Þjóðviljinn - 09.04.1960, Side 4
4) ■— ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 9. apríl 1960
RHHBB
Hvinskir
tónar
B
B
B
fl
B
B
saxafónsins
m
m
m
m
m
m
m
a
m
m
m
m
m
m
H
fl
H
H
H
r
Það er skemmtikvöl.d í
Framsóknarhúsinu.
Rólegir angurværir tónar
berast út í salinn frá viða-
mikilli hljómsveit á upp-
hækkuðum palli.
Lágur kli 5ur gestanna
skapar undirtón gleymsk-
unnar.
Ofan úr hæðum hljómar
döpur rödd lífsreyndrar
dægurlagasöngkonu.
Um horfið lúllabæ.
Þjónar hella víni í glös
með köldu peningaglotti.
Rökkurbirta umhverfis-
ins mildar nakinn veru-
leikann.
Sextán ára unglingspilt-
ur gengur hikandi skrefum
að ungum kvennafansi við
langt borð.
Þær mæna á hann i kór.
Ungar, ferskar, iðandi,
spenntar og ruglaðar.
Það e'r boðið upp í dans.
Stjórniausir, spriklandi
ungmeyjarhlátrar fylgja
parinu út á gólfið.
Fyrstu skrefin á við-
kvæmri braut.
Tveir gamlir refir sitja
við næsta borð.
Þeir horfa á þreyttum
augum og heimsvönum svip.
Vaxtarbroddurinn heldur
áram að skjóta frjóöngum
á þessari eilífu göngu.
Þó að þeir séu farnir að
dasast.
Hvað er æskan?
Miskunnarlaus, óstýrilát-
ur, stjórnlaus lífskraftur..
Það er erfitt að bæla
hana.
Þó er hún mannleg, elsku-
leg og viðkvæm í fersku
auga.
Iðandi mannhafið í saln-
um heldur áfram að teiga
af bikar kvöldsins.
Hvinskir tónar saxafóns-
ins rjúfa snöggvast sam-
ræmið.
En allt fellur í ljúfa löð.
Allt í einu slær þögn á
salinn.
Ungur reffilegur maður
gengur upp á leiksviðið.
Hann biður um hljóð.
Hvað segir hann?
Mætti ég gefa ykkur óska-
mynd af húsi framtíðarinn-
ar.
— þar verður kvikmynda-
og fundarsalur með 1000
sætum.
Veitinga- og danssalur
fyrir 800 manns.
Heil bækistöð fyrir prent-
smiðju og dagblaðarekstur.
Hvert kjördæmi út á
landsbyggðinni fær sitt
skrifstofu- og fundarher-
bergi.
Einnig flokksstjórn og
bæjarfulltrúar.
Mikið er það ánægjulegt,
að Æskulýðsfylkingin skyldi
stíga fyrsta skrefið að
slíku flokkshúsi framtíðar-
innar.
Það gerir hún með þessu
byggingarhappdrætti, sem
hún hefur nýlega hleypt af
stokkunum.
Með þessu happdrætti
leggjum við hornstein að
þeirri byggingu sósíalskrar
hreyfingar, sem við munum
sjá rísa hér í bænum næstu
ár, og með þeirri byggingu
leggjum við einnig hornstein
að enn voldugri og varan-
legri byggingu alþýðunnar,
byggingu sósíalsks þjóð-
félags á íslandi.
Nú þegar hefur mikill eld-
móður gripið um sig meðal
félaganna að vinna vel að
happdrættinu.
Látum þann eldmóð fara
vaxandi dag frá degi og
fáum stöðugt nýja liðsmenn
til þessa átaks.
Munum það jafnframt, að
það eru samtökin, sem gera
okkur að voldugu afli. Án
þeirra mættum við okkar
lítils hvert og eitt.
Eflum því samtök okkar
og treystum með fjölda
nýrra félaga til að létta
okkur átakið.
Fyrsta takmarkið er :
Hálf milljón í byggingar-
sjóðnum 3. júní.
Seljum upp hvern einasta
miða.
Allir eitt um þetta mikla
átak.
HHJMHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH*
Níræður
mannvinur
Fáa þekki ég mennina, sem
betur hafa unnið til heitis-
ins mannvinur, en Sigmund-
ur Sveinsson, sem eitt sinn
gekk brosandi og friðmælandi
milli barna í Barnaskóla
Reykjavíkur (nú Miðbæjar-
barnaskólinn), en þar var
hann um alllangt skeið dyra-
vörður, Og enn brosir þessi
aldurhnigni vinur minn að
fornu og nýju við lífinu og
gleðst yfir því,' sem gott er
og fagurt, en harmar það,
sem miður fer, enda þótt
hann sé sannfærður um að
það verði líka gleðiefni, þótt
síðar verði. En Sigmundur
vill ekki eiga gleði sína einn.
Hann vill miðla öðrum af
henni, hann vill að þeir, sem
lirjáðir eru, geti líka brosað
við lífinu. Þessvegna er hann
alltaf á ferðinni meðal hinna
sjúku og sorgmæddu til þess
að flytja þeim bros sitt,
hjartahlýju og bjarta trú.
