Þjóðviljinn - 09.04.1960, Qupperneq 3
Laugardagur 9. apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (S
Seint - lítið - clvrl
Fæðingarheimili bæjarins við Þorfinnsgötu verður til-
búið til notkunar í sumar og hefur þá tekið hátt á þriðja
ár að' breyta íbúðarhúsnæði í fæöingarheimili. Heildar-
kosnaður við breytinguna er áætlaöur 2 millj. 788 þús.
krónur.
Guðmundur Vigfússon lagði
nýlega fyrir borgarstjóra fyrir-
spurnir á þessa leið:
1. — Hvenær er ráðgert að
fæðingarheimili bæjarins við
Þori'innsgötu verði tilbúið ti!
notkunar?
2. — Hve mikill er kostnaður-
inn við breytinguna orðinn nú?
3. — Hvað er heildarkostnað-
ur við breytinguna áætlaður?
A siðasta ' bæjarstjórnarfundi
svaraði Geir Hallgrímsson þess-
um fyrirspurnum og sagði að
heimiiið ætti að vera tilbúið um
miðjan júní n.k., að kostnaður
nú vaeri orðinn 2 millj. 88 þús.
en hei!darkostnaður væri áætlað-
ur 2 millj. 788 þúsund krónur.
Guðmundur þakkaði svörin og
kvað mörgum þykja þessi fram-
kvæmá ganga furðu seint. Minnti
hann á að það var seint á ár-
inu 1957 sem bæjarstjórnarmeiri-
hlutinn tók þá ákvörðun að
breyta íbúðarhúsnæði sínu við
Þorfinnsgötu í fæðingarheimili.
Þegar sú ákvörðun var tekin
voru þrengslin á fæðingardeild
Landspitalans með öllu óviðun-
andi og beittu sósíalistar sér íyr-
ir því í bæjarstjórninni að bær-
inn byggði eigið fæðingarheim-
ili. íhaldið íekkst með engu
móti til slíks, en tókst loks
síðla árs 1957 ákvörðun um að
breyta íbúðarhúsnæði í fæðing-
arheimili Þau ár sem síðan hafa
liðið myndi óþolandi ástand
hafa skapazt i þessum efnum ef
hjúkrunarkonur hefðu ekki kom-
ið upp heimilum hjá sér og slíkt
heimili stofnað í Kópavogi. Guð-
mundur kvað bað hafa verið
skoðun sósíalista að Reykjavík-
urbær gæti ekki verið þekktur
fyrir annað en að koma upp
eigin fæðingarheimili, og reynsl-
an myndi sýna að það væri
rétt. í heimilinu á Þoríinnsgöt-
unni væru aðeins 24 rúm, og
það myndi íljótlega reynast of
lág tala. Þarna væri heldur
ekki um l'ullkomið fæðingarheim-
ili að ræða með föstum lækni.
Rússnesk ópem-
lynd sýnd í
/ /•
Hallbjörg Bjarnadóttir
Hallbjörg B.
vestan hafs
Þjóðviljinn hefur fengið þær
fréttir frá Pétri Péturssyni, að
Hallbiörg Bjarnadóttir söngkona
hafi nýlega komið fram í sjón-
varpsþætti hjá Garry Moore,
sem stjórnar einum stærsta þætti
sinnar tegundar í New York.
Munu milli 30 og 40 milljónir
hafa séð sjónvarpsþáttinn. Er
Hallþjörg kom út að loknum
þætti, segir í íréttinni, hafði
safnar.t saman margt fólk, sem
spurðá hana ýmissa spurninga.
Þá bárust söngkonunni mörg'
þakkarbréf. sem send voru til
útvarpsstöðvarinnar að þættin-
um loknum.
Haiiþjörg Bjarnadóttir mun
innan skamms fara til Montreai
í , Kanada, en bar á hún að.
skemmta m.a. í sjónvarpi. Henni
hafa og borizt fleiri tilboð um
sjónvarpssendingar síðari hiuta
sumars. Hallbjörg hefur beðið
Þjóðvíijann að flytja beztu
kveðjár til kuhningjanna heima.
Nýja bíó mun á næstunni sýna
rússnesku óperukvikmyndina
YEVGENI ONEGIN, byggð á
samnefndri óperu Chaikovskys.
Frá 1879 hefur þessi ópera Chai-
kovskys verið sýnd í flestum
leikhúsum Ráðstjórnarríkjanna
og víða um heim og' hvarvetna
verið afbragðsvel tekið.
í myndinni syngja ýmsir af
fremstu söngvurum Rússa, svo
sem Galina Vishnevskaya,
Liubov Avdeyeva og og Vadim
Medvedev. Aðalhlutverkið, Tatj-
önu leikur Ariadne Shengeíaya.
