Þjóðviljinn - 23.04.1960, Side 6
Ö) — ÞJÓÐVIL.JINN — Laugardagur 23. apríl 1960
ttirmipcnnnimfmi umttxz
ÞIOÐVILIINN
Utgefandi: Sameiningarflokkur albýðu — Sósíallstaflokkurinn. —
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Maenús Torfi Ólafsson, Sig-
urður Guö'mundsson. — Préttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón
Bjarnason. — Auglýsíngastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn,
afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi
17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
Frelsið”
nc:
ttr
ad\
■ Kf
KU
m
s
æ;
gj
»3
IH
»•**
zitl
* >«
U)>
ar
«■*
=F
di
ir
9?
Þá hefur alþingi fengið til meðferðar nýja
skipan inni'lutnings og útflutnings, og stjórn-
arblöðin hrópa hástöfum að nú sé að hefjast
nýtt frelsistímabil á þeim sviðum. En auðvitað
er ekkert frelsi fólgið í þessum umskiptum, held-
ur aukin einokun; það verksvið. sem innflutn-
ingsskrifstofan og útflutningsnefndin önnuðust
er nú afhent ríkisstjórn-inni og 'bönkunum, fyrst
og fremst seðlabankanum. Vald ríkisstjórnarinn-
ar og bankanna er aukið stórlega frá því sem
áður var; einkánlega má segja að Seðlabank-
inn fái alræðisvald á ýmsum sviðum svo sem
til þess að verðláuna Vilhjálm Þór fyrir heiðar-
leik og þjóðhollustu í störfum.
¥/erfið felur þannig í sér aukið einræðisvald
peningastofnananna í landinu, en „frelsið" á
að vera í því fólgið að menn megi kaupa þorra
innflutningsins þar sem þeim sýnist. Ekki munu
þó aðrir geta annazt þau innkaup en þeir sem
fá afhent til þess fjármagn og aðra aðstöðu;
„frelsið“ verður bundið við fámenna klíku for-
réttindamanna, sem fær stóraukin völd á kostn-
að annarra. Hér er semsé um að ræða frelsi
handa örfáum auðmönnum, sem eiga að fá að
ráða því sjálíir í samræmi við hagsmuni sína
og gróðaáform hvar þeir kaupa neyzluvörur al-
mennings. En þessi tegund frelsis er stórhættu-
leg fyrir allt efnahagskerfi iþjóðarinnar.
Tlér í blaðinu hefur margsinnis verið bent á
þá óbrotnu staðreynd að öll afkoma okkar
veltur á því aö við getum selt afurðir okkar og
fengið sem bezt verð fyrir þœr. Við verðum fyrst
ið selja og síðan að kaupa. Þessi augljósu sannindi
verða að móta utanríkisviðskipti okkar, ef nokk-
urt vit á að vera í þeim. En með nýskipan ríkis-
;tjórnarinnar er gengið í berhögg við þetta
grundvallaratriði. Samkvæmt henni er innflutn-
ingurinn aðalatriðið, en útflutningurinn á svo
að koma sem afleiðing! Hinir fáu forréttinda-
menn, sem öðlast frelsið, eiga að ráða því sjálf-
ir hvar við kaupum, en síðan verður að haga af-
urðasölunni í samræmi við gróðahagsmuni þeirra.
Pins og bent hefur verið á hér í blaðinu eru
^þessar afleiðingar þegar farnar að birtast í
verki. Hinir frjálsu heildsalar hafa þegar dregið
mjög verulega saman innkaup sín í löndum eins
og Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzkalandi, þar sem
við höfum haft mjög hagstæðan markað fyrir
afurðir okkar. Þessi lönd geta því keypt minna
af íslenzkum afurðum en þau hafa hug á, með
þeim afleiðingum að rætt hefur verið um að
kasta verulegu magni af saltsíld í gúanó og
fella algerlega niður vorsíldveiðar í Faxaflóa.
Einnig er hið nýja kerfi nú þegar farið að valda
örðugleikum í viðskiptum okkar við Sovétríkin.
Þessar afleiðingar koma auðvitað engum á óvart,
ýmsir ráðamenn stjórnarinnar hafa ekki farið
neitt dult með það að einn megintilgangur kerf-
isins sé einmitt sa að takmarka verulega við-
skiptin við sósíalistísku löndin, skerða og eyði-
!eggja þá markaði sem okkur hafa reynzt bezt.
Hver íslendingur getur sagt fyrir afleiðingar
slíkrar stefnu.
t'yrir nokkra heildsala merkir hið nýja kerfi
a frelsi til gróða, en öllum almenningi boðar
það frelsi til öryggisleysis og fátæktar. — m.
ua
I
Minning
Arinbjörn Óiafsson
Hafnarfiröi
D. 13. apríl 1960
Þrátt fyrir breyttar að-
stæður er þörf okkar nú hin
sama og áður fyrir einlæga
vináttu og tryggð, þess vegna
finnum við ósegjanlega sárt
til, þegar þeir samferðamenn
okkar kveðja, sem veitt hafa
okkur þetta í ríkum mæli.
Þannig var mér farið þeg-
ar ég frétti lát vinar míns
Arinbjörns Ólafssonar aðal-
bókara. Hann var á margan
hátt óvenjulegur maður. I
allri framkomu slíkt prúð-
menni að fágætt var, seinn til
kynna og flíkaði lítt tilfinn-
ingum sínum, en þeim mun
meiri og betri vinur vina
sinna var liann. Og þeir, sem
öðluðust vináttu hans og
traust. vissu, að undir niðri
bjó viðkvæmt og næmt til-
F. 24. okt. 1895 -
finningalíf, sem gerði mann-
inn á margan hátt sérstæðan
og eftirminnilegan.
Ég nr'nnist naumast að
hafa þekkt annan mann,. sem
nota'egra var að vera sam-
vistum með né verkaði betur
á umhverfi sitt. Var hann þó
að jafnaði ekki orðmargur, en
jafnvel þögnin og lúð ein-
stæða jafnvægi hugans, sem
hann átti í svo ríkum mæli,
verkaði róandi og ég vil segja
bætardi á alla, sem hann urn-
gekkst. — Er mér Ijúft að
minnast margra siíkra stunda
éj heimili hans og frá ógleym-
anlegum sumarferða’ögum,
sem við áttum saman. En
hann hafði yndi af ferðalög-
um og var næmur náttúru-
skoðari.
En þótt Arinbjörn væri að
jafnaði fáskiptinn og orðfár,
bjó hann þó yfir ríkri kímni,
sem vegna óvenjulegrar hié-
drægni naut sín ekki nema
meðal nánustu vina. Kom þá
í ljós hve prýðilega vel gefinn
hann var og vel að sér á
mörgum sviðum, enda las
hann ætíð mikið og var m'k-
ill bókamaður e:ns og bræður
hans þeir Kristinn heitinn
Ólafsson fulltrúi. sem lézt í
okt. s.l. og Jóliann Gunnar
Ó'afsson sýslumaður á ísa-
firði, er einn . lifir þeirra
bræðra.
Arinbjörn var sonur hjón-.
anna S'griðár Eyþórsdóttur
og Ólafs Arinbjarnarssnar
verzlunarstjóra. 1 bernsku
átt-' hann heima í Reykjavík,
Borgarnesi og Vik í Mýrdal,
þar sem faðir hans hafði
verz'.unarstörf með höndum.
En ungur að árum fluttist
hann t:l Vestmannaeyja og
vann þar við verzlunar og
skrifstofustörf allt til ársins
1942, er hann réðst til bæj-
arfógetaembættisins í Hafnar-
firði, fyrst sem gjaldkeri og
nú síðustu árin sem aðalbók-
ari. Hann vann öll sín störf
af mikilli samvizkusemi og
báruj þau vott um gcða kunn-
áttu og vandvirkni, og svo
fagra ritliönd skrifaði hann
að sjaldgæft var.
Framhald á 10 s>ðu
Alþvðublaðið og þjóðle g menning
Skósmiðurinn minn er krati
og þegar ég fékk skóna mína
frá honum úr sólningu voru
þeir snyrtiiega vafðir inn i
tvær arkir af Alþýðublaðinu.
Ég fór þá lítillega að kynna
mér innihald þessa virðulega
stjórnarmálgagns og fyrst af
öllu rak ég augun í Hannes
á Horninu. Hann er áhyggju-
legur á svip, enda ekki að
ástæðulausu.
Hann kveðsð nefnilega vera
haldinn miklurn ótta um að
„þjóðleg, andleg ís!enzk verð-
mæti fari forgörðum hjá
yngstu kynslóðinni".
Segir hann að hún hafi
„slitnað úr tengslum við mörg
hinna góðu undirstöðuverð-
mæta og týnt þjóðar og sögu-
tilfinningu foreidra. sinna.“
Hannes byggir dóm sinn
einkum á svörum, sem gagn-
fræðaskólanemendur í Reykja-
vík veittu við nokkrum spurn-
ingum sem ritstjóri Vikunn-
ar lagði fyrir þau nýlega.
„Unga fólkið þekkti ekki
Blessuð sértu sveitin mín“ og
„Göbbe's var g!eymdur“ seg-
ir Hannes og hver láir honum
þó að kenni nokkurrar vand-
lætingar.
Eftir þennarv lestur þótti mér
rétt að kynna mér efni blaðs-
ins á þessum tveimur örkum,
enda Alþýðublaðið mesta ný-
næmi á míni! heimili.
Forsíðumynriin er af henni
Grace ICeily furstafrú cg
manninum hennar honum
Reinier fursta cg börnunum
þeirra.
Þá eru fróðlegar og merkar
upplýsingar um dansparið
Averil og Aurel og taldir upp
næturklúbbar í mörgum lönd-
um, þar sem þau hafa strípl-
azt og tilgreint hve lengi í
hverjum stað.
Þá er einnig mynd af
skrúðgöngu pólskra og amirb
kana í Fifth Avenue í New
York. Þá er sagt frá bíla-
sýningu í Daiunörku, þar sem
viðstaddur var Knútur prins
og hin unga heilladís „Idræts-
parkens.“
Þá er dramatísk frásögn af
brezkum hermanni, er lengi
hafði verið bersköllóttur, en
með því móti að nota hor-
mónalyf fyrir kr. 5700.00 á
ári hefur honum tekizt að
rækta flaksandi háriufsur á
hausi sínum.
Nú er spurningin: Borgar
þetta s:g.
Sagt er frá því, að Heming-
way fái kr. 700 fyrir orðið í
grein um nautaat, er hann
skrifaði í amirískt tímarit.
Blaðið hefur það eftir fróð-
um mönnum, að hægt sé að
verða ódauðlegur, sé fylgt
vissum lífsreg'um, t.d. ef
maður eltist ekki við kven-
fólk og neitar sér um tóbak.
Blaðið fiytur merkisfrétt
frá Sidney í Ástralíu. Þar
eru þeir svo frjálslyndir, að
þeir leyfa afgreiðslustúlkum
að ganga berlæruðum í verzl-
unum, (skýringarmyr.d fylg-
ir) og því fallegri læri, því
meiri sala. Framhaldssaga er
og í blaðinu og söguhetjan er
kvenmaður í „svörtum undir-
fötum, mjög fallegum".
Lcks er íslenzk frétt af
innbrotsþjófi, sem varð að
gera sér að góðu að fara
tómhentur heim og er frá-
sögnin þrungin skilningsríkri
samúð, svo sem vænta mátti.
Margir munu samsinna því
með Hannesi, að þjóðleg ^s-
lenzk menning eigi örðugt
uppdráttar um þessar mundir.
En það er þó bót í máli, að
á meðan Alþýðublaðið vérður
ritað og gefið út sem nú horf-
ir, eru þó einhverjir, sem
fórna sér fyrir þá hugsjón að
hlúa að þjóðlegum menning-
arverðmætum. Það ætti að
minnsta kosti ekki að véra
hætta á að ungkratar og aðr-
ir, sem sækja sitt andlega
fóður i Alþýðublaðið slitni úr
tengslum við hin þjóðlegu
undirstöðuverðmæti.
. ' E,