Sigmundur er .trúmaður.
Hann tilbiður sinn guð, en sá
er ekki guð hins efsta dóms
og útskúfunar doktors Mar-
teins Lúthers og heimatrú-
boðsins, heldur góður guð.
Ég er enginn trúmaður, nema
síður sé, en trú Sigmundar
met ég, ef til vill fyrst og
fremst vegna þess að hún
byggist á ást til alls, sem lif-
ir og langar til þess að lifa.
Sigmundur er níræður í
dag, en þvi myndi enginn
trúa, ókunnugur, sem sér
hann fara sporléttan og bros-
andi um götur Reykjavíkur.
Ókunnugir vita ekki, að þessi
aldurhnigni maður er þá á
leiðinni t.il einhvers sjúks eða
sorgmædds til þess að veita
honum gleði og frið. Um Jeið
og Sigmundur flytur gleði til
hryggra, nýtur hann siálfur
þeirrar gleði, sem stÖðugt
vngir hann sjálfan og léttir
honum lífsgönguna.
Ég vil flytja Sigmundi
Sveinssyni níræðum bá ósk
bezta. að Honum auðnist um
öll ólifuð ár að vera boðberi
gleði og bjartra hugsana.
Þakka þér fyrir öll hlýju
orðin, sem þú hefir til mín
mælt, Siemundur minn. Megi
þér og þínum vel farnast.
Hendrik Ottósson
BÆJARPOSTURIN
* Séra Lárus
segir grand
Sú saga er sögð af sálnahirði
einum fyrir norðan, að það
henti hann eitt sinn, er hann
var að embætta á helgidegi eft-
ir langa og stranga andvöku-
nótt við spil og skál, að hann
féll í svefn fram á altarið á
meðan söfnuðurinn var að
syngja hjartnæman sálm. Þegcr
sálminum var lokið og komið
var að guðsmanninum að blessa
varð hann að vonum höndum
seinni. Meðhjálparinn, sem sá,
að við svo búið mátti ekki
standa brá við hratt og títt, og
hnippti í klerk og hvíslaði:
Segðu eitthvað. Hrökk guðs-
maðurinn þá upp af værum
blundi, sló bylmingshögg í alt-
arishomið og þrumaði: Ég segi
bara grand! Síðan er haft að
orðtaki í sveitum fyrir norðan,
þegar einhver slær um sig með
fáránlegu hjali út í hött: Séra
Lárus segir grand.
* Og enn segir hann
grand
Þeir sem hlustuðu á ríkisút-
varpið í fyrrakvöld, urðu á-
heyrendur að því, að enn er
séra Lárus fyrir norðan að
segja grand. Séra Lárus Arn-
órsson í Miklabæ flutti sem
sé erindi í útvarpið og öllu
fáránlegri málflutning og hjá-
rænulegri hefur varla heyrzt
í langa tíð. Samkvæmt heiti
sínu áíti erindið að fjalla um
star.fsaðferðir kirkjunnar og þá
spurningu, hvort þær væru
orðnar úreltar á atómöld. Það
efni afgreiddi presturinn stutt
og laggott með því að segja,
að þær væru jafngóðar og gild-
ar á atómöld sem steinöld, og
afneitaði þar með allri þróun
mannsins í einni setningu, enda
kunnur. að því að fara um sumt
meir eftir háttum frumstæðra
þjóða heldur en eftir boðorðum
kirkjunnar. Meginhluta erind-
is síns varði klerkurinn hins
vegar til árása á kommúnism-
ann, sem hann skilgreindi sem
helstefnu og höfuðandskota
kristindómsins. Og' guðsmann-
inum í Miklabæ var ekki nægi-
legt að níða stefnuna sjálfa og
fylgjendur hennar almennt
heldur réðist hann og persónu-
lega að einstökum mönnum án
allra saka. Það voru sem sagt
engin blessunarorð, sem séra
Lárus flutti að þessu sinni. Nei,
hann sagði bara grand að
gömlum sið.
* Hlutleysi ríkis-
útvarpsins
í sambandi við þetta erindi
hlýtur að vakna sú spurning,
hvort forráðamönnum ríkisút-
varpsins hafi verið kunnugt um
efni erindisins áður en það var
flutt. Með því að leyfa flutn-
ing þess hefur hlutleysi lit-
varpsins verið þverbrotið á ó-
sæmilegasta hátt. Eða eru
prestar og prelátar þjóðkirkj-
unnar e.t.v. hafnir yfir það að
verða að lúta reglunni um hlut-
leysi útvarpsins? Svo mikið er
a.m.k. víst, að fáir hafa brotið
meir gegn þeirri reglu í mál-
flutningi sínum í útvarpinu en
sumir kirkjunnar þjónar, sem
svo eru kallaðir. En auðvitað
gera þeir það alltaf í nafni
kristindómsins sjálfs og til
varnar honum, — en skyldi það
vera í anda hans?