Þjóðviljinn - 12.06.1960, Side 7

Þjóðviljinn - 12.06.1960, Side 7
6) — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. júní 1960 Sunnudagur 12. jún'í 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 bp: irtttKnm mtfrm urm m •^**^**1* —»****« « w inirH JINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýBu — Sóslallstaflpkkurlnn. — KltstJórar: Magnús Kjartansson (&b.), Magnús Torfl Olafsson, Big- urður Guðmundsson. — Fréttarltstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón B.iarnason. - Auglýsingastjórl: Guðgelr Magnússon. - Ritstjórn. afgrélðsla auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustlg 19. — Slmi 17-500 (5 linur). - Áskriftarverð kr. 45 & m&n. - Lausasöluv. kr. 3.00. Frentsmlðja ÞJóðvllJans. r.c: Skyldan við sjómenn Ijegar áróðursmenn afturhaldsins eru að préd- ika um ranglátar kauphækkanir hjá alþýðu manna, hefur undanfarið verið lögð áherzla á þá kenningu, að laun megi ekki hækka í fram- leiðsluatvinnuvegum þjóðarinnar nema fram- leiðslan hafi aukizt. Þegar ræðumenn stjórnar- flokkanna höfðu hvað eftir annað klifað á þess- ari röksemd á þinginu í vetur var þeim bent á hina gífurlegu framleiðsluaukningu sem orðið hefði í íslenzkum sjávarútvegi á undanförnum árum, en atvinnurekendur virtust hins vegar engan áhuga hafa á því að aukningin kæmi fram í stórbættum launakjörum sjómanna, sem eðli- legt mætti teljast ef takandi er rnark á áróðr- inum. urj o3; iiHr. m iHi Htíi íiis! rur ná j*.tí KU 531 m rœ p íp ar nt* rrc Cít rx IVFokkru fyrir þinglokin minnti Einar Olgeirs- son enn á þessi mál, er hann sýndi alþingis- mönnum fram á að íslenzkir sjómenn afköstuðu tífalt á við stéttarbræður sína í Noregi að því að draga fisk á land. Jafnframt birti hann í þingskjali samanburð á fiskverði til sjómanna í Noregi og á íslandi og kom þar í ljós sú at- hyglisverða staðreynd, að norski sjómaðurinn fær tvöfalt til fimmfalt verð fyrir fiskinn. Lagði Einar til að Alþingi kysi rannsóknarnefnd sem kynnti sér í hverju þessi óe’ðlilegi og óhæfi mis- munur væri fólginn. En stjórnarliðið á Alþingi langaði ekki til að rannsakað yrði hvernig í þessu lægi, og felldi tillögu Einars. Núverandi ríkisstjórn hefur líka snúizt þannig við kjara- málum sjómanna, með því m.a. að lögbinda miklu lægra fiskverð til þeirra en útvegsmenn fengu 'á vetrarvertíðinni og margvíslegum ráð- stöfunum til kjararrýrnunar og samdráttar at- vinnu við útveg, en hinsvegar dregið svo ósvífið taum söluhringanna, að skiljanlegt er að henni sé ekki urh slíka rannsókn á kjörum sjómanna og ráðsmennsku sölusamtakanna með aflann. C'jómenn eiga að ýmsu leyti örðugra um vik ^ í félagsbaráttu sinni en aðrar vinnustéttir, því veldur atvinna þeirra á sjónum og sú stað- reynd að nú er sjósókn að verða langt til sam- felld árið um kring. Sjómannasamtökin ís- lenzku hafa þó verið áður fyrr í fararbroddi ís- lenzkra verkalýðssamtaka og háð ýmsa hörðustu verkfallsslagi sem um getur á íslandi. En und- anfarna áratugi hefur mátt segia að aðalfélag íslenzkra sjómanna hafi verið í niðurníðslu vegna deigrar forystu og hvergi