Þjóðviljinn - 09.04.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.04.1960, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. apríl 1960 ÞJÖÐVILJINN — (7 framkvæmanleg án þess að til átaka komi við Afríku- menn_ og stjórn Suður-Afríku héfur búið sig vandlega undir að bsrja sérhverja mótspyrnu niður m.eð tákmarka lausurn hrottaskap. Þegar á annað hundrað Afríkumenn lágu í blóði sínu á torginu fyrir framan lcgreglustöðina í Sharpeville, 72 þeirra hel- særðir, var G. D. Pienaar lög- regluforingi spiirður, hvers vegna hann liefði látið skjóta á vopnlausan hópinn. „Það var kastað steini í bílinn minn,“ svaraði hann. „Ef þeir gera svoleið;s hluti, verða þeir að komast að því fullkeyptu.“ Á undanförnum árum hefur verið varið stórfé til að búa her. og lögreg1 u Suður-Afríku undir að beria niður þræla- uppreisnir. Sveitum búnum vélbyssum og brynvörðum bílum hefur verið dreift uiíi landið og liðsforingjár sem grunaðir eru um að trúa ekki nógu eindrevíð á kvnþátta- kúp'immn hafa verið reknir frá störfum. Hvítir menn eru aðeins þrjár milljónir af 14.500.000 ■Suður-Afríkubúum. Hinir hör- undsdökku landsmenn hafa ekki enn lært að beita mætti samtakanna, og Suður-Afr- 'íkustjórn hyggst skelfa þá svo sem blóðsúthéllingum og barsmíð að þeim lærist það aldrei. Hvatningu Alafríska sambandsins til Afríkumanna um að neita að bera vegabréf og fylla svo fangelsin að stjórnarvöldin réðu ekki við neitt, var mætt með blóðbað- inu í Sharpevillé. Daginn sem jarðarför hinna föllnu fór i- fram ríkti allsherjarverkfail Afríkumanna í borgum Suður- Afriku. Slíkt hefur aldrei komið fyrir áður, og ríkis- stjórnin trylltist. Hún sendi kylfu og svipusveifandi her og lögreglu irtn í Afríkumanna- bæina þar sem verkfallinu var haldið áfram, Ráð hennar tii að knýja Afríkumenn til vinnu varð að hýða konur þeirra og berja börn þeirra í rot á strætum og gatnamótum. Blindaðir af kalv’ínsku ofstæki og hroka gera þrælahaldarar a- ir sitt til að ala á kynþátta- hatri sem hlýtur að koma þeim eða af'komendum þeirra í koll ef haldið verður áfram á sömu braut. 17'oringjar þjóðernissinna í * i Suður-Afriku kunna að halda að enn vari sú tíð þegar Afríkumenn gátu enga rönd reist við framandi yfirdrottn- lirum, en þróunin í Afríku undanfarin ár sýnir að þar em orðin þáttaskii Hver ný- lenduþjóðin af annarri heimt- ir sjálfstæði, og nú síðast hefur sjálfstæðishrevfing Afr- ikumanna unnið mikinn sigur á næstu grösum við Suður- Afriku. Dr. Hastings Banda, foringi Afríkumanna í Njasa- landi, hefur verið látinn laus úr fangelsi að ákvörðun brezka nýlenduroálaráðherr- ans. þrátt fyrír harða and- stöðu evróoskra landnema þar og í Rhodesíu. Þar með hefur siálfsákvörðunarréttur Njasalandsmanna i raun og veru verið viðurkenndur og draumar landnemanna um Sambandsríki Mið-Afríku í mynd Suður-Afriku að engu gerðir Lengi vel hefur stjórn Suður-Afriku notið stuðnings Bretlands og Bandaríkjanna, en er svo er komið að fylgi- spekt við hana. myndi kosta fjandskap allra- Afríkumanna er þessum ríkjum nauðugur einn kostur að snúa við blað- inu. Öryggisráðið hefur ein- róma vítt ofbeldisverkin í Suður-Afr’íku, enginn vill verða til að taka málstað böðulstjórnar Verwoerds og félaga hans. Valdamenn Suður-Afríku ha,fa lengi látið sig álit umheimsins á gerðum sínum engu varða, þeir telja sig guðs útválda þjoð, ‘kjörna til