Þjóðviljinn - 21.04.1960, Blaðsíða 1
Þjóðviljinn er
24 síður í dag
II
tflLIINII
viuinn
Fimmtudagur 21. apríl 1960 — 25. árgangur — 90. tölublað
Á síðustu árum liöfum
við íslendingar gerzt all-
víðförulir og sótt íheim
fjarlæg lönd til lengri eöa
skemmri dvalar. Fáir hafa
þó orðið til þess að gista
þaö land, sem næst okkur
liggur, þ.e. Grænland, og
fyrir þá sök erum við ó-
fróðari um það, en mörg
önnur, sem fjarlægari eru.
Fyrir nokkrum dögum hitti
■blaöamaður frá Þjóðviljan-
um ungan lækni, Geir
Jónsson héraðslækni á
Reykhólum, sem er nýkom-
inn frá Grænlandi, þar
sem hann hefur haft vetur-
setu í Meistaravík, en Dan-
ir stunda þar námugröft
sem kunnugt er. Féllst
Geir á að segja lesendum
Þjóðviljans nókkuð frá dvöl
sinni á Grænlandi og
heimsótti blaðamaðurinn
hann því kvöld eitt í síð-
ustu viku og rabbaði viö
hann stundarkorn.
Geir Jónsson
— Hvenær fórstu vestur,
Geir?
— Ég fór frá Reykjavík 26.
september og jþá beint til Hafn-
ar. Þar máttum við dúsa í
viku, en fórum svo með SAS-
vél til Meistaravíkur 4. októ-
ber.
— Hvernig leizt þér á Græn-
land við komuna?
— Mér leizt heldur illa á
mig. Það var snjór yfir allt
og kalt. Annars eru fjöllin
þarna í kring um flugvöiiinn
alveg ,sérstaklega falleg.
— Hveriær byrjar veturinn á
þessum slóðum?
— Hann byrjar einhverntíma
í september, það er dálítið mis-
jafnt. Hann byrjaði óvenju
snemma í ár.
Ég hitti starfsbróður minn
þarna á flugvellinum. Ólaf P.
Jónsson í Stykkishólmi. Hann
var næstur á undan mér í
Meistaravík og var að fara
heim.
— Hafa aðailega verið ís-
lenzkir iæknar í Meistaravík?
— Það hefur verið dálítið um
það. Þeim gengur illa að fá
danska lækna þángað.
— Hvernig stóð á því, að
Eskimói frá Scoresbysundi með hundásleðaiín sinn á fliigvellinum í Meisftaravík.
Veturseta
í Meistaravik
þér datt í hug að fara til
Grænlands?
— Það hefur kannske verið
ævintýraþrá, ég veit það ekki.
— Hvað er Meistaravík norð-
arlega?
— Hún liggur við Kong
Oscars-fjörð á .73 breiddar-
gráðu. Flugvöllurinn liggur
rétt hjá víkinni, en upp í
þorpið, þar sem námumennirn-
ir búa eru um 12 kilómetrar.
Á flugvellinum eru 11 menn,
sem sjá um hann. Þetta er ein-
hver bezti flugvöllurinn á aust-
urströndinni.
— En hvað vinna margir í
námunni?
— Venjulega uni 120 menn.
Menn eru alltaf að koma og
fara. Það eru bara einstöku
menn, sem hafa fjölskyldur
sínar með sér. Það voru þarna
í vetur þrenn hjón. Búið er
í bröggum, sem standa á staur-
um til þess að jarðkuldinn nái
ekki eins upp í gólfið. Þeir
eru ágætlega upphitaðir. Mat-
urinn var líka ág'ætur á danska
vísu, mest svínakjöt. Annars
var það farið að versna núna,
því að allar vistir til vetrarins
eru fluttar til Meistaravikur á
skipum á haustin frá Dan-
mörku.
— Hvernig er vinnunni í
námunni háttað?
— Menn vinna í námunni á
tvennan hátt, á 9 t:ma vökt-
um við að sprengja og 12 tíma
vöktum við hreinsunina. Það
sem unnið er er blý og zink,
um 80 tonn á dag af hreinsuð-
um málmi. Þegar búið er að
hreinsa málmgrýtið er eftir um
80% hreinn málmur, sem svo
er fluttur út á sumrin með
skipum.