nærri staðið sig í kjarabaráttunni svo að viðunandi megi teljast, það sýnir m.a. samanburðurinn sem áður var nefndur við norska sjómenn. En íslendingum er það lífsnauðsyn, að hér í landi veljist einnig í framtiðinni rösk sveit ungra manna til sjó- sóknar (?g fiskveiða. Þess vegna eiga kjör sjó- mannastéttarinnar að vera mál þjóðarinnar allrar. Sjómenn á íslenzka fiskiflotanum eiga að bera mun meira úr býtum en aðrar atvinnu- stéttir, ekki sízt meðan helzt hinn langi vinnu- dagur þeirra. Og mönnum sem stunda sjóinn ár- ið um kring þarf að tryggja löng og reglubundin frí með fullu kaupi. Slíkar ráðstafanir eru skylda þjóðar sem byggir nútímaþjóðfélag sitt að svo miklu leyti á starfi þeirra sjö þúsund manna er færa í þjóðarbúið tífaldan afla á við þá starfs- bræður sína erlenda sem næst þeim komast. — s. ut> i fe.55ÉgSgS£Sggs^3 Hversvegna er fiskverðið svonp lágt hér á landi? Ég hef verið og er því fylgjandi, að vandamál sem varða alþjóð, séu rædd fyrir opnum tjöldum. Ég mun hér á eftir taka eitt slíkt stórmál til meðferðar, mál scm varð- ar þjóðina alla. Menn í sjóþorpunum hafa talsvert rætt það að undan- förnu hvar orsakanna sé helzt að leita fyrir því, að ferskfiskverð á nýlokinni vetrarvertíð var hér allt að helmingi lægra heldur en greitt var í Noregi, samkvæmt skýrslu útgefinni af Alþýðu- sambandi íslands. Við Is- lendingar drögum margfald- an afla á land miðað við hvern einstakling sem tekur þátt í veiðunum, sé borið saman við aðrar fiskveiði- þjóðir heimsins. Og þó verð- ur staðreyndin sú, að okkar hlutarsjómenn búa við of léleg kjör, sé borið saman við marga starfsbræður þeirra hjá öðrum þjóðum, enda búa okkar hlutarsjómenn við lægsta ferskfiskverð í það minnsta á norðurhelmingi jarðar (að undanteknu Græn- landi). Og nú er svo komið, og hef- ur verið um skeið, að hlútar- sjómenn fá ekki úema híuta af þvi fiskverði sem út- gerðin býr við á hverjum tíma, og mun þó útgerðin ekki telja sig ofhaldna af því sem kemur í hennar hlut. Þeir sem muna gömlu hlutarkjörin hér við Faxaflóa vita, að sam- kvæmt þeim var það óþekkt að. sjómaður og útvegsmað-, ur fengju ekki sama verð fyr- ir aflann, enda gat sjómaður krafizt skipta á sjálfum fisk- aflanum væri deilt um fisk- verðið. Hér hefur verið rofin gömul hefð, sem lengi var bú- in að vera gildandi og hafði gefizt vel. Þeir sem unn'ð hafa að þessari þróun mála, hafa verið skammsýnir í verkum sínum, því starfsgrundvöllur útvegsins verður ekki tryggð- ur nema um skamma liríð á kostnað þeirra manna sem sækja aflann í djúp:ð ög fly.tja að landi. Það er varla nqkkur vafi á því, að þetta tvöfalda fiskverð til sjómanna annars- vegar og útvegsmanna hins- vegar, hefur stórspillt fyrir því, að hægt væri að nianna bátana úrvalssjómönnum á hverjum tíma. Það hefur því í reyndinni orðið síður en svo lyftistöng fyfir útveginn að horfið var að þessu ráði. Þar sem staðreyndin er sú, að útflutningur okkar Islend- inga er fiskur og fiskafurðir að 95—97 hundraðshlutum, þá segir það sig sjálft, að okkur er á því mikil nauðsyn að í fiskimannastéttina ve’j- ist ungir og