að drottna yfir svertingjum sam. kvæmt boði Biblíunnar. Það eina i viðbrcgðum umheims- ins sem hefur skelft þá að ráði er afstaða þeirra sem stjórna alþjóðlegu fjármagni. Gullnámur, demantanámur, búgarðar og verksmiðjur Suð- ur-Afríku hafa á undanförn- um árum verið gróðavænleg fvrirtæki, sem dregið hafa að sér mikið fjármagn frá Banda- r’kiunum og Vestur-Evrópu. Á þessum fjárstraumi hefur byggzt sú velmegun hvítra msnna í landinu sem verið hefur ein helzta máttarstoðin undir veldi Verwoerds og fyr- irrennara hans, En eigendum fiárins lizt ekki á ófriðar- blikuna í Suður-Afríku. Hluta- bréf í fvrirtækjum þar í landi Jip.fa hríðfallið undanfamar vikur á kauphöllum í Jóhann- esarborg, London og Amster- dam. Þetta hefur orðið til bess að ýmsir kaupsýslumenn í Suður-Afríku eru teknir að vora ríkisstjómina við afleið- inpnim ofbeldisstefnunnar nisnwp Afríkumönnum Úr Viv; að bessir aðilar eru farnir eð ókvrrn,st, er ekki óhugsandi nð fordæming jimheimsins fái áArkað að hinn hviti rninnUilihí í Suður-Afríku s^i að pp- áður en bað er orðið ím seman. — M.T.Ó. = íiigrar B. Friðleifsson (Hans) og Erla G. Si.gurðard. (Gréta). Leikíélag Haínaríjarðar: eítir Willi Kriiger Leikstjóri: Sigurður Kristins IIIIIllliiiiiiiimimmiiiiiiiiiisiimiiiiEiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiEiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiimii = Annað orð rakst ég á í þessari sömu sögu sem mér þótti itiarkvert. Það var törg- ur = föggtr, fararbúnaður (kvenkynsorð í f’eirtölu). 1 sögumii seg'r frá húsi á skip- inu er beykirinn dvaldist í við smíðar sínar, „þar inn hafði törgum Sölva verið kastað". Af samband'nu er merkingin ljcs, föggur, far- angur, dót. Hér mun vera um að ræða fle'rtölu nafnorðsins targa, en það merkir lítinn skjöld.. Síðan liefur verið far- ið að nota ] að um allan út- búnað manna og loks um haf- urtask eða farangur manna. Fróðlegt væri að heyra, ef einhve.r. lesandi kannaðist við það. Allir kannast við orðið drasl um skran, margs konar fánýtt eða einskisvert dót. Ég hef vcnju'ega gert það af skömmum mínum þegar ég kenni útlendingum íslenzku, að taka sem dæmi um drasl ýmsa hluti sem kvenfólk safn- ar í veski sín, og fellur það þá í misgóðan jarðveg eftir því hvort ■ nemandinn er karl eða kona. -—. Þetta orð er hvomgkyns og beygist reglu- lega. En einnig er til af því önnur myrd sem ekki er nærri eins útbre:dd; það er driisl, hvorugkyns, og er þá sagt til dæmis „allt dröslið, í öllu dröslinu". Þessa orð- mynd hefur Sigfús Blöndal fengið einhvers staðar að í orðabók sína, þó að hann hafi myndina drasl að sjálf- sögðu sem aðalmynd, enda er „drösl“ rangmynduð eintala hvorugkynsorðs. Samt væri frcðlegt að frétta eitthvað nánar um útbreiðslu þess. Þorste;nn Magnússon frá Gilhaga er óþreytandi að skrifa þættinum, og er það þakkarvert. Hann talar um nokkur orð sem voru til um- ræðu í síðasta þætti, og segir m.a.: „Orð'ð daldrandi hef ég heyrt, en ekki í þeirri merk- ingu sem Halldór þi.e. Pét- ursson greinir. Það var sagt um þá sem drógust aftur úr í ferðalögum að þeir kæmu da’drandi á eftir eða drall- andi, ef þeir fóru mjög hægt. Við þá sem voru óstöðugir við verk eða eitthvað annað var sagt: Hvað þarftu alltaf að vera að dandalast? — og eins um .notkun hesta: Hest- urinn þrífst ekki með því að alltaf sé verið að dandalast á honum.