Nú er verið að sprengja í
fjall dálítið innar í landinu í
leit að málmi, sem heitir
molybden. Þar vinna 11 menn.
þeir halda að sé þar. Náman
verður a.m.k. helmingi stærri
en sú gamla. ef þarna finnst
molybden. Mönnunum sem
vinna við þetta eru færðar all-
ar vistir á jarðýtum.
— Eru það allt Danir, sem
vinna þarna?
— Lang flestir eru Danir, en
svo eru líka Svíar og Austur-
ríkismenn en engir Grænlend-
ingar. Þeir næstu búa i Seores-
bysundi, sem er fyrir sunnan
Meistaravík og koma einu sinni
í mánuði á flugvöllinn til þess
að sækja póst o.fl.
— Hvað hafa menn sér helzt
til dægrastyttingar?
— Þeir, sem vinna á 12 tíma
vöktum hafa Htinn t'ma aflögu.
Hinir hafa lítið við að vera í
fríunum, helzt biljard og' borð-
tennis. Flestir eiga líka segul-
bandstæki og dunda við að
taka upp hver hjá öðrum. Svo
eru bíósýningar tvisvar í viku.
Á laugardögum fá menn viku-
lega skammtað annað hvort
eina flösku af sterku víni eða
einn kassa af öli. Fyrst var
engin skömmtun, en það gaf
ekki góða raun. Það voru fáir
sem mættu til vinnunnar suma
dagana. Síðan skömmtunin var
tekin upp er oft nokkuð drukk-
lð um helgar.
— Er ekki daufleg vistin
þarna á veturna?
á sumrin. Þegar ég fór var far-
ið að birla og aðeins að hlýna.
Frostið var ekki orðið nema 15
stig, en er venjulega 20—30
stig í námubænum. Þar fór það
hæst í 35 stig í vetur, en á
flugvellinum er miklu kaldara.
Þann dag var þar 44 stiga
frost. Hins vegar er loftið svo
þurrt, að kuldinn finnst ekki
eins bitur.
— Er snjórinn ekki mikill?
— Það er alltaf 3—4 melra
þykkt lag á jafnsléttu.
— Hvernig er veðurlagið?
— Það eru miklar stillur. en
þegar hríð kemur stendur hún
oft í viku, svo er kannske
bjart veður á milli í hálfan
mánuð.
— Stundaðirðu nokkrar veið-
ar þarna?
— Nei, á veturna er það
ómögulegt. Menn veiða mest á
vorin, aðallega refi, snæhéra og
sauðnaut. Annars voru skotnir
tveir ísbirnir rétt eftir að ég
kom vestur.
— Er mikið um ísbirni í
Meistaravík?
— Nei, það er mest á vorin
og haustin. Þeir hafa ekkert í
sig á veturna, þegar allt er
frosið.
— Dvelja námumennirnir
nema frekar stuttan tíma í
Meistaravík?
— Flestir hafa samning til
13 mánaða en fá mánaðar frí
á því tímabili og fá fría ferð
heim og til baka en ekkert
kaup á meðan. Þeir, sem vinna
á vöktum í námunni hafa ágætt
kaup, hærra en verkfræðing-
arnir, það er svo langur vinnu-
tíminn. Ég held þeir hafi um
3000 danskar krónur í kaup á
mánuði. Margir þeirra eru fjöl-
Skyldumenn og haía skilið
konu og börn eítir hei/n^, svo
það er hundalíf fyrir þá að
hanga -þarna. Annars er ein-
staka maður búinn að vera
þarna nokkuð lengi.
— Var mikið hjá þér að gera?
— Nei, heldur lítið. Mérj
leizt ekkert á. þegar ég sá flug-
vélina fara og stóð hjálparlaua
að kalla eítir á Grænlandi.
Aðbúnaðurinn að lækninum ec[
reyndar ágætur, en það er eng-
inn, sem kann neitt til þess aff
aðstoða, ef með þarf. Þaf&
Framhald á 14. síðy.
Jú. vetursetan er leiðin-
Þeir þurfa að sprengja langt leg, en ég gæti vel trúað, að
Dalurinn npp af Meistaravílt, þar sem náman er_ Námuþorpið er í (lalbotninum miðjurn og
f hlíðinni beint upp al' því er náman.