þróttmiklir menn, og að menn hverfi frekar til þeirra starfa en annarra. Ýmsir virðast hafa gleymt því, að sú undirstaða sem þjóðin verður að byggja á nú og um langa framtíð, eru fiskveiðar og landbúnaður. Kjör sjómanna þurfa að vera hér sérstaklega góð, ef við eigum að geta búið vel í land- inu. Starfið er áhættusamt og erfitt, og verður ekki leyst af hendi með bezta árangri, nema með nægri þátttöku úr- valsmanna á bezta aldurs- skeiði. Innflutningur annarra þjóða manna á íslenzka fiskiflot- ann eins og átt hefur sér stað á undanförnum árum, er eng- in lausn á þessu máli, en sýn- ir aðeins að stefnan i þessum málum er röng. Framtíðin verður hinsvegar að byggjast á fjölmennri íslenzkri sjó- mannastétt sem býr við góð kjör og beztu starfsskilyrði sem hægt er að veita. maður, stm naut álits í síne heimalandi fyrir framsýni og dugnað. Fundum okkar bar saman, og ég innti hann eftir livernig honum litist á útgerð- ina hér hjá okkur. t. . „Þið e'gið góða sjómennq en þið hafið ekki ennþá lært: til fullnustu að gera út“, sagði þessi útvegsmaður. Mér þóttu þetta þá vera hörð ummæli og við ræddum þstta má'l fram og aftur, nokliurn tíma, og ég var í sífelldri vörn, fyrir landann. Því það er nú einu sinni svo, að þegar rætt er við útlending, þá rennur hverjum Islending blóðið til skyldunnar. Á undanförnum árum, þeg- ar ég hef verið við störf í verstöðvum á vertíðinni, þá hafa mér oft komið í hug ummæli þessa manns. Þetta sem hann kallaði að við hefð- um ekki til fullnustu lært að Jóhann J. E. Kúld skrifar um útgerð, aflabrögð og nýtingu aflans Fyrir nokkrum árum var hér á ferð erlendur útvegs- gera út ennþá, rökstuddi hann við mig á sínum tíma þann- ig: ,,Þið fáið mikinn afla, en þið hugsið minna um að vanda hann sem skyldi. Þið spyrjið í sífellu hvað þessi eða hinn báturinn hafi fengið mörg tonn af fiski, en þið spyrjið sjaldan um gæði þessa afla, eða ráunverulegt verð- mæti. Þið notið of mikil veið- arfæri og hirð:ð illa um þau. Ending þeirra verður ekki nema hálf í höndunum á ykkur. Sama er að segja um bátana ykkar, marga hverja, þeir eru ekki í nógu góðri hirðu og endast því skemur en skyldi. Það er þetta og margt fleira, sem ég kalla, að menn hafi ekki til fullnustu lært að gera út.“ Þetta sagði þessi útftndi útgerðarmaður eftir að hafa dvalið hér í rúman mánuð á vertíðinni og heimsótt ýmsar verstöðvar. „Glöggt er gests auga“, því með sjálfum okk- ur verðum við að viðurkenna að allt of mikið af þessum ummælum er sann'eikanum samkvtemt og það enn í dag. III. Fyrir fáum árum var línu- notkun hér víða í verstöðvum orðin það mikil, að ekki var nokkur leið að draga alla þá línu aftur úr sjó yfir daginn þó í góðu sjóveðri væri. Það fór því stundum svo að skera varð nokkur bjóð í sjó að áliðnum degi, svo ekki tapað- ist róður næsta dag. Þetta var hálfgert feimnismál, en þó fór svo; að lokum, að ýms um blöskraði þessi vitleysa, og menn bundust sam.tökum hver mætti vera hámarkS- lengd þeirrar línu sem bátur færi með í róður. Þetta var framför. Enn í dag er þó.línu- notkunin að líkir dum talsvert of mikil, til skaða