Myndin er i litum og er í heild
mjög vel tekin og fróðleg um
margt er viðkemur lífi rússnesku
yfirstéttanna á nítjándu öld.
lífsviðhorl'i þeirra og hugsunum.
Saga elzta safn-
aðarkvenfélagsins
Út er komin 50 ára starfssaga
Kvenfélags Fríkirkjusafnaðarins
í Reykjavík, elzta safnaðarkven-
félagsins á landinu.
Þetta er myndarlegt rit, 90
blaðsíður i vænu broti, prentað
á vandaðan papp.r. í inngangi er
sagt frá tildrögum að stoínun
Fríkirkjusafnaðarins í Re.vkja-
vík, en síðan er starf kvenféiags
safnaðarins í 50 ár rakin í máli
og myndum. Aftast i ritinu eru
birt Ijóð, sem flutt hafa verið á
afmælishátíðum kvenfélagsins og
loks félagatal. Fjölmarg'ar mynd-
ir prýða ritið, my'ndir af for-
ystukonum kvenfélagsins, safn-
aðarprestum o.fl. '
Guðmundur sagði ennfremur
að verkið hefði gengið of seint
og orðið dýrt, vegna þess hve
óhagkvæmt væri að taka íbúðar-
húsnæði og breyta því til ann-
arra nota.
Geir Hallgrímsson borgarstjóri
íjármála kvað dráttinn við
breytingu húsnæðisins vera
eðlilegan. því í húsnæðinu hefðu
verið 16 húsnæðislausar fjöl-
skyldur, og það hefði tekið lang-
an tíma að koma þeirn fyrir
annarsstaðar og breytingarnar
ekki verið hafnar fyrr en um
áramót 1958—1959.
Guðmundur minnti borgar-
stjóra á að bæjarstjórnarmeiri-
hlutanum hefði ve! verið kunn-
ugt um fjölskyldurnar 16 þegar
hann tók þá ákvörðun að breyta
húsnæðinu og hola þeim niður
annarsstaðar og væri slikt engin
afsökun.
Síðasta spila-
kvöld vetrarins
í Hafnarfirði
Alþýðubandalagið í Hafnar-
firði efnir til spilakvölds í Góð-
templarahúsinu kl. 8.30 í kvöld.
Þetta verður síðasta spila-
kvöld Alþýðubandalagsmanna í
Hafnarfirði á þessum vetri. Hin
fyrri spilakvöld í vetur hafa ver-
ið yfirleitt vel sótt og' þótt ágætar
skemmtanir. Er ekki annars að
vænta en menn skemmti sér líka
vel í GT-húsinu í kvöld. Verða
þá veitt verðlaun bæði fyrir
beztan árangur kvöldsins og
einnig heildarverðlaun eftir vet-
urinn. Kaffiveitingar verða á
boðstólum að venju.
LÁKI og lífið
Stofnaður sjóður til að láua
námsmönnum erlendis
í gær var samþykkt einrúma sem lög frá Alþingi
íramvarp um lánasjóö íslenzkra námsmanna erlendis.
Frumvarp þetta bar ríkis-
stjórnin fram, eftir að stúd-
entar höfðu sýnt fram á að
gengislækkunin myndi gera
flestöllum íslenzkum náms-
mönnum ókleift að stunda nám
erlendis. Náms'kostnaðurinn
hækkaði um 80% við gengis-
lækkunina.
um með jöfnum afborgunum og
3Vz% vöxtum.
Árlegt framlag ríkissjóðs til
lánasjóðsins á að vera 3.250.000
krónur. Au'k þess eiga vextir
og afborganir af lánum veittum
frá 1952 að renna í sjóðinn
■Fram til 1962 er gert ráð
fyrir að upphæð veittra lána
á ári hverju verði óbreytt, en
eftir það á lánaupphæðin að
fara að vaxa.
Lán þau sem veitt verða úr
sjóðnum samkvæmt reglum
sem Menntamálaráð setur að
fengnu samþykki menntamála-
ráðherra, verða vaxtalaus með-1 Gcilf arráðstef naH
an nám stendur, en þrem aram
eftir að námi lýkur hefjast
vaxtagreiðslur og afborganir
Skulu lánin greiðast á tíu ár-
Sjálfsafgreiðsla
í Matstofu Aust-
urbæjar
Matstofa Austurbæjar hefur
nýlega tekið upp sjálfsafgreiðslu.
