaka í hinu ar-
í * r
lega skákþingi í Mar del Plata.
Þátturinn vill um leið og
að tölu. Þessi úrslit munu ekki
hafa komið neinum á óvart,
því vitað var að Friðrik stóð \
öllum andstæðingum sínum
framar og það mjög verulega
ílestum. ^
Maður hefði raunar getað
vænzt þess, að Ingi og Beno-
ný veittu honum hart viðnám,
en svo varð ekki og veittu
sumir hinna lægri manna hon-
um engu minni mótspyrnu.
Þetta kann að stafa að, nokkru
af því, að Friðrik hafi beitt
sér meira geg'n þeim tveimur
f.vrrnefndu og ekki siður hinu,
að hann þekkir þá betur og
kann betur á þá en suma hina
. yngri menn, sem hann þekkir
kannske naumast nema af orð-
spori.
Það er erfitt og sjálfsagt van-
þakklátt verk að ætla sér að
dæma um tafjmennsku stór-
meistarans i heild á þessu móti.
Þátturinn hefur heldur ekki
skoðað allar skákir hans og er
þvi enn síður dómbær um efn-
ið. Þó hefur hann ástæðu til
að ætla, að stórmeistarinn hafi
stillt orku sinni allmjög í hóf
á þessu * móti, og notfært sér
það, að i fæstum tilfellum þurfti
hann á henni allri að halda.
Skákirnar í heild hafa svo ef
til viil goldið nokkuð þessarar
staðreyndar og það dregið úr
dýpt þeirra og reisn, þótt ekki
sé þar um þau lýti að ræða,
sem við dauðlegir skákmenn
hnjótum um við fijótlega rann-
sókn. En aðdáunarvert var ör-
5rggi Friðriks og fundvísi hans
á úrræði, jafnvel þótt staða
hans virist ekki ailtaf gefa mik-
il fyrirheit.
Þetta er í fyrsta sinn, sem
Friðrik vinnur titiiinn ,,Skák-
hann óskar Friðriki til ham-
ingju með hinn nýja, virðulega
titil, óska honum jafnframt
góðrar ferðar til Suður-Amer-
jafntefli, í heldur betri stöðu
fyrir Jónas þo.
Inga varð þannig hálla á af-
slöppun sinni en Friðriki, sem
komst aldrei í tapstöðu,
Athyglisvert var, að þótt
Ingi virtist í mörgum skákum
ekki ieggja sig ofsalega fram,
þá teíldi hann oít tvíeggjaðar
,.hasar“byrjanir sem kröfðust
markvissra og nákvæmra hand-
taka. Er mér ekki grunlaust
um, að hann hafi gert þetta í
tilraunaskyni til að reyna ýrr.is
byrjunaraíbrigði, sem nú eru
ofarlega á dagskrá og umdeild.
Svo sem fram kemur af vinn-
ingstölu Inga þá hefur hann
sloppið allvel frá þessari til-
raunastarfsemi, þótt hann yrði
að lúta í lægra haldi fyrir
stórmeistaranum og deila ein-
um vinningi með Jónasi. Hefur
Fjórir af yngri þátttakendum í skákþingi Reykjavíkur. Frá
vinstri: Jónas Þorvaldsson, Björn Þorsteinsson, Halldór Jóns-
son og Guðmundur Lárusson. — Ljósm.: Þjóðviljinn.
íku og' velgengni í keppninni
þar. Undir þá ósk munu ailir
íslenzkir skákunnendur taka.
Ingi R. Jóhannsson hreppti
annað sætið með 5’/2 vinning.
Um hann gildir á vissan hátt
það sama og sagt var um Frið-
rik áðan. Það er ljóst af sum-
um skákum hans, að hann
hefur varla teflt af þeirri orku
sem hann hefði getað fram-
leift með ýtrustu átökum. Á
móti Braga Þorbergssyni t.d.
munaði litlu að Inga yrði hált
á þessu, en þá lék hann vinn-
ingsstöðu niður í tapstöðu og
bjargaðist einungis vegna tíma-
hraks Braga. í síðustu umferð
lenti Ingi líka í tapstöðu gegn
Jónasi Þorvaldssyni, sem tókst
þó ekki að hala vinninginn í
land og iauk þeirri skák með
Ingi enn staðfest það almenna
álit, að hann sé næststerkasti
skákmaður hérlendis.
Benoný Benediktsson varð
efstur þeirra manna, sem ekki
fengu að njóta þeirra sérrétt-
inda að sleppa við að tefla í
undanrásunum. „Móralskur sig-
urvegari" mun einhver segja
og mætti til sanns vegar færa.