fyrir út- gerðina. Það er líka fleira í sam- bandi við línuveiðamar sem þarf að rannsaka vel og gaumgæfilega. Eg hygg að beitunotkunin sé of mikil. Það er orðið töluvert um það á seinni árum að beitan sé höfð of stór miðað við þá öngla- stærð sem notuð er. Stórt skorin beita krefst stórra öngla, annars kemur hún ekki að gagni. Mér hafa tjáð sjómenn sem stundað hafa línuveiðar á undanförnum árum, að það sé orðin algeng vinna um borð í bátunum að moka talsverðu magni af síldarbeitu fyrir borð þegar lokið hefur við að leggja línuna. Þetta kemur af því að stórt skorin beita á tiltölulega smáum Önglum slitnar mikið af, þegar línan er lögð með mikilli ferð ems og nú er algengast síðan línu- rennan .kom til sögunnar. Það er ekki óalgeng sjón á vetr- arvertíð um borð í línubát að sjá röst af fljótandi þorski sem slitnar af í drættinum fyrir aftan bátinn, vegna þess að ilrátturinn er of hraður. Eg hygg að það sé þegar crð- ið fullkomlega tímabært að rannsaka hvort ekki sé hægt að draga eitthvað úr slíkri só- un verðmæta að skað'ausu fyrir útgerð og sjómenn. Á þorskanetjaveiðum er netjanotkunin langt úr hófi fram, sem veldur því að út- gerðarkostnaður verður mik- ill, en aflinn stórspillist af þeim sökum, þar sem kafnað- ur fiskur með blóðhlaupin þunnildi verður stór hluti afl- ans, og ve'dur það mikilli verðrýrnun. Þegar svona er að farið, þá geta bátar verið að koma með tveggja og þriggja nátta fisk að landi dag eftir dag, þó gæftir séju góðar og stöðugar. Á meðan ástand þessara mála er svona, þá miða fisk- kaupendur verðið að sjálf- sögðu v:ð það hvernig aflinn nýtist í vinns’u og mikið af lélegum f:ski skapar lágt hráefnisverð. IV. Þó leitað sé með iogandi Ijósi í stærstu verstöðvum landsins, þá er sjaldgæft að , rekast á góða hirðu veiðar- færa. Jafn sjálfsögð stofnun eins cg börkunarstöð fyrir kaðla og línu fyrirfinnst hvergi, og er þó slikt undir- staða góðrar endingar ve’ðar- færa. Hitt er mikið algeng- ara að sjá nýlega netjateina Framhald á 10. síðu. Sænsk bók um íslenzkt skáld Stellan Arvidson: Gunnar Gunnarsson. — 260 blaðsíður. — Jón Magnússon fil. kand. þýddi. — Helgafell 1959. Sænskir bókmenntamenn hafa á fáeinum árum samið og birt ritverk um tvo fremstu skáld- sagnahöfunda, sem nú eru uppi á íslandi. Peter Hallberg reið á vaðið með stórverk i tveimur bindum um Halldór Kiljan Laxness, skáldskap hans og ævi. Og í fyrra birti ann- ar Svíi, Stellan Arvidson, bók um Gunnar Gunnarssonr. Manni verður að spyrja, hvort Svíar hafi tekizt á hendur að rita bókmenntasögu íslendinga. Þeir hafa kannski hugsað sem svo, að einhverjir yrðu þá að gera það. Sem sagt: tveir sænskir menn hafa samið bækur um tvo ís- lenzka höfunda. En verk þeirra verða ekki borin saman. Rit Hallbergs er geysivíðtæk og afarnákvæm greinargerð um þroskaferil, hugsunarsögu og æviatriði Kiljans, og um list hans í víðasta skilningi — um stíi hans, persónusköpun og mannlýsingar, um vinnubrögð hans. um þjóðfélagslegt baksvið skáldsagnanna og stefnumið þeirra. Verkið er samið af djúptækri þekkingu og miklu valdi yfir viðfangsefninu; það á