“ Sögnin að daldra er til í orðabók Sigfúsar, en merkir þar þveröfugt við það sem Þorsteinn segir, þ.e. þjóta af stað, og er sú merk- ing komin úr Breiðadal. Daldrandi er þar einn;g í merkingunni „mikill hraði“, en skagfirzku merkingarinnar er ekki gerið, og væri því gaman að frétta um hana víð- ar að. Hvoruga merkinguna þekki ég úr minni sunnlenzku og ætla að orðið sé ekki al- gengt sunnanlands. Hins veg- ar kannast ég vel við sögn- ina að dandalast, sem Þor- steinn talar um, enda er hennar getið i orðabók Sig- fúsar, þó ekki í alveg sams- konar dæmum og Þorsteinn hefur. Sigfús hefur merking- arnar „dingla aftan í ein- hverjum, fara hægt éða fara einsamall“. Raunar er merk- ing Þorsteins lík þessu, og ég þekki orðið vel í sambandi við brúkun á hestum, eins og Þcrsteinn talar úm. Önnur atriði úr bréfi Þor- steins og öðrum bréfum verða að bíða um sinn. Fyrir sex árum frumsýndi Leikfélag Hafnarfjarðar æv- intýraleikinn „Hans og Grétu“ við mikinn fögnuð hinna yngstu leikgesta. Að sýningunni mátti að sjálf- sögðu margt finnaLi en leik- ritið náði mikilli hylli, enda er efnið börnunum kært; æv- intýrið foma um systkinin fátæku, raunir þeirra og sigra kunna þau öll með tölu. Leik- ritið er laglega eamið og lið- lega þýtt, höfundurinn mild- ar söguna og endursemur í anda nútímans, bætir inn í hana atvikum og margvísleg- um kýnjaverum til skemmt- unar og andlegrar uppbygg- ingar, en víkur þó hvergi frá henni að ráði, sleppir eldrei þræðinum úr greipum sér, og hann lætur áhorfendurna litlu taka þátt í leiknum, og það gera þau með þeim áhuga og ákafa að allt ætlar um kioll að keyra. Nú hefur félagið vakið „Hans og Grétu“ til nýs lífs, og var fyrsta sýn- ingin í Góðtemplarahúsinu á sunnudag, þar var þéttsetinn bekkurinn og glaumur og gleði. Sýningin nýja er jafnbetri hinni fyrri, leikurinn örugg- ari og skilmerkilegri þegar á allt er litið; Sigurður Krist- ins er leikstjóri að þessu sinni og gerir ótvirætt skyldu ■ sína. Sviðsmyndir Lothars Grund hefur félagið geymt góðu heilli — þær falla að efni og anda ævintýrisins sem bezt má verða, en dálítið fyr- irgengileg eru tjöldin orðin og aðgerðarþurfi. Skipt er um leikendur í öilum hlutverk- um nema einu: Friðleifur E. Guðmundsson leikur enn sópasmiðinn föður barnanna á sinn góðlátlega og geðfelda hátt og er hinn sami og fyrr- um. Ragnar Magnússon er elcki eins þróttmikill, fjörug- ur og skemmtilegur í gerfi klæðskerans heyrnarsljóa og Helgi Skúlason var, en held- ur þó vel á sínum hlut, og yfirleitt túlka leikendur hin einföldu hlutverk látlaust og þokkalega. Svanhvít Magnús- dóttir er sætabrauðsnornin og Ásthildur Brynjólfsdóttir stjúpmóðirin, framsögn beggja er viðvaningsleg, en þær eru hæfilega ógeðfeldar hvcr með sínum hætti og ýkja hvergi. Harry Einarsson er skógarbjörninn hjálpsami og fer sér að engu óðs- lega, mátulega dimmradd- aður og fremur skýr í máli. En athyglin beinist að sjálf- um hetjunum í leiknum, þeim Hans og Grétu, það er Ing- vari Birgi Friðleifssyni og Erlu Guðlaugu Sigurðardótt- ur — þ-au ein vinna leiksigra. Þau eru samvalin og sam- taka, geðþekk börn og lag- leg bæði tvö, furðulega ör- ugg í framgöngu, tala mjög skýrt og eðli’ega, syngja fal- lega og vinna hug barnanna í salnum á fyrstu stundu. Ég sendi þeim ámaðaróskir og þakka góða skemmtun. Á. Hj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.