En í þessum þætti verður
sleppt öllum móral og aðeins
fjallað um kaidar tölur. Ben-
oný varð sem sé þriðji með
41/2 vinning. Hann tapaði fyrir
þeim Inga og Friðrik í tveimur
siðustu umferðunum og gérði
jaíntefli við Braga Þorbergs-
son í þeirri þriðju síðustu. Aðr-
ar vann hann.
Benoný naut þess, að hann-
bjó yfir staðbetri reynslu og
hafði sterkari taugar en flest-
ir hinna yngri þátttakenda.
Auk þess hefur hann mjög
persónuiegan og írumlegan stíl,
er vel; til'. f§&|s cjfallinþ ' að
iíigla andstæðfiigáríá' í ríminui
Annars verður ekki sagt, að
Benoný legði mjög mikinn
þunga í skákir sínar á þessu
móti og oft hefur hann teflt
djarfara. Hann virtist l:ka
leggja allmikla áherzlu á að
eyða ekki miklum tíma, en jafn-
framt að reyna að þoka and-
stæðingi sínum yfir í tíma-
hrak. Þegar svo andstæðingur-
inn fór að verða tímanaumur
iagði hann gildrur, sem oft skil-
uðu furðugóðri veiði. Þannig
snaraði hann bæði Guðmund
Lárusson og Björn Þorsteins-
son til dæmis. í heild má
segja, að Benoný væri vel að
þriðja sætinu kominn, þvi hann
var örugglega þriðji sterkasti
maðurinn.
Númer fjögur og fimm urðu
þeir Jónas Þorvaldsson og
Bragi Þorbergsson. Þeir eru
báðir menn framtíðarinnar þótt
stíllinn sé ólíkur. Jónasi lætur
bezt að tefla tvíeggjaðar skák-
ir með mikiili spennu, er harð-
sviraður keppnismaður, sem
leggur sig allan fram og vinn-
ur vel yfir skákborðinu, en
virðist nokkuð ,,nervös“, svo
sem á hann sæki glímuskjálfti.
Bragi er hins vegar rósemin
holdi klædd. Hann beitir mjög
rökvísi sinni og stöðuskyggni
eins og bróðir hann Freysteinn,
en leggur sjaldan í verulega
tvísýnu. Hann er vel að sér í
skákbyrjunum, sérstaklega þó í
Sikileyjarvörn, sem hann er
sagður kunna eins og faðirvor-
ið.
f sjötta sæti er Guðmundur
Lárusson með 2 V2 vinning. Áð-
ur hefur þess verið getið hér
i þættinum, að hann væri einn
af eínilegustu yngri skákmönn-
um okkar og hefur það álit enn
ekki haggazt. Guðmundur tek-
ur hlutverk sitt mjög alvarlega
og teflir að jafnaði þungt og
fast. Þetta krefst náttúrlega
mjög mikiilar tímaeyðslu hjá
manni með ekki meiri reynslu.
enda er tímaeyðslan snöggasti
bletturinn á Guðmundi. En með
vaxandi reynslu ætti Guð-
mundur að geta komizt yfir
þann þröskuld og hefur hann
þá sigrazt á einum erfiðasta
l'arartálmanum inn í framtíðar-
landið.
Fyrrv. skákmeistari Norð-
lendinga. Halldór Jónsson lenti
í 7. sæti með 1V2 vinning. Hall-
dór teíldi misjaínara nú en
oft áður, hverjar sem orsakirn-
ar kunna að vera. Ef til vill
var hann í öldudal, eins og
flesta skákmenn hendir annað
kastið. Þegar Halldóri tekst
upp er hann ágætur „pótitíóns“
skákmaður og getur einnig ver-
ið hættulegur í árásarstöðum.
Björn Þorsteinsson, sem
hreppti 1.—2. sætið á siðasta
Haustmóti Taflfélagsins varð
nú að láta sér nægja 8. sætið
og náði aðeins- tveimur jafn-
teflum, g'egn Halldóri og Guð-
mundi.
Björn brást þannig allmjög
vonum aðdáenda sinna, sem
höfðu vissulega ástæðu til að
ætla honum betri útkomu.
Björn hefur mjög glöggt auga
fyrir skák og veitist létt að
tefla a.m.k. að vissu marki.
En hann er tæplega nógu mik-
ill keppnismaður, leggus sig
ekki eins mikið í líma eins og
t.d. Jónas og Guðmundur. Ef
til vill hefur hann oft gott
auga fyrir yfirborðsáferð skák-
arinnar, þannig að það aftrar
honum frá því að mæða sig á
að kafa niður. í undirdjúp henn-
ar.