jafnt erindi við landa skálds- ins og aðra lesendur hans, og miðlar báðum hugtækum fróð- leik: þeim sem eru gerkunnug- ir skáldskap Kiljans og hinum sem þekkja hann miður. Stellan Arvidson ritar hins vegar ekki ævisögu Gunnars Gunnarsson- ar. Aftarlega í bókinni stend- ur fæðingarár hans fneðal ann- arra orða, við fréttum hann hafi ungur farið utan og snúið aftur heim fimmtugur og sigui'- sæll — og bá mega staðreyndir um ævi hans heita taldar í þessari bók. , Eg er ekki að heimta ævisögu Gunna.rs Gunnarssonar aí Stell- an Arvidson það má nálg- ast skáld írá æðimörgum hlið- um. En hún lýsir ekki heldur skáldskap Gunnars á viðhlít- andi hátt. hún er óskýr, það þarf viijamenn eða leigða rit- dómara til að brjótast gegnum hana. Hún er ennfremur ber- sýnilega gerð fyrir fólk, sem aldrei hefur litið i sögur Gunn- ars; af beirri ástæðu einni væri hún ekki við hæii þeirra, sem kunna á þeim einhver skil. Meginhluti bókarinnar er sem sé efnisútdráttur úr skáldsög- ; unum — og miðast l)ó allur við ; að sýna fram á heimspeki höf- undarins. Látum það vera, að i bókin greini ekki ævisögu i Gunnars Gunnarssonar. En hún I lýsir ekki heidur list hans, hún : segir fátt um persónusköpun ■ : hans, hun þegir úm stíl hans; : höfundurinn rénnir ekki grun : í hvaðan skáldinu er kominn : éfniviður sumra sagnanna. Bók- in fjallar i'yrst og siðast um það, sem Stellan Arvidson hyggu.r vera heimspeki hins ís- lenzka skálds. Hún kvað heita á írummáiinu Islandingen Gunnar Gunnarsson. En hún ætti að heita Filosofen. . . Eg vík bráðum að uppistöðu þessa heimspekiiega málrófs. En ég vil íyrst vekja eftirtekt á nokkrunt einstökum punkt- um, sem eru fjarri öllu lagi — atriðum sem sýna hve bók- menntaleg hugsun höfundarins er ótraust. Stellan Arvidson fær þá kynlegu flugu í kollinn að bera Jón Arason biskup og Ugga Greipsson saman, og' kemst að þessari niðurstöðu: „Jón Arason (þ.e. sagan) tek- ur við þar sem sjálfsævisög- unni (þ.e. Kirkjunni á íjaliinu) sleppi.r. Jón Arason er Uggi Greipsson fastmótaður" Ef ein- hver stæði á því fastar en fót- unum að innflytjendakontórinn í paradís væri blámálaður, þá yrði raunar torvelt að hrekja það. Þó fyndu allir, að þvílík guðfræði væri páfavilla. Sam- anburðurinn á biskupnum og Ugga er af svipuðu tagi. Á 156. blaðsíðu segir um Gunnar Gunnarsson: ,,Hann hefur. átt því láni að fagna að fá í „Jörð“ að móta það form lífsins, sem er lífsform hans sjálfs". Hver skilur bessa vizku? Á 255. blað- síðu segir enn: „Hvergi annars staðar í bókum Gunnars Gunn- arssonar verða lesendur að láta sér nægja hálfkveðna vísu eða beiniínis ósagða hluti. En fyrir vikið hefur sagan ,.Frá Blindhúsum", sem kannar fylgsni sálarlífsins og' hræringar þaðan á yfirborðinu, orðið sannfærandi vitnisburður um mátt mannsins ekki aðeins að lynda við samvizku sína og sætta sig við neyðarkjör, held- ur einnig að hjálpa öðrum að beygja sig ekki“. Það er að segja: vegna þess að lesendur sögunnar Frá Blindhúsum verða að láta sér nægja hálf- kveðna vísu, verður hún þeim sannfærandi vitnisburður um mátt mannsins . . o.s.frv. En þar