Heíur innréttingu matstofunnar
verið nokkuð breytt í samræmi
við það, og komið fyrir löngu
aígreiðsluborði, þar sem við-
skiptavinirnir geta valið réttina,
sem þeir fá síðan afgreidda á
bakka og greiða við borðsend-
ann. Er fyrirkomulagið allt mjög
snoturlegt. Eins og áður mun
matstofan hafa á boðstólum bæði
heitan mat og kaffi og mun
verðið hafa lækkað nokkuð við
það að sjálfsafgreiðslan var tek-
in upp.
MmmimmimimmiimiiiimimmM
i Ein fróm j
| spurning |
E 1 gærkv. hlustaði ég á E
E erindi sr. Lárusar Arnórs- E
E sonar í Ríkisútvarpinu, er E
E hann nefndi: Eru starfs- E
E aðferðir kirkjunnar úrelt- =
= ar á aftómöld? í telefni =
= þessa erindis sálusorgar- =
= ans vil ég leyfa mér að =
= leggja eftirfarandi spurn- =
S ingu fyrir þá, sem ráða =
5 húsum í íslenzka Ríkisút- 5
E varpinu: =
E Var málflutningur séra E
E Lárusar í samræmi við E
E margyfirlýsta stefnu ráða- E
E manna Ríkisútvarpsins E
E um pólitískt hlutleysi út- E
= varpsins ? E
= Svar óskast,
= Reykjavík, 8. apríl 1960 =
= Sigurðnr Róbertsson. =
iriimmmmmmmmmiiimmiiiiiiTi
SaltfiskbnSin í nýjum húsakynnum
Um þriggja mánaöa skeiö hefur Saltfiskbúöin
a
i’rakkastígnum veriö lokuö, en í dag opnar eigandinn,
Kjartan Gissurarson, verzlunina aftur í nýjum húsa-
kynnum aö Heimaveri í Álfheimum.
Verzlunarhúsnæðið er hið ný-
tízkulegasta og snyrti’.egasta í
alla staði, veggir þaktir gler-
flísum sem auðvelt er að halda
hreinum, allt málað í ljósum
léttum litum og loftræsting til
mikillar fyrirmyndar. Auk
venjulegra fisktegunda mun
Kjartan hafa á boðstólum í
verzlun sinni ýmsar tegundir
af niðursoðnum fiskréttum,
sardinur, síld og fleira sem
ekki hefur tíðkast í fiskbúðum
hingað til.
Vafalaust munu húsmæður í
þsssu stóra hverfi hrósa happi
yfir að fá f'skbúð í nágrennið,
en auk hennar eru í Heimaveri
mjólkur- cg brauðbúð, ný’endu-
vöruverzlun, sælgætiSverzlun
og kjötbúð.
Framh. af 12. siðu
ríkjanna var einnig á mælenda-
skrá. en hann frestaði ræðu
sinni. Ekki er talið óliklegt að
Sovétrikin taki aftur tillögu
sina og lýsi yfir fylgi við til-
lögu hinna 16 Afriku- og Asíu-
þjóða, sem fram kom í fyrradag,
en hún er samhljóða sovézku til-
lögunni í öllum meginatriðum og
gerir ráð fyrir 12 mílna land-
helgi með óskertum íiskveiði-
réttindum.
Tekjuskattslög
Framh. af 12. síðu
kennilega ræðu þar sem „við-
reisn“ ríkisstjórnarinnar var
iboðuð af trúarhita sem fagn-
| aðarboðskap og m.a. lýst sem
siðvæðingarherferð,
Afi»' aða Alþýðubandalagsins.
Við atkvæðagreiðsluna um 1.
jgr. frv. gerði Eðvarð Sigurðs-
,son grein fyrir atkvæði s'ínu, og
vitnuðu aðrir Alþýðubandalags-
^menn til þeirrar afstöðu, en þeir
og Framsó'knarþingmenn sátu
hjá.
Fyrirvari Eðvarðs var á
þessa leið:
; „1 þessari frvgrein felst, að
tryggður verður það hár per-
sónufrádráttur, að þurftarlaun
verða undanþegin tekjuskatti.
Þessu ákvæði er ég eindregið
’fylgjandi. Að öðru leyti felur
greinin í sér óhæfilegar eftir-
gjafir á tekjuskatti hátekju-
manna, og er ég með öllu and-
vígur því. Þar sem þessi tvö
óskyldu ákvæði eru fastbundin
hvort öðru í greininni og borin
undir atkvæði í einu lagi, er
mér fyrirmunað að fylgja fram
,skoðun minni á ákvæðum grein-
arinnar með afckvæðagreiðslu
með eða móti, og því greiði ég
ekki atkvæði.“ 1