En í skák, sem í öðrum and-
legum iþróttum, gildir það, að
sá sem tiftar sjálfan sig mest
og agar sig með strangri vinnu
og miskunnarlausri þjálfun nær
að jafnaði bezta árangrinum.
Bjöm hefði líklega gott af þvi
að tefla útvarpsskák eða blaða-
skák, þar sem leikinn er einn
leikur á dag, til að kynnast og
venja sig við þá óþrotlegu
vinnu, sem skáklistin krefst af
iðkendum sínum. Dreg ég ekki
í efa, að Björn hefur viljaþrótti
til að sigrast á þeim agnúum,
sem há honum nú.
Að lokum skal þess getið, að
skákstjórar á Reykjavíkurmót-
inu voru þeir Baldur Davíðs-
Framhald á 10. síðu.
iiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiymiiii
• Svar við fyrirsmirn
um simgjaldahækkun
Bæjarpóstinum hefur borizt
langt og mjög rækilegt svar
frá Gunnlaugi Briem, póst- og
‘símamálastjóra, við fyrirspurn
'frá „Símnotanda” sem hirtist
í póstinum í síðustu viku. Var
spurt hver ástæða hefði verið
til hinnar miklu hækkunar á
afnotagjaldi símans. Bæjar-
pósturinn kann póst- og síma-
málastjóra beztu þakkir íyrir
I greið svör. Bréf hans er hins
1 vegar svo langt, að ekki er
: unnt 'að birta það óstytt, en
; liér fara á eftir aðalatriðin
varðandi það, sem um var
spurt í Þjóðviljanum. I bréf-
inu segir:
„í stuttu máli má lýsa á-
hrifum gengisbreytingarinnar
á útgjöld landssímans þannig:
1,6% af heildarútgjöldum
er hækkun vegna áætlaðra
verðbreytinga það sem eftir
er ársins- á benzíni, hjólbörð-
um, bifreiðavarahlutum, olíu
til hitunar, pappír til prent-
unar, byggingarefnis, skrif-
stofuáhalda, handverkfæra og
annars, sem landssíminn
kaupir innanlands.
10% af heildarútgjöldunum
er hækkun vegna afborgana
og vaxta af erlendum skuld-
um.
9% af heildarútgjöldunum
er hækkun vegna rekstrar-
efnis, sem er keypt beint af
erlendum framleiðendum og
hækkar um 50% í íslenzkum
krór.um.
Þar við bætist svo tekju-
lækkun um 1,7% af heildar-
tekjunum vegna millireikninga
við erlendar símastjórnir og
símafélög i sambandi við sím-
skeyti og símtöl við útlönd.“
í bréfi póst- og símamála-
stjóra segir síðan, að lands-
síminn fái ekki nema fjórða-
hluta þess, sem innheimt sé
fyrir símskeytj til útlanda,
hitt fari til erlendra aðila,
símskeytagjaldið sé ákveðið
í gullfrön'kum og hafi hækkað
um 50% við gengisbreyting-
una. Þar segir einnig, að
gjaldskrárhækkunin gefi ekki
nema 16% hækkun á tekjum
símans, þótt útgjöld hans í
heild hækki yfir 20%. Er gert
ráð fyrir 2,7 millj. kr.
greiðsluhalla, sem r'ikissjóður
greiðir, og er það svipað og
verið hefur.
Þá bendir póst- og sima-
málastjóri á það í bréfi sínu,
að hækkun einstakra gjald-
skrárliða þurfi að vera meiri
en '16% sö'kum þess, að nýja
gjaldskráin gildir ekki fyrir
allt árið. Þannig hækkar
skeyta- og símgjald 1. marz,
afnotagjöldin. 1. apríl, fækk-
un símtalanna (úr 700 í 600)
tekur gildi í júlíbyrjun o.s.frv.
Gjaldskrárhækkunin kemur
því ekki jafnt niður á alla
liði og er hæst, 25%, á þeim,
sem mikið erlent efni þarf tií,
en vinnulaun eru e'kki nema
um 45% af heildarútgjöldum
símans og stafa. hækkanirnar
allar af liinum hlutanum.
Póst- og símamálastjóri seg-
ir einnig, að þrátt fyrir hækk-
unina sé afnotagjald símans
hér í Reykjavík lægra en ’
nágrannalöndunum. Þannig sé
það kr. 1110 í Bretlandi, kr.
605 'í Danmörku, kr. 783 í
Noregi og kr. 595 í SVÍþjóð
en ekki nema kr. 450 hér.
Loks ræðir hann sérstaklega
símgjaldahækkunina. Verður
sá hluti bréfsins að bíða birt-
ingar þar til á þriðjudag, en
mun þá koma óstyttur.