sem hún er aleina saga Gunn- ars Gunnarss., sem þannig er rituð, þá leiðir af sjálfu sér að aðrar sögur hans eru ekki sann- færandi vitnisburður um greindan mátt. Speki af þessu tagi veður uppi á fjórðu hverri síðu bókarinnar — enda nefni ég þessi atriði því aðeins, að þau eru Ijós dæmi um almenn- ar veilur í hugmyndum höfund- arins og ritmennsku hans. Orðið „örlög“ er tíðkvæmasta orðið í bók Stellans Arvidsons, þegar frá eru taldar tvær sam- tenging'ar og eitt. fornafn. Helzta markmið hans með rit- un bókarinnar virðist það að gera grein fyrir ,,örlögunum“ í sögum Gunnars Gunnarssonar, lýsa skilningi skáldsins á þeim, sýna fram á þátt þeirra í verki hans. En orðið örlög er marg* rætt; og það er vitaskuld von- laust að gera skynsamlega greiríi' fyrir örlagahugtakinu nemat skýrgreina orðið fyrst, draga mcrkingar þess i dilka og halda*' þeim síðan skilmerkilega að- greindum. Örlög þýðir í fyrsta lagi skapanornir, að fornu ogj nýju íslenzku máli — goðsögu- iegar verur, sem skapa manpin- um ævi. Það þýðir í öðru lagi þann æviferil, það hlutskipti. sem nornirnar búa tilteknuin manni eða persónu: sköp. Það þýðir í briðja lagi æviferil í almennri merkingu, án tillita til þess hvort hann er ráð- inn af skapanornum eða ekki. Þarflaust er að greina fleiri merkingabrigði orðsins. Nú liggur það í augum uppi, að örlög geta ekki verið heimspeki- legf hugtak nema í tveimur fyrstu merkingunum; — ævi- ferill manns eða persónu í hlut- lausum og almennum skiln- ingi er ekki heimspekilegt við- íang'sefni í sjálfu sér. Það er merkilegt mál að lýsa örlaga- hugtakinu í sögu Gunnars Gunnarssonar. Hann heíur að sönnu látið sig hafa það að blanda saman ýmsum merking'- um orðsins; en því brýnní skylda kallar þá, sem um þetta efni ijalla, að greina þær sund- ur áður en þeir hefjast að öðru teyti handa. En þessa skyldu lætur Stellan Arvidson einmitt undir höfuð leggjast. Hann ekur fyrir sér öllum merkingum orðsins í senn: hann flækir þær í stað þess að greiða þær. Þeg- ar hann er í sem mestum mak- indum að breiða sig út um ör- lögin í iornum merkingum orðsins, snýr hann skyndilega við blaðinu og tekur að fjöl- yrða um þau örlög sem búa i manninum sjálfum, og hyggur þetta allt eitt og sama hugtak- ið. En þau „örlög" sem búa í manninum sjálfum — svo að baldið sé orðalagi Stellans Ar- vidsons — . vekja einkanlega spurningu um peisónuleika mannsins, um vilja hans: er hann frjáls?; mótar maðurinn sjálfur sinn eigin lífsferil? Ör- lög númer þrjú eru allt ann- ar handleggur en örlög númer tvö. En þó dugar Stellan Arvid- son ekki að grauta saman merkingum orðsins. heldur, not- ar hann bað ennfremur í ýms- um óskiljanlegum samböndum. Hann segir á 39. blaðs.'ðu um séra Sturlu í Ströndinni; „Hon- um eru engin örlög sköpuð“. Hann segir um Örlyg á Borg, á 66. síðu, að hann sé sá mað- ur „er gerði örlögin að veru- leika“. Hann segir á 138. síðu, um séra Sigvalda í Vikivaka: „Varmenni er hann ekki; ekki gersneyddur örlögum". Hér éV orðið í raun og sannleika hætt að bera nokkra sjálfstæða Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.