Þjóðviljinn - 20.05.1960, Síða 4

Þjóðviljinn - 20.05.1960, Síða 4
1) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 20, maí 1960 TRYGGVI EMILSSON, varaformaður Dagsbrúnar: Einingin er fyrir öllu í haráttu fyrir bœttum kjörum Trygg’vi Emilsson Starf og barátta verklýðs- samtakanna á Islandi hefur í höfuðdráttum verið tvíþætt. I fyrsta lagi kemur þar til stuðningur við öll þau fram- faramál sem lyft hafa þjóð- inni frá fátækt til velmegun- ar. Þetta hefur gerzt með þeim hætti að fulltrúar verka- fólks á Alþingi hafa átt frumkvæði að flestum þeim stórmálum í atvinnu- og menningarlegri uppbyggingu sem mest hafa orkað til heilla og farsældar og eru nú undir- staða atvinnulífs og lýðtrygg- inga. Fyrir því liggja söguleg- ar staðreyndir. Enda hefur lífsþörf alþýðunnar ætíð knú- ið þar á. Það var atvinnan, sem ætíð var- af skornum skammti og því. höfuðnauðsyn að efla at- vinnulíf og afla atvinnutækja. Það voru tryggingamálin, sem engin voru til í neinni mynd, en eru nú fyrir ötult starf alþýðunar orðnar að stórbákni, sem samtök okkar verða að heimta í sínar hend- ur, svo fljótt sem verða má svo sjálfsögð eru þar full yf- irráð vinnustéttanna sam- kvæmt eðli þeirra. Og það voru mál mennta og lærdóms sem áður voru einkaeign yfir- stétta. Nýsköpunarárin voru verka- fólki 'heilladrjúg, en þar unnu að frá fyrstu hendi og að fullu frumkvæði fulltrúar vinnandi fólks á Alþingi. Bar- áttan hélzt óslitin, og starf vinstri stjórnarinnar erlifandi með okkur í dag, þrátt fyrir víðtæka skemmdarstarfsemi þeirra sem sitja nú í stjórnar- stólunum. Fiskiskipin hafa streymt til landsins, fiskvinnslustöðvar hafa risið, atvinnujöfnun í kaupstöðum og fiskiplássum er veruleiki, og lífmál islenzku þjóðarinnar, landhelgismálið, reis til sinnar miklu reisnar og heldur áfram að vera. Fjöldi annarra mála sá á þessum árum sína fyrstu líf- daga í veruleikanum, þó sum hafi þegar verið slitin af rót. Það sem við gerðum ekki í tíð vinstri stjórnarinnar, en okkur bar að gera, hefur þeg- ar fengið sinn örlagadóm. En viðbrögð verkafólks við brejátum tímum og árferði hafa verið í lifandi samræmi við lífsþarfirnar, baráttan fyr- ir því að lyfta atvinnuvegun- um í hærra veldi og tryggja þannig stöðuga atvinnu í öllu landinu, í öllum kaupstöðum og verstöðvum og gefa nýtt líf iðnaði, búskap og verzlun. En hvernig hefur okkur tekizt að auka kaupmátt launanna, sem hefur verið annað höfuðbaráttumálefnið? Víst má segja að þar hef- ur einnig orðið að sækja á brattann og það oft með löng- um verkföllum. Þvílíkur hefur skilniDJgur atvinnurekenda og stjórnarvalda verið á lífsstöðu þess fólks sem verkin vinn- ur og framleiðir verðmætin. Og má telia furðulegt i fá- mennu þjóðfélagi. En stað- reyndir tala þar sínu máli. Og nú í dag, þegar aflinn er mestur, er o'kkur sagt að þjóðarbúinu stappi við gjald- þroti. — Þegar aflasölur eru beztar, markaðir tryggir og allt selst sem aflað er, þá er skellt á hóflausri gengislækk- un og unnið að því með öðr- um ráðstöfunum að eyðileggja markaðina. Og nú, þegar þjóðartekjurnar eru hæstar er verðbólguflóðinu steypt yfir og jafnframt bannað með lög- um að kaupgjald hækki eftir vísitölu. Verkamenn sjá hvað er að gerast, að nú eru þeir menn, sem við höfum gert ríka með vinnu okkar, sá sterki hluti -Sjálfstæðisflokksins sem þar ræður lögum og lofum og nokkrir ógæfumenn úr Al- þýðuflokknum, að þrýsta at- vinnulífi og efnahagsafkomu þjóðarinnar á það stig, að fátækt og öll sú eymd sem henni fylgja, verði hlutur vinnandi fólks, en auður og ofríki hlaðist á sérréttinda- mennina, sem nú fara með völdin í þjóðfélaginu og haga öllum gjaldeyri eftir sínum geðþótta. Það er ekki verið að um- breyta til þess að koma hér á almennri velmegun, enda þyrfti til þess menn með öðr- um hugsunarhætti. Það er eingöngu verið að tryggja þá ríku á kostnað verkafólksins. Það hefur verið lögð mikil áherzla á þá kenningu að þjóðin li.fi um efni fram að verkakaup sé of hátt, að fram- leiðslan beri ekki það kaup sem goldið er, að kaup verkamanna verði að lækka. En þessir kennimenn tala aldrei um að !kaup hálauna- og fjárplógsmanna sé of hátt, og ætla mætti þv'í að einung- is kaup verkamanna snerti atvinnuvegina, 'hálaun og stór- gróði fjölda þjóðfélagsþegna væru tekin upp úr holtinu. Verkamenn hafa eytt, það er kenningin, og svo er sú kenn- ing borin hart fram af há- menntuðum, keyptum áróðurs- mönnum íhaldsins, að margir hafa blátt áfram trúað þvi að eitthvað verði að gera. Þetta kom gleggst fram á síðastliðnu ári þegar verka- fólk var látið fórna með einu pennastriki 13,5% af laun- um sínum, án nokkurra bóta. Enda átti þá að ráðast með því bót stórra efnahagsvand- ræða, þó raunin hafi orðið önnur. 1 dag trúir því enginn verkamaður, liafi þá nokkur trúað því fyrir ári síðan að þá hafi verið þjóðarnauðsyn að hrifsa 200 krónur af viku- kaupi verkamanna og fylla með þeim pyngjur stór- atvinnurekenda og annarra sem á því græða að kaupi sé þrýst sem mest niður. Hver verkamaður veit að það er rangt að -verkamenn hafi eytt, að þeir hafi tek- ið of stóran hlut af þióðar- tekjunum, að þeir séu þjóðin meðal þjóðarinnar, sem li-fað hafi um efni fram, og því sé það kaup verkamannsins sem sligar þjóðarbúslcapinn. Þeir vita að það er rangt, að þeir eigi að fórna. Fleiri og fleiri verkamenn vita — og það er höfuðatriði að miðað sé við framlag vinnandi manna til þjóðarframleiðslunnar og mið- að við þjóðartekjurnar, að einmitt nú væri hægt að stór- auka kauþmátt launanna. Þetta vita valdsmennirnir og því „kippa þeir leið af stafni" þjóðarskútunnar til þess að þóknast sínum nánustu auð- valdsklíkum innlendum og samkvæmt fyrirskipunum er- lendra auðvaldsrikja. í myrkvum skotum ráðabruggs fyrir ári síðan, þegar þeim tókst kaupránið, 'hófst her- ferðin, sem nú er farin gfímulaust. Gengisfellingin, erlenda eyðslulánið, persónuskattarnir í gervi söluskatts og öll svikamyllan eru þegar af- drifaríkir atburðir, og mun það taka langan tima, fyrir þá alþýðustjórn sem koma hlýtur í landinu, að vinna upp það tjón, sem þegar er orðið. Kjararýrnunin vinnur á, eins og nagandi ormur, og kaupmáttur launanna minnk- ar dag frá degi, óttinn við samdrátt í avinnulífinu igref- ur um sig. -Er þá furða þó menn spyrji nú, af miklum alvöruþunga: Hvað gerir 'Dagsbrún, hvað gera verk- lýðssamtökin undir forystu Alþýðusambandsins ? Fyrsta maí gáfu þeir skýr svör ræðu- menn okkar á Lækjartorgi, við því hvað verklýðssamtökin muni gera til að rétta hlut síns fólks. Hér eftir blandast engum hugur um hvað verð- ur gert, þögnin er rofin. Verkafólk sem með starfi handa sinna og með marg- þættu félagslegu starfi hefur lyft íslenzkri þjóðmenningu og efnahagslífi úr ördeyðu, lætur ekki bjóða sér þá sví- virðu sem íslenzk stjórnarvöld stefna nú að. Isienzk al- þýða sem þreifaði sig áfram í myrkri fram á 20. öld og liefur með óþreytandi elju -bætt lífskiör s'ín stig af stigi er reiðubúin til stórra dáða. Það sýndu útifundurinn og kröfugangan fyrsta maí. Sú ganga, sem þá var hafin, verður ekki stöðvuð. Það er gangan fvrir bættum lifskjör- um, fvrir stvttum vinnudegi, og fullu atvinnuöryggi. Þess- ar höfuðkröfur fela í sér möguleikann fyrir fram-gangi allra okkar krafna annarra. Líka fvrir lífskröfu íslands — landhelginni. Vaxi íslenzk alþýða til sjáv- ar og sveita til fyllstu vitund- ar um mátt sinn, og þar er- um við nú á hraðri leið, þá eigum við sigurinn vísan. Sigurinn sem allt vinnandi fólk á íslandi þráir. Við eigum fyrir höndum mikla baráttu og eins og æ- tíð fvrr varðar það mestu að verkafólkið hafi með sér full- komna samstöðu, að við mæt- um öll til baráttunnar. Það Framhald á 10. síðu iiiiiiiiimiimiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiMimmiiimiiiiimiiimimimiiiimmiiiiiiiMiiiiimmmMiiiiimiimmiiiiiiiiiiiimiiiiAiiimmiiniiiimmiiiimiimmiimimiiiiiiiiimmiimiiiiiiiiimimiiiiiiiiii BÆJARPOSTURINNl • Týnda brúin Eins og menn munu minnast gerðist sá atburður austur á Mýrdalssandi í fyrra, að ný- byggð brú hvarf þar í sandinn og týndist með öllu. Þannig stóð á tilveru þessarar brúar, að Blautakvísl tók upp á þeim óvanda að hlaupa út undan sér, flæddi úr farvegi sínum út yf- ir allan sand og gróf sundur veginn svo að samgöngur teppt- ust. Eins og nærri má geta brugðu menn hart við tii þess að reyna að hemja árskömmina, enda voru kosningar í nánd og enginn sér í aurinn, þegar svo stendur á. Ákveðið var af skyndingu að veita ánni í gaml- an farveg, hlaðnir miklir garð- ar til þess að veita henni til og síðast en ekki sízt smíðuð vegleg brú, sem áin átti að gera svo vel og renna undir. En þar með var líka draumur- inn búinn. Áin gerði sér litið fyrir og fyllti farveginn og kaffærði brúna í sandi. Þeim vísu mönnum, sem að verkinu stóðu, hafði sem sé gleymzt að taka eðli árinnar með í reikn- inginn og höfðu þó þeir menn, er gerst máttu vita um slik vatnsföll, varað við öllu þessu flani og spáð því fyrir, hvað gerast myndi. Eftir að áin hafði kaffært nýju brúna í fyrrahaust stóðu menn uppi engu nær en áður um lausn vandamálsins. En eitthvað varð að gera, og auð- vitað datt engum í hug að fara að grúska í hverju mistökin hefðu legið. Nei, það sem vant- aði var bara ný fjárveiting af almannafé, til þess að hægt væri að hefja leikinn að nýju. Og að sjálfsögðu stóð ekki á Alþingi. Þingmennirnir sam- þykktu að bragði að veita, að minnsta kosti 8 milljónir króna til vegagerðarinnar á Mýrdals- sandi, en til vonar og vara létu þeir þá greinargerð fylgja fjár- veitingunni, að ósýnt væri, hvort þær framkvæmdir, er fyrir hana yrðu gerðar mættu verða að nokkru varanlegu gagni. Þetta höfðu þeir lært af ævintýrinu með brúna og segi menn svo aftur, að þing- mennirnir okkar geti ekkert lært af reynslunni. Enn mun ekki hafa tekizt að koma þessum 8 milljónum í lóg, enda allt sumarið framund- an. Nú er hins vegar búið að finna týndu brúna, meira að segja búið að grafa hana upp og rífa að mestu, enda hlut- verki hennar lokið fyrir löngu. Samkvæmt fregnum i Tímanum á fimmtudaginn þykir mönn- um þar eystra ýmislegt benda til þess, að vötnin á sandinum muni vera að komast aftur í fyrra horf, sem þau voru í áð- ur en Blautakvísl brá á leik. Vonandi reynist það rétt, þann- ig að við getum sparað okkur eitthvað af þessum milljónum, sem gera átti tilraun til þess að eyða þarna á sandinum í sumar. Þegar Blautakvísl hljóp úr farveginum forðum, sögðu þeir sem bezt vissu, að til- gangslaust væri að reyna að beizla hana, áin eða árnar á sandinum yrðu að fá tíma til að finna sér eðlilegan farveg og framrás, það tæki nokkurn tíma en þá væri líka varanleg lausn fengin á vandanum. Á meðan á þessu stæði ætti að- eins að gera bráðabirðaráðstaf- anir, til þess að halda uppi samgöngum yfir sandinn. Ým- islegt virðist nú benda til þess, að þetta sé að rætast, og hefði verið betra að hlýða þessum ráðum í upphaíi í stað þess að ráðast í æfintýrið með brúna og yfirhleðslugarðana. En út í það var flanað af annarlegum ástæðum, eins og ég hef áður vikið að, og það hefur kostað þjóðina ærin pening. En þetta er svo sem ekkert einsdæmi um framkvæmdir hér á landi. Það hefur áður gerzt, að vitið og þekkingin hafa verið lögð á hilluna og pólitískir hagsmun- ir verið látnir ráða framkvæmd. um